Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 26
26 DVHELGARBLAD LAUOARDAOUR 7. JÚNÍ2003
Draumaprinsinn
á Rauðarárstíg
Verslunin Draumur á Rauðarárstíg er líklega fræg-
asta sjoppa höfuðborgarinnar. Hún hefur oft verið
umtöluð / fjölmiðlum en sá sem ræður þar ríkjum er
Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í
Draumnum. Júlíus er kunnur fyrir að gera vel við
útigangsmenn og róna en það sem færri vita er að
hann er afdönskum konungssættum, dregur sjálfur
úr sér tennurnar og dreymir um að losa
sig við verslunina.
„Ég vinn að jafnaði 19 tíma á dag á meðan hinn
venjulegi verkamaður fer bara með nestið sitt í Eim-
skip og eftir átta tíma vinnudag þarf hann ekki að
hugsa meira um vinnuna. Ég er hins vegar bara inni-
lokaður hér allan sólarhringinn og ef ég er ekki í af-
greiðslunni þá er ég að kaupa inn fyrir verslunina. Það
er í mörg horn að líta með svona rekstur, en það er
ekki eins og þetta sé skemmtilegt,“ segir Júlíus Þor-
bergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, lítilli
sjoppu og verslun á Rauðarárstíg sem opnuð er um
sjöleytið á morgnana og er ekki lokað fyrr en klukkan
eitt-tvö á næturnar. Verslun þessi er um margt merki-
leg, auk þess að vera víðfræg fyrir gríðarlega gott vöru-
úrval og persónulega þjónustu eru ekki margir eig-
endur slíkra verslana sem endast eins mörg ár í brans-
anum og Júlíus sem hefur verið bak við afgreiðslu-
borðið í 15 ár. Fáar hverfisverslanir í höfuðborginni
hafa líka verið eins umtalaðar í fjölmiðlum og þessi,
en verslunin varð einnig fræg á hvíta tjaldinu í vetur í
heimildarmyndinni „Hlemmur". Nú síðast komst
verslunin í blöðin þegar þrír aðilar voru handteknir
vegna eiturlyfja sem fundust á gólfi verslunarinnar.
Með þann fund hafði Júlíus hins vegar ekkert að gera,
að eigin sögn, en hann varð að loka versluninni með-
an rannsókn á málinu stóð yfir. Það má því með sanni
segja að þrátt fyrir nafnið á versluninni þá er það eng-
inn draumur í dós að standa í svona rekstri á Rauðar-
árstíg. Það var með mestu herkjum að hægt var að ná
Júlíusi úr búðinni í viðtal, enda segist hann varla hitta
neitt fólk utan vinnunnar.
„Þegar ég kem úr vinnunni set ég á mig húfu og vett-
linga og vil ekki tala við neinn, ég nenni því eldd. Ég er
svo frjáls þegar ég kem út úr búðinni að þá er ég bara
kominn í annan heim,“ segir Júlíus sem hefur þó sam-
þykkt að eyða klukkustund af tíma sínum í að segja
blaðamanni DV aðeins frá sjálfum sér og verslunar-
rekstrinum.
Alinn upp við harðan aga
Júlíus segist vera fæddur í Reykjavík en alinn upp í
Skagafirði. Faðir hans var bandarískur yfirmaður hjá
hernum af greifaættum en móðir hans átti ættir að
rekja til konungsfjölskyldunnar í Danmörku. Það er
því ekki hægt að segja annað en að Júlíus sé vel ættað-
ur. „Eftir að hafa verið á barnaheimilinu Vesturborg
um tíma var ég tekinn í fóstur á stórbýli norður í
Skagafirði fimm ára gamall og þar var ég til 16 ára ald-
urs,“ segir Júlíus. Föður sinn hefur hann aldrei séð en
hefur þó gert tilraunir til þess að hafa upp á honum en
sambandið við móður sína tók hann aftur upp þegar
hann komst á unglingsár og sá hana reglulega þegar
hún var á lífi. Vistin í Skagafirði var hörð, mikil vinna
og harður agi - nokkuð sem líklega hefur gert hann að
þeim vinnuþjarki sem hann er í dag.
„Maður var oft notaður eins og hundur. Ég var
sendur í hörkufrosti að reka hesta burt úr hólmanum
þar sem var æðarvarp. Maður var illa klæddur og fraus
á höndum og fótum, og svo var maður barinn með
hrísvendi. En svona var þetta í gamla daga,“ segir Júl-
íus sem segist í dag ekki þola að sjá neitt aumt, sér-
staklega ef börn eru annars vegar.
Úr sveitinni lá leið hans á sjóinn, fyrst á Skagfirðing
en síðan á hina ýmsu togara. Hann flutti svo suður og
vann m.a. í frystihúsinu ísbirninum. Hann tók stýri-
mannapróf á 70 tonna bát og fór svo yfir í akstur. í 20
ár keyrði hann rútur og trukka um fjöll og firndindi ís-
lands. „Ég var mikið með Guðmundi Jónassyni og
keyrði líka lengi fyrir Ferðaskrifstofú ríkisins og þekki
því landið mjög vel,“ segir Júlíus sem segist einnig
hafa starfað fimm ár hjá hernum þar sem hann sá um
öll innkaup á mat og víni og sá um dreifingu á því. Á
tímabili segist Júlíus mikið hafa spáð í að gerast bif-
vélavirki og byrjaði í því námi. Hann segist alltaf hafa
verið lunkinn með slfkt og segist hafa gert við alla sína
bíla í þau 20 ár sem hann var í akstrinum og fór aldrei
með þá inn á verkstæði. „Ég var byrjaður að gera við
traktora og vélar átta ára gamall," segir Júlíus sem seg-
ist framan af aldri ekkert hafa vitað hvað hann vildi
verða. Það eina sem komst að hjá honum sem ung-
lingi var bara að vinna sér inn peninga og því hafi
hann farið á sjóinn. Verslunareigandi var eitthvað sem
hann hafði enga sérstaka löngun til þess að verða en
sagan á bak við það hvemig verslunin Draumur end-
aði í hans höndum tengist fyrrverandi konu hans, sem
hann á fimm börn með, þrjá stráka og tvær stelpur.
Þau hjónin höfðu um tfma rekið saman
matvöruverslun en Drauminn segist Júlíus hafa ædað
henni. „Ég ætlaði að vera í akstrinum á meðan hún
„Það er alltafverið að loka þetta
fólk inni á stofnunum. Það á að láta
þetta blessað fólk vinna í stað þess
að láta það ganga svona aðgerða-
laust um allt."
sæi um Drauminn," segir Júlíus. Hlutirnir æxluðust þó
þannig að ekkert varð úr því enda skildu þau hjónin
og Júlíus var einn með búðina. „Konan gafst upp á
mér, líklega vegna þess að ég vann svo mikið, og ég
skil hana vel. Ég gat hins vegar ekki sinnt hvoru
tveggja, versluninni og akstrinum, og hætti því akstr-
inum,“ segir Júlíus sem hefur nú rekið sjoppuna í 15
ár. Einn af sonum hans hefur hjálpað honum mikið í
afgreiðslunni en Júlíus segist eyða meiri tíma í búð-
inni en heima hjá sér - þar sem köttur og kærasta bíða
þó eftir honum. Sjoppan var ný þegar Júlíus tók við
henni og hafði einungis verið rekstur í henni skamma
hríð þegar hann tók við henni. „Staðsetningin var góð,
verslunin var miðsvæðis með alla þjónustu á svæðinu,
verslanir, banka, apótek og hótel. Þannig maður hugs-
aði að þetta gæti verið arðsamt, enda get ég ekki kvart-
að yfir þvf að það hafi ekki verið nóg að gera hér. Það
hefúr verið rosalega gott og er enn,“ segir Júlíus.
Mokar í undirmálsfólk
Það er alkunna að Júlíus hefur í gegnum öll þessi ár
í verslunarrekstrinum aðstoðað undirmálsfólk en slíkt
fólk heimsækir búðina hans reglulega. „Rónar og úti-
gangsfólk hafa alltaf verið í götunni enda sækir það
mikið í apótekið á horninu eftir spritti," segir Júlíus en
bendir jafnframt á að það sé mun minna af undir-
málsfólki á Rauðarárstígnum í dag en þegar hann
byrjaði með reksturinn. „Þá lá það dautt út um allar
götur, drukkið og allavega, og sprittglös út um allt, en
það sést ekki í dag. Eftir að Keisarinn hætti þá hvarf
það eiginlega úr hverfinu og sést ekkert meira hér en
annars staðar í bænum." Það er greinilegt að Júlíus er
með sterkar skoðanir á stjórnarfari landsins og því
hvernig best væri hægt að hjálpa þessu fólki sem
minna má sín. Sjálfur segist hann á sínum tíma hafa
hugsað alvarlega um það að bjóða sig fram, hafi verið
kominn með nafn á flokki og stuðningsmenn en hætt
við vegna þess mikla kostnaðar sem liggur í auglýsing-
um.
„Það er alltaf verið að loka þetta fólk inni á stofnun-
um. Það á að láta þetta blessað fólk vinna í stað þess
að láta það ganga svona aðgerðalaust um allt. Mikið af
þessu fólki er fullfrískt, það er ekkert að því, það bara
vill ekki vinna þegar því er boðin vinna. Margt af því er
frfskara en ég, ég er að drepast í baki, öxJum og fótum
en það er ekkert að mörgu þessu fólki nema bara
aumingjaskapur," segir Júlíus sem sjálfúr hefur
nokkrum sinnum tekið þetta fólk í vinnu í sjoppuna til
sín, en þær tilraunir hafi ekki allar verið nógu sniðug-
ar. „Þetta fólk hefur viljað vel en þetta er kannski of
mikið álag á það. Það er það mikið af vöru hér að mað-
ur þarf að vera fullhugsandi," segir Júlíus og heldur
áfram: „Ég er búinn að hjálpa þessu fólki alveg rosa-
lega mikið. Ég er búinn að gefa því að éta og lána því
peninga sem ég hef aldrei fengið aftur borgaða. Ég hef
lánað og lánað og skrifað fyrir fólk sem eignast aldrei
pening til að borga aftur, lætur sig hverfa eða deyr.
Þannig að kaupið mitt hefur farið mikið í það að halda
þessu fólki uppi en nú hef ég sett þak á þetta. Þetta
gengur ekki lengur. Mér finnst að aðrir ættu að standa
þessu fólki nær en ég að moka í það. Ég er bara fátæk-
ur einstaklingur," segir Júlíus í uppgjafartón yfir því
hversu oft þetta fólk hafi svikið hann og ekki borgað til
baka það sem hann hefur lánað því. „Því er kennt
þetta með kerfinu. Þetta fólk er látið hafa peninga sem
það þarf aldrei að endurgreiða og þá finnst því alveg
jafn sjálfsagt að fá líka mat og annað sem uppbót. Ef
ég lána 10 manns þá borga kannski tveir," segir Júllíus
sem segist þó vera að læra af reynslunni í þessum mál-
um og lánar ekki lengur hverjum sem er. Það eru þó
ekki allir sem taka undir það að Júlli sé að hjálpa þessu
fólki því vissulega stuðlar það að aumingjaskapnum
að vera að selja þessu fólki kardimommudropa eða
hvað?
„Þetta fólk er frjálst. Það á þessa aura og má kaupa
það sem það vill fyrir þá. En biddu fyrir þér, ég
skamma það í hvert einasta skipti sem það kemur eft-
ir dropum og les yfir því, hvort ég geri,“ segir Júlíus og
upplýsir að hann reyni jafnvel stundum að passa upp
á það að enginn kaupi of mikið. Sjálfur hvorki reykir
Júlíus né drekkur.
„Nei, ég drekk ekki áfengi, ég fæ mér kannski í
mesta lagi Bailey's. Ég sá strax þegar ég var á sjónum
hvað það er heimskulegt að drekka. Þá voru gæjarnir
blindfttllir milli túra og maður var lánandi þeim pen-
inga sem maður fékk aldrei til bcika og annað rugl. Á
meðan þeir lágu í brennivíni var ég kannski bara einn
að labba um í erlendum borgum og skoða mig um.“
Draumurinn að selja Drauminn
Þeir sem þekkja Júlíus vita að hann er sérstakur
karakter. Fyrir utan að vera mikill vinnuþjarkur sefur
hann einungis tvo til þrjá tíma á sólarhring. Hann
veigrar sér líka við í lengstu lög að fara til læknis og vill
helst lækna sig sjálfur ef eitthvað amar að honum.
„Ég hef meira að segja dregið úr mér tennur sjálfur,
bara með töng. Allar vörtur og aukabólur hef ég bara
slitið sjálfur í burtu. Þessi þjónusta kostar stórfé hjá
læknum, þannig það er mikill sparnaður í því að geta
bara gert þetta sjálfur," segir Júlíus. Þessa dagana er
Júlíus að klára mótorhjólaprófið og sér hann frí frá
versluninni í hillingum. „Maður er búinn að týna svo
mikið af dósum í ferðasjóð að það er aldrei að vita
nema ég fari til Spánar og taki hjól þar á leigu og ferð-
ist um landið,“ segir hann og bætir við að hann ætli að
sjá til hvort ánamaðkurinn gefi eitthvað af sér í ferða-
sjóðinn, en hann hefur verið öflugur við að tína og
selja maðka í mörg ár. Sjálfur var hánn mikið í veiði á
árum áður, bæði á rjúpu og fiski.
„Ég var mikill skotmaður á sínum tíma og veiddi
mikið," segir Júlíus með glampa í auga.
- En hver er eiginlega draumur Júlíusar? Að vera í
versluninni það sem eftir er?
„Nei, ég vil gjarnan sleppa þessarri vinnu en það
tekur tíma að koma sér út úr henni. Það er ekkert hægt
að loka bara dyrunum, það gengur ekki, það þarf að
vinna sig niður aftur og því er ég byrjaður á. Það er
hundleiðinlegt að vera í þessum aurabísness. Ég hefði
þurft að vera með svona tfu sinnum stærra fyrirtæki
heldur en þetta. Ég er í raun með allt of lítið fyrirtæki.
Ég var mjög ánægður þegar ég var hjá hernum því þá
hafði ég mikið um að sjá og mikið um að sýsla. Ég
hefði alveg getað séð um Bónus eða Hagkaup því ég er
mjög góður stjómandi, með mjög næmt auga fyrir
umgengni og hef gott lag á fólki," segir Júlíus og bætir
við að hann dreymi um að klára að byggja húsið sitt og
ferðast áhyggjulaus erlendis. „Kerfið hér á Islandi er
ekld byggt upp fyrir stórfjölskyldur. Maður hefur þurft
að vinna baki brotnu allt sitt Ííf til að eiga í sig og á en
samt stendur maður enn í þessu basli. Ég yrði fyrsti
maður til þess að taka mér frí ef ég gæti,“ segir Júlíus
og horfir út um gluggann. Hugur hans er þegar flog-
inn, ekki þó að fríi heldur að startaranum í bflnum
sem hann ætlar að fara að skipta um, að sjálfsögðu
sjálfúr. snaeja@dv.is