Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 39
LAUCARDACUR 7. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAD 43 V SORGBITNA EKKJAN Jackie hlustar á vitnaleiðslur vegna dauða manns hennar, sem hún var grunuð um að eiga hlutdeild í. Þegar eiginkona heldur stíft fram hjá manni sínum, líf- tryggir hann og platar hann á afvikinn stað um miðja nótt þar sem hann er myrtur hljóta að vakna grunsemdir um ráðabrugg. Ekki síst þegar í Ijós kemur að morðinginn er ástvinur ekkjunnar og að hún hafði áður boðið misindis- mönnum fé til að losa hana við karlinn. Klukkan var orðin eitt eftir miðnætti þegar bifvéla- virkinn Ed Postma ók inn á bílastæði við stórverslun í bænum Duette á vesturströnd Fiórída. í fyrstu virtist það autt en brátt kom Ed auga á kunnuglegan bfl. Hvíta Hondan, sem kona hans, Jackie, átti, var þétt upp við verslunarvegginn og sást naumlega í birtu frá götuljósi. Vélarhúsið var opið og kom það ekki á óvart því áður hafði frúin hringt í mann sinn. Hún sagðist vera bensínlaus og bað hann að sækja sig á þetta bfla- stæði. Þá var hann háttaður en brá skjótt við, klæddist og ók á gamla pallbflnum sínum að ná í frúna. Þetta var seint í ágúst árið 2000. Ed var greiðvikinn og góður eiginmaður. Hann var 32 ára og datt ekki annað í hug en að ná í konu sína, sem var tveimur árum yngri og komin tvo mánuði á leið. Hann minntist ekki á að hún tæki leigubfl og grunaði ekki að svik væru í tafli þegar hann fékk skila- boðin svona seint, hvað þá að hann spyrði hvers vegna honum væri stefnt á autt bflastæði um miðja nótt. Þau hjónin voru búin að vera gift í fimm ár og áttu eitt barn. Ed umgekkst konu sína ávallt eins og þau væru nýgift og varð við hverri bón hennar. Hann var ósér- hlífinn og samviskusamur að eðlisfari og hafði unnið sig upp í verkstjórastöðu á bflaverkstæðinu sem hann starfaði hjá. Þegar Ed ók inn á bflastæðið var hún hvergi sjáanleg í fyrstu. En svo kom hann auga á hana undir húsvegg í daufri skímu frá útiljósi. Hann hafði sagt henni í sím- ann að halda sig inni í bflnum og læsa vandlega. Hann lagði bfl sínum og gekk að Hondunni sem virtist manniaus. Hann kallaði nafn konu sinnar þrisvar en ekkert svar barst. Skotinn og skorinn Skyndilega birtist svartklædd vera á bak við bflinn og hélt á hlaupvíðri skammbyssu. Ed var skotinn fjórum sinnum í höfuðið. Þá kom annar maður út um afturdyr bflsins, dró upp hníf og skar liggjandi manninn á háJs samkvæmt skipun þess sem á byssunni hélt. Hann skar þvert yfir hálsinn fram og til baka og voru aðfar- irnar svipaðar og þegar sláturfé er fargað. Mennimir tveir stukku inn í bfl Jackie og óku hratt á brott, en skildu Ed Postma eftir liggjandi í blóði sínu. Jackie lét lögregluna vita af manni sínum og þegar liðið kom á staðinn var hann látinn. Konan bar að hún hefði komið svona að manninum og skýrði svo frá að hún hefði hringt og beðið hann að ná í sig á bflastæð- ið. Hún sagðist svo hafa brugðið sér frá til að komast aftur í síma þegar hana fór að lengja eftir honum og taldi jafnvel að hann hefði ekki áttað sig á hvar hún væri með bensínlausan bflinn. Þegar hún kom aftur var pallbfll Eds þar en hennar bfll horfinn og eigin- maðurinn skotinn og hálsskorinn á bflastæðinu. Jackie var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk áfalla- hjálp og tryggt var að hún missti ekki fóstrið. Fyrst í stað naut ekkjan mikillar samúðar og móðir Eds flutti til hennar til að annast hana og barnið í þrengingunum en lögreglan leitaði morðingja eigin- mannsins af fullum krafti. í fyrstu yfiheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni sagðist Jackie hvorki hafa hugmynd um hver myrt hefði mann hennar né hafa nokkra vit- neskju um hver hefði ástæðu til að vinna honum mein. Næst var hún kölluð fyrir til að gefa skýringu á sam- bandi sínu við Michael nokkurn Cordes, 29 ára vöru- bflstjóra sem afplánað hafði fangelsisdóm. Þegar lög- reglan rannsakaði símtöl frá heimili þeirra Eds og Jackie komu upp tíðar hringingar í Cordes og, þegar betur var að gáð, hringingar frá honum til heimilis þeirra hjóna. Nýbakaða ekkjan vissi að ekki dugði að þræta og við- urkenndi að hafa átt í ástarsambandi við vörubflstjór- ann en harðneitaði að það kæmi morðinu á manni hennar við og væri ekkert samband þar á milli. Að þvf er hún best vissi væri um tilviljanakenndan verknað að ræða; einhver hefði ætlað að ræna bónda sinn og hafi tilviljun ein ráðið hvar ránmorðinginn bar niður. Mánuði síðar var hún yfirheyrð í þriðja sinn og var þá komð annað hljóð í strokkinn. Þá viðurkenndi hún að hafa lánað Cordes og vini hans, Todd Martin að nafni, bfl sinn og hafi þeir ekið honum á bflstæðið og hún hringt í eiginmanninn og sagt honum hvar hún væri og beðið hann að ná í sig. Meiningin var, sagði Jackie, að steftia þeim saman, ástmanninum og kokkálnum, til að þeir gætu spjallað saman í bróðerni um málefni sín, en ekki hefði verið meiningin að kála Ed til að losna við hann. Fyrr um kvöldið hafði Cordes þó hringt í ástkonu sína og sagt henni að búið væri að ganga frá málunum. Efti því sem framburður Jackie breyttist fjaraði stuðningur fjölskyldu hins myrta eiginmanns út og tveimur mánuðum eftir morðið var haft eftir tengda- móðurinni að hún óskaði þess innilega að helvítis tík- in yrði sett á bak við lás og slá. Ótrúverðugur framburður Framburður ekkjunnar var tekinn upp á hljóðbönd og voru þrjár útgáfur leiknar fyrir kviðdóminn. Á því fyrsta hélt hún því fram að hún hefði aldrei heyrt minnst á Cordes og að hún hefði aldrei haldið fram hjá eiginmanni sínum. I næstu yfirheyrslu viðurkenndi hún að hafa þekkt Michael Cordes en að hún hefði ekki skýrt lögreglunni frá því vegna þess að rannsóknarlögreglan væri þekkt fyrir að leggja sama tvo og tvo og fá út fimm. Þegar þriðja yfirheyrslan fór fram var Jackie í varð- haldi. Þar viðurkenndi hún að hafa hringt i mann sinn umrædda nótt og beðið hann að sækja sig á bflastæð- ið þar sem bfll hennar stæði bensínlaus. Það fylgdi sögunni að hún hefði haldið að Cordes ætlaði að tala við mann sinn og skýra honum frá sambandinu en sjálf sagðist hún ekki hafa treyst sér til þess. Það hefði aldrei verið meiningin að myrða Ed. Hún sagðist ekki hafa þorað að segja manni sínum ein frá framhjáhaldinu og að hún væri ófrísk og vissi ekki hvor þeirra hefði barnað sig. Hún sagði mann sig hafa verið skapbráðan fauta sem hefði iðulega barið sig og nauðgað. Því hefði verið tryggara að láta Cordes færa honum tíðindin. Ráðagerðin hefði verið að fá skilnað frá Ed en ekki að deyða hann. Ekki bætti það málstað Jackie að nokkrum mánuð- um fyrir morðið líftryggði hún Ed og átti von á að fá 50 þúsund dollara að honum látnum. Jackie fæddi barnið í sjúkrahúsi fangelsisins 1. aprfl 2001. Það var drengur og við rannsókn kom í ljós að myrti eiginmaðurinn var faðir hans en ekki Cordes. Um svipað leyti tilkynnti saksóknari að hann myndi krefjast dauðadóms yfir Jackie, en ekki þeim Cordes og Martin sem báðir sátu inni og voru taldir með- sekir. Þungirdómar Leidd voru fram vitni, gamlir kunningjar Cordes, sem skýrðu svo frá að Jackie hefði boðið þeim 6.000 dollara fyrir að losa hana við eigi- manninn. Það voru hjúin Christina Rogers og Edward Tumer sem var smábófi og ruglaður eiturlyfjaneyt- andi. Cordes vildi þá fá einhverja aðra til að vinna skítverkið. En þau treystu sér í stórvirkið. Martin, félagi Cordes sem skar Ed á háls samkvæmt skipun og hótun- um um líflát ef hann gerði ekki eins og honum var sagt, var eitt höfuð- vitnið í málinu. Honum var lofað vægari dómi ef hann vitnaði gegn þeim Jackie og Cordes. Hann skýrði svo frá að þau hefðu sammælst um að lokka Ed á bfla- stæðið nóttina örlagaíku. Hann vissi ekki annað en að ræða ætti ástarmálin og fá Ed til að fallast á skilnað við konu sfna. Cordes sagði honum að hann ætti að koma með til öryggis því verið gæti að til átaka kæmi milli hans og kokkálaða eiginmannsins. Hann sagðist ekki hafa vitað að kunninginn væri með skotvopn á sér. Eftir að Cordes skaut og deyddi Ed heimtaði hann að Martin yrði meðsekur og skipaði honum að skera hann á háls. í ljós kom að skurðirnir voru grunnir og dugðu ekki til að taka Ed af lífi, enda var hann þegar látinn er hann var skorinn. Því var afsakanlegt að dæma Martin ekki fyrir morð, en meðsekur var hann. Hann hlaut 12 ára fangelsisdóm. Jackie grét mikið á meðan réttað varyfir henni. Hún var sökuð um að hafa lagt á ráðin og fengið menn til að myrða bónda sinn. Hún neitaði staðfastlega og sagðist aldrei hafa ætlað annað en að næturfundurinn á bflastæðinu ætti að gera út um skilnaðinn og að eiginmaður hennar og ástmaður myndu ræða þau mál yfirvegað. Henni hefði aldrei dottið líflát í hug þegar hún hringdi um miðnættið í Ed til að láta sækja sig á bflastæðið. Það tók kviðdóminn aðeins þrjár klukkustundir að kveða upp sinn úrskurð. Jackie var úrskurðuð sek, hlaut ævilagt fangelsi og á enga von um náðun né lausn í 20 ár, í það minnsta. Réttað var sérstaklega yfir Cordes og var niðurstaða dómsins sú að hann hefði framið morð að yfir- lögðu ráði og var hann dæmdur til dauða án skilorðs. Hann situr nú í dauðadeild og bíður þess að dómn- um verði fullnægt. ÁSTMAÐURINN Mich- ael Cordes átti vingott við gifta konu og þurfti að ryðja eigin- manninum úr vegi. EIGINMAÐURINN Ed Postma vildi allt fyrir konu sína gera og grunaði ekkert þegar hún plataði hann á af- tökustað um miðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.