Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 19
LAUCARDACUR 7. JÚNÍ2003 DV HELCARBLAÐ 19 jafnmikið á óvart þessi heimur sem leynist undir yfir- borðinu. Þótt sjórinn sýnist grár og litlaus þegar horft er yfir hann eru allt aðrir litir sem taka á móti manni þegar komið er í kaf. Bleikir steinar á botninum, lokk- andi brúnir þaraskógar og þessi undarlegi túrkisblámi sem enginn kafari fær nóg af. í þyngdarleysinu látum við okkur líða yfir endalausa þaraskóga og skimum eftir selnum sem lætur bíða eftir sér. Út úr blámanum skýst loks eitt dýr og adrenalínið fer á blússandi ferð um líkamann. Og þarna eru fleiri, bæði kópar og full- vaxta dýr, sem synda í kringum þessar fjórar furðuver- ur sem komnar eru inn á þeirra yfirráðasvæði vopnað- ar vatnsheldum myndavélum. Það er undarlegt að sjá hvernig þessir fituklumpar hreyfa sig í vatninu. Þrátt fyrir að landselir teljist til smávaxnari selategunda get- ur fullvaxinn brimill orðið 150 kg að þyngd og 2 metra langur og það er ótrúlegt hvernig þeir geta komið þeysandi, svo snarbremsað og snúið sér á punktinum. Það kemur líka á óvart að þrátt fyrir að landselurinn sé ljósgrár að grunnlit með dökkum og ljósum flekkjum eru dýrin þó mjög mismunandi að lit eftir einstakling- um enda hafa árstíðir, hárafar, kyn og aldur áhrif á lit þeirra. Selir með mannseðli? Það er ekki skrýtið að selnum hefur oft verið lflct við fólk. Kóparnir með þessi stóru fallegu augu minna óneitanlega á börn þar sem þeir stara forvitnum aug- um á mann. Kannski ekki nema von að fólk í Færeyj- um trúi því að selir séu mannverur sem drukknað hafa í sjó og þjóðin hafi þess vegna illan bifur á selveiðum. Hver getur líka drepið þessar fallegu skepnur? Ekki eitt augnablik óttast maður að dýrin muni gera manni mein, þó að sögur séu til um grimmd þeirra, sérstak- lega í garð ófrískra kvenna sem þeir eru sagðir elta uppi og hrifsi gjarnan úr bátum, rífi á hol og éti fóstrin.. En það er náttúrlega bara ein af endalausum þjóð- sögum af samskiptum manna og sela sem til eru bæði í þjóðtrú íslendinga sem og nágrannaþjóða okkar. Sögurnar eru ekki allar eins grimmilegar og þessi. Ein af þessum sögum gengur t.d. út á það að einu sinni á ÆSTIR í LITI: Selir virðast vera mjög hrifnir af skærum litum. Til að koma í veg fyrir of mikla nálægð var hópurinn sem svart- klæddastur. Myndir: Stefdn Sveinsson ári, sumir segja á nýársnótt eða á þrettándanum, gangi selirnir á land, kasti hömum sínum, öðlist mannseðli sitt á ný, dansi og skemmti sér á ýmsa lund. Séu hamirnir brenndir komast selirnir ekki aftur á sjó út og verða að mönnum. Selirnir í Hindisvíkinni virðast alla vega vera sáttir við lífið og tilveruna, sólandi sig í fjöruborðinu, milli þess sem þeir þeysast gegnum bleikbrúna þaraskóga og það er ekki hægt að ímynda sér að þeir hafi nokkurn áhuga á því að tilheyra heimi mannanna. Því er í raun öfugt farið - við værum frekar til í að synda áhyggjulaus um þeirra heima, hér neðansjávar í þögn- inni þar sem tíminn virðist endalaus. Það væri létti- lega hægt að virða þessar fallegu skepnur fýrir sér svo ídukkustundum skiptir en eftir tæpan klukkutíma er loftið á kútunum farið að minnka þannig að það er tími til kominn að koma sér í land. Upp í fjöruna elta okkur þrjú stykki og fýlgjast með stirðlegum hreyfmg- um okkar þar sem við reynum að fóta okkur á hálum fjörusteinunum, upp á þurrt land þar sem við eigum víst betur heima. snaeja@dv.is SELIRVIÐ ISLAND • Tvær selategundir lifa við ísland, landselur og útselur. Þó koma hingað iðulega aðrar selategundir í heimsókn eins og hringanóri, blöðruselur, vöðuselur, kampselur og rostungur. • Mest er af landsel, en honum hefur þó fækkað veru- lega á síðustu árum. Árið 1980 voru þeir taldir vera um 33.000 en einungis um 14.000 árið 1995. Samkvæmt nýj- ustu talningum vlsindamanna Hafrannsóknastofnunar eru landselir um 15 þúsund talsins en útselir einungis um 6 þúsund. • Landselurinn er fjölkvænisdýr. Fengitfminn er í byrjun ágúst og fer mökun fram (sjó. Meðgöngutíminn er níu mánuður og fer því kæping fram á vorin, f maí-júnf. Hver urta eignast einn kóp í einu og er hann á spena f 4-6 vik- ur eftir fæðingu. Þótt hann geti strax farið að synda flytur urtan hann með sér á bakinu eða milli hreifanna og hefur hann hjá sér á landi. Landselurinn fer úr hárum að kæp- ingu lokinni og að mánuði liðnum er kominn nýrfeldur. Þá liggja selirnir á landi en fara samt og ná sér (æti. • Landselir hafa fram undir sfðari ár verið mikilvægur hluti næringar manna vfðs vegar um land.Selabændur nýttu látur og vörðu eftir megni líkt og bóndi gætir sauðahjarðar sinnar. Þá voru nær einvörðungu kópar veiddir f net og þeir nýttir eins vel og hægt var. Eftir að þessi búskapargrein lagðist af eru selalátrin þar með ekki eins vel varin og áöur og má leiða að þvf Ifkum að þar liggi ein af ástæðunum fyrir hnignun þessa stofns. • Fæða landsels er ýmsar fisktegundir, allt frá smásflum til þorsks,en hún er breytileg eftir árstfmum og lands- hlutum. • Leyfilegt er að veiða seli við (sland allt árið en undan- farna áratugl hefur stöðugt dregið úr selveiðum,einkum vegna lítils verðmætis afurðanna. • Víða umhverfis landið er hægt aö skoða seli f sjó eða á landi. Þeir halda sig oftast í grennd við land, einkum þar sem þeim stafar hætta af óvinum sfnum, s.s. háhyrning- um. Hægt er að kfkja á þá (grennd við látur, á sandströnd- um og skerjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.