Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 18
18 DVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003 — WSmk ÍfíH! $ ERU SELIR KANNSKI MENN?: Það er margt Kkt með mönnum og selum. Báðar tegundir ganga með afkvæmi sin i níu mánuði og eru selirnir sagðir hafa mannsaugu. í þjóðtrú íslendinga eru til ógrynni afsögum af samskiptum manna og sela sem sagðir eru hafa höfuðlag mannskepnunnar sem og augu þeirra. Einu sinni á ári eiga selirnir að ganga á land, fletta sig ham sínum og sameinast mannfólkinu. Þetta á að gerast annaðhvort á nýársnótt eða þrettándan- um en hópur kafara nennti ekki að bíða svo lengi eftirþví að fá að kynnast selnum og heimsótti hann á heimaslóðum í Hindisvík við Húnaflóa. Blaða- maður DV, Snæfríður Ingadóttir, slóst í för með hópnum. Mannskepnan hefur lengi átt samskipti við selinn. Hann hefur í gegnum aldirnar þótt kærkomin búbót vegna skinns og kjöts en lfka verið álitinn óvinur fiski- manna þar sem hann étur fiskinn og dreifir hringormi. Með fallegri skepnum hefur selurinn þó alltaf talist og þegar hann sést og horfist í augu við mannfólkið með sínum stóru augum vekur hann undrun og aðdáun. Það er tU þess að skoða þessar skepnur sem fjórir kafarar eru komnir í selalátur í Hindisvík á Vatnsnesi við Húnaflóa. Héðinn Ólafsson, eigandi Köfunarskólans Kafarinn.is, leiðir hópinn, sem auk hans samanstendur af Stefáni Sveinssyni, Bjarna Þór Þorsteinssyni og undirrituðum blaða- manni DV, Snæfríði Ingadóttur. Þeir tveir fyrstnefndu hafa komið hingað áður en staðurinn hefur verið vin- sæll meðal kafara til að kíkja á þetta dýr sem sagt er hafa mannsaugu. Jörðin var á árum áður mikil hlunn- indajörð þar sem stundaðar voru fiskveiðar, hákarla- veiðar, selveiði og dúntekja, auk hefðbundins búskap- ar. Nú er jörðin í eyði en nýtt til ræktunar hrossa. Víkin er vel merkt við veginn með upplýsingaskilti en ekki er bílvegur niður að sjó. Ferðamenn sem rata hingað þurfa að ganga einn kílómetra til að komast niður í fjöru að sjá selinn sem kæpir í víkinni á vorin. Við ætíum okkur hins vegar að fá aðeins betra sjónar- horn á þessar fögru skepnur með því að synda til móts við selinn þar sem hann hvílir á klöppum og steinum úti í sjó. Selalátur þetta hefur verið friðað síðan 1940. Það var Sigurður Norland (1885-1971) sem gekk í það að friða staðinn þegar hann bjó á jörðinni en hann var mikill náttúruunnandi. Ekki er laust við blendnar til- finningar hjá okkur Bjarna sem ekki höfum gert þetta áður en hinir tveir kafararnir segja okkur frá því KLÁR ISLAGINN: Héðinn Ólafsson frá Köfunarskólanum Kafarinn.is, Stefán Sveinsson, Bjarni Þór Þorsteinsson og blaðamaður DV, Snæ- friður Ingadóttir,tilbúin að stinga sér (sjóinn í Hindisvík. hvernig þetta gekk í fýrra og hittifýrra. Ótal spurning- ar brenna á okkur, eins og: Hvað ef selurinn ræðst á okkur? enda er hann vel tenntur eins og hundur ... en Héðinn róar okkur og bendir á að við ætíum ekkert að atast í dýrunum heldur einungis að virða þau fyrir okkur. „Maðurinn hefur haft samskipti við selinn í margar aldir en aldrei hefur maður heyrt sögur af því að selir hafi ráðist á menn,“ segir hann. Þeir Stefán viðurkenna þó að í fyrra hafi selirnir komið mjög ná- lægt þeim og nartað í fit þeirra. „Ungu selirnir geta verið mjög forvitnir og virðast vera mjög hrifnir af skærum litum," segir Héðinn og bendir blaðamanni á að snúa hettunni á gallanum öfugt þar sem hún er með skærgulri rönd frá enni niður á hnakka. í raun er hópurinn afskaplega litíaus, svartklæddur frá toppi til táar, fyrir utan kúta og gleraugu, til að koma í veg fyr- ir of mikla nálægð. Svifið yfir þaraskógum Það er mikið á sig lagt fyrir návígi við þessi dýr sem þjóðsagan segir að hafi upprunalega verið hermenn Faraós sem drukknuðu í Rauðahafmu er þeir hugðust elta Móses þegar hann leiddi Isralsmenn þurrum fót- um yfir hafið á flótta frá Egyptalandi, eins og lesa má um í Biblíunni. Hermennirnir urðu allir að selum en hundamir sem fylgdu urðu að steinbítum - eða svo segir sagan. Eftir að hafa gengið í fullum skrúða um 400 metra meðfram víkinni er kominn tími til að fara út í og eftirvæntingin er mikil. Ekki eftir því hvort við munum sjá seli, heldur miklu frekar hversu marga við komumst í návígi við. Frá landi höfum við þegar séð fjöldann allan af hvítum kroppum við fjöruborðið og úti fyrir landi er hægt að sjá fleiri litla kolla sem kíkja á okkur þar sem við svömlum frá landi og sökkvum okk- ur rólega niður á þrjá metra. Þar vaggar þarinn í takt við andardrátt hvers og eins, þar sem maður er um- kringdur þögn og hinu óþekkta. Alltaf kemur hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.