Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7.JÚNÍ2003 Lögregla lærir af unglingum Færeysk innrás NETGLÆPIR: Glæpa- og misindismenn af ýmsum toga hérlendis og erlendis hafa nýtt sér Netið í æ ríkari mæli. Fregnir hafa borist um viðbrögð við slíku og er bandaríska leyni- þjónustan, FBI.sögð hafa ráðið þrjár fjórtán ára stúlkur til þess að kenna leyniþjónustumönn- um hvernig eigi að látast vera táningurá Netinu. Flvernig þeir geti rætt við aðra netnotendur eins og þeir væru táningsstúlk- ur. Þetta er m.a. gert með því að nota skrifleg próf um fata- tískuna og slúðrið um fræga fólkið. Námið mun vera hluti af því verkefni FBI að ná til barna- níðinga og þeirra sem selja barnaklám og leggja snörur sínar fyrir táninga á Netinu. Páll fékk lax LAXVEIÐI: Páll Magnússon landaði 12 punda laxi úr Blöndu þegar laxveiðin hófst þar á fimmtudag. Okkar maður, Gunnar Bender, myndaði. Undir kvöld í gær voru átta laxar komnirá land,sá stærsti um 15-16 pund. Páll sagði þetta í fyrsta skipti sem hann veiddi í Blöndu og lét hann vel af dvöl- inni norðan heiða. KNATTSPYRNA: Búistervið að 600-700 Færeyingar komi til landsins gagngert til að fylgjast með landsleik (slend- inga og Færeyinga sem fer fram í dag í undankeppni Evr- ópumótsins.Væntanlega verð- ur því svakaleg stemning á Laugardalsvellinum því óvenjulegt er að svo margir stuðningsmenn fylgi erlendu landsliði sem leikur hér.Greini- legt er að áhuginn á leiknum er gríðarlegur í Færeyjum því miðað við fólksfjölda væri þetta svipað og ef um það bil 3.000 íslendingarfylgdu lands- liði sínu til útlanda. Spjallrásir Netsins nýttarí vafasömum tilgangi: IP-númer koma upp um klámhunda Tiltölulega auðvelt er að rekja slóð manna á borð við þann sem lögreglan í Reykja- vík handtók vegna barna- kláms eftir ábendingu um at- hæfi hans á Netinu. Þetta er gert með því að fá upp- lýsingar um svokallað IP-númer viðkomandi hjá netþjónustuíyrir- tæki sem skráð er á nafn tölvunot- andans. Spjall fólks á Netinu um svokall- aðar spjallrásir eða IRC nýtur mik- illa vinsælda meðal almennra tölvunotenda, ekki síst meðal ungs fólks. Þar getur fólk komist á auga- bragði í samband um allt land og allan heiminn, ef því er að skipta. Spjallið getur verið á einföldum nótum en það getur líka tekið á sig flóknari myndir. Ástarsambönd hafa þannig orðið til á irkinu og jafnvel endað með hjónabandi. Vafasamir karakterar hafa líka tekið Þegar menn urðu síðan varir við gælunafn mannsins á Netinu voru það hæg heimatök lög- reglu að fá upplýsingar um hver var handhafi viðkomandi IP-númers á netþjóni tölvuþjónustu- fyrirtækis. Sumt verður ekki metið til fjár MasterCard erfyrir allt annað Taktu ekki óþarfa áhœttu ... Engin áhcetta ! MasterCard korthafar taka ekki qengisáhættu þegar þeir versla með kortum sínum erlendis. Ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af sveiflum á gengi frá því verslað er og þar til færslur eru reiknaoar í íslenskar krónur, því það gerist um leið oa færslan berst MasterCard, sem er nær alltaf samdægurs. Og færslur hafa ekki lengur allt að 30 daga viðdvöl í Banda- ríkjadölum þó verslað hafi verið í annarri mynt. Tekur þú óþarfa gengisáhættu þegar þú verslar erlendis ? Á hvaða gengi verslarþú á netinu með þínu kreditkorti ? MasterCard korthafar geta nú séð án fyrirhafnar hvað þeir greiða fyrir erlendar færslur. Ekki er lengur þörf á að bíða reikningsins til að sjá hvað þarf að greiða fyrir bókina á amazon.com. Á hvaða gengi verslar þú erlendis með þínu korti ? Upplýsingar um gengi nœr 200 gjaldmiðla Á vef okkar, www.kreditkort.is geturðu séð daglegt gengi tæplega 200 gjaldmiðla um allan heim. Býður nokkur betur ? Ertu áförum á framandi slóðir ? ... leggðu land undir fót með MasterCard ! Fœrðþú MasterCard ferðaávtsun? KreditkorT hf. Ármúla 28-30 IS -108 Reykjavlk www.kreditkort.is spjallrásir í þjónustu sína og reynt að tæla t.d. unglingsstúlkur til fylgilags við sig. Dæmi eru um slíkt hér á landi. Týnd stúlka fannst í gegnum Netið Fyrir um sjö árum var slíkt athæfí í fyrsta skipti kært til lögreglu. Talið var að verið væri að fífla stúlku undir lögaldri. Stúlkan hvarf og ekki tókst að hafa uppi á henni. Ungum tölvuáhugamanni í Hnífs- dal tókst þá að rekja slóðina heim til manns í Reykjavflc þar sem stúlk- an var niðurkomin. Var það gert í gegnum tölvu sem stúlkan hafði notað til samskipta við manninn á spjallrás, eða irkinu svokallaða. Eðli málsins reyndist þó sem betur fer vera þannig að ekki þótti ástæða til að aðhafast neitt í því frekar. Gómaður á IP-númerinu f tilviki mannsins sem lögregla fékk ábendingu um hefði ekki verið hægt að komast á slóð hans nema vegna ábendinga og að hægt var að góma hann þegar hann tengdist Netinu. Þar hefur lögregla væntan- lega fengið upplýsingar um undir hvaða gælunafni maðurinn kynnti sig á Netinu. í hvert sinn sem við- komandi tengdist Netinu komu NETSPJALL: Fólk sem fer á svokallaðar spjallrásir eða irkið á Netinu getur látið rekja ósæmileg samskipti þeirra sem spjallað er við (gegnum svokallað IP- númer sem fylgir gælunafni viðkom- andi í þeim samskiptum. auk gælunafns fram fleíri upplýs- ingar sem lögregla gat nýtt sér. Þar er um að ræða svokallað „Intemet Protocoll address" eða IP-númer sem er notandanúmer viðkomandi hjá netþjónustufyrirtæki (server). Þegar menn urðu síðan varir við gælunafn mannsins á Netinu aftur vom það hæg heimatök lögreglu að fá upplýsingar um hver var hand- hafi viðkomandi IP-númers á net- þjóni tölvuþjónustufyrirtækis og einnig hvenær hann hefur verið á Netinu. I kjölfarið var síðan hægt að ganga beint á staðinn þar sem maðurinn var með tölvuna. Þessar upplýsingar vistast líka á tölvur þeirra sem við manninn hafa spjallað. hkr@dv.is Hvað er IRC? IRC er skammstöfun fyrir Internet Relay Chat sem má þýða gróflega sem keðju- tengt Internet-spjallkerfi. Þetta stafar af því að það sem við köllum í daglegu tali IRC eða irk er í raun safn af mörgum þjónum (tölv- um) sem tengjast saman og láta ganga sín á milli skilaboðin sem menn senda hver öðmm. Þegar maður tengir sig við IRC-þjón á ís- landi er maður í leiðinni að tengja sig við stórt net slíkra þjóna sem allir vinna saman og gera mönnum kleift að spjalla við fólk um allan heim. Mörg IRC-net em til í heim- inum. Heillandi IRC IRC er það sem einna helst gerir venjulegt fólk að „netffldum". Það verður nánast háð því að tala við fólk í gegnum tölvu. Sjálfsagt er það verðugt verkefni fyrir sálfræðinga að skoða hugsanagang netfflda. Sumir telja fíknina við IRC-notkun- ina líkjast mjög því sem gerist þeg- ar fólk verður háð tölvuleikjum eða spilakössum. f verstu tilfellum get- ur fólk hreinlega ekki slitið sig frá Netinu. Það að tala við annað fólk í gegnum lyklaborð og tölvu gerir það lflca að verkum að fólki finnst það ráða nokkm um atburðarásina. Feimni má leggja nær alveg á hill- una, fólk horfist ekki í augu (nema í einstökum tilfellum í gegnum myndavél). Þess vegna verða sam- skipti manna á IRC oft óheftari og frjálsari en venjulega og fólk getur auðveldlega gengið lengra en það annars gerir. IRC-spjallrásirnar em þó vaktaðar og ef mönnum þykir of langt gengið er hægt að útiloka menn frá því komast inn á spjall- rásirnar. Það er því mikill misskiln- ingur að menn geti gert það sem þeim sýnist á Netinu. Menn geta lflca fengið á sig kæm fyrir að dreifa ólöglegu efni, eins og klárni, á Net- Lokað kerfi MSN Annar möguleiki, og öllu ömgg- ari ef fólk vill spjalla á Netinu án þess að óviðkomandi hafi aðgang að því, er svokallað MSN. Það er tölvusamskiptaforrit frá Microsoft þar sem menn geta óhræddir tengst vinum sínum án þess að aðr- ir netnotendur hafi möguleika á að fylgjast með því eins og gerist á irk- inu. Meira að segja er mögulegt að nota MSN til netsamskipta í gegn- um sjónvarp og GSM-síma. hkr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.