Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN 21
Þakkir
VILDARVINIR: Margireru þeir
sem hugsa með hlýhug til
Krýsuvíkur og gefa heimilinu
ýmislegt, s.s.bækur, húsgögn
og ýmislegt annað nýtilegt.
Við ætlum ekki að reyna að
telja þá alla upp, það yrði of
langt mál og auk þess gæti
farið svo að einhver gleymdist.
En engu að síður erum við
mjög þakklát öllu þessu fólki,
án þess væri fátæklegt í Krýsu-
vík. Lalla fær sérstakar kveðjur.
Kærar þakkir til ykkar allra.
EJS
Vegna breytinga hjá tölvufyrir-
tækinu EJS féllu til skrifborð,
sem starfsmenn þar höfðu
ekki lengur not fýrir. Þeir
höfðu samband við Krýsuvík
og þar brugðust menn glaðir
við og þáðu með þökkum full-
an bíl affínum hlutum. Þetta
rennir enn styrkari stoðum
undir námið, nú geta allir lært
við skrifborð og búið sig undir
lífið af fullum krafti.Við kunn-
um starfsmönnum EJS hinar
bestu þakkirfyrir rausnarlegar
gjafir.
Lions
VILDARVINIR: Lionsklúbbur-
inn Fjölnirog Lionsklúbbur-
inn Þór, báðir úr Reykjavík,
hafa verið ötulir stuðnings-
menn Krýsuvíkurskóla sl.fimm
ár. Fyrir utan ýmislegt sem
þeir hafa gefið til heimilisins,
s.s.raflýsingu fyrir utan skól-
ann o.fl., hafa þeir nú á annað
ár unnið að því að undirbúa
uppbyggingu gróðurhúss fyr-
ir lífræna
ræktun þar
á staðnum.
Það er unn-
ið í samráði
við Garð-
yrkjuskóla
ríkisins og
Hitaveitu Suðurnesja sem hef-
ur í bígerð að rafvæða borhol-
una í Krýsuvík, en þeir eru eig-
endur hennar. Hitaveitan hef-
ur einnig lengi verið einn af
öflugustu stuðningsaðilum
meðferðarheimilisins og er
ómetanlegt að hafa slíka vel-
viljaða „nágranna". Um þessar
mundir er verið að leita að yl-
ræktarmanni eða konu til að
hafa umsjón með uppbygg-
ingu þessa verkefnis.
EFTIRLÆTIALLRA: Vistmenn í Krýsuvík fundu yfirgefið álftaregg og unguðu því út. Úr egginu kom fugl, Ragnheiður, sem er eft-
irlæti allra á staðnum.
Svanurinn Ragnheiður
GERIR MANNAMUN: Hún gerir sér mannamun,er hændari að sumum en öðrum.
Hún á það til að blta (rassinn á þeim sem henni llkar ekki við.
Vistmenn í Krýsuvíkfundu yf-
irgefið álftaregg, tóku það
með sér heim og unguðu því
út. í fyliingu tímans kom úr
egginu fugl sem síðan ólst
upp í Krýsuvík og varð brátt
eftirlæti allra á staðnum.
Svanur þessi hlaut nafnið Ragn-'
heiður í höfuðið á vistmanni sem
Ragnar hét. Ragnheiður hélt til við
Krýsuvíkurskóla á sumrin en þegar
haustaði flaug hún með öðrum
svönum suður á bóginn.
Ragnheiður hegðar sér eins og
varðhundur þegar hún er „heima“.
Hún fer aldrei inn í húsið en heldur
sig í nágrenni þess og gætir þess. Ef
menn eru að vinna úti við á hún
það til að stilla sér upp hjá þeim og
gefa frá sér ýmiss konar hljóð eins
og hún sé að spjalla við þá.
Þegar staðarhaldari fer í bæinn á
staðarbílnum fylgir hún honum
gjarnan. Hún gerir sér mannamun,
er hændari að sumum en öðrum og
á sérstaka vini meðal vistmanna.
Hún hlýðir Lovísu framkvæmda-
stjóra eins og vel vaninn hundur en
á það til að bíta í rassinn á þeim
sem henni líkar ekki við. Og þeir
sem sýna hræðslumerki í návist
hennar geta átt von á því að hún
hvæsi á þá.
Ragnheiður hvarf af staðnum sl.
haust og var talið að hún hefði orð-
ið fyrir „voðaskoti" lögreglumanna
norður í landi. Sú saga komst á
Ture
Hann kom til að kveðja í síð-
ustu viku. Hann var á leið
heim til Svíþjóðar, eftir að
hafa dvalið tæp 5 ár á íslandi.
Þegar Ture kom til Krýsuvíkur,
haustið 1998, tók hann í höndina á
Svíunum er þar voru fyrir og til-
kynnti að hann væri kominn til ís-
kreik að hún hefði flogið norður í
fylgd með stegg einum sem fór að
stíga í vænginn við hana og sinnast
þar við verði laganna með fyrr-
greindum afleiðingum. Ragnheiður
var eftir þetta talin af og hennar var
sárt saknað. En þegar voraði birtist
Ragnheiður hin vígreifasta á hlað-
inu í Krýsuvík. Ekki er hún til frá-
sagnar um hvar hún hafði verið en
augljóslega var það einhver önnur
álft sem féll fyrir byssuskotum lög-
reglumanna fyrir norðan. Ragn-
heiður lifir.
lands til að breyta lffi sínu og verða
edrú og hann ætlaði að gefa sér 4-5
ár í það mál. Þeir ráku upp hrossa-
hlátur, það væri nú ekki hætta á því
að hann héldi það út.
Ture hafði verið í mikilli am-
fetamínneyslu í 25 ár, búið á göt-
unni og var það sem kallað er von-
laust dæmi. En þar sannaðist að
enginn er vonlaus. f fjóra og hálfan
mánuð svaf Ture í Krýsuvík, vakn-
aði til að borða og sofnaði svo aftur,
- en þá tók að rofa til. Hann dvaldi
tæpt ár í Krýsuvík, fór þaðan á
áfangaheimili og síðan í herbergi út
Bréfdúfa í meðferð
Á sama tíma og álftin Ragnheiður
stóð vörð um húsið að norðan-
verðu bjó bréfdúfa á svölunum á
efri hæðinni sem snýr til suðurs. Að
sögn fróðra manna sem önnuðust
hana mun hún hafa lent í klónum á
fálka, hafði við það misst hluta af
flugfjöðrunum. Dúfan hélt til á
svölunum í tvo mánuði við gott at-
læti vistmanna sem sáu um að
hana skorti ekkert. Þegar hún var
komin í flughæft ástand flaug hún á
brott eins og aðrir þeir sem hér
hafa náð bata.
í bæ og stundaði vinnu allan tfm-
ann á sama staðnum þar til nú, að
hann heldur heim. í farteskinu er
hann með Volvobíl, margt góðra
muna er hann hefur keypt sér, mik-
ið af bókum og það besta af öllu er,
að hann hefur eignast nýtt lff og
bjarta framtíð.
Hann hefur ætíð verið í sam-
bandi við lífgjafa sína í Krýsuvfk og
honum fannst hann vera að kveðja
fjölskyldu sfna.
„Ég kem í heimsókn," sagði
hann. - „Takk fyrir allt-allt-allt!“
(Birt með leyfi hans.)
Sóttum um styrk
og fengum hann
Hannes Hilmarsson, kennari
við Menntaskólann í Kópa-
vogi, hefur lengi sinnt
kennslu í Krýsuvík. Hann seg-
ir samtökin nýlega hafa sótt
um styrk til að gera námskrá
fyrir Krýsuvíkurskóla og gera
námið þar sýnilegt
„Ég hef kennt hér undanfarin 5 ár
og hér var ekki til stafúr á bók um
það hvað hér fer fram. Bæði ráð-
gjafar, stjórnendur stofnunarinnar,
aðstandendur nemendanna og
aðrir sem að þessu koma að
ógleymdum nemendum sjálfum
verða að hafa það á hreinu hvað
verið er að gera. Námskráin verður
ekki löng, væntanlega ein blaðsíða
á íslensku og önnur á sænsku,"
sagði Hannes.
„Menntamálaráðuneytið veitti
okkur styrk að upphæð 300 þúsund
krónur til að móta hér fullorðins-
fræðslu. Við sóttum um 500 þús-
und og miðað við það að ekki fengu
nærri allir úthlutun af þeim sem
sótm þá getum við vel við unað.
Okkur finnst þetta vera mikil viður-
kenning á því sem við höfum verið
að gera.“
- Hvernig líkar þér að kenna hér í
Krýsuvík?
„Mér finnst það ágætt. Þessi
staður er að vaxa, hér er stöðug
framþróun. Meðferðin hefur þróast
í mjög jákvæða átt og skólinn fylgir
þeirri þróun. Þessir tveir þættir
fylgjast að og eru samtvinnaðir,
þróunin í öðrum hefur áhrif á
hinn.“
Nær lýðskólahugmyndinni
- Hver er helsti munur á því starfi
sem hér er unnið og kennslunni í
MK?
„Við erum mun nær lýðskóla-
hugmyndinni hér í IGýsuvík.
Námsloturnar eru stuttar, einn
mánuður í einu og við tökum fyrir
þessar fjórar greinar, stærðfræði,
íslensku, ensku og félagsfræði. Hér
er ekki gert ráð fyrir prófum eftir
þrjá mánuði eins og í menntaskól-
anum og við reiknum heldur ekki
endilega með einhverju ákveðnu
heimanámi heldur fer námið að
mestu fram í tímunum. Nemendur
verða að ljúka efninu sem tekið er
fyrir í hverri mánaðarlotu til að fá
diplómuna. Skólastarfið hér bygg-
ist á núinu, því að vera upptekinn
við daginn í dag."
-Hvemig taka vistmenn í Krýsu-
vfk því að vera allt f einu komnir í
nám?
„Sumir vilja kalla það kraftaverk
þegar þeir einstaklingar sem hér
eru vistaðir em allt í einu sestir við
skólaborð prúðir og stilltir og farnir
að læra. Námið er miðað við þarfir
þeirra sem hér em en það þýðir þó
alls ekki að þeir þurfi ekki að leggja
nokkuð að sér. Nemendurnir okkar
leggja sig alla í þetta og ná yfirleitt
ágætum árangri. Námið er tólf vik-
ur fyrir jól og jafnlangt eftir áramót
og sumir hafa í gamni kallað þetta
tólf vikna námskerfið, svipað tólf
Þegar menn fara héðan
þá erþeim orðið Ijóst
að skóli er ekki eitt-
hvað fjandsamlegt
heldur þroskatæki sem
þeir eiga rétt á.
spora kerfinu. Mér finnst að eftir að
við tókum upp þessar afmörkuðu
stuttu námsbrautir og viðráðan-
legu markmið sé námsgleðin og
áhuginn miklu meiri en áður var.
Hér mæta allt að átta manns á
fyrstu mínútunni þegar kennslu-
stund hefst og byrja að vinna af
fullum krafti. Hér hafa menn náð
því að reikna sextíu dæmi á klukku-
tíma, það er auðvitað stórsigur fyr-
ir þá sem ef til vill hafa aldrei gert
neitt slíkt áður. Svíarnir hafa sumir
reiknað hjá mér algebm í fyrsta
skipti á ævinni, orðnir 50 til 60 ára
gamlir - og finnst hún bráð-
skemmtileg.
Þegar menn fara héðan þá er
þeim orðið Ijóst að skóli er ekki eitt-
hvað fjandsamlegt heldur þroska-
tæki sem þeir eiga rétt á og hafa að-
gang að eins og allir aðrir. Ef við
getum miðlað því hér í Krýsuvík þá
er það stórt og mjög mikilvægt
markmið."
Það er allt hægt
-Hvernig nýtist þetta nám þegar
út kemur?
„Fyrst og fremst nýtist þetta á
þann hátt að hér sitja menn með
kennara og em að læra. Með því
brjóta þeir ísinn. Hugmyndin um
að fara í skóla er nær þeim eftir
þessa vinnu hér. Svo er líka hægt að
bjóða hér upp á einingabært nám
ef einhver óskar eftir því. Þá setjum
við upp þriggja mánaða nám og
nemendur taka próf í skólanum. Ég
hef oft sagt að Krýsuvíkurskóli sé
opnasti, sveigjanlegasti, besti og
skemmtilegasti skóli í landinu og
þar gildi bara ein regla; það er allt
hægt."
eru allt (einu sestir við skólaborð og farnir aö læra.