Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 MERUWWG 17 Samkvæmt íslamskri arfleifð skipaði eftirmaður spámannsins svo fyrir eft- ir dauða hans að opinberununum skyldi safnað á bók og skyldu safnað- armeðlimir miðla því sem þeir höfðu skráð eða lagt á minnið.Kóraninn er elsta og langmerkasta verk klassískra bókmennta araba.Múslímartelja hann vera hið óskeikula orð Allah og í honum eru þær reglur um rétta breytni sem lífsmáti þeirra byggist á. Með þjóðskáldum við þjóðveginn FERÐAHANDBÓK: Út er komin bókin Með þjóðskáldum við þjóð- veginn eftir Jón R. Hjálmarsson. í þessari nýstárlegu ferðahandbók er farið eftir hringveginum og heimsóttir fæðingarstaðir 42 stór- skálda.Ævi þeirra er rifjuð upp og fléttað inn í frásögnina Ijóðum sem sum hver eru orðin órjúfanlegur hluti af þjóðarvitundinni. Samhliða þessu fjallar höfundur bókarinnar um ýmislegt merkilegt sem mætir ferðamanninum. Frásagnir Jóns eru í senn lifandi og fróðlegar enda hafa bækur hans í þessum bóka- flokki, sem hófst með Þjóðsögum við þjóðveginn, hlotið sérlega góð- ar viðtökur. Nýtt netgallerí MYNDLIST: Gallerí Bláskjár er ný- stofnað netgallerí þar sem gefur að líta málverkfrá hendi Svandísar Eg- ilsdóttur. Hugmyndin er að halda opnun tvisvar á ári og þá koma nýjar myndir á netföng þeirra sem eru á póstlista hjá galleríinu. Aðrir gestir geta skoðað þær ef opnunargestir áframsenda sýninguna. Netfangið er svandise@ismennt.is Jojka, litli fuglinn Ijúfi 0 BÓKMENNTAGAGNRÝNI Sigríður Albertsdóttir Nils-Aslak Valkeapáá Víðemin í brjósti mér Einar Bragi þýddi Ljóðbylgja 2003 Einn þekktasti rithöfundur Sama er Nils- Aslak Valkeapaa (1943-2001). Móðir hans var frá norska hluta Samalands og faðir hans frá hinum sænska en sjálfur var hann fmnskur ríkisborgari. Valkeapaa var þrisvar tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut þau árið 1991 fyrir bókina Faðir minn sólin. En Valkeapáa var fleira tO lista lagt en ljóðagaldurinn. Hann var tónlistarmaður, myndlistarmaður, ljósmyndari og leikari, lék m.a. stórt hlutverk í kvikmyndinni Leiðsögu- manninum eftir NUs Gaup, auk þess sem hann samdi tónlist við kvikmyndina. En þekktastur var hann sem skáld og jojkari. Jojk er sungið tjáningarform sem hefur lifað lengi með Sömum og hefur meðal annars því hlut- verki að gegna að vígja nýja einstaklinga inn í hópinn, bjóða þá velkomna og efla samstöð- una. Hver einstaklingur hefur sitt persónu- lega jojk sem lýsir skapgerð hans, og jojkið getur tekið breytingum í samræmi við ein- staklinginn. I ljóðum sínum verður Valkeapáá tíðrætt um jojkið sem virðist eiga uppruna sinn í náttúrunni sjálfri, sbr. eftirfarandi ljóðabrot: „jojka, lidi fuglinn ljúfi / lyftu gróðri þínum lát sólina frjóvga / lát ár þínar og fossa jojka /lát skógartóna þína óma / heiðlóujojkið hljóma / bjöllur gresjunnar syngja / hafgný- inn gjalla / þrumuna dynja“ (23). Þetta brot er úr Víðernin í brjósd mér sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Einars Braga með ljóðum úr sex bókum eftir Val- keapáá, meðal annars úr Faðir minn sólin. Ljóðin eru margbreytileg að efni en eiga sam- merkt að vera einföld að gerð og raddir nátt- úrunnar óma alls staðar undir. Bókinni má skipta í þrjá hluta. I þeim fyrsta rekur skáldið uppruna sinn og lýsir því hvernig hann er rifinn upp með rótum og sendur í skóla, en þar er talað erlent mál og þar er ekkert silungsvatn (14). Drengurinn aðlagast illa enda barn náttúrunnar og hug- urinn reikar þangað. Bernskuminningarnar renna saman við undurfagrar náttúrumyndir og frá þeim færir skáldið sig yfir í ástina sem hann lofsyngur í ljóðum sem eru hvert öðru fegurra. Ljóðin eru margbreytileg að efni en eiga sammerkt að vera einföld að gerð og raddir náttúrunnar óma alls staðar undir. I miðhlutanum fjallar skáldið um sögu þjóðar sinnar og menningar og baráttu hennar fýrir að varðveita rétt sinn til lands og tungumáls. í gegnum tíðina hafa Samar aðal- lega lifað af hreindýrarækt en þeir fá stöðugt minna beitarland þar sem seilst hefur verið í land þeirra til að nýta í þágu raforkuvera og námuvinnslu svo dæmi séu tekin. Valkeapáá mótmælir þessari þróun kröftuglega í ljóðum sínum, og í þriðja hluta birtist skáldið sem persónulegur málsvari kúgaðra minnihluta- hópa, sem hafa barist með kjafti og klóm til að viðhalda sérstöðu sinni en eiga á hættu að líða undir lok. í einu ljóðinu segir m.a. þetta: „Og eðli þeirra var að heimta allt. Alltaf meira. / Og meira enn. / Og þeir tóku. /Þeir Nils-Aslak Valkeapáá. tóku svo mikið að nú er nær ekkert eftir / til að taka.“ (62) í lokaljóðum bókarinnar hleyp- ir ljóðmælandi draumunum að og rennur saman við náttúruna í fullkomnu algleymi, kveður hylkið, líkama sinn, og „fer / til að geta komið / burt / til að geta verið nær“ landinu sem á hann (80). Ljóð Valkeapáá eru fyrst og síðast óður til náttúrunnar og landsins, til þeirra náttúru- auðlinda sem maðurinn verður að gæta vel ef mannkynið á ekki að líða undir lok. Ljóðin eru kraftmikil, töfrandi og tælandi og njóta sín vel í vandaðri þýðingu Einars Braga. (tilefni af frídegi verkafólks: TILBOÐ 30. APRÍL ,.„V OG l.MAl - \ JdM-r Pantadustrax w ísfma 568 8000 atvinna _ ■ einkamál 550 5000 Smáauglýsingar DV bílar og farartæki húsnæði markaðstorgið r‘ Þau leika við hvum sinn fingur: Eggert Þorleifsson Bjöm Ingi Hilmarsson EllertA. Ingimundarson Jóhanna Vigdís Amardóttir Signin Edda Bjömsdóttir Leikstjóri: Maria Sigurðardóttir BORGARLEIKHUSIÐ .Uppl meqin I eftir Derek Benfietd liL*ei£í:£LidiiUuÍc.i'i:m(álui-l S68 8000 f . ð BORGARLEIK H U SID Lelkfdag Reykjavfktir STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö. 13/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING í VOR DON GIOVANNI Operustúdíó Austurlands Su. 15/6 kl. 17. Má. 16/6 kl. 20. GREASE Islenska leikhúsgrúppan Fi. 26/6, FRUMSÝNING ____ NÝJA SVIÐ NAPÓLÍ 23 - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson, Matthias Hemstock, Eyvind Kang Fi. 12/6 kl. 20 15:15 TÓNLEIKAR - FERÐALÖG Bergmál Finnlands: Poulenc-hópurinn Lau. 14/6 kl. 15:15 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare f samstarfi við VESTURPORT Lau. 21/6 kl. 20 - UPPSELT Su. 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING ATH.: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALIIR í LEIKHÚSIÐ ENGINN HEIMAI Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fa frítt í leikhúsið i fylgd nieð forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ). l ................... ........... j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.