Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 30
JVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003 STÝRIR MEÐ FÓTUNUM: Guðmundur Felix á sérstak- lega útbúinn Volvo sem hann getur stýrt með fótunum. Hann segir að bíllinn sé afar mikilvægur og veiti honum nauðsynlegt frelsi. DV-myndir ÞÖK Guðmundur Felix Grétars- son er líklega lífseigari en almennt gerist. Hann lenti í hroðalegu vinnuslysi við störfsín hjá Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 1998 þegar hann fékk í sig mikið raflost, brenndist mjög mik- ið og féll til jarðar tugi metra. Guðmundur missti báða handleggina í slysinu, fyrir utan margvíslcg önnur meiðsli. Hann fékk á dögun- um hæstu bætur sem ein- staklingur hefur fengið í slysabætur þegar Hæstirétt- ur kvað upp dóm sinn. Með vöxtum nær upphæðin tæp- um 40 milljónum. HHHBBHi Flestir eru vanir því þegar þeir hitta ókunnugt fólk að heilsa því með handabandi. Þegar Guðmundur Felix Grétarsson hitti blaðamann DV á heimili sínu í Kópavogi varð það samt úr að við heilsuðumst ekki með því að takast í hendur. Guðmundur missti báðar hendurnar í vinnuslysi í janúar 1998 og ber gervihend- ur á báðum öxlum. önnur höndin er með járnkrók en hin með húðlitri eftirlíkingu af raunverulegri hendi og ég er ekki alveg viss um það hvort handaband sé í lagi. Þar með blanda ég mér í hóp þeirra fjölmörgu sem hitta Guðmund og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að koma fram við hann. Hann segist reyndar hafa lent í því að fólk tali við hann eins og hann hafi beðið and- legan skaða af slysinu í viðbót við þann líkamlega og sumir séu beinlínis hræddir við hann. Það lagast fljótt. Upp í ranga línu Það sem gerðist var að á köldum janúarmorgni vet- urinn 1998 var Guðmundur Felix ásamt fleiri starfs- mönnum Orkuveitu Reykjavíkur að bensla, eins og það er kallað, einangrunarkúlur á staurum svokallaðr- ar Grafarholtslínu sem liggur með fram Vesturlands- vegi, ekki langt frá Korpúlfsstöðum. Stutt frá vinnu- svæðinu koma saman tvær háspennulínur þar sem svokölluð Úlfarsfellslfna tengist Grafarholtslínu. Erfitt er að átta sig á aðstæðum á vettvangi þar sem línurn- ar koma saman og Guðmundur fór upp í staur í rangri línu og fékk heiftarlegt raflost. Hann losnaði úr örygg- islínu og skóm og féll niður á frosna jörð og hlaut við það margvísleg beinbrot, auk brunasára sem leiddu til þess að hann missti báðar hendurnar við öxl. En hann lifði slysið af sem er í sjálfu sér undravert. Guðmundur var menntaður rafveituvirki og þaul- vanur störfum af þessu tagi og verður því vart haldið fram að reynsluleysi hans eða aðgæsluleysi hafi átt neinn þátt í slysinu. Hæstiréttur og héraðsdómur eru samhljóða í þeirri afstöðu sinni að Orkuveita Reykja- víkur hafi gróflega brotið viðurkenndar varúðarreglur á staðnum þegar slysið varð. Tvisvar í lifrarskipti Líf Guðmundar Felix hefur ekki verið þrautalaust síðan. Mestan hluta þess tíma hefur hann dvalið á sjúkrahúsum og í endurhæfingu. Hann var f sambúð með barnsmóður sinni og tveimur dætrum þegar slys- ið varð en álagið sem slysið og eftirköst þess ollu varð til þess að sú sambúð rofnaði og þegar blaðamenn DV hittu Guðmund Felix bjó hann á heimili foreldra sinna í Kópavogi. Guðmundur stríddi lengi við eftirköst slyssins sem voru lifrarskemmdir og tvisvar sinnum hefur verið skipt um lifur í honum á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn, síðast seint á síðasta ári en í fyrstu atrennu hafn- aði líkaminn ígræddu lifrinni. Nú virðist ígræðslan hafa tekist en Guðmundur þarf að taka ónæmis- bælandi lyf tvisvar á dag það sem eftir er ævinnar til að tryggja að hún verði í lagi. Seint í maí síðastliðnum gekk loks dómur í Hæsta- rétti um bætur til Guðmundar vegna þessa slyss. Þar er í annað sinn í íslenskri réttarsögu beitt sérstakri heimild til þess að hækka bætur umfram það sem skaðabótalög heimila. Hæstiréttur taldi skaða Guð- mundar það mikinn, og ótvírætt að hann hefði enga ábyrgð borið á því sjálfur hvernig fór, að rétturinn hækkaði áður ákveðna bótagreiðslu til hans um 35%. Ég spurði hann fyrst hvort hann væri ánægður með niðurstöðuna. Tímamótadómur upp á 42 milljónir „Ég er nokkuð ánægður. Við fórum fram á þessa sér- stöku hækkun en héraðsdómur dæmdi aðeins fullar bætur samkvæmt lagaheimild. Orkuveitan í samvinnu við Sjóvá-Almennar áfrýjaði síðan þeim dómi og þá var þetta hækkað," segri Guðmundur. „Eg er samt ekkert óskaplega ánægður með skaða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.