Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 42
46 DV HELGARBLAD LAUGARDAGUR. 7. JÚNÍ2003 ættarmót - garðveiilur - afmæli - brúðkaupsveislur - útisamkomur - skemmtanir - tónleikar - sýningar - kynningar o.fl. o.fl. o.fl. ...og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftírminnilegan viðburð. Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. I Tjðld af öllum stærðum frá 50-400 m2. I Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. ^3 Jðlíldl3lS(Eli§3) SÍCáíttS) ...með skátum á heimavelli WWW.skatar.is ^550 9800 - fax 550 980l - bis@skatar.is, Menningarhátíð Hafnarfjarðar Sunnudagskvöldið 8. júní kl. 20:30 Þau munu leika þekktar jassperlur, fslensk lög og lög eftir Bítlana f léttum jassútsetningum. Kristjct nj Ste f<i nsdöt t ir Björn Thoroddsen Jón Rafnsson Atlir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur 900 kr. 2. hæð f Firðinum Opið sun. - fim. frá 10.00 - 24.00 og fös. og lau. frá 10.00 - 03.00 UTBOÐ F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í gerð malbikaðra gangstíga ásamt ræktun í austanverðri borginni og á Kjalarnesi Verkið nefnist: Gangstígar 2003 - Útboð II. Helstu magntölur eru: Flatarmál gangstíga: u.þ.b. 9.800 m2. Ræktun: u.þ.b 12.800 m2. Lokaskiladagur verksins er 1. nóv. 2003. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 á skrifstofu okkar frá og með 11. júní 2003. Opnun tilboða: 19. júní 2003 kl 10.00, á sama stað. GAT 78/3 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í ýmsar staðbundnar aðgerðir til úrbóta í umferðaröryggis- málum. Aðallega er um að ræða gerð steinlagðra gönguleiða yfir götur ásamt gerð miðeyja og hausa á gönguleiðum. Einnig felur verkið í sér gerð biðstöðva og útskota fyrir strætó, gerð bílastæða og ýmsar breytingar á götum og gatnamótum. Verkið nefnist: Úrbætur í umferðarmálum 2003 - Útboð I. Helstu magntölur eru: Stein- og hellulagðir fletir: u.þ.b. 2.125 m2. Steyptir fletir: u.þ.b. 625 m2. Malbikaðir fletir: u.þ.b. 1.350 m2. Þökulögn: u.þ.b. 1.600 m2. Lokaskiladagur verksins er 15. október 2003. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar frá og með 11. júní 2003. Opnun tilboða: 20. júní 2003 kl 11.00, á sama stað. GAT 79/3 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sfmi 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang isr@rhua.rvk.is Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Evrópumót einstaklinga í Istanbul: Þrír íslendingar meðal keppenda Þrír íslendingar eru að tafli í Istan- bul og er við ramman reip að draga. Flestir keppenda eru stórmeistarar með vel yfir 2.500 Elo-stig og hafa þeir Helgi Ólafsson (2.475) og Hann- es Hlífar Stefánsson (2.565) staðið sig ágætlega og eru með 3,5 vinninga af 6. IngvariÁsmundssyni (2.327) geng- ur ekki sem skyldi og það er ekki nema von, hann er að verða sjötugur og róðurinn er þungur. En Ingvar teflir að mestu fyrir ánægjuna. Helgi Ólafsson (2.475) gerðijafntefli við 11. stigahæsta keppenda mótsins, ísra- elska stórmeistarann Ilia Smirin (2.662) í 6. umferð. Hannes Hlífar Stefánsson (2.565) gerði jafntefli við rússneska stórmeistaranum Alex- ander Lastin (2.632). Hannes og Helgi em í 44.-93. sæti. Stigamót Hellis. Stigamót Hellis var haldið um síð- ustu helgi og heppnaðist ágætlega. Þó vantaði fleirí þátttakendur en að þessu sinni kom það ekki að sök. Mótið kom ágætlega út með aðeins 14. keppendur, aðallega vegna þess að rúmlega helmingur keppenda hafði þokkalega há alþjóðleg stig. Björn Þorfmnsson kom, sá og sigraði á mótinu, tefldi af miklu harðfylgi og skemmtilega að vanda. Keppend- urnir í 2.-4. sæti voru þeir sem veittu Birni hvað mesta keppni og hækka allir á alþjóðlegum stigum sem var aðaltilgangur mótsins. Að auki var keppnisandi og aðbúnaður á mótinu góður og það ætti að vera umhugs- unarefni að halda fleiri svona mót á hverju ári. Ég sting upp á t.d. sex mótum og það þarf ekki að ná í fleiri keppendur með alþjóðleg stig en 8-10 til að mótið geti verið vel heppnað. Þeir sem skortir hvað mesta keppnisreynslu ættu að geta náð sér í hana þar auk utanlands- ferða sem eru dýrar og þeir sem vilja bæta sig komast ekki í nógu margar vegna hnattlegu Islands. Það eru margir möguleikar í skák- inni í sambandi við mótahald og skákforystan er of íhaldssöm að mínu mati í þeim efnum. Annars varð lokastaðan á mótinu þessi: 1. Björn Þorfinnsson, 6 v. 2.-4. Magnús örn Úlfarsson, Bragi Þorfinnsson og Andri Áss Grétarsson, 5 v. 5.-9. Sæv- ar Bjarnason, Kristján Eðvarðsson, Snorri G. Bergsson, Sigurbjöm J. Bjömsson og Sigurður Daði Sigfús- son, 3.5 v. 10.—11. Gunnar Björnsson og Jón Árni Halldórsson, 3 v. 12. Lenka Ptacnikova, 2,5 v. 13. Jóhann H. Ragnarsson, 1,5 v. 14. Sigurður Ingason, 0.5 v. Þeir bræður Bragi og Björn Þor- finnssynir hafa lengi verið í fremstu röð unglinga á íslandi en nú em þeir báðir rétt skriðnir yfir tvítugt. Bragi hefur náð 3 áföngum til alþjóðlegs meistaratitils og þarf aðeins að ná 2.400 alþjóðlegum Elo-stigum til að fá titilinn viðurkenndan. Bjöm hefur aðeins staðið í skugganum af bróður sínum en hann ætti að geta náð al- þjóðlegum meistaratitli auðveldlega og líklegast er að sú verði raunin í framtíðinni. Björn teflir manna djarfast og skákir hans loga venjuleg- ast af möguleikum og mikilli hug- myndaauðgi og alltaf reynir Bjöm að bæta sókn sína hvað hann mest má. Það gerir Bragi reyndar líka en fer sér aðeins hægar, hann hefur greinilega lagst í meiri skákrannsóknir en Björn. Þeir bræður létu sverfa til stáls í mótinu og við skulum athuga hvernig sú viðureign fór. Hvftt. Bragi Þorfinnsson (2.351). Svart: Bjöm Þorfinnsson (2.324). Hollensk vörn. Stigamót Hellis 2003, Reykjavík (3), 30.05. 2003. 1. d4 f5 2. g3 RfB 3. Bg2 e6 4. RÖ d5 5. 0-0 Bd6 6. c4 c6 Uppbygging Þessi er kölluð Grjótgarðurinn og er tefld bæði með hvítu og svörtu. Björn hef- ur teflt hana oft og stundum nýstár- lega eins og gegn mér nokkrum sinn- um þar sem ég hef tapað illa, gjör- samlega ráðalaus! 7. b3 De7 8. Bb2 Rbd7 9. Rbd2 0-0 10. Re5 Re4 11 ,a3 a5 12. Rd3 b6 13. £3?!1. Þessi leikur er örugglega ekki sá besti gegn Birni sem nú fórnar manni óhikað. Venjulega er leikið hér 13. Rf3 fylgt af Rfe5 og e3. Það þykir traust og tryggja hvítum ágætt tafl. En bræður munu og vilja berjast! 13. -Rxg3 14. hxg3 Bxg3 15. f4 g5! Hvíta staðan er hlutlaust séð líklega unnin. En björninn er ekki unninn fyrr en hann gefst upp. Og hvítur þarf að stíga einstigi til að verjast atlögum svarts. En Björn er sérfræðingur í að halda vafasömum sóknum gang- andi. 16. Hf3 gxf417. Rfl Bh418.Hxf4 Hér kom 18. Rxf4 einnig til greina. 18. -Kh8 19. Re5 Hg8 Hér kemur sterklega til greina að leika 20. Rf7+ til að reyna að einfalda taflið. Eftir 20. Kg7 (Dxf7 21. Hxh4) Rd6 nær hvítur uppskiptum sem gætu skipt sköpum. En Bragi hefur ekki leikið af sér ennþá. 20. e3 Rxe5 21. dxe5 dxc4! En nú fara málin að gerast alvarlegri, svarta sóknin og liðsafli em farin að skila sér til baka.22. Dh5 Bg5! Björn leikur sjald- an „eðlilegasta“ leiknum heldur frek- ar þeim sem heldur sókninni gang- andi. 23. Hxc4 Ba6 24. Hxc6 Bb7 25. Hc2Bh4 Hér er eina leiðin til að verjast að leika 26. Khl eða 26. Kh2 og staðan er óljós. En nú lokar svartur drottn- ingu hvíts inni með leikbrellum. 26. Bd4? Hg5 Hér gengur ekki 27. Dxh4 vegna 27.-Hxg2 og vinnur. 27. Dh6 Hag8 28. Haa2 H8g6 Hvítur hefði al- veg eins getað gefist upp en það vinnur engin skák með því að gefa hana! En stóri bróðir vinnur nú samt. 29. Dxh4 Hxg2+ 30. Hxg2 Dxh4 31. Hxg6 Dhl+ 32. K£2 hxg6 33. Kel Bg2 34. H£2 g5 0-1 Það voru 2 Þorfinnssynir sem tefldu á mótinu og 2 úr Áss-fjöl- skyldunni. Andri Áss Grétarsson stóð sig með miklum sóma en mág- kona hans, Lenka, átti frekar erfitt uppdráttar. Sjáum handbragð Braga þegar það er sem best. Hvítt: Bragi Þorfinnsson (2.351). Svart: Lenka Ptacnikova (2.221). Vængtafl. Stigamót Hellis 2003, Reykjavík (1), 29.05. 2003. 1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb4 6. Bc4 R8c6? Hér í gamla daga tefldi Polugajevskí sálugi oft þetta afbrigði og eftir 6. Rd3+ 7. Ke2! Rf4 8. Kfl var flókin barátta fram undan. Hvítur fær nú strax mun betri stöðu. 7.0-0 e6 8. d3 Rd4 9. Rxd4 cxd4 10. Re2 Be7 11. f4 Bd7 12. a3 Rc6 13. Rg3 Dc7 14. Bd2 a6 15. Hcl b5 16. Ba2 Db6 Hvítur hefur mun þægilegra tafl, þó er best fyrir svartan að hróka stutt eftir 17. f5. Að hróka langt er mun verri kostur. 17.f 5 g6 18. Bh6 0-0-0 19. fxe6 Bxe6 20. Bxe6+ fxe6 21. Hf7! Hvítur stendur með pálmann í höndunum og hótar að drepa biskupinn vegna leppunar- innar á c-línunni. Svarmr er í mikl- um erfiðleikum. 21. -Kd7 22. Bg7 Hhe8 23. e5 Hc8 24. Re4 Kd8 25. Df3 Hc7 26. Rd6 Hg8 27. BflB Rxe5 28. Da8+ Kd7 Og nú kemur ein lauflétt flétta, Lenka á að geta teflt mun betur. 29. Hxc7+ Dxc7 30. Hxe7+ Kxd6 31. Dxa6+ 1-0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.