Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 40
-/ 44 OVHUGAIÍBLAO LAUCARDAOUR 7. JÚNÍ2003
4
Barðist við fíkn frá barnsaldri
Nærmynd afBaldri Frey Einarssyni sem var dæmd-
ur 1 þriggja ára fangelsi á dögunum fyrir að verða
ungum manni að bana í átökum
í Hafnarstræti í maí2002.
Þegar ég byrjaði að drekka
sagði ég við sjálfan mig að aldrei skyldi
ég nota fíkniefni.
Þegar ég byrjaði að nota hass
ætlaði ég aldrei að nota hörðu efnin.
Þegar ég byrjaði að nota hörðu efnin
ætlaði ég aldrei að nota sýru.
Þegar ég byrjaði að nota sýru
ætíaði ég aldrei að sprauta mig.
Ég sprautaði mig aldrei
en það var næsta prinsipp til að brjóta."
Þannig hefst viðtal sem birtist við Baldur Frey Ein-
arsson í DV í lok október 1998. Þá var Baldur nftján ára
og hafði tímabundið losnað úr klóm fíknarinnar með
aðstoð SÁÁ og lýsir í viðtalinu vegferð sinni um
skuggalendur eiturlyfjanna allt frá bamsaldri.
Baldur Freyr er annar tveggja sem vom dæmdir í
Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum fyrir að verða
Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana eftir áflog íyrir
utan skemmtistaðinn Spotlight í Hafnarstræti.
Þar kom til átaka seint á aðfaranótt 25. maí og Bald-
ur Freyr og félagi hans, Gunnar Friðrik Friðriksson,
slógust við Magnús heitinn Frey sem lést á sjúkrahúsi
> viku síðar af völdum áverka sem hann hlaut í átökun-
um.
Baldur Freyr fékk þyngri dóm, eða þriggja ára fang-
elsi, en hann var dæmdur fyrir tvö önnur ofbeldisbrot
sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur 7. apríl 2002.
Dómurinn yfir tvímenningunum hefur vakið hörð
viðbrögð í samfélaginu en mörgum þykir hann of
vægur f samanburði við dóma fyrir svipuð brot. Viðtal
við foreldra fórnarlambsins í DV í byrjun vikunnar
vakti og þjóðarathygli. Það er því freistandi að skyggn-
ast inn í fortíð Baldurs Freys eins og hann lýsir henni
sjálfur í áður áminnstu viðtali haustið 1998.
Að sögn heimildarmanna innan fjölskyldu Baldurs
Freys hefúr hann sýnt mikla iðrun eftir verknað þenn-
'* an en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu í Keflavík
tæpum sólarhring eftir átökin í Hafnarstræti. Hann
skýrði fjölskyldu sinni frá atvikum áður en hann gaf
sig ffam við yfirvöld en hann á móður og fjögur systk-
ini. Hann vakti talsverða athygli í réttarhöldunum
þegar hann mætti með Biblíu í höndunum og notaði
hana til að skýla andliti sínu fyrir ljósmyndurum og
einnig þegar heyrinkunnugt varð að hann hafði skrif-
að m.a. forseta íslands bréf þar sem hann hvatti til
átaksaðgerða gegn ofbeldi. Baldur mun hafa verið
byrjaður að sækja samkomur í Krossinum fýrir
nokkrum árum í þeirri viðleitni sinni að halda sig frá
neyslu fíkniefna.
Fullur í barnaafmælum ellefu ára
Baldur Freyr fæddist árið 1979 og ólst að mestu upp
í Keflavík. Hann er elstur fjögurra barna einstæðrar
móður sem hefur átt frekar erfitt uppdráttar í lífinu og
Baldur mun hafa verið nokkurs konar leiðtogi systkina
sinna sem eru tvö nálægt honum í aldri en tvö mun
yngri.
Baldur byrjaði að drekka þegar hann var ellefu ára
og hann og vinir hans fóru drukknir í barnaafmæli.
Fjórtán ára var hann farinn að nota ýmis lyf auk áfeng-
is og tók bæði sjóvéikitöflur, geðlyf og róandi töflur til
að komast í vímu.
Þegar Baldur var fimmtán ára, árið 1994, hurfu tveir
unglingspiltar í Keflavík sporlaust og hefur aldrei neitt
spurst til afdrifa þeirra. Leit að þeim stóð dögum sam-
an og miðlar, sporhundar og þjóðin öll lagðist á eitt án
árangurs en málið vakti gríðarlega athygli og óhug.
Piftarnir voru 14 ára og annar þeirra var uppeldis-
bróðir Baldurs Freys en hinn vinur og þetta varð
Baldri mikið áfall. Ári seinna var hann enn í stífri
neyslu og nú hafði amfetamín bæst á listann yfir efni
sem hann notaði.
Skipulagði útförina
„Þegar ég var sautján ára var ég búinn að plana út-
förina mína. Ég vissi ekki hvað ég myndi lifa lengi. Mér
fannst það kúl að lifa hátt og deyja ungur. Það væri
miklu betra líf,“ sagði Baldur í viðtali við DV 1998 og
má ráða af því að sjálfseyðingarhvöt og sjálfsmorðs-
hugsanir voru farnar að sækja á hann.
Um sautján ára aldur sendi fjölskylda Baldurs Freys
hann til Danmerkur með það fyrir augum að hann
næði sér úr klóm ofneysiu og burt frá þeim lífsstíl sem
hann hafði tamið sér. Sú tilraun mistókst algerlega því
Baldur drakk daglega meðan hann dvaldi ytra og
reykti hass á hverjum degi og neytti annarra ffkniefna.
/ Hann kom aftur heim til Keflavíkur sumarið sem
hann varð 18 ára og enn var neyslan hörð en þung-
lyndi og sjálfsvígshugsanir sóttu á hann. Hann endaði
með því að taka inn mjög stóran skammt af lyfjum í
þeim ásetningi að stytta sér aldur. Frænka hans ók
honum á gjörgæsludeild og þar tókst læknum að
bjarga lífi hans.
I „Ég horfði í spegilinn áður en ég tók pillurnar og
reyndi að finna einhverja ástæðu til þess að lifa. Ég
JP hugsaði um fjölskylduna mína en fannst ég ekkert
MANNSBANI: Baldur Freyr Einarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að valda dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar
(Hafnarstræti í maí 2002. Baldur á að baki baráttu við fíkniefnaneyslu allt slðan hann var á barnsaldri. DV-mynd Hilmar Þór
geta gert fyrir hana eins og ástandið var á mér. „I was
better off dead". Þetta var vitlaus hugsun en hugsun
mín var orðin svo sjúk að ég hélt að ég væri hvort sem
er að deyja," segir Baldur í viðtalinu við DV 1998.
Eftir þetta dvaldi Baldur tímabundið á geðdeild á
Landakoti en útskrifaði sig sjálfur. Hann sagði við DV
1998: „Þá fannst mér ég einn á eyðieyju og það væri
engin leið burtu. Það var eins og ég væri hestur sem
væri stjórnað og sleginn áfram."
Reyndi að slíta sig lausan
Um mitt sumar 1997 ákvað Baldur að taka sig á í
neyslunni og fór að sækja AA-fundi þótt hann væri
enn ekki laus við fíkniefnin. í framhaldi af því fór hann
í meðferð á Vog, sem hann líkti við hreinsunareld, og
síðan í framhaldsmeðferð á Staðarfelli og bjó að því
loknu á áfangaheimili SÁÁ. Áhrifin af meðferðinni
entust í þrjá mánuði en þá féll Baldur aftur í næstum
því sama farið. Hann lýsir niðurferðinni svo í viðtalinu
1998:
„Á þrettán dögum náði ég að keyra mig niður til hel-
vítis. Ég byrjaði á sama stað og ég endaði og síðan
versnaði það og ég fór neðar en áður.“
Baldur fór beint aftur inn á Vog og í þetta skipti gekk
meðferðin betur og skömmu fyrir jól 1997 var Baldur
kominn heim aftur en fann strax fyrir þungri pressu í
sínu samfélagi því allir vinir hans og kunningjar voru
enn á fullri ferð í drykkju og neyslu fíkniefna.
Baldur lýsir því i viðtalinu við DV haustið 1998
hvernig hann sé búinn að vera edrú í ellefu mánuði og
segir: „Mér líður ótrúlega vel. Ég er að gera hluti sem
ég bjóst aldrei við að ég gæti gert." Hann talar síðan
um að þrennt sé mikilvægast í lífinu en það sé lífið
sjálft, frelsið og trúin og má af því ráða að hann hafi
verið farinn að sækja samkomur í Krossinum um
þetta leyti.
Vissi ekki hvað hann var sterkur
Heimildamenn DV innan fjölskyldunnar segja að
Baldur hafi „fallið" aftur um skamman tíma eftir að
þetta viðtal birtist en síðan tekið sig á enn einu sinni
og vent sínu kvæði í kross. Hann mun hafa stundað
nám við Viðskipta- og tölvuskólann og sótt námið af
mikilli hörku og verið meðal efstu manna. Hann
stundaði líkamsrækt og lyftingar af miklu kappi og var
að sögn gríðarlega sterkur, jafnvel svo að hann vissi
ekki afl sitt. Sömu heimildir segja að hann hafi stefnt á
dvöl erlendis þar sem hann átti kost á vinnu.
Baldur bar fyrir dómi að hann hefði drukkið 3-5
bjóra kvöldið og nóttina sem átökin urðu. Það er al-
mennt skilgreint svo að fyrrverandi fíkill falli strax
þegar hann tekur fyrsta sopann og skiptir þá engu hve
margir þeir verða eða stórir. Félagi hans, Gunnar Frið-
rik, bar fyrir dómi að hann hefði þetta kvöld drukkið
nokkra bjóra en einnig neytt kókafns.
Hver sem áform Baldurs Freys voru um betra líf án
vímu þá urðu þau að engu í apríl og maí vorið 2002
þegar hann þrisvar sinnum á stuttum tíma sýndi gríð-
arlega hörku og ofbeldi í átökum við aðra. Fyrri tvö
skiptin leiddu af sér minni háttar meiðsli og tannmissi
fyrir þá sem hann átti í höggi við og hefðu án efa leitt
til sakfellingar fyrir lfkamsárásir en í þriðja sinnið lét
ungur maður lífið. Eitt höggið var of þungt og mun
fylgja þeim sem það greiddi til leiðarenda. polli@dv.is