Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Side 25
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 Helgarblaö 3Z>"V" 25 DV-rayndir E. Ól. Dóra sker jarðarberin í sneiðar sem hún raðar nett ofan á bökuna sem búin er til úr smjördeigi og fyllt með vanillukremi. Hér hellir Dóra jarðarberja- dressingu yfir volgt léttsoðið grænmeti skömmu fyrir fram- reiðslu. Hér er grænmetið komið á disk og jarðarberjuin komið fyrir á toppnum. Fínn léttur réttur á sólríkum degi eða sem meðlæti með þungri mál- tíð. .' , !. Freyðivín og kampavín \ eru vín gleðinnar ^ - segir Sigurður Bjarkason hjá Allied Domeq Vorið og sumarið eru sannarlega tímabil hinna freyðandi vína. Kampavín eða freyðivín er annars haft um hönd við gleðileg tækifæri allan ársins hring enda með afbrigðum gleði- legt vín. Eru þessi vín þá drukkin ein, sem for- drykkur eða notuð sem matarvín allt borðhald- ið og jafnvel áfram eftir matinn ef stemningin býður upp á það. Sigurður Bjarkason hjá Allied Domeq tók létt i að velja vín að þessu sinni enda sagði hann að fátt færi betur saman en jarðarber og freyðivín. Mörgum finnst jarðarberin best ómatreidd, „beint af skepnunni“ eins og stund- um er sagt, en oft má gera frábæra rétti úr jarðarberjum sem passa frábærlega með freyð- andi vínum. Hægt er að fá freyðandi vín í nær öllum víngerðarlöndum heims en Sigurður mælir hér með fjórum vínum frá þremur lönd- um sem öll eru þekkt fyrir framleiðslu freyð- andi vína. Frá Asti á Ítalíu kemur mikið og gott úrval freyðivína. Það vín sem hefur verið einna lengst í sölu hér á landi er Asti Martini. Mart- ini er eitt af stærstu vörumerkjum frá Ítalíu og hér er á ferðinni freyðivín sem hefur töluverða sætu og mikinn ávöxt. Asti Martini passar mjög vel méð sætum réttum og þykir glimr- andi eitt og sér. Flaskan af Asti Martini kostar 850 krónur og fæst í öllum verslunum ÁTVR. Á Spáni er freyðivínsrisinn Codorniu. Codorniu Semi Seco er hálfsætt freyðivín sem hentar með fjölbreyttum mat, allt frá léttum brauð- réttum til matarmikiUa sjávarrétta. Einnig er Codorniu Semi Seco gott eitt og sér. Þetta vin kostar 990 krónur og fæst í öllum verslunum ÁTVR. Frakkland er mekka freyðandi vína og Champagne er svæði sem allir leita til þegar góða veislu gjöra skal. Frá Champagne kemur úrval vína frá G.H.Mumm. Mumm Cordon Rouge Brut er þurrt kampavín sem þykir frá- bært með smáréttum, sjávarréttum, ljósu kjöti og eitt og sér. Mumm Demi Sec er hins vegar með töluverðri sætu og smellpassar með eftir- réttum og er í sætari kantinum. Þá þykir það frábært með brúðartertunni. Bæði vínin frá Mumm kosta 2.590 krónur og fást í öllum versl- unum ÁTVR. Sigurður leggur áherslu á að freyðandi vín eru vín gleðinnar og að fátt sé betra en að dreypa á vel kældu freyðivíni í góðra vina hópi. Og ekki saki að hafa jarðarber að narta í. Umsjón Ilaukur Lárus Hauksson t-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.