Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 16
76 MENNING MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Menning Leikhús ■ Bákmenntlr ■ Myndllst • Tónlist < Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Samkynhneigðir og fjölskyidulíf SAMKYNHNEIGÐ: Háskólaút- gáfan hefur gefið út Samkyn- hneigðir og fjölskyldulíf sem fjallar um þær róttæku breyt- ingar sem orðið hafa á lífi sam- kynhneigðra síðustu þrjátíu ár, breytingar sem loks voru inn- siglaðar með lögum um stað- festa samvist árið 1996.SÚ laga- setning var staðfesting á langri þróun, leið samkynhneigðra til sýnilegs ástar- og fjölskyldulífs. Átján manns hafa lagt bókinni til efni en hún er fyrsta víðtæka umfjöllun á íslensku um hlut- skipti samkynhneigðra,fjöl- skyldulíf þeirra og félagstengsl. Hér er að finna fræðilegar greinar,studdar rannsóknum og ítarlegum heimildum, svo og frásagnir lesbía og homma, barna þeirra og foreldra. HeSS&KYNHNEIGÐIR og fjölskyíduLÍF Kóran fSLAM: Mál og menning hefur gefið út Kóran, hina helgu bók múslíma, í nýrri og endurskoðaðri þýðingu Helga Hálfdanarsonar. (Kóraninum eru skráðar opinberanir þær sem Gabríel erkiengill miðlaði Múhammeð spámanni, allt frá því hann tók að boða hina nýju trú árið 610 til dauða spámannsins árið 632.Sumir hlutar bókarinnar voru ritaðir meðan Mú- hammeð var enn á lífi, en ekki allir. Goðsagnir og goðsagnasmiðir MYNDLISTA6AGNRYNI Aðalsteinn Ingólfsson Ekki er ofsagt að bandaríski listamaðurinn Matthew Barney hafi komið eins og storm- sveipur inn í íslenskt myndlistarlíf. Ekki er langt síðan hann var fjarlæg goðsögn, fasta- gestur í framsæknum útlendum listatímaritum sem þorri íslenskra listamanna lætur sér senni- lega í léttu rúmi liggja. Ein af Cremaster-kvik- myndum hans rataði síðan inn á kvikmynda- hátfð hér, þar sem hún var sýnd sem sérkenni- leg tilraun, úr samhengi við afganginn af lífs- starfi listamannsins. En fyrir skikkan skapar- ans, nánar tiltekið fyrir persónuleg tengsl Barneys við einn helsta sönglistamann okkar, hefur hann nú innlimað ísland í áðurnefndan heim; árangurinn er að finna á tveimur hæðum Nýlistasafnsins við Vitastíg. Ég verð var við blendin viðbrögð íslenskra listamanna við Matthew Barney. Til eru þeir sem vilja flokka sköpunarverk hans alfarið undir kvikmyndalist eða amrískan sjóbisniss; ergó sé myndlistarlegt mikilvægi hans tak- markað. Aðrir eru í senn þrumu lostnir og upp- fullir með vanmetakennd; spyrja sig hvort hér sé komin myndlist 21stu aldar og um leið hvernig dauðlegir listamenn á norðurhjara eiga að fara að því að keppa við slíka list á jafnréttis- grundvelli. Lífsstarfi Barneys er ætlað að mynda heild- rænan og sjálfhverfan mynd- og hugmynda- heim sem nefnist Cremaster, eftir vöðva sem stjórnar hreyflngu eistna í karlmanninum (listamaðurinn stundaði eitt sinn nám í læknis- fræði). Stórmennskubrjálæði? Þessi heimur birtist okkur ýmist í formi lit- ljósmynda þar sem Barney og samstarfsmenn hans koma fram í hinum ýmsu gervum, í sér- hönnuðum sviðsmyndum eða innsetningum, með eða án „leikara", ýmiss konar þrívfddar- hlutum, einstökum og fjölföiduðum, og síðast en ekki síst í fimm kvikmyndum. Við þetta má sennilega bæta fimmhundruð síðna sýningar- skrá, eins konar ritningu, sem gefin var út í til- efni af yfirstandandi sýningu Barneys í Guggenheim-safninu, en í henni er að finna leiðarvísi um innviði þessa heims og hug- myndafræðina á bak við hann. Fyrstu viðbrögð margra við þessum Cremaster-kvikmynd- um er samt forundran yfir því hve mikið er í þær lagt. Sér- hver þeirra lítur út eins og Hollývúdd-mynd í fullri lengd. Óhætt er að fullyrða að kvikmyndirnar séu burðarás þessa myndheims. Og best að segja það strax að þótt áhorfandinn hafi ekki grænan grun um það hvað þessar myndir eiga að fyrir- stilla, þá er nánast fivert myndskeið í þeim svo sláandi, með slíkum ólíkindum, að ógjömingur er að slíta sig frá þeim. Þessi myndskeið hverfa ekki úr sinni, heldur ásækja áhorfandann jafnt í svefni sem vöku. Það getur undirritaður vott- að. Fyrstu viðbrögð margra við þessum Cremaster-kvikmyndum er samt forundran yfir því hve mikið er í þær lagt. Sérhver þeirra lítur út eins og Hollývúdd-mynd í fullri lengd. Allar bera þær vitni einstökum sannfæringar- krafti og skipulagsgáfum; upp í hugann kemur ofvirkur stórmennskubrjálæðingur á borð við Albert Speer. Raunar er eitthvað stórkostlega germanskt við allt þetta Cremaster-fyrirbæri; MATTHEW BARNEY: Kemur eins og stormsveipur inn til viðbótar verður mér hugsað til Wagners og Beuys. Sagan endalausa Fyrir orð þessa 36 ára listamanns taka nokkr- ir helstu listamenn í USA að sér undarlegustu hlutverk í þessum myndum, miðaldra kvik- myndadíva lætur tilleiðast að koma fram eftir langt hlé og syngja á ungversku, amerískir ruðningsboltavellir eru lagðir undir sjónarspil mörg hundruð klappstýra, tugir kappaksturs- bfla eru þandir til hins ýtrasta á eyju við Bret- landsstrendur, saltfjöll eru búin til úti í miðjum stöðuvötnum f Utah og skýjakljúfum í New York er breytt í sviðsmyndir. Barney gæti ef- laust náð langt í pólitík. Allur þessi efniviður er notaður til marghátt- íslenskt myndlistarlíf. aðra og nánast óendanlegra tákngervinga og myndbreytinga, þar sem hráefnið er ævi og þroski listamannsins sjálfs, en einnig líffræði mannskepnunnar og atferli hennar innan og utan samfélags - með sérstakri tilvísun til hins mótsagnakennda bandaríska samfélags - kenndir mannsins, hvatir og þrautir. Segja má að með þessu hátimbraða sköpun- arverki vilji Barney skipa sér á bekk með Wagner og James Joyce, hverra markmið var að búa til heildstæðan heim - söguna endalausu - til hliðar við raunheiminn. Þar gæfist almenn- ingi kostur á að svala andlegum og vitsmuna- legum þorsta til æviloka. Tekst Matthew Barn- ey þetta ætlunarverk sitt? Ég skal reyna að svara spurningunni eftir nokkur ár. Samvinna tveggja listforma DANSGAGNRÝNI Sesselja G. Magnúsdóttir Laugardagakvöldið 7. júní fór fram dans- leikhúskeppni Borgarleikhússins og Islenska dansflokksins. Sýnd voru níu verk sem sam- kvæmt skilgreiningu á keppninni áttu að geta flokkast undir dansleikhúsverk. Sérstök dóm- nefnd valdi þrjú verk til verðlauna auk þess sem veitt voru áhorfendaverðlaun. Mikil eft- irvænting ríkti fyrir keppnina og var stemn- ingin hjá áhorfendum góð enda öll umgjörð og andrúmsloft atburðarins afslappað og skemmtilegt. Dansleikhúskeppni eða dans- og leik- listarkeppni Nafnið dansleikhúskeppni var samt vill- andi og gaf fyrirheit um nokkuð annað en fram fór. Hugtakið dansleikhús „Tanzteatre" er þekkt hugtak innan dansheimsins, á rætur að rekja til Þýskalands og er tengt einstak- lingum eins og Kurt Jooss, Pinu Bausch og Henriettu Hom sem kom hingað með flokk- inn sinn í haust. Dansleikhúsið notar hreyf- ingar og dans sem grundvaliarþætti listrænn- ar sköpunar en í útvíkkuðu förmi þar sem raddbeiting og leikræn tjáning hafa mikil- vægan sess. Þátttakendur í sýningunum em í langflestum tilvikum dansarar, mjög vel þjálfaðir dansarar, en ekki leikarar. Dansleik- húsformið hefur síðan þróast eða verið tekið upp víðar og þá með einhverjum áherslu- breytingum, eins og hjá Dansleilchúsi með Ekka, en í öllum tilvikum em það lögmál dansins hvað varðar kóreógrafíu og sterka SIGRAÐI: Helena Jónsdóttir var vel að sigrinum komin. hrynjandi sem skiptir máli. Miðað við verkin sem sýnd vom í Borgarleikhúsinu hefði keppnin átt að heita dans- og leikiistarkeppni því sum verkanna höfðu ekkert með dans að gera, eins og verk Gísla Amar Garðarssonar, Fjölskylda, og önnur vom fyrst og fremst hefðbundin dansverk eins og verk Ólafar Ing- ólfsdóttur, Flugtak. Skipan dómnefndarinnar hefði líka hæft hugtakinu dans- og leiklistar- keppni betur því í henni sátu tveir leikstjórar, leikkona sem hefur dansmenntun og reynslu í að vinna með dansleikhús og tveir danshöf- undar. Sanngjörn úrslit Helena Jónsdóttir var vel að sigrinum kom- in fyrir verkið sitt, Open Source. Þar kom fram sterk kóreógrafía, fmmleg efnistök og mjög fín frammistaða sýnendanna. Leikar- arnir gerðu einfaldar hreyfingar sem þeir réðu vel við og notuðu svo sínar þjálfúðu og fögm raddir en dansararnir fengu að dansa og nýta þá tækni sem þeir búa yfir, auk þess að hefja upp raust sína í einföldum frösum. Notkun myndbands í bakgmnni styrkti upp- lifun áhorfenda á verkinu. Það má segja að þetta hafi verið eina verkið sem nýtti sér dansþjálfún dansaranna að einhverju marki. Connection Árna Péturs Guðjónssonar varð í öðm sæti. Verkið bar þess merki að höfundurinn er leikari en hann hefur greini- lega góðan skilning á sterkri kóreógrafíu og þeirri hrynjandi sem einkennir dansleilchús- verk, sama hvort notuð em orð eða hreyfing- ar. Verkið var ftumlegt ieikhúsverk, einfait og skýrt. Textameðferð hefði mátt vera skýrari og hreyfingarnar skarpari. í þriðja sæti lenti Gísli örn Garðarsson með verkið Fjölskylda. Taka má undir orð dómnefnd- ar þess efnis að hugmyndin að keppninni sé frábær og vonandi verði hér um reglu- legan viðburð að ræða. Hér var á ferðinni frumlegt og skemmtilegt leikhúsverk, byggt á einfaldri og grípandi sögu. Hvað hugtakið dansleikhúsverk varðar hafði þetta verk ekkert að gera í keppnina, hvað þá í verðlaunasæti, en sem hluti af dans- og leiklistarkeppni var það vel að þriðja sæti komið þótt önnur hefðu einnig komið til greina. Þannig var verkið Flight anxiety eftir Peter Andersson býsna flott. Hugmyndin var einföld og skýr og komst vel til skila í stfl- hreinni kóreógrafíu. Hreyfingarnar vom lýsandi og vel gerðar, auk þess sem textinn var grípandi og komst vel til skila. Notkun myndbands í bakgmnni kom lflca ágætlega út. Verk Ólafar Ingólfsdóttur, Flugtak, var líka allrar athygli vert, mjög fallegt og grípandi. Áhorfendaverðlaunin féllu í skaut Guð- mundi Helgasyni dansara með verkið Partí. Fyrirsjáanlegur og algjörlega verðskuldaður sigur því verkið var skemmtilegt, vel gert hvað varðar umgjörð og val á tónlist og byggt á skondinni hugmynd. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að hlæja af innlifun á dans- sýningum. Taka má undir orð dómnefndar þess efnis að hugmyndin að keppninni sé frábær og vonandi verði hér um reglufegan viðburð að ræða. Höfundarnir og sýnendumir eiga einnig skildar hamingjuóskir með frammi- stöðuna því áhorfendur vom ekki sviknir af að verja þessu fallega júníkvöldi í leikhúsinu. Þátttakendur í keppninni voru: Ólafur Egill Egilsson og Gunnlaugur Egilsson, Háreysti bönnuö; Árni Pétur Guðjónsson, Connections; Helena Jónsdóttir, Open So- urce; Jóhann Freyr Björgvinsson, Bláskeggur; Guð- mundur Helgason, Partí; Peter Andersson, Flight Anx- iety; Gísli Örn Garðarsson, Fjölskylda; Ólöf Ingólfsdóttir, Flugtak og Eva María Jónsdóttir, Marta Nordaj og Val- gerður Rúnarsdóttir, Beðið eftir strætó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.