Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7.JÚNÍ2003 SKOÐUN 11 Augnablikið ÉLAUGARDAGSPISTILL Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri - jhar@dv.is Myndir eru einn heisti veraldlegi íjársjóður hvers manns. Annað læt- ur á sjá þótt fólki þyki talsvert til þess koma þegar það kemst yflr það, hvort heldur er hús eða hús- búnaður, hjól eða bfll. Sófínn sem þótti svo flottur fer úr tísku. Hið sama gildir um eldhús- og baðinn- réttingar. Fötin sem keypt eru í dag þykja púkó á morgun. Allt er það glingur endurnýjanlegt, nema myndirnar sem við eigum, augna- blikin sem voru fryst og lifa með okkur alla tfð. Við geymum að sönnu myndir í huganum en hér er ekki rætt um þær heldur myndirn- ar sem við eigum á pappír heima, í albúmum í hillum eða á mynd- bandsspólum. Að frátalinni heilsu og hamingju er fáu verra að glata en þeim verðmætum. Þau verða ekki metin til fjár. Dýrgripir Við hjónakornin höfum lengst af okkar búskap verið dugleg við að mynda, festa á filmu augnablik í til- veru fjölskyldunnar. Því eigum við myndir af börnunum frá fyrsta degi, uppvexti þeirra og sýsli, gjarn- an á góðum stundum, afmælum, páskum og jólum. Við eigum myndir af þeim með afa og og ömmu, jafnvel langafa og langömmu, fólki sem sumt hefur safnast til feðra sinna. Við eigum myndir af okkur og þeim á ferða- lögum, innanlands og utan, í dýra- görðum, bflum og flugvélum. Við sjáum þau lítil í bakpoka á öxlum okkar, í annan tíma að ólmast á leiksvæðum, að borða ís með öllu andlitinu, hlaupa og sparka bolta. Fyrsti skóladagurinn rifjast upp og nýja skólataskan. í svip barnsins má lesa í senn eftirvæntingu og kvíða. Við eigum líka myndir af þeim sofandi, hafandi misst barna- tönn eða komin með nýjar fullorð- ins. Við sjáum þau einnig á myndun- um sem unglinga og sfðar ungt fólk. Allt eru þetta dýrgripir sem gaman er að skoða. Minningarnar streyma fram. Um stund er hægt að gleyma sér í liðnum jólum eða ára- mótum, fímm ára afmæli eða ferðalagi, hvort heldur er við Breiðafjörð eða á breiðstrætum Parísar. Ljósmyndavélin var með okkur hvert sem við fórum og við notuð- um hana með góðum árangri. Hins vegar vorum við því miður hvorki svo framsýn né tæknivædd að nýta okkur myndbandstæknina þegar hún ruddi sér tii rúms. Því eigum við lítið af þeim djásnum sem vídeómyndir eru, ekki síst af börn- um í uppvexti. Ættingjar og vinir, lengra komnir í tækninni, tóku að vísu myndir á stundum af okkar börnum svo eitthvað er til. Það var ekki fyrr en eldri sonur okkar fékk áhuga á kvikmyndagerð að hagur okkar vænkaðist. Yngsta barnið á heimilinu er því til á vídeói, á myndum sem eru sannkallaðar gersemar. Þar syngur sú góða stúlka og dansar, brosir, hlær og skemmtir foreldrum sínum og öðr- um. Það gerir hún raunar í hvert sinn sem rennt er í gegnum þau myndskeið. Mmnmgarnar streyma fram. Um stund er hægt að gleyma sér í liðnum jólum eða áramótum, fimm ára afmæli eða ferðalagi, hvort heldur er við Breiðafjörð eða á breiðstrætum Parísar. Allsherjar svarthol Þótt aukin tækni sé góð á sinn hátt er ekki þar með sagt að allt sé fengið með henni. Því hef ég fengið að kynnast undanfarin ár. Áhugi eldri sonarins þróaðist frá vídeóinu yfir í ljósmyndirnar og hið sama átti við um yngri strákinn. Þeir fóru að taka myndir og gerðust góðir í þeirri íþrótt. Það varð til þess að við foreldrarnir drógum oldair í hlé. Myndavélar okkar stóðust græjun- um þeirra ekki snúning. Þeir tóku við heimildaskráningunni, mynd- uðu í gríð og erg, hvort heldur voru fjölskyldumót eða ferðalög. Meðan þeir áttu filmuvélar var ástandið þolanlegt. Þá voru lflcur á því að myndirnar skiluðu sér. Á stundum gerðust þeir hins vegar svo listræn- ir að þeir mynduðu allt í svart- hvítu. Filmumar vom að sönnu framkallaðar en fæstar komust myndirnar á pappír. Saga okkar litíu fjölskyldu í myndúm fór því að verða gloppótt. Við foreldrarnir vonuðum þó það besta og treystum á að betur gengi næst. Ekki keyrði um þverbak fyrr en piltamir eignuðust stafrænar myndavélar. Filmur vom á bak og burt og því gaman að mynda. Þeir Imr mynduðu allt sem hreyfðist og drógu ekki af sér þegar kom að stærri fjölskylduviðburðum. Vand- inn var bara sá að myndirnar hurfu inn í eitt allsherjar svarthol. Við sáum engan afrakstur. Jú, mynd- irnar em til, sögðu þeir þegar við spurðum, þær em í tölvunni. Þar hafa þær verið öll þessi ár, vafalaust vel geymdar. Þær halda áfram að hlaðast upp því strákarnir hafa ekk- ert dregið af sér við myndatökurn- ar. Albúmin okkar em hins vegar hætt að stækka. Stafræn kona Þar kom að ég sá að þetta gat ekki gengið. Ábyrgðin er okkar foreldr- anna, það er okkar að skrásetja helstu fjölskylduviðburði og festa á mynd. Ég áttaði mig á því að við yrðum að gerast stafræn, fylgja nú- tímanum. Þar sem ég er lítt tækni- sinnaður sá ég í hendi mér að kon- an yrði betri skrásetjari, ekki síst ef við létum verða af því að stíga skrefið til fulls og fá okkur stafræna vídeóvél. Minn tími er liðinn í þess- um efnum þótt ég hafi verið liðtæk- ur á gömlu filmumyndavélina. Ég stakk upp á því að við samein- uðumst, börnin og ég, og gæfum frúnni á heimilinu fi'niríis stafræna kvikmyndavél. Ég fór f búðir með strákunum. Þeir vom með allt á hreinu og höfðu orð fyrir mér í við- skiptum við sölumennina. Við skoðuðum margar en staðnæmd- umst við eina netta en um leið full- komna. Kaupin vom gerð, mynda- vélinni pakkað inn og slaufa bund- in á. Konan gladdist yfir gjöfinni en jesúsaði sig þó og sagðist ekkert kunna á apparatið. Litía hjálp var að sækja til mín en strákamir full- vissuðu móður sína um að ekkert mál væri að mynda á vélina, hvort heldur væri að nóttu eða degi. Hún léki í höndum hvers manns. Konan ákvað að reyna. Óvæntur bláskjár Stafræna tækniundrið var þvi' tek- ið með í næstu ferð stórfjölskyldunn- ar. Þar bar vel í veiði. Með í ferð vom þrír ættliðir á ýmsum aldri. Við sprelluðum og nutum lífsins. Konan mundaði nýju vélina. Við tókum meira að segja nokkur aukanúmer, aðeins fyrir þá góðu kamem. Ég gladdist yfir þvf að vera aftur orðinn sjálfs mín ráðandi í myndamálum og hældi konunni á hvert reipi fýrir dugnað og útsjónarsemi við mynda- tökurnar. Það verður munur að sjá okkur loksins „live", sagði ég við konuna og leyfði mér að sletta lftil- lega um leið og hún beindi linsunni að mér. Nýja vélin var greinilega af- bragð annarra slíkra og handbragð myndatökumannsins eftir því. Þegar heim kom lét ég það verða mitt fyrsta verk að tengja nýju vídeó- vélina við sjónvarpið. Krakkarnir stukku út og suður. Við hjónin kom- um okkur vel fyrir í djúpum hægind- um fyrir framan tækið með popp- kom í skál. Ég greip til fjarstýringar- innar, sem ég hef nýlega lært á, og ýtti á play. Það suðaði í tækinu. Ég var ánægður með okkur. Myndamál heimilisins voru komin í lag á ný, eða svo taldi ég. Vandinn var bara sá að það kom engin mynd. Skjárinn var himinblár, engin hreyfing, engin aukanúmer. ,Æ," sagði konan og var í framan eins og upp rynni ljós þegar henni varð hugsað til allra myndskota ferðalagsins: „Ég gleymdi að ýta á rec."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.