Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 29
LAUCARDACUR 7. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 29
með því að hleypa honum átölulaust gegnum
meirapróflð. Hann hefur átalið Vegagerð ríkisins
íyrir slælegar merkingar á slysstað og gagnrýnt
margt við rannsókn málsins. Steingrímur sótti
um niðurfellingu sakarkostnaðar en slíkt er að-
eins gert þegar um sérstakar ástæður er að ræða,
nánar tiltekið atvinnuleysi sakbornings og ör-
orku. Hann uppfyllti ekki skilyrðin þegar hann
upphaflega sótti um og var því synjað. Síðar þeg-
ar hann sótti um eftir að hafa misst atvinnu og
verið dæmdur öryrki var honum samt synjað þótt
hann sýnist uppfylla skilyrðin.
Engu að síður verður sýslumannsembættinu á
Akranesi og dómsmálaráðuneyti ekki haggað.
Hús Steingríms skal selt til lúkningar skuldinni
þótt ljóst sé að vegna hárrar veðsetningar mun
hann standa eftir slyppur og snauður. Steingrím-
ur hefur vísað erindi sínu til umboðsmanns Al-
þingis þar sem það er til umfjöllunar.
Steingrímur var því ekki ánægður þegar blaða-
menn DV hittu hann á heimili hans á Akranesi
þennan rigningardag.
„Mér fannst dómur undirréttar vel rökstuddur
og tekið tillit til margra athugasemda. Hæstirétt-
ur ýtti öllu út af borðinu og ákvað að taka aðeins
tillit til skífunnar úr ökuritanum og komst þannig
að þeirri niðurstöðu að ég hefði ekið hratt og
ógætilega miðað við aðstæður. Þarna er þó leyfð-
ur 80 kílómetra hámarkshraði og ég talinn vera á
44-55 kílómetra hraða. ökuritinn er alls ekki ná-
kvæmt mælitæki og mér finnst að hlutlausir aðil-
ar hefðu átt að skoða hann og lesa af skífunni en
ekki aðeins þjónustudeild Vegagerðarinnar.
Brúin er svo skökk að það þarf í rauninni að
stoppa og færa bflinn til áður en ekið er inn á
hana. Þetta er engin leið að sjá þegar maður kem-
ur þarna í fyrsta sinn eins og ég var að gera.
Eg ók eftir þeim aðstæðum sem mér voru gefn-
ar í formi skilta og leiðbeininga frá Vegagerðinni.
Viku fyrir slysið varaði félag leiðsögumanna
Vegagerðina við þessari tilteknu brú en hún bar
við peningaleysi. Brúin var síðan lagfærð og
breikkuð strax eftir slysið. Þarna kalla ég eftir
ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Steingrímur sem
telur að áfrýja hefði mátt dómi Hæstaréttar til
mannréttindadómstólsins í Strasbourg en af
margvíslegum ástæðum vannst ekki tími til þess.
„Ég leyndi því aldrei að ég væri með skerta sjón
þegar ég fór í gegnum ökuprófið og var sá eini
sem lagði fram augnvottorð. Mér finnst að sýslu-
DÆMDUR: Steingrímur Guðjónsson var dæmdur í
Hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Hann hefur barist
hart fyrir því að fá sakarkostnað felldan niður á þeim for-
sendum að hann sé atvinnulaus öryrki. Sú barátta hefur
ekki enn borið árangur.
maður hefði aldrei átt að láta mig hafa prófíð og
hafi þar brugðist eftirlitsskyldu sinni.
Þegar rannsóknarnefndin komst að því að ég
væri með svona skerta sjón þá óskaði hún eftir að
ég yrði sviptur réttindum til meiraprófs sem
sýslumaður gerði í samráði við mig reyndar. Með
því finnst mér embættið vera að viðurkenna að
það hafði brugðist skyldum sínum í upphafi,"
segir Steingrímur sem telur að ekki sé eðlilegt að
fatlað fólk eins og hann hafi þessi réttindi en það
þurfi að leiðbeina því.
Happdrætti upp á líf og dauða
„Mér finnst ekkert eðlilegt við það að sá sem
hefur fengið réttindi til rútuaksturs fái að aka há-
fjallavegi sem hann hefur aldrei farið daginn eft-
ir að hann fær réttindin og það á 30-40 ára göml-
um rútum á vörubílagrindum. Ég myndi segja að
það væri stórt happdrætti fyrir erlenda ferða-
menn að stíga upp í rútur á hafnarbakkanum til
þess að fara í skoðunarferðir," segir Steingrímur
og það vottar fyrir reiði og beiskju í málflutningi
hans.
„Ég er ekkert sáttur við dómsmálaráðuneytið
heldur. Ég hef aldrei náð tali af dómsmálaráð-
herra heldur aðeins fengið svör frá starfsmönn-
um hans. Ég tel að þeir hafi beitt geðþótta við af-
hér á Akranesi en Bragi Skúlason, sjúkrahús-
prestur í Reykjavík, reyndist mér vel. En bílprófs-
leysið háði mér nokkuð við að leita mér hjálpar.
Þegar fólk verður fyrir áföllum reynir á vini og
fjölskyldu og ég var áreiðanlega ekki auðveldur í
umgengni fyrst á eftir. Allt málið tók óskaplegan
tíma og stundum hélt maður að allt færi vel en
var síðan kippt niður aftur. Ég hélt að ég væri
sloppinn eftir héraðsdóminn en síðan áfrýjaði
ákæruvaldið nærri tveimur mánuðum seinna. Þá
hófst biðin á ný.
Nornaveiðar og pyntingar
Síðan kom dómurinn og þá hrundi veröldin
einu sinni enn. Það fjaraði mjög undan mér fé-
lagslega meðan á þessu stóð og ég var afskaplega
einangraður hérna í bænum og er það enn.“
- Þú hefur talað um andlegan miska og pynt-
ingar í sambandi við þetta máf. Hvernig lýsti það
sér?
„Mér finnst það jafnast á við nornaveiðar og
pyntingar að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur
og aftur, allt kerfið. öldruð móðir mín, sem lán-
aði mér veð í húsinu sínu, varð mjög hrædd og
hefur tekið þetta afskaplega nærri sér og börnin
mín fjögur hafa oft þurft að hlusta á aðdróttanir
og sleggjudóma ókunnugra sem ekki hafa vitað
um tengsl þeirra við málið.
Ég er búinn að átta mig á því að kerfið er sett
saman af fólki sem býr við lagabókstafi en einnig
ákveðinn geðþótta og það kostar peninga að
finna réttlætið á íslandi. Mér finnst það blóðugt
hvernig sakarkostnaður beinist eingöngu að því
greiðslu míns máls þar sem þeir hengja sig í það
að ég sé þinglýstur eigandi hússins og þar af leið-
andi verði að selja það þótt ég uppfylli öll önnur
skilyrði til niðurfellingar sakarkostnaðar.
Ég hef enga samningsaðstöðu lengur og verð
að hlíta því að heimili mitt verði selt og ég hrak-
inn út á guð og gaddinn. Mér finnst að í mínu
máli sé einstaklingur tekinn og gerður að blóra-
böggli vegna hluta sem hann ber ekki fulla
ábyrgð á."
Andlegar þrautir
Steingrímur segir að þrautaganga hans vegna
sjóntruflana sé löng og flókin saga. Hann segist
hafa átt stöðugt erfiðara með að gegna vinnu
sinni í Járnblendinu þar sem ýmsar aukaverkanir
hrjáðu hann í vaxandi mæli. En er atvinnumissir
hans hjá Járnblendinu og dómurinn í kjölfar
slyssins tengdir atburðir. Var hann látinn gjalda
stöðu sinnar sem sakborningur?
„Ég var farinn að biðja griða í vinnu vegna
augnsjúkdómsins en ég fékk engar sérstakar
skýringar þegar mér var sagt upp. Ég var búinn að
fara í örorkumat áður en mér var sagt upp og fékk
svör tveimur mánuðum eftir uppsögnina. Ég býst
við að ég hafi goldið þessara atburða að ein-
hverju leyti og vinnuveitendum mínum hafi þótt
betra að losa sig einfaldlega við mig. Ekki fékk ég
neinn stuðning að minnsta 'kosti. Mín örorka var
ekki aðeins metin eftir sjónskaða heldur einnig
vegna andlegrar áþjánar í kjölfar slyssins."
- Varstu sammála því mati?
„Já, égvarþað. Égátti afskaplega erfitt íkjölfar-
ið og það var erfitt fyrir mig að leita mér aðstoðar
Það finnst áreiðanlega einhverj-
um að þetta sé bara væl í öryrkja
og ég eigi bara að una dómnum
og auðvitað geri ég það að vissu
leyti. Það sem ég er að biðja um
er að fá halda heimili mínu og
einhverri reisn. Um það snýst
mín barátta en mínar rafhlöður
eru alveg við það að tæmast."
HÚSIÐ UNDIR HAMRINUM: Steingrímur segist verða á
götunni verði hann neyddur til að selja íbúðarhús sitt til
lúkningar skuldum. Hann telur betri kost að leyfa sér að
halda heimilinu.DV-mynd/r GVA
að tryggja greiðslu til lögfræðinganna. Allur ann-
ar kostnaður er felldur niður."
Verð baggi á þjóðfélaginu
- Steingrími hefur verið gert að selja húsið fyr-
ir áföllnum kostnaði en hann má annast söluna
sjálfur án nauðungarsölu. Hvað tekur við?
„Ég verð sjálfsagt enn meiri baggi á þjóðfélag-
inu en ég er í dag. Ef ég fengi felldan niður þenn-
an sakarkostnað þá gæti ég haldið áfram því ég
stend í skilum með afborganir á húsinu. En það
eru 90% lán á því og ég mun ekki eiga neitt eftir
þegar skuldin er greidd. Eldri sonur minn er
heimilisfastur hér hjá mér og þetta er auðvitað
þungur róður en það hefur hafst fram að þessu.
Ég hef ekki efni á að kaupa mér annað húsnæði
hér. Ég á pantað viðtal hjá félagsþjónustunni til
þess að kynna mér úrræðin en ég veit ekki nema
ég hrekist til Reykjavíkur þótt ég hafi búið hér í 20
ár. Mér finnst ótrúlegt að það skuli vera talið
brýnna að leysa upp heimilið og henda mér út á
götu en að fella niður þennan kostnað."
Langir dagar og leiðinlegir
- Steingrímur hefur verið á svokallaðri hliðar-
skráningu vegna vinnu í allan vetur því hann seg-
ist geta unnið mörg störf en ekkert hefur komið
út úr því enn. En hvernig líður dagurinn hjá sak-
borningi í einangrun á Akranesi?
„Dagurinn er langur og leiðinlegur en ég fer í
laugina á hverjum degi og hjóla mikið til að fá
hreyfingu og reyni að setja mér markmið um að
vakna snemma á hverjum morgni. Ég er auðvitað
mölbrotinn eftir þetta allt saman, ekki bara eftir
slysið heldur eftir að hafa gengið í gegnum þess-
ar aðstæður og einsemdin er mikil.
Það finnst áreiðanlega einhverjum að þetta sé
bara væl í öryrkja og ég eigi bara að una dómnum
og auðvitað geri ég það að vissu leyti. Það sem ég
er að biðja um er að fá halda heimili mínu og ein-
hverri reisn. Um það snýst mín barátta en mínar
rafhlöður eru aiveg við það að tæmast."
polli&dv.is
Notaðir bilar hjá
Suzuki bílum hf.
laleno Wagon 4x4, bsk.
•. 1/99, ek. 79 þús.
Verð kr. 1090 þús.
Suzuki
Skr. 6/00, ek.
Verðkr. 1180
M-Benz A-140, bsk.
Skr. 7/01, ek. 35 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Hyundai Accent GLS, bsk.
Skr. 7/98, ek. 45 þús.
Verð kr. 550 þús.
Honda HRV, bsk.
Skr. 2/02, ek. 31 þús.
Verð kr. 1690 þús.
Subaru Forester 2,0 AX, sjsk.
Skr. 3/98, ek. 89 þús.
Verð kr. 1180 þús.
Honda Civic Lsi, sjsk.
Skr. 2/97, ek. 110 þús.
Verð kr. 640 þús.
Opel Astra GL station, sjsk.
Skr. 4/98, ek. 99 þús.
Verð kr. 680 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
•...■ ....— ......mmmmm
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Suzuki Baleno GLX, 4
Skr. 8/99, ek. 38 þús.
Verð kr. 990 þús.