Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNI2003 FRÉTTIR 11 HAFA BJARGAÐ MEIRA EN 300 MANNS: Frá því að björgunarsveit varnarliðsins tók formlega til starfa hér á landi fyrir um 30 árum hefur hún bjargað meira en 310 mannslífum. EINBEITTUR Á SVIP: Þyrluflugmaður Bandaríkjahers horfir einbeittur út um gluggann fyrir flugtak. HJÁLP í MEIRA EN 60 ÁR: I rúma hálfa öld hafa björgunarsveitir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli aðstoðað við margs konar vandamál sem upp hafa komið, s.s. sjúkraflutninga. HH-56G sem f daglegu tali eru kall- aðar „Pave Hawk“. Hlutverk björg- unarsveitar vamarliðsins er fyrst og fremst að bjarga herflugmönnum á vígvöllum og eru liðsmenn sveitar- innar í stöðugum æfingum. Ekki hefur vamarliðið sjálft þurft að nota þjónustu björgunarsveitar sinnar mikið en aðrir hafa í gegn- um tíðina notið góðs af hæfileikum þeirra, þar á meðal íslenskir sjó- menn. A þeim rúmu 30 ámm sem björgunarsveitin hefur formlega starfað hér á landi hefur hún hlotið viðurkenningar fyrir björgun rétt rúmlega 310 mannslffa auk þess sem hún hefur aðstoðað hundmð annarra. Flestir þeirra sem sveitin hefur bjargað em frá íslandi eða 176 einstaklingar en hinir koma frá hinum ýmsu þjóðum, s.s. Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi, Þýska- landi, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ekki liggja fyrir tölur um þann fjölda mannslífa sem Bandaríkjaher bjargaði fyrir árið 1971 en ef þær væm teknar með í reikninginn er ljóst að talan myndi snarhækka. Björgunarstörf sveitarinnar verða því sejnt metin til fulls. agust@dv.is AFREKIN SKOÐUÐ: Áhöfnin skoðar dagblöðin og virðir fyrir sér fréttir af björguninni sem hún stóð að í Vöðlavík þar sem sex manns var bjargað. MARGVERÐLAUNAÐIR: Áhafnir björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa margsinnis verið verðlaunaðar fyrir björgunarafrek s(n. Sex skipverjum afGoðanum bjargað eftirníu tíma baráttu: Sex bjargað í miklum veðurofsa Þyrlubjörgunarsveit varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli vann mik- ið afrek þegar sex mönnum var bjargað af skipinu Goðanum þann 10. janúar árið 1994. Goðinn var staddur á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar til þess að draga skipið Bergvík á flot en það hafði strandað í Vöðlavík skömmu áður. Mikið fárviðri skall hins vegar á og mikill brotsjór fór yfir Goðann þannig að einn skipverja féll fyrir borð og hvarf hann í sælöðrið. Við brotsjóinn eyðilögðust öll stjórntæki í brú Goðans, vélin stöðvaðist og skipið rak stjórn- laust að landi þar sem það síðan strandaði um 150 metra frá Berg- víkinni. Þegar var kallað eftir að- stoð og sáu menn fram á mjög erf- iða björgun þar sem veðrið færðist stöðugt í aukana. Eina leiðin til að komast að skipinu var úr lofti en þyrlur áttu erfitt með að komast í loftið vegna veðurofsans. Það hafðist fyrir rest og lögðu tvær þyrlur varnarliðsins af stað ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar sem þurfti að snúa við vegna veðurs. Þyrlur landhelgisgæslunnar þurftu svo að stoppa á Hornafirði til að taka eldsneyti þar sem Herculesflugvélin, sem bar auka eldsneyti fyrir þyrlurnar, þurfti einnig að snúa við vegna veðurs. Þegar þyrlurnar komu loks á vettvang höfðu skipverjar barist fyrir lífi sínu á skipinu í níu klukkustundir. Tveir menn úr annarri þyrlunni voru svo látnir síga um borð þar sem þeir fluttu fjóra af skipverjunum í land. Seinni þyrlan kom svo hinum tveimur í land og tók björgunin í allt 40 mínútur. Áhöfn þyrlunnar sagði að aðstæður á slysstað hefðu bókstaflega verið ógnvekjandi og hrósuðu þeir skipverjum mikið fyrir þrautseigjuna. Þegar björgun var lokið var ætlunin að fljúga með skipverjana á sjúkrahús á Höfh eða Egilsstöðum en þyrlurn- ar gáfúst upp á miðri leið og þurftu því að lenda í Neskaupstað. Óhætt er að fullyrða að mikið afrek hafi verið unnið með þessari björgun og líklegt þykir að áhöfn Goðans hefði öll farist ef að björg- unarsveitar varnarliðsins hefði ekki notið við. er sérhæföur bóknámsskóli með bekkjakerfi. Þrjár námsbrautir, mála-, félagsfræða- og náttúrufræðibraut eru í boði og er sérstök áhersla lögð á náttúru- fræðigreinar. Skólinn leggur áherslu á að veita góðan undirbúning fyrir frekara nám á háskólastigi. Lögð er mikil áhersla á góða kennslu og góðan vinnuanda. Einkunnarorð skólans eru: „Aðeins það besta" Kíktu á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.