Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 34
38 DVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003 Raufarhöfn, Hesteyri, Flatey Válegt atvinnuástand á Raufarhöfn hefur orðið til þess að menn spá miklum fólksflótta frá plássinu. íþví samhengi er fróðlegt að rifja upp nokkur at- riði úr búsetuþróun 20. aldar sem gætu kennt okkur sitt afhverju. Menn segja að hrun blasi við í atvinnulífinu á Rauf- arhöfn en þar hefur 30 af 50 starfsmönnum Jökuls ver- ið sagt upp störfum. Brim, útgerðarfyrirtæki í eigu Eimskips, sem á Jökul, hefúr gefist upp á langvarandi hallarekstri og grípur til þesa niðurskurðar. Það hefur komið fram í umræðum um atvinnuástandið á Rauf- arhöfn að rúmlega 1.600 tonna kvóti er í eigu heima- manna en nær allur leigður frá plássinu og ekki unn- inn á heimaslóðum. Við þetta má bæta að ljóst er að hinn stóri vinnu- staðurinn á Raufarhöfn sem er loðnubræðslan á veru- lega undir högg að sækja en eigandi verksmiðjunnar, Sfldarvinnslan á Norðfirði, segir að verksmiðjan sé úr- elt og ekki taki því að endurbyggja hana. Forráða- menn Sfldarvinnslunnar segja að ekki eigi að loka verksmiðjunni en hún verði ekki „fyrsta val“ til lönd- unar hjá skipum fyrirtækisins. Þetta mun vera eina loðnubræðslan sem beitir svokallaðri eldþurrkun en til skamms tíma var slík verksmiðja starfrækt á Reyð- arfirði sem hefur nú verið lögð af. Glæfralegar fjárfestingar Það hefur einnig komið fram að fyrirtækið Jökull var upphaflega sett á laggirnar með tilstyrk opinberra að- ila í kjölfar þess að atvinnulíf á Raufarhöfn lagðist f dróma eftir að sfldin hvarf seint á sjöunda áratugnum. Fyrir fáum árum seldi sveitarfélagið sinn hlut í fyrir- tækinu fyrir nokkur hundruð milljónir króna og greiddi upp 380 milljóna króna skuld hreppsins en notaði afganginn af kaupverðinu til þess að fjárfesta í hlutabréfum. Eflaust hefur það átt að tryggja hreppn- um góða ávöxtun og öryggi í afkomu um ókomna tíð. Svo slysalega vildi til að mikið var keypt af hlutabréf- um í óskráðum félögum eins og deCODE og Oz og fleiri sem mikið hafa komið við sögu undanfarinna ára. Mest af fénu tapaðist með þessum fjárfestingum þegar verð í þessum félögum féll gríðarlega. Ráðherrar sem málið varðar hafa sagt að skipaður verði starfshópur sem leggja eigi á ráðin um það hvernig komið skuli í veg fyrir að stórfelldur fólksflótti bresti á frá Raufarhöfn eins og líklega mun blasa við ef atvinna hjá tveimur stærstu fyrirtækjum staðarins er í hæsta máta ótrygg. Ljóst má vera af undirtektum stjórnmálamanna, sem ekki eru beinlínis úr kjördæmi Raufarhafnar, að það verður á brattann að sækja að grípa til miðstýrðra aðgerða af einhverju tagi til þess að reisa þorpið við á ný. Miðaldra og menntunarlaus Ástandið á Raufarhöfn er aðeins hluti af þeirri bylt- ingu sem hefur staðið áratugum saman þar sem fólk hefur jafnt og þétt streymt úr hinum dreifðu byggðum til suðvesturhomsins. Samkvæmt nýrri skýrslu um byggðamál, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gaf út í vetur, sést að ungt fólk og menntað er varla til á landsbyggðinni lengur. Það blasir við stórt skarð í ald- urshópnum 20-40 ára og því er spáð í skýrslunni að margvíslegur vandi muni skapast á mörgum stöðum á landsbyggðinni eftir 20 til 30 ár þegar fólk sem nú er á miðjum aldri og heldur byggðunum uppi fer almennt á eftirlaun. Landsbyggðin virðist þannig hægt og hægt vera að breytast í svæði þar sem aðeins býr fólk sem er miðaldra og eldra og fáir hafa meiri menntun en skyldunám. Hvar er fólkið? Það hafa oft orðið miklar breytingar á búsetu fólks á íslandi og þær hafa áreiðanlega oftast verið sársauka- fullar fyrir þá sem af einhverjum ástæðum kusu að yf- irgefa bústaði sína og flytja sig um set en oftast var það von um betra líf og bætt kjör sem rak fólk til flutnings. Um allt Island má finna græna bletti þar sem hattar fyrir vallgrónum húsarústum og minna á búsetu á ein- um bæ eða fleirum. Heilu verstöðvamar sem áður töldu íbúa sína í tugum ef ekki hundruðum eru á sum- EYÐIÞORP f JÖKULFJÖRÐUM: Hesteyri í Jökulfjörðum fór f eyði 1952 þegar síðustu íbúarnir fóru allir í einum hóp í burtu. Síðan hefur enginn búið á Hesteyri nema yfir sumarið. Símstöðvarstjórinn fór seinastur og lokaði og slökkti. um stöðum minningin ein. Ekki langt frá Raufarhöfn, á sunnanverðu Langanesi, er sjávarþorpið Skálar þar sem árið 1924 vom 117 íbúar. Það fór í eyði á striðsár- unum og sést nú ekkert nema bryggjustúfur og fáein- ar tóttir. Vestur í Djúpi er grænn blettur í nesodda þar sem heitir Ögurnes. Þar bjuggu tugir manna fram undir miðja 20. öld en í dag er þar aðeins grasið og krían og sjórinn. Það má halda þessari upptalningu áfram til þess að sýna fram á að byggðir virðast stundum hafa ákveðin þolmörk. Fólkið tínist ekki í burtu þar til aðeins einn er eftir heldur virðist eitthvað annað ferli fara af stað. Nú förum við í haust Haustið 1952 fór Hesteyri í Jökulfjörðum í eyði þeg- ar nærri 40 manns fluttu í burtu í einu og þar með tæmdist staðurinn af fólki. Þar bjuggu 80 manns árið 1927 en þetta sama ár, 1952, fór einnig síðasti hópur- inn af fólki frá Látrum í Aðalvík þar sem einnig var lít- ið þorp og frá Sæbóli í Aðalvík sem enn fremur mátti teljast þorp. Það var samþykkt á borgarafundi á Hest- eyri að nú skyldu allir fara og síðasti maðurinn sem yf- irgaf plássið var símstöðvarstjórinn sem lagði á í sein- asta sinn, læsti og slökkti. Síðan hefur byggðin staðið auð. Freistandi væri að halda því fram að samgöngur eða skortur á þeim hafi átt sinn þátt í því að leggja í eyði þessar byggðir og víst er áreiðanlega eitthvað til í því. Það varð aldrei bfltækur vegur milli Hesteyrar og Að- alvíkur og símalínan milli þessara sveita var sjálfsagt eini votturinn um nútímann. Það eru nærtækari dæmi um heil þorp sem flytja sig um set í einu og eitt þeirra er á Skjálfandaflóa og heit- ir Flatey. Þar bjuggu um 50 manns árið 1967 og hafði fækkað jafnt og þétt í áratugi. Þetta haust tóku allir íbúarnir sig til og fluttu frá eynni og síðan hefur eng- inn maður haft vetrarsetu í Flatey þótt sumardvöl þar hafi alltaf verið vinsæl. Það varð eðlilega aldrei vegur út ( Flatey en árið 1966 hófust hafnarframkvæmdir í eynni sem lauk í desember 1967 þótt þá hafi allir ver- ið famir. Haustið 1971 fóru sjö seinustu fjölskyldurnar frá Eyri í Ingólfsfirði og nágrenni og síðan hefur enginn haft þar vetursetu. Eyri var vettvangur mikilla umsvifa á sfldarárum um miðja öldina og það sama má segja um Djúpuvík nokkru sunnar þar sem eitt sinn var byggð verksmiðja sem var sú fullkomnasta í heimin- um. Seinasti íbúinn á Djúpuvík hætti að hafa þar vetr- ardvöl um 1980 og síðan stóð þorpið autt árum saman þar til þar settist að fólk um 1985 sem hefur framfæri af hótelrekstri. Fátæktargildrur Þegar skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um byggðaþróun kom út í vetur ræddi DV við einn höfunda hennar, Ásgeir Jónsson hagfræðing, og spurði hann hvort það hefði einhverja þýðingu að sporna gegn brottflutningi fólks með aðgerðum í anda byggðastefnu. Ásgeir svaraði þannig: „Þegar reynt er að hafa áhrif á þróun og búsetu með þessum hætti má ef til vill koma í veg fyrir brottflutn- ing en í staðinn geta myndast þar sem kalla má fá- tæktargildrur þar sem laun eru verulega lægri en ann- ars staðar. Það má kannski segja að helsti árangurinn af byggðastefnu á íslandi sé að slíkar fátæktargildrur séu ekki til. Samt eru laun í ákveðnum greinum áber- andi hærri í Reykjavík og nágrenni en úti á landi og bilið hefur aukist hröðum skrefum á síðustu sex árum.“ - Ásgeir er þeirrar skoðunar að í nútímanum mun- um við ekki sjá algert hrun byggðakjarna eða sjávar- þorp fara í eyði í líkingu við þau dæmi sem hér eru nefnd á undan og telur að samgöngur eigi mestan þátt í því. Hann telur að þétttbýlisbúar vilji að landsbyggð- in sé til staðar þegar þeir ferðast um landið. „Að einhverju leyti munu rómantískar hugmyndir spila hér inn í en smábátaútgerð nýtur mikils stuðn- ings í Reykjavík, svo dæmi sé tekið, því menn sjá þann lífsmáta í hillingum. Þetta getur þó verið varasamt því verstu örlög landsbyggðarinnar eru að verða að ein- hvers konar safni fyrir ferðamenn." poin@idv.is RAUNIR RAUFARHAFNAR: Raufarhöfn hefur verið uppnefnd Raunahöfn af dálkahöfundum eftir mikla umræðu um bágt ástand. Hver framtíð staðarins verður veit enginn en sérfræðingur í byggðaþróun segist telja ólíklegt að hún fari (eyði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.