Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 36
40 DVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003 John Petersen, framherji Færeyinga: Getum náð góðum úrslitum þótt íslendingar séu sigurstranglegri ÞEKKIR TIL VEL TIL ÍSLENDINGA: Færeyski framherjinn John Petersen þekkir vel til íslenskrar knattspyrnu eftir að hafa spilað með Leiftri á Ólafsfirði. DV-mynd Pjetur John Petersen er einn af lykilmönnum færeyska landsliðsins. Hann leikur stöðu framherja og hefur reynst liðinu mjög drjúgur. Hann er íslenskum knattspyrnuaðdáendum að góðu kunnur en hann lék með Leiftri eitt keppnistímabil undir stjórn Páls Guð- laugssonar. Hann leikur nú með Þórs- hafnarliðinu B36 sem er annað tveggja stærstu liðanna í Færeyjum. John þekkir vel til knattspyrnunnar á íslandi þó að hann hafi ekki dvalið lengi hér. Hann segist samt ekki þekkja vel til allra leikmanna „Ég er nokkuð bjartsýnnn á leikinn. Við eigum góða möguleika þrátt fyrir að íslendingar eigi að vera sigurstranglegri. “ íslenska liðsins en þó einhverra. „Þetta er fyrsti alvöruleikur milli þessara tveggja grannþjóða og þetta verður mjög spennandi. Þeir vináttuleikir sem ég hef spilað hafa verið þokkalega jafnir og úrslitin hafa verið okkur nokkuð hagstæð. Ég tel því að við getum náð góðum úrslitum gegn íslendingum á Laugar- dalsvelli, auk þess sem árangur þeirra í keppninni hingað til hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Á móti kemur að við höfum náð góðum úrslitum í keppninni hingað til þannig að ég er nokkuð bjartsýnn. Við eigum því góðan möguleika þrátt fyrir að fslending- ar eigi að vera sigurstranglegri." Eigum nóg af mönnum Nú eruð þið með marga unga leikmenn, í sambland við þá eldri. Hefur það áhrif? „Við erum reyndar með tvo reynda leik- menn í banni í leiknum gegn fslendingum og við þurfum því tvo nýja leikmenn til að fylla skarð þeirra. Að öðru leyti höfum við leikið með sömu ellefu leikmenn í þeim leikjum sem við höfum leikið að undanförnu. Ég tel þó að þetta muni ekki hafa áhrif á leik okkar á Laugardalsvelli. Við eigum nóg af ungum leikmönnum sem geta leyst þetta. Af framtíð- inni hef ég engar áhyggjur Jdví að eftir tvö til þrjú ár geta þessir leikmenn leyst okkur þá eldri af hólmi.“ Muntu verða einmana í sókninni á Laugar- dalsvelli? „Það má alveg búast við því en við spilum yfirleitt með tvo sóknarmenn, reyndar einnig í Þýskalandi, og ég býst við því að við gerum það einnig á íslandi. Reyndar er það undir þjálfaranum komið og hugsanlega dettur annar okkar aðeins til baka ef íslendingarnir sækja fast á okkur.“ Nú áttuð þið athyglisverðan leik í Hannover í Þýskalandi? „Já, við áttum góðan leik þar á móti liði sem varð í öðru sæti á síðusta HM og það var frá- bært að tapa aðeins 2-1, í leik sem við hefð- um jafnvel átt að fá stig úr. Leikmenn okkar fengu þarna frábæra reynslu á móti frábæru liði sem mun nýtast okkur í framtíðinni. Ég held að ástæðan fyrir því að við náðum þess- um úrslitum sé að við bárum hæfilega virð- ingu fyrir þeim en einnig það að við nutum þess virkilega að spila á móti Þjóðverjunum.” Framtíðin er björt Hvað með framtíðina? „Hún er björt. Það er gott að margir ungir leikmenn eru farnir að fá tækifæri með liðinu og finna aðeins hvað það er að leika með því.“ Hvað með þessa breytingu á landsliðsþjálf- urum, frá Allan Simonsen til Henriks Larsens? „Simonsen var átta ár landsliðsþjálfari hjá okkur og gerði vel og náði góðum úrslitum. Það var hins vegar kominn tími til breytinga og Henrik Larsen hefur reynst okkur vel það sem af er, enda frábær persónuleiki. pjetur&dv.is „Það var kominn tími til breytinga og Henrik Larsen hefur reynst okkur vel það sem afer enda frábær persónuleiki." BÓKMENNTHANDMENNT SIÐMENNT Ibókmennt -IANDMENNT SIÐMENNT aaaaaZEIÍHANDMENNT SIÐMENNT [HANDMENNT naq ^lfgglli 00 0 n * * » ' 2 70 M H C LLBorgarholtsskoli framhaldsskóli í Grafarvogi Innritun nýnema á haustönn 2003 fer fram í skólanum Þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. júní kl. 11.00-18.00. x > c Vi 0: 2 2 N ö I boði eru eftirtaldar námsbrautir: Félaqsfræðabraut: Áhersla á fé- lags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umónnunargreinum. F^áttárufræðSb?-: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskóla- námi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. 'láfabratt Fjög- ur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, mynd- vinnsla og margmiðlunarverkstæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Boðið er upp á námið bæði í dagsskóla og dreifnámi. Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngrein- um að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Félaqsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og upp- eldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Málmiðnir og pípulagnir: Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Upplysinqa- oq fiölmiðlabraut: Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbrg.v':: Fagnám fyrir störf í verslun- og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. J[Q Almenn námsb. I oq II: Nám á braut- inni styrkir undirstöður í kjarnagreinum og opnar leiðir inn á aðrar brautir framhaldsskólans. C Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstakar brautir eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli, v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is BHS HANDMENNT a (A (A s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.