Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUOARDAGUR 7.JÚNÍ2003
ALUTBOÐ - FORVAL
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir umsóknum
verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu alútboði á hönnun og byggin-
gu tveggja deilda steinsteypts leikskóla að Stakkahlíð 19.
Áætlaður verktími er júní 2003 til janúar 2004.
Stærð byggingar: Flatarmál húss um 364 m2.
Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur frá og með
21. maí2003.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl.
16.00,16. júní 2003.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Revkja'
Fax 562 2616 - Netfang
ng Í8r@rhus.n/k.is
Tilkynning um væntanlegt útboð á
miðamælum fyrir Bílastæðasjóð Reykjavíkur
Fyrirhugað er útboð á miðamælum (Pay and display) til staðset-
ningar við gjaldskyld bílastæði í Reykjavík Um er að ræða öflun,
uppsetningu, rekstur og leigu á miðamælum fyrir Bílastæðasjóð
Reykjavíkur.
Útboðið mun verða auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Nánar verður auglýst síðar í helgarblöðum, og á heimasíðu
Innkaupastofnunar, www.reykjavik.is/innkaupastofnun, hvenær
útboðið fer fram en gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin í
byrjun júlí.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sfmi 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang f
tfang isr@rhu8.rvk.is
UTBOÐ
F.h.Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í málun
innanhúss í Laugalækjarskóla í Reykjavík.
Helstu magntölur eru:
Grófpússaðir veggfletir: 800 m2
Gifsplötuveggir: 750 m2
Gifsplötuklædd loft: 650 m2
Endurmálun eldri steinveggja 560 m2
Lok verkáfanga eru: 15. ágúst og 30. desember 2003.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 11. júní 2003, kl. 9.30, á sama stað.
FAS 72/3
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sfmi 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang isf@rhus.rvk.is
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Akranes
Ijósleiðaralögn". Leggja skal ídráttarrör fyrir Ijósleiðara á Akranesi innanbæjar.
Helstu magntölur eru:
Skurðlengd: 1850 m
Lagning ídráttaröra: 1850 m
Malbikun: 90 m2
Steypa: 90 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, frá og með 11. júní 2003, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 18. júní 2003 kl. 10.30, á skrifstofu Innkaupastofnunar.
OR039/03
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboði í
verkið: „Hádegismóar stofnlögn“. Leggja skal stofnlögn hitaveitu, strengi
rafveitu og ídráttarrör fyrir Landssímann frá Selásbraut að Hádegismóum
norðan Rauðavatns.
Helstu magntölur eru:
Skurðlengd: 782 m
Lengd hitaveitulagna: 480 m
Strengjalagnir: 1.850 m
Lagning ídráttaröra: 1.300 m
Malbikun: 40 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavik, frá og með 10. júní 2003, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 18. júní 2003 kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar.
OR040/03
FASTUR FYRIR: Halldór Ásgrímsson segir að andi varnarsamningsins við Bandaríkjamenn sé að hér séu trúverðugar varnir og
taka skuli tillit til sjónarmiða (slendinga í þeim efnum.
Utanríkisráðherra ósammála Hjálmari
Árnasyni um varnarliðið:
Hefur ekkert
með írak að gera
„Þessi mái eru algjörlega
ótengd og afstaða íslands til
íraks var aldrei rædd í þessu
samhengi," segir Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra,
spurður að því hvort hann
telji að samningsstaða ís-
lendinga í viðræðum um
varnarsamstarf við Bandarík-
in sé sterkari en ella vegna
stuðnings fslands við aðgerð-
irnar í írak.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins í Suðurkjör-
dæmi, tengdi þetta saman í fréttum
Sjónvarpsins á miðvikudagskvöld
og sagði: „... hefðum við tekið okk-
ur af þeim lista jríkja sem studdu
aðgerðirnar gegn Irakj þá væri
samningsstaða okkar allt önnur í
dag og þyrfti ekkert að spyrja þar að
leikslokum fyrir þær fjölmörgu fjöl-
skyldur, sautján hundruð fjölskyld-
ur, sem vinna hér jhjá varnarlið-
inuj.“
Loftvarnir nauðsynlegar
Ekki hefur verið upplýst hvað
fólst í bréfí frá Bush Bandaríkjafor-
seta sem þeim Halldóri og Davíð
Oddssyni var afhent í fyrradag.
Halldór segir þó að Bandaríkja-
menn vilji fara nýjar leiðir í vamar-
samstarfinu. „Það er allt í lagi að
fara nýjar leiðir ef þær eru í sam-
ræmi við gagnkvæmar skuldbind-
ingar og skoðanir beggja aðila,“
segir Halldór, en af orðum hans að
dæma er sú ekki raunin.
Halldór segir að afstaða íslands
hafi löngum verið skýr: „Við teljum
að varnir íslands þurfl að vera trú-
verðugar. Við teljum að í því felist
að það þurfi að vera loftvarnir. Það
var samið um að skera þær vem-
lega niður árið 1994, niður í Iág-
mark sem var talið ásættanlegt. Það
„Andi varnarsamnings-
ins er að hér séu trú-
verðugar varnir og að
tekið sé tillit til skoð-
ana íslendinga íþeim
efnum."
er okkar skoðun að þar hafl ekki
orðið nein breyting á þegar litið er
til lengri tíma.“ Halldór segir hins
vegar löngum hafa verið uppi sjón-
armið hjá ýmsum aðilum í Banda-
ríkjunum um að ekki væri nauð-
synlegt að hafa loftvarnir á íslandi,
þótt aðrir þar hafi talið það væri
bráðnauðsynlegt.
BNA skuldbundin?
Spurt er hvort íslensk stjórnvöld
líti svo á að með varnarsamningn-
um frá 1951 hafi Bandaríkjamenn
beinlínis skuldbundið sig til að
halda úti loftvörnum á íslandi.
„Andi vamarsamningsins er að hér
séu trúverðugar varnir og að tekið
sé tillit til skoðana íslendinga í
þeim efnum. Það er það sem við
höfum tekið skýrt fram,“ segir Hall-
dór en leggur áherslu á að viðræð-
urnar eigi eftir að fara fram.
Ljóst er að með orðum sínum fer
utanríkisráðherra mjög nærri því
að segja að íslensk stjórnvöld líti
svo á að Bandaríkjamenn fæm á
svig við varnarsamninginn við ís-
land með því að hverfa með flug-
herinn frá íslandi - að minnsta
kosti á svig við „anda samnings-
ins“.
Erfiðar viðræður
Framhald málsins er að Davíð
Oddsson svarar bréfi Bandaríkja-
forseta, líklega í næstu viku.
Halldór segist gera ráð fyrir að
viðræðurnar verði erfiðar. „Þetta
varðar þær langtímaskuldbinding-
ar sem eru í vamarsamningnum
þannig að við munum á næstunni
fyrst og fremst leita að pólitískri
lausn sem er ásættanleg fyrir báða
aðila. Það starf verður áreiðanlega
erfitt, en ég vil ekkert spá frekar um
það á þessu stigi."
Alvarlegt mál
Halldór segir að málið sé alvar-
legt en að hann geti ekki útskýrt
hvað hann eigi við með því, um-
fram það sem hann hafi áður sagt.
Ljóst er að samdráttur hjá varn-
arliðinu gæti haft slæmar afleiðing-
ar fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum.
Gagnrýnt hefur verið að stjórnvöld
hafi hér lokað augunum fyrir fyrir-
sjáanlegum vanda. „Þetta mál er
fyrst og síðast öryggis- og varnar-
mál og það verður að reka það sem j
slíkt," segir Halldór. „Ég skil |
áhyggjur fólks en það er ekki hægt
að blanda því inn í viðræður við
Bandaríkjamenn. Það hefur hins
vegar margt verið gert til að efla at-
vinnulíf á Suðurnesjum á undan-
förnum ámm; ég nefni mikla upp-
byggingu í flugstöðinni, auk starf-
semi Flugleiða, og núna væntan-
lega uppbyggingu á stálpípuverk-
smiðju sem mun jafnvel skapa
nokkur hundmð störf." Halldór j
bætir við að þessi mál séu sjálfstæð
og aðskilin frá stöðu varnarliðsins.“
Þökk sé Samfylkingu
Utanrfkismálanefnd Alþingis
fjallaði um málið í fyrrakvöld. „Það
var mjög góður fundur og mikil
samstaða á honum. Samfylkingin
lýsti yfir eindregnum stuðningi við
það starf sem nú fer fram. Ég er
mjög þakklátur Samfylkingunni
fyrir þá eindregnu afstöðu og tel að |
það styrki okkur í því sem fram
undan er,“ segir Halldór Ásgríms- |
son. -ÓTG