Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Page 12
12 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 DV Helgarblað Bandarískir hermenn sakaðir um stríðsglæpi í Afganistan: Þrjú þúsund talí- banar í fjöldagröf Fréttaljos Guðlaugur Bergmundsson blaöamaöur „Ég varð vitni að því þegar bandarískur hermaður hálsbraut einn fangann. Bandaríkjamennimir gerðu hvað sem þeim sýndist. Við höfðum ekkert bolmagn til að stöðva þá.“ Þessi orð koma úr munni af- gansks hermanns sem undir árslok 2001 gætti fanga í alræmdu fangelsi í Sherberghan í Afganistan. Hann lætur þau falla i umdeildri heimild- arkvikmynd þar sem því er haldið fram að bandarískir hermenn og bandamenn þeirra úr Norðurbanda- laginu hafi framið fjöldamorð í Afganistan. írski kvikmyndagerðarmaðurinn Jamie Doran, höfundur myndarinn- ar „Fjöldamorð í Afganistan: Bíla- lest dauðans", heldur því fram að bandarísku hermennimir og banda- menn þeirra hafi drepið þrjú þús- und talíbana og liðsmenn al-Qaeda sem teknir voru til fanga nærri borginni Mazar-i-Sharif, í kjölfar falls borgarinnar Kunduz undir lok nóvember 2001, í stríðinu gegn talí- bönum og al-Qaeda eftir árásirnar á New York og Washington í septem- ber sama ár. Myndin var sýnd í fyrsta sinn í bandarísku sjónvarpi fyrir rúmri viku. Enginn efast Heimildarmynd Dorans var fyrst sýnd í Evrópu í fyrra og vakti mikla athygli og reiði. Virtir fjölmiðlar eins og franska blaðiþ Le Monde og hið þýska Die Zeit skrifuðu um stað- hæfingamar sem þar koma fram. Blaðamenn Die Zeit komust að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að „enginn efaðist um að Bandaríkjamenn hefðu tekið þátt.“ Sömu sögu er ekki að segja frá Bandaríkjunum. Stærstu fjölmiðlar þar í landi hafa lítið sem ekkert íjallað um myndina og það sem þar kemur fram og ýmsir halda því fram að þeir séu með því viljandi að reyna að þegja ásakanimar í hel. Jamie Doran hefur það eftir Larry nokkrum Schwartz, embætt- ismanni í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu, að Bandaríkjamenn hafi verið viðriðnir málið og að ut- anríkisráðuneytið hafi sett sig í samband við öll helstu dagblöð landsins. „Þessi frétt verður ekki birt, jafnvel þótt hún sé sönn,“ hef- ur Doran eftir Schwartz á vefsíðu útvarps- og sjónarpsfréttaþáttarins Democracy Now. Dostum stríösherra Afganski stríösherrann Abdul Ras- hid Dostum og menn hans eru sakaöir um stríösglæpi. Þröngt á þingl Liösmenn taiíbana og al-Qaeda í Afganistan bjuggu viö slæman kost í hinu alræmda fangelsi í borginni Sheberghan. Fangelsi þessu var eitt sinn líkt viö Auschwitz-útrýmingarbúöir nasista. Fjögurra daga ferð í gámi Kvikmynd Dorans segir sögu þús- unda manna sem gáfust upp fyrir sveitum afganska stríðsherrans Abduls Rashids Dostums, banda- manns bandaríska heraflans í stríð- inu gegn talíbönum í Afganistan, eftir umsátrið um Kunduz. Hermt er að um átta þúsund manns hafi lagt niður vopn eftir fall Kunduz. Sjónarvottar segja að um þrjú þúsund föngum hafi verið stungið inn i vörugáma aftan á flutningabíl- um í Qala-i-Zeini-virki, skammt frá Mazar-i-Sharif 26. og 27. nóvember 2001. Tvö hundruð til þrjú hundruð menn voru í hverjum gámi. Hlerar gámanna voru innsiglaðir og flutn- ingabílarnir með gámana aftan á voru látnir standa í sólinni í nokkra daga áður en haldið var af stað og stefnan tekin á fangelsið í Shebergh- an, um 125 kílómetra leið. En þótt leiðin hafi ekki verið sérlega löng tók ferðalagið engu að síður allt að Qóra daga. Fangarnir voru að vonum aðfram- komnir inni i gámunum. Þorstinn var að drepa þá og einnig var orðið loftlítið inni í þéttskipaðri prísund- inni. Fangarnir gripu þá til þess ráðs að berja innan á veggi gámanna til að vekja athygli á loft- leysinu. Það var eins og við mann- inn mælt, liðsmenn Dostums stöðv- uðu bílalestina og tóku að gera loft- göt á gámana með vélbyssum sínum. Fangamir sem lifðu af loftleysið og skothríðina brugðu margir á það ráð að drekka blóð úr opnum sárum til að svala þorsta sínum og lengja kannski líf sitt aðeins. Stóðu aðgerðalausir hjá Sjónarvottar segja að þegar flutn- ingabilarnir hafi komið á áfangastað og hermenn voru búnir að opna gámana hafi flestir fanganna reynst dauðir. Sjónarvottamir segja einnig að bandarískir sérsveitamenn sem stóðu vaktina i fangelsinu hafi fyrir- skipað mönnum Dostums að losa sig við fangana „áður en hægt verður að taka gervihnattamyndir". Gámamir með föngunum í vom fluttir út í eyðimörkina þar sem þeir sem enn voru á lífi vora skotnir og grafnir. Að sögn stóðu þrjátíu eða fjörutíu bandarískir hermenn að- gerðalausir hjá. Nú eru þarna allt að þrjú þúsund lík í fjöldagröf. Yfirvöld vísa á bug Bandarísk samtök, Physicians for Human Rights, eða Mannréttinda- samtök lækna, sem hafa aðsetur í Boston, rannsökuðu fuilyrðingarnar um íjöldamorðin og sendu fulltrúa sína til Afganistans í ársbyrjun 2002 til þeirra staða sem sjónarvottarnir höföu bent á. Þar fundu fulltrúarnir bein og aðrar líkamsleifar sem þeir töldu gefa til kynna að þar hefði ver- ið fjöldagröf, að því er segir í skýrslu samtakanna sem lesa má á heimasíðu þeirra á Netinu. Ráðuneyti landvarna og utanrík- ismála í Bandaríkjunum hafa bæði sent frá sér yfirlýsingar þar sem því er vísað á bug að Bandaríkjamenn hafi tekið þátt í fjöldamorðum á af- gönskum fóngum. Haldbærar sannanir Sjónarvottarnir sem koma fram í mynd Dorans eru ekki nafngreindir. Sjálfur segir Doran að þeir séu reiðubúnir að skýra frá nafni sínu frammi fyrir alþjóðlegum dómstóli sem tæki að sér að rannsaka atburð- ina sem myndin fjallar um. Tveir sjónvarvottanna hafa þegar verið drepnir og því er haldið fram að Dostum og menn hans hafi þar verið að verki. Mannréttindalögfræðingurinn Andrew McEntee sá myndina í Berlín í fyrrasumar þar sem hún var sýnd á vegum þingmanna vinstriflokksins PDS. Eftir sýning- una sagði McEntee að í myndinni kæmu fram haldbærar sannanir fyr- ir því að „alvarlegir stríðsglæpir" hefðu verið framdir, ekki bara sam- kvæmt alþjóðalögum heldur einnig samkvæmt lögum Bandaríkjanna sjálfra. McEntee hvatti til þess að gerð yrði óháð rannsókn á atburðunum og að ekki væri hægt að hunsa þau gögn sem fyrir lægju. Hvort heimildarmynd Jamies Dorans verður til þess að reynt verð- ur að komast til botns í máli þessu og kanna hver beri ábyrgðina á dauða afgönsku fanganna skal ósagt látið. Ef marka má frásagnir af inni- haldi hennar virðist hún hins vegar vekja upp spurningar sem einhver verður að svara. Og þá dugir ekki að segja bara: „Ekki benda á mig,“ eins og sungið var í vinsælu dægurlagi fyrir ekki svo löngu. Byggt á efni frá The Guardian, Democracy Now, WSWS, heima- síðu PHR og Le Monde. Á leið heim frá vígstöðvunum Liösmenn Noröurbandalagsins í Afganistan stökkva yfir skotgröf á leit heim úr bardögum viö talíbana og bandamenn þeirra nærri borginni Charatoy í október 2001. Góður andi á fundinum Almenn ánægja ríkti með niður- stöðu fyrsta fund- ar þeirra Mah- mouds Abbas, for- sætisráðherra palestínsku heima- stjómarinnar, og Ariels Sharons, ísraelsks starfsbróður hans, á fimmtudag. Umræðuefni fundarins var að sjálfsögðu svokallaður Veg- vísir að friði fyrir botni Miðjarðar- hafs og má segja að fundurinn hafi verið eins konar upphitun fyrir fund tvímenninganna með George W. Bush Bandarikjaforseta í Jórdaníu í næstu viku. Þar mun Bush þrýsta á Abbas og Sharon að sjá tO þess að Vegvísinum verði hrundið i framkvæmd. Þar er með- al annars kveðið á um að Palest- ínumenn fái sjálfstætt ríki í síðasta lagi árið 2005. Martröðin hélt áfram Erlendar björgunarsveitir héldu burt frá Alsir í upphafi vikunnar þegar ljóst var að ekki myndu fleiri finnast á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum mikla í síðustu viku. Ljóst þykir að á þriðja þúsund manna týndi lífi í skjáiftanum. Mikillar reiði hefur gætt í Alsír í garð stjórnvalda og þeir sem misstu allt sitt i skjálftan- um hafa mátt búa við afar erfið skilyrði, meðal annars afar bág- boma hreinlætisaðstöðu. Eftir- skjálftar hafa skotið íbúunum skelk í bringu en aðeins fáeinir hafa látist af þeirra völdum. Rumsfeld og vopnin í írak Donald Rumsfeld, landvamaráð- herra Bandaríkjanna, er farinn að búa bandarísku þjóð- ina, og heimsbyggð- ina alla, undir það að engin gjöreyðingar- vopn muni fmnast í írak. Meint gjöreyð- ingarvopn íraka var, eins og menn muna, helsta réttlætingin fyrir því að Bandaríkjamenn og Bretar fóru í strið í írak til að steypa Saddam Hussein af stóli. Rumsfeld sagði í vikunni að írakar hefðu hugsan- lega eyðilagt vopnin áður en inn- rásin í landið var gerð. Hann sagð- ist hins vegar fullviss um að gjör- eyðingarvopn myndu finnast og að stíðið hefði ekki verið háð á fölsk- um forsendum. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, var sama sinnis, sagðist viss um að sannanir fyrir tilvist gjöreyðingarvopnanna myndu finnast. Mikill viöbúnaöur í Évian Leiðtogar G8 ríkjanna svoköll- uðu, helstu iðnríkja heimsins, auk Rússlands, þurfa tæpast að óttast um líf sitt þegar þeir koma saman í frönsku heilsulinda- og Alpaborg- inni Évian á morgun. Þúsundir hermanna og lögregluþjóna hafa verið sendar til bæjarins og voru þegar siðast fréttist tvöfalt fleiri en íbúamir. Frönsk stjórnvöld hafa bannað allar mótmælaaðgerðir í námunda við Évian en andstæðing- ar hnattvæðingarinnar láta það ekki aftra sér frá því að koma skoðunum sínum á framfæri. Þeir hafa safnast saman í bænum Annemasse, um 40 kílómetra frá fundarstað leiðtoganna. Hátíöahöld í Nepal Mikið hefur verið um dýrðir í Himalajaríkinu Nepal vegna þess að fimmtíu ár eru nú liðin frá því Edmund Hillary og Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa hæsta fjall heims- ins, sjálft Everest-fjall. Af þvi tilefni heiðmðu stjórnvöld í Nepal fjall- göngumanninn frækna sem nú er kominn á níræðisaldur. Afrek þeirra Hillarys og Norgays varð til þess að sífellt fleiri reyndu að feta í fótspor þeirra. íslendingar eru með- al þjóða sem eru svo lánsamar að eiga Everest-fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.