Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 7.JÚNI2003 DV Bingó Tveir hafa þegar tilkynnt bingó á B- röðina og er þeim leik því lokið. Nú leikum við I-röðina og hér tU hliðar birtist fyrsta talan í þeim leik. Spilað verður á bingóspjald DV í allt sumar og veglegir ferða- vinningar íboði. Samhliða því að einstakar raðir eru spilaðar er allt spjaldið spilað. Ferð með Iceland Express er í boði fyrir bingó á I-röðina en vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól í boði fyrir allt spjaldið. Efni blaðsins IP-tala kemur upp um klámhundana — fréttir bls. 6 Aðeins hundurinn vildi tala við Clinton - erlent fréttaljós bls. 14 Draumaprinsinn á Rauðarárstíg - DV Helgarblað bls. 26 Hvítlaukur - Matur og vín bls. 24-25 Rútubílstjóri kallar á hjálp - DV helgarblað bls. 28 Færeyingar bjartsýnir - DV Sportbls. 40-41 | + A UM HVÍTA- II Æ\ SUNNUNA DV kemur næst út þriðjudaginn 10. júní. Smáauglýsingadeildin er opin samkvæmt venju í dag en lokuð á morgun,sunnudag.Á mánudag er opið kl. 16-22. Panta má og skoða smáauglýsingar á www.smaar.is. Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aftalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aftstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíft 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl vlð þá eða fyrir myndbírtingar af þeim. Planet Reykjavík opnuð á ný LÍKAMSRÆKT: Lfkamsrækt- arstöðin Planet Reykjavík verður opnuð á ný í dag eftir aðTollstjórinn ÍReykjavík inn- siglaði fýrirtækið á miðviku- dag vegna vangoldinna vörslugjalda. Nýr aðili hefur tekið við rekstrinum og er Sig- rún Benediktsdóttir lögmaður í forsvari fyrir hann. Magni Már Bernhardsson verður áfram framkvæmdastjóri Planet Reykjavík og vildi hann, í samtali við DV.ekki gefa upp hver það væri sem tæki við rekstrinum en sagði að það myndi skýrast síðar í vikunni. Starfsmannafundur var haldinn í gær. Allt starfs- fólk verður endurráðið á sömu kjörum og allir við- skiptavinir munu halda s(nu. Eiður fyrirliði KNATTSPYRNA: EiðurSmári Guðjohnsen verður fyrirliði (slenska landsliðsins í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Færeyingum í undankeppni EM.Þetta verður í fýrsta sinn sem Eiður Smári er fyrirliði liðsins en Rúnar Kristinsson hefur gegnt þeirri stöðu undanfarið. Þýfið fundið RÁN: Nítján ára piltur játaði í gær að hafa framið bankaránið (Grindavík á fimmtudag. Þýfið fannst nærri Reykjanesvita. Föt- in sem maðurinn klæddist.auk hnífs sem hann ógnaði starfs- fólki bankans með,fundust eft- irábendingu hans.Sami maður var einnig handtekinn í apr(l sl. fyrir vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sóttmengaður úrgangur á glámbekk á ísafirði Einfalt óhapp, segirJón Frantzson, framkvæmdastjóri íslenska gámaféiagsins Lögreglan á ísafirði telur lík- legt að íslenska gámafélagið verði kært fyrir brot á reglum um flutning á hættulegum farmi en flutningabíll frá fyr- irtækinu stóð opinn með sóttmengaðan sjúkrahúsúr- gang á ísafirði aðfaranótt föstudags. Farmurinn var í plastpokum sem fuglar og fólk höfðu aðgang að vegna þess að hlera vantaði á bílinn. Komið hefur fram í fjölmiðlum að fslenska gámafélagið hafi ekki leyfi til að flytja sóttmengaðan úrgang. Jón Frantz- son, framkvæmdastjóri fslenska gámafélagsins, segir að þama hafi einfalt óhapp átt sér stað og segir það úr lausu lofti gripið að fyrirtækið hafi ekki Ieyfi til að flytja vaming af þessu tagi. „Það sást í poka með sorpinu en þeir vom vel varðir og plastaðir," sagði Jón í samtali við DV. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fs- lenska gámafélagið kemst í kast við heilbrigðisyfirvöld, því fyrirtækið sá MEÐ SÓTTMENGAÐ SORP: Flutningabíll frá Islenska gámafélaginu.sem hafði staðið á Isafirði með sóttmengað sorp, var tæmdur á föstudag og sendur til Reykjavíkur. um salemisaðstöðu á Eldborgarhá- tíðinni árið 2001. Þá var bílhlassi af úrgangi sturtað á sand þar sem hann sást greinilega ffá þjóðvegi og varð fréttamatur á sfnum tíma. Málið var afgreitt þannig að fslenska gámafé- lagið hreinsaði upp úrganginn eftir að stofnunin gerði athugasemdir og engir aðrir eftirmálar urðu af málinu. „Þetta em ólík mál að mínu mati en það er vissulega slæmt að lenda tvisvar sinnum í svona leiðindamál- um. Árið 2001 var það mest van- kunnáttu okkar að kenna að illa fór og slíkt hefur ekki gerst aftur. Við munum líka læra af þessu máli," sagði Jón Frantzson, framkvæmda- stjóri íslenska gámafélagsins. kja&dv.is Mega fjarlægja olíu Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að siglingamálastofnun Noregs mætti tæma olíu úr flaki Guðrúnar Gísladóttur sem strandaði við strendur Norður-Noregs fyrir tæpu ári. Slæmt veður og fjárskortur hef- ur tafið að eigandi flaiksins, fshúsié- lag Njarðvíkur, hafi getað hafið björgunaraðgerðir. Norska ríkis- stjórnin féllst ekki á þessar afsakan- ir og veitti því leyfið í gær til að koma í veg fyrir mengunarslys. Dripplað um landið Tvær fylkingar íþróttamanna á vegum Þórs á Akureyri og Körfuknattleikssambands fslands hlaupa nú frá Egilsstöðum til Kópa- vogs og drippla körfubolta á leið- inni. Annar hópurinn ferð norður um land en hinn suður. Hlaupið hófst á fimmtudag og er áætlað að því ljúki á mánudag. Hlaupið verð- ur allan sólarhringinn. Áheitum verður safnað og rennur ágóðinn til Landssöfnunar Regnbogabarna. MÁ BJÓÐA ÞÉR EINA MEÐ ÖLLU7 suðaustan til. Hiti 6 til 15 stig, ' Sólarlag í kvöld Rvík 23.45 Ak. 24.09 Sólarupprás á morgun Rvík 03.08 Ak.02.15 Síðdegisflóð Rv(k 24.08 Ak. 16.15 Árdegisflóð Rvík 00.08 Ak. 04.41 Veðriðkl. Akureyri Reykjavík Bolungarvík Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn London Barcelona New York París Winnipeg 6 i morgun alskýjað 13 skýjað 11 úrkoma 9 alskýjað 10 þokumóða 10 skýjað 19 skýjað 20 21 rigning 10 rigning 17 léttskýjaö 26 heiðskírt 17 hálfskýjað 25 heiðskírt 14 Þessar rauðklæddu stúlkur afgreiddu á þriðja þúsund pylsur ofan í gestina. Hátíðínýjum höfuðstöðvum áAkureyri: Hundruð fögnuðu með DV Mikið fjör var á Akureyri f gær þegar haldið var upp á flutning höf- uðstöðva DV á Norðurlandi í Hafn- arstræti 94, hús sem ýmist hefúr verið kallað Hamborg eða Sport- húsið en heitir nú Akureyri Centr- um. Hundruð bæjarbúa og annarra gesta hélt upp á daginn með DV enda var veðrið hið ágætasta og mikið um að vera. Poppararnir í Dúmbó spiluðu, Cirkus Atlantis lék listir sfnar, Leikfélag Keflavíkur mætti á svæðið og skemmti gestum auk þess sem gefnir voru bíómiðar, svo eitthvað sé nefnt. Bein útsend- ing var svo frá herlegheitunum á útvarpsstöðinni FM Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.