Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Side 26
/7 e / C) a rb / cj ö I>'Vr LAUGARDAGUR 31. IVIAf 2003 — ífjögur ár hefur útvarpsmaðurinn Kalli Lú sankað að sér pikköpplínum. Nú er partur afsafninu kominn á bók sem fólk ímaka- leit getur flett upp í, viti það ekki hvað skuli segja sjái það álitlegan kost. Þá getur góð pikköpplína komið að góðum notum til að opna samtalið. „Pikköpplína er setning sem þú skýtur á einstakling sem þér lýst vel á að eiga holdlegt samræði við,“ segir Karl Lúðvíkson, útvarpsmaður á Fm 957, aðspurður hvað pikköpplína eiginlega sé. Karl, eða Kalli Lú eins og hann er venjulega kallaður, ætti að geta útskýrt þetta orð „pikköpplína" enda hefur hann í nokkur ár sankað að sér pikköpplínum í tengslum við þátt sinn „Heitt og sætt“ og er nú að gefa 187 þeirra út á bók. Bók þessi, sem kallast „187 heitar og sætar pikköpplínur", er í vasabrots- formi og þvi hentug til að taka með á djammið því aftast í henni er að flnna auðar síður fyrir símanúmer sem og myndir af ýmsum hugsanlegum kynlífsstellingum. Heitar, sætar og vænmar pikköpplínur „Ætli fyrsta pikköpplínan hafi ekki bara verið „Hellir- inn minn er stærri en hans,“ segir Kalli Lú hlæjandi þeg- ar hann er spurður út í sögu pikköpplínanna. Eitt er víst að þær eru til í öllum löndum og ferðast oft sama línan einnig landanna á milli. „Ég hef verið að skoða pikköpp- línur á Netinu og þar hef ég séð að sama línan er til á mörgum tungumálum. Það er til alveg ótrúlega mikið af pikköpplínum en í bókinni hef ég valið að skipta þeim niður í flokkana: heitar, sætar, væmnar og þessi eina...,“ segir Kalli Lú og upplýsir að persónulega sé hann hrifn- astur af fyndnum og hnyttnum pikköpplínum eins og: „hæ, ég heiti kaffi og ætla að halda þér vakandi í alla nótt!“. „Það er annars svo mismundandi hvað virkar á fólk. Það sem einni stelpu flnnst ferlega væmið kann annarri að þykja voða sætt. Það sem fólk verður líka að átta sig á er að pikköpplínur virka ekkert einar og sér. Það er ekki nóg að henda góðri pikköpplínu framan í ein- hverja stelpu og þá er hún þín. Pikköpplínan er einung- is opnunin á hugsanlegu samtali og getur sem sé virkað sem fyrsta skref að nánari kynnum," segir Kalli. Eftir að hafa í þrjú ár séð um þáttinn Heitt og sætt á Fm957, sem fjallar aðallega um samskipti kynjanna, á Kalli í fórum sínum óteljandi ráð um það hvemig nálgast megi hitt kynið, enda eru hlustendur hans duglegir við að senda til hans reynslusögur sínar. Kalli nefnir sem dæmi að það geti t.d. verið sniðugt að skella ísmola á borðið hjá döm- Karl Lúðvíksson er mikill áhugamaður um samskipti kynjanna og vonar hann að pikköpplínubók hans geti komið mörgum að góðum notum. DV-mynd E.Ól. Nokkrar pikköpplínur úr bók Kalla Lú: „Hvað ersvona glataður staður að gera íkringum svona flotta stelpu eins og þig?“ „Var vont þegar þú dast niður af himnum?" „Getur þú vísað mér veginn að hjarta þínu?“ „Trúir þú á ást við fgrstu sgn eða þarf ég að labba fram hjá aftur?" „Fgrirgefðu, ertu til í að færa þig frá barnum. Þú ert að bræða all- an ísinn?“ „Þú ert ísvo Ijótum buxum, má ég hjálpa þér úr þeim?“ „Afsakið, ég tgndi símanúmerinu mínu, má ég fá þitt?“ „Hvenær þarftu að vera komin aftur til himna?“ unni sem verið er að reyna við og bijóta hann og segja: „Ég var bara að brjóta ísinn á milli okkar“. Einnig má kíkja á merkimiðann á bol viðkomandi og lesa af honum: „Made in heaven“. „Mín reynsla er sú aö ef þú getur kail- að fram bros hjá viðkomandi þá ertu á réttri leið,“ segir Kalli og brosir. Áhugi á samskiptum kynjanna Sjálfur er Kalli, sem er þrítugur, genginn út en ekki getur hann munað hvort hann náði í unnustu sína út á einhverja ákveðna pikköpplínu eða ekki. „Ég hef hins vegar oft skotið mig í kaf með röngum pikköpp- línum. En þá hefur maður bara labbað í burtu og það hefur hvatt mann til að gera bara betur næst,“ segir Kalli og bendir á að miðað við upphringingamar sem hann fær í þáttinn sinn þá virðast margir eiga í vand- ræðum með að stíga í vænginn við hitt kynið. „Síðan sms-ið kom þá þorir enginn lengur að tala saman. Þó sms-ið sé gott á sinn hátt þá hefur það orð- ið til þess að fólk er hætt að horfast í augu og sendir bara sms. Fólk er líka alveg hætt aö kunna að taka höfnun, þetta fer allt fram í gegnum símann nú orð- ið,“ segir Kalli. Hann segist vera með aðra viðameiri bók í vinnslu sem fjallar um samskipti kynjanna en hvenær hún verði tffbúin er hann ekki viss um. „Ég myndi segja að áhugi minn á þessu efni hafi kviknað fyrir fjórum árum, bæði vegna eigin reynslu og upp- lifunar minnar á aðferðum annarra bæði á djamminu og í daglega lífinu. Við íslendingar mættum alveg taka erlendar þjóðir okkur til fyrirmyndar hvað deitmenn- inguna varðar. Við þurfum kannski ekki að hafa þetta eins formlegt og í Bandaríkjunum en við mættum samt vanda okkur betur,“ segir Kalli og likir leitinni að lífsfórunauti við það að máta skó. Maður hættir ekki fyrr en maður finnur einn sem passar. „Það eru til fullt af bókum um samskipti kynjanna sem eru stíl- aðar meira inn á kvenkynið. Það vantar bók sem tek- ur líka mið af strákunum, bók sem er ekki akkúrat skrifuð fyrir núið heldur tekur mið af lengri tíma.“ Hvað pikköpplínumar varðar þá segir hann að þær séu vanmetnar. „Það er endalaust verið að gera grín að lélegum pikköpplínum og fólk er oft spurt í viðtöl- um: „Hver er lélegasta pikköpplínan sem þú hefur heyrt“. Af hveiju er fólk aldrei spurt um bestu pikköpplínuna?“ segir Kalli og dæsir. - Hver er besta pikköpplína sem þú hefur heyrt? „Úff, þær eru svo margar. Ég á einar 500 línur í fór- um mínum,“ segir Kalli og á erfitt að gera upp á milli þeirra. Akkúrat núna segir hann að grófar, agressífar pikköpplínur séu hvað mest í tísku og hafa þær tekið við af væmnum línum eins og. „ Var ekki vont þegar þú dast af himnum?“. „Ætli pikköpplínan „Flottir skór - viltu koma heim að ríða?“ sé ekki sú sem ég held hvað mest upp á af þessum nýjustu,“ segir Kalli að lokum. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.