Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 10
10 SKOÐUN LAUGARDAGUR 7.JÚNÍ2003
Algengur en lífshættulegur sjúkdómur
Allir geta veikst af þunglyndi, það birtist í
mörgum myndum en batnar við meðferð.
Svo segir meðal annars í nýjum bæklingi
Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þung-
lyndi. Embættið hefur blásið til sóknar
gegn þessum algenga og um leið alvarlega
sjúkdómi, sjúkdómi sem er lífshættulegur
enda er þunglyndi talið vera undirliggjandi
orsök sjálfsvíga í 80% tilvika.
Það hve algengur þessi sjúkdómur er sést
best á því að hér á landi þjást að minnsta
kosti 12-15 þúsund manns af þunglyndi á
hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé þetta al-
gengt gerir fólk almennt sér litla grein fyrir
eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskiln-
ings. Landlæknir leggur áherslu á að þung-
lyndi sé ekki merki um dugleysi, ekki frem-
ur en sykursýki eða of hár blóðþrýstingur,
heldur sjúkdómur sem getur lagst á alla, án
tillits til atvinnu, aldurs eða þjóðfélags-
stöðu.
Mikilvægt er að kynna fólki sjúkdóminn,
skapa umræðu um hann og afleiðingar
hans. Þunglyndi hefur, eins og margir aðr-
ir geðrænir sjúkdómar, verið hjúpaður
þögn. Enn er dgengt að fólk átti sig ekki á
sjúkdómnum. Stundum getur verið erfítt
að greina þunglyndi frá venjulegri
óánægju eða kreppu í einkalífi. Læknar
leggja þó áherslu á að með ítarlegum
spurningum fæst yfirleitt alltaf örugg
greining. Það er mikilvægt því núorðið eru
til árangursríkar meðferðir til að ráða bót á
þunglyndi. Þótt ýmsir þættir geti valdið
veikindunum hafa rannsóknir sýnt að
þunglyndi fylgja alltaf truflanir á efnaskipt-
um í heilanum. Efnaskiptaröskunin dregur
úr jákvæðum tilfinningaboðum og styrkir
þau neikvæðu. Þar grípa geðdeyfðarlyf inn
í og koma efnaskiptunum í jafnvægi.
Sjálfsvíg er örþrifaráð gerandans og
harmleikur þeirra sem eftir standa,
ættingja og vina, sem eru allt í senn
þrumulostnir, sorgmæddir, leitandi,
ásakandi og reiðir.
Einstaklingar geta fengið þunglyndi eftir
mikið álag, til dæmis ástvinamissi eða
langvarandi ofreynslu. Landlæknisemb-
ættið bendir hins vegar á að það getur
komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Margir ganga aðeins í gegnum eitt þung-
lyndisskeið um ævina, sem getur tekið vik-
ur eða mánuði, en hjá öðrum tekur þung-
lyndið sig upp aftur og aftur. Sumum
hættir einkum við þunglyndi í skammdeg-
inu.
Landlæknir leggur áherslu á að þung-
lyndi er engin ímyndun. Sé fólk í vafa um
hvort það þjáist af þunglyndi á það að leita
læknis eða sálfræðings. Sjúkdómurinn er
alvarlegur en oftast er hægt að ráða bót á
honum. Sjúklingurinn nær tökum á lífi
sínu á ný og léttir um leið miklu álagi af
aðstandendum. Staða aðstandenda er oft
mjög erfið. Þeir standa frammi fyrir áður
óþekktum vanda, ástvini í mikilli tilvistar-
kreppu. Því verður að grípa í taumana. Ella
getur illa farið.
Þunglyndi á ríkastan þátt í því að þrír
einstaklingar fyrirfara sér að jafnaði í
hverjum mánuði hér á landi. Arið 2000
svipti 51 íslendingur sig lífi, 43 karlar og 8
konur. Fyrir liggur að sjálfsvígum fjölgar
marktækt hér á landi. Tíðni sjálfsvíga
kvenna er svipuð frá ári til árs en tíðni
sjálfsvíga karla hækkar. Sjálfsvíg er ör-
þrifaráð gerandans og harmleikur þeirra
sem eftir standa, ættingja og vina, sem eru
allt í senn þrumulostnir, sorgmæddir, leit-
andi, ásakandi og reiðir.
Átak Landlæknisembættisins er tíma-
bært og nauðsynlegt framtak. Með því að
beina sjónum að þunglyndi sem stærsta
áhættuþætti sjálfsvíga er von til þess að
fækka megi sjálfsvígum og sjálfsvígstil-
raunum.
Verðlækkun og aðhald fjölmiðla
RITSTJÓRNARBRÉF
Haukur Lárus Hauksson
hlh@dv.is
Neytendur fengu góðar frétt-
ir úr verðkönnun sem DV
gerði í 10 matvöruverslunum
á miðvikudag. Niðurstöður
könnunarinnar leiddu í Ijós
að á tæplega einu og hálfu ári
hafði verð matarkörfunnar
lækkað á bilinu 10 til 20 pró-
sent.
Innbyrðis röð verslana í þessari
könnun var á kunnuglegum nótum
þar sem lágvöruverðsverslanirnar
Bónus og Nettó voru með lægsta
verðið. Svokallaðar klukkubúðir
voru með hæsta verðið en þar hafði
verð matarkörfunnar þó lækkað í
kringum 10 prósent á fyrrnefndu
tfmabili.
Ástæður þessara verðlækkana
eru einkum árstfðabundið verð á
grænmeti, sterkari staða krónunn-
ar og sífellt meiri samkeppni á
þessum markaði. Mikið framboð er
á grænmeti þessa dagana og eðli-
legt að verðið lækki í samræmi við
þetta aukna framboð.
Lag til lækkunar
Sterk staða krónunnar hefur afar
jákvæð áhrif á innkaupsverð er-
lendis en dollarinn hefur lækkað í
kringum 30 prósent frá því í árslok
árið 2000.1 janúar á þessu ári vakti
DV athygli á þessari lækkun á gengi
dollarans og sýndi fram á með
dæmum að verð ýmissa vöruteg-
unda sem keyptar voru inn fyrir
dollara hefði ekki lækkað í sam-
ræmi við þessa gengisþróun eða yf-
irhöfuð ekki lækkað. Var vísað til
frétta um að mikil hækkun á gengi
dollars nokkrum misserum áður
hefði haft í för með sér töluverða
verðhækkun. I janúar var því eðli-
lega spurt hvort ekki væri lag til
verðlækkana þar sem innkaups-
verð hefði lækkað.
í umfjöllun DV í janúar var t.d.
vakin athygli á að verð á bleium
hefði lækkað til samræmis við hag-
stæðara gengi en hins vegar væri
jafndýrt í bíó. Skömmu síðar til-
kynntu Sambíóin og Háskólabíó
lækkun á almennu miðaverði um
6,25%, eða úr 800 krónum í 750.
„Ég hlýt að ganga út frá því að á
sama hátt og innflytjendur, sem
greiddu fyrir innfluttar vörur í doll-
urum, þurftu að hækka vöruverð
vegna óhagstæðs gengis, hafi þeir
nú lækkað verðið. Þar sem virk
samkeppni rfkir geng ég út frá því
að menn lækki vöruverð en þar
sem samkeppni er lítil sem engin
geta menn notfært sér þetta
ástand," sagði Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendasamtak-
anna, við DV í janúar sl.
Samkeppni
og aðhald fjölmiðla
Þarna kom Jóhannes einmitt að
þriðja verðlækkunarþættinum,
samkeppninni. Hún er hvergi harð-
ari en í matvöruversluninni og skil-
ar sér hvergi betur til neytenda.
En þrátt fyrir breyting-
arnar er grunnstefið í
vinnubrögðum á rit-
stjórn DV það sama og
áður. Og það þekkja
lesendur mætavel.
Samkeppnin fær kaupmenn til að
vera á tánum og það er viðurkennd
staðreynd að fulltrúar þessara
verslana eru eins og gráir kettir inni
á gólfi hver hjá öðrum að kanna
vöruverð. Þá veita smásalar birgj-
um aðhald - krefjast t.d. lækkunar
á innkaupsverði í tengslum við
hagstæðara gengi og hóta ella að
gera innkaup sín annars staðar.
Aukið framboð á vöru, hagstæð
gengisþróun og grimm samkeppni
getur í sjálfu sér haft áhrif til verð-
lækkunar. En ef ekki væri vegna
reglubundinnar umfjöllunar fjöl-
miðla um hvers kyns neytendamái
fengju þeir sem selja vöru og þjón-
ustu ekki það aðhald sem þeir
þarfnast, ekki sfst á sviðum þar sem
samkeppni er lítil sem engin. Hér
er ekki verið að gera lítið úr þætti
neytenda sem leita eðlilega eftir
þáttum eins og hagstæðu vöruverði
og góðri þjónustu. En kerflsbundin
umfjöllun um neytendamál, sem
verið hefur aðalsmerki DV alla tíð,
hjálpar neytendum að velja og
hafna - að rata hagkvæmustu leið-
ina í amstri dagsins. DV hefur und-
anfarið sett aukinn kraft í umfjöll-
un um neytendamál og þess mun
sjá merki á sfðum blaðsins næstu
vikur og mánuði. Og DV mun
auðvitað fylgjast grannt með öllum
tilhneigingum til verðhækkana,
komi til þeirra.
Neytendamál í öndvegi
Nýtt útlit og nýjar áherslur DV
hafa mælst mjög vel fyrir hjá les-
endum. Breytingarnar varða ekki
sfst nýja nálgun í efnistökum sem
eru skarpari og hnitmiðaðri og
framsetningin skýrari. En þrátt fyr-
ir breytingarnar er grunnstefið í
vinnubrögðum á ritstjóm DV það
sama og áður. Og það þekkja les-
endur mætavel. Þegar breytingar á
blaðinu voru kynntar í vikubyrjun
vom þessi gmnnstef í útgáfu blaðs-
ins ítrekuð: DV er frjálst og óháð
dagblað sem flytur fréttir óháð
stjórnmálaflokkum, hagsmunaað-
ilum eða sérhagsmunum. DV veitir
stjórnvöldum og hagsmunaöflum
aðhald og stendur vörð um réttindi
borgaranna. DV er í varðliði neyt-
enda og skattgreiðenda og er tals-
maður lítilmagnans. DV berst gegn
valdníðslu, spillingu og óráðsíu.
Neytendamál í vfðustu merkingu
þess orðs em og munu verða í önd-
vegi í DV.
'
4