Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 40
AA HelQCirblctð 33'Vr LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 / Atta ár á eyðieyju Það er með ólíkindum hvað menn hafa lent ímiklum hrakningum og lifað þær af. íbókmenntum má finna ótal frásagnir um sjómenn sem komust af er skip þeirra fórst en þeir náðu landi á egðiegju eða á ís- jaka. Sagan um Robinson Cruso er frægust þessara sagna en hún er skáldsaga bgggð á raunverulegum atburðum. Rússinn Valer- ian Albanvo þvældist um á ísnum íkring- um Frans Jósef land ítvö ár og skrifaði frábæra bók um lífregnslu sín. Spánverj- inn Petron Serrano var átta ár á egðiegju og skotinn Bruce Gordon hafðist við á fs- jaka ísjö ár. Árið 1528 var Spánverjinn Pedro Serrano á skipi sem strandaði. Serrano komst ásamt nokkrum fé- lögum sínum í land á eyju skammt frá Perú og þar lifðu þeir í tæpa tvo mánuði á skjaldbökum og sela- blóði. Lífsbaráttan var erfið og sumir í hópnum þoldu ekki við og bjuggu til fleka úr skipsflakinu. Menninrnir lögöu síðan út á haf en höfðu litla von um að komast lífs af og ekkert heyrðist frekar til þeirra. Sarrano varð eftir á eyjunni ásamt ungum dreng og tveimur öðrum mönnum. Innan nokkurra daga var annar maðurinn kominn með óráð og skömmu eftir það fór hann að leggja annan handlegg sinn sér til munns og lést síðan skyndilega. Skömmu síðar gerði hitinn og erfiðleikarnir út af við hinn manninn líka. Af skiljanlegum ástæðum óttuðust Serrano og drengurinn um líf sitt og unnu í sameiningu að því að auka lífslíkur sínar. Þeir útbjuggu vatnsflöskur úr skjaldbökuskeljum og bjuggu til geymslupoka fyrir mat úr selskinni. í sameiningu veiddu þeir rostunga og fugla og grófu upp rætur sem þeir lögðu sér til munns. Serrano smíðaði lítinn fleka og fór út að flaki skipsins og kafaði eftir tinnu- steini. Eftir það gátu félagarnir kveikt eld til að gefa skipum merki ef þau skyldu sigla nálægt eyj- unni. Nokkur skip sigldu hjá en ekkert þeirra virt- ist sjá eldinn og héldu sínu striki. Ef til vill vildu skipstjórar skipanna ekki hætta sér inn á milli kóralrifjanna umhverfls eyjuna. Drakk til að halda hita Næstu vikurnar drakk skipsbrots- maðurinn romm og koníak daglega til að halda á sér hita og þar sem hann var óvanur áfengisdrykkju svaf liann mikið í hrúgu af frosnum ábreiðum. Djöflar af hafi Dag einn vaknaði Serrano skyndilega og sá tvo djöfla - eða svo hélt hann að minnsta kosti. Hann kallaði viðvörunarorð til drengsins og lagði síðan á Harðneskjuleg örlög Árið 1528 var Spánverjinn Pedro Serrano á skipi sem strandaði. Serrano komst ásamt nokkrum félöguiu sínum í land á evju skammt frá Perú og dvaldi þar í átta ár. flótta með bænarorð á vör en þegar verurnar hlupu á eftir honum og tóku undir bænirnar sá Serrano að þær voru ekki djöflar heldur sjómenn sem hafði skol- að á land. Aðkomumennirnir voru jafnundrandi og Serrano þegar þeir sáu Spánverjann og leist ekki á blikuna. Eftir margra mánaða dvöl á eyjunni, þorsta, hungur og einangrun var Serrano ekki frýnilegur á að líta. Hár hans og skegg höfðu vaxið stjórnlaust og hann var drulluskítugur af sandi, seltu og sjó. í ljós kom að „djöflarnir" voru skipsbrotsmenn sem höfðu komist af er skip þeirra sökk. Eftir að mennirnir bættust í hópinn var aftur farið að tala um flótta frá eyjunni og í sameiningu tókst að byggja lítinn bát fyrir tvo. Ákveðið var að Serrano og drengurinn myndu sigla til Jamaica og senda björg- unarleiðangur eftir hinum. Serrano sá þó fljótt í hendi sér að drengurinn myndi ekki lifa ferðina af og lagðist gegn henni. Drengurinn krafðist þess hins veg- ar að fá að fara og annar aðkomumannanna vildi fara meö honum. Þeir lögðu af stað í vondu veðri og ekk- ert fréttist af þeim meir. Uppáhald kóngafólks og hirða Þremur árum seinna, átta árum eftir aö Serra- nos kom til eyjunnar, sáu þeir félagar að skip nálg- aðist. Eldur sem þeir höfðu kveikt hafði greinilega vakið forvitni skipsverja. Þegar björgunarbátur nálgaðist eyjuna sáu bátsverjar tvo sólbakaða síð- hærða og fúlskeggjaða menn veifa örmunum eins og vitlausir væru. Björgunarbáturinn sneri við, bátsverjar töldu mennina einhvers konar eyja- djöfla. Serrano og félagi hans tóku þá að hrópa nafn Jesús Krists í gríð og erg og báturinn sneri við og bjargaði þeim. Skipið fór með skipbrots- mennina til Havana og þar lést félagi Serranos skömmu seinna. Serrano var fluttur til Spánar. Hann vakti mikla athygli kóngafólks og hirða í Evrópu og ferðaðist víða. Selskinnsfötin, hárið og skeggið sem náði niður að hnjám vakti almenna athygli ekki síður en ævintýralegar frásagnir hans af dvölinni í eyj- unni. Forríkir menn héldu honum uppi og hann lést frægur og ríkur árið 1564. Strandaði í ís Skipstjórinn á skoska hvalveiðiskipið Anne Forbes var forfallinn fylliraftur og hann var dauðadrukkinn þegar skipið strandaði í ís við norðanvert Grænland árið 1757. Bruce Gordon, sem var skipverji um borð, hafði verið skipað aö fara upp í mastrið nokkrum sek- úndum áður en ísinn kramdi skipiö í sundur. Hálf- tíma seinna sökk skipið og allir um borð fórust nema Gordon sem kastaöist út á ísinn þegar skipið brotnaði og lagðist á hliðina. Lífslíkur hans voru ævintýralega litlar, hann var einn á ísnum án matar, skjóls og viö- unandi fatnaöar. Eina huggun hans var Nýja testa- mentið sem hann var með í vasanum. Daginn eftir slysið gerðist hið óvænta, skipiö skaust upp á yfirborðið á hvolfi í nokkurri fjarlægð frá ísjakanum hans Gordons og festist í ísnum. Gor- don gerði sér grein fyrir því að líf hans ylti á því að komast að flakinu. Eftir nokkra hrakningar náði hann að flakinu en fann engan inngang þannig aö hann komst ekki inn í það. í örvæntingu sinni krafs- aði hann sig gegnum brakið og leitaði að verkfærum, að lokum fann hann lítinn bátskrók og skutul sem hann notaði til að grafa sig í gegnum ísinn og að lok- um kom hann að káetuglugga. Þaöan komst Gordon inn í skipið og í káetu skipstjórans þar sem hann fann byrgðir af kexi og áfengi. Hann borðaði fylli sína af kexi og skolaði því niður með rommi og koníaki. Gor- don sofnaði fljótt. Hélt á sér hita með rommi og koníaki Næstu vikurnar drakk Gordon romm og koníak daglega til að halda á sér hita og þar sem hann var óvanur áfengisdrykkju svaf hann mikið, stundum 24 tíma, í hrúgu af frosnum ábreiðum inni í káetu skipstjórans. Þegar hann vaknaði svalaði hann mesta þorstanum með því að sleikja klaka. Gordon fann ýmis verkfæri eins og hnífa og gafla í káetunni. Hann vissi þó sem var að án elds og meiri matar myndi hann ekki lifa veturinn af. Hann varð að komast að birgðageymslu skipsins en þar sem allt sneri á hvolf og var auk þess fros- ið virtist það vonlaust. Gordon gafst þó ekki upp og eftir nokkurra daga erfiði komst hann að kola- geymslunni og tókst að kveikja eld. Hann fann einnig fatnað og verkfæri sem komu honum að góðum notum. Óvæntur félagsskapur Stór ísbjörn braust inn í skipið þegar Gordon lá sofandi eina óveðursnótt og réðst á hann en honum tókst við illan leik að drepa dýrið með hníf. Gor- don skar sér kjöt í soðið og hugðist nota skinnið sér til skjóls en allt í einu heyrði hann væl fyrir utan skipið. Þegar hann kannaði málið sá hann lít- inn bjarndýrsunga og kenndi í brjósti um hann. Hann gaf húninum að borða og kallaði hann Nancy í höfuðið á kærustunni sinni heima á Skotlandi. Húnninn varð honum leiðitamur, félagi og gælu- dýr. Skömmu eftir að Nancy gerðist félagi Gordons uppgötvaði hann leið inn í lestina. Eftir talsvert puð sneri hann aftur með vatnsbyrgðir, kol, hvala- kjöt, nautakjöt, skinku, viskí, pípur, tóbak og sel- spik fyrir Nancy og þau voru vel birg fyrir vetur- inn. Gordon las úr nýja testamentinu og þau sváfu og léku sér. Stundum fóru þau í langar göngur á ísnum og var Gordon þá klæddur í spariföt skipstjórans en Nancy rölti við hlið hans á tveimur fótum og studdi loppunum á handlegg hans eins og hefðar- kona en það hafði hann kennt henni. Þreytt, særð og blæðandi Gordon vissi að með vori og auknum hlýindum myndi ísinn reka lengra í norður og eina von hans um björgun væri að finna land. Hann taldi ísjak- ann of stóran til að bráðna eða sökkva og tók að höggva í hann eins konar skúta og hlóð I hann vist- um og bjó þar næstu tvo mánuði í von um að sjá land. Nancy var ætíð við hlið hans og þegar isinn byrjaði að losna veiddi hún handa þeim fisk. Að lokum losnaði ísjakinn með áföstum skipsskrokkn- um frá ísbreiðunni og rak í sex mánuði. Gordon sá eitt sinn til lands og íjalla og komst svo nærri að sjá konu á ströndinni en hann komst hvergi því ís- jakinn var á mikilli ferð. Næsta vetur fraus hann aftur við ísbreiðuna og þannig leið tíminn og árin. Dag einn heyrði Gordon byssuskot og lagði af stað út á ísbreiðuna til að leita að mönnum. Stór ísbjörn réðst á hann en Nancy barðist við dýrið með honum og bjargaði lífi hans en þau særðust bæði illa áður en þeim tókst að drepa dýrið. Þreytt, særð og blæðandi hættu vinirnir leitinni og sneru aftur í skipið. Veturinn var erfiður en þegar voraði hófu þau leit sína að landi að nýju. Að þessu sinni hittu þau veiðimenn og bjuggu með þeim í litlu þorpi í nokkra mánuði. Nancy kunni illa við vistina með veiðimönnunum og hvarf eina nóttina, Gordon leit- aði hennar í nokkrar vikur en sá hana aldrei aft- ur. Þegar fréttir bárust til þorpsins um að skip væri í nágrenninu reri Gordon á kajak út til skipsins sem flutti hann til Skotlands. Hann hafði verið í burtu í sjö ár og einn mánuð. KB/Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.