Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 11
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 SK00UN 77 Þrjátíu þúsund sóp LAUGARDAGSPISTILL Haukur Lárus Hauksson Blaðamaður - hlh@dv.is Framkvæmdir eiga það til að hlaða utan á sig, eitt leiðir af öðru og áður en maður hefur áttað sig er verkefnalistinn orðinn álnarlangur. Þannig háttar til að gera þurfti end- urbætur á húsinu. Þær eru reyndar afstaðnar og all- ur annar bragur á sextugu húsinu í dag. En til að framkvæmdirnar gætu hafist seint í fyrrasumar varð að grafa um 30 sentímetra djúpan skurð með fram húsinu garðmegin. Ég flutti tugi hellna og stafiaði út í garð, tók mér skóflu í hönd og hóf gröftinn. Ég hélt að hann gengi þrautalaust fyrir sig og byrjaði brattur að moka. Ædaði að snara þessu af á dagparti. En margt fer öðruvísi en ætíað er. Undir þunnu sandiagi var fullt af stórgrýti og steypubrotum í bland við mold og grús. Við þennan ófögnuð glímdi ég í nærri þrjá daga, bullsveittur, bölvandi og ragnandi. Skóflan brotnaði í látunum og kaupa þurfti nýja. Jámkarli var þá óspart beitt og svitinn rann í stríðum straumum. Það eina sem gladdi kvalda sál þessa daga var kaloríubrennslan. Og reyndar veitti ekki af henni. Skammvinn gleði Þessi átök voru þó fljót að gleym- ast og fyrr en varði voru iðnaðar- menn komnir og famir og veturinn sömuleiðis. Vorið komið, grænt og hlýtt. En gleðin yfir vorinu var skammvinn því nú blasti frágangur- inn við. Gijótinu, moldinni og sandinum hafði ég mokað í stórar hrúgur og ekki ætlaði ég að moka þessum ósköpum aftur ofan í skurðinn. Þangað yrði að fara grús, sem ég reyndar átti. En burt urðu hrúgurnar að fara því fyrir lá að taka upp allar hellurnar í tugfermetra stétt við húsið og leggja þær aftur. Hófust þá miklír flutningar á efni í hjólbömm, af stéttinni og út í garð. Enn lak svitinn í stríðum straumum og heyra mátti stöku ragn. Segir ekki meira af þessu puði öllu fyrr en hellurnar vom aflar komnar í myndarlega stafla um allt tún og nýir hraukar af moldugum sandi og grjóti. En það er þetta með verkefnin, hvemig eitt leiðir til annars. Kvikn- aði nú sú hugmynd að breyta lögun stéttarinnar og stærð. Skynsamleg hugmynd en hafði í för með sér töluverða vinnu við jarðvegsskipti. í leiðbeiningum yfir hellulagnir, sem kollegi minn á blaðinu, garðyrkju- fræðingur, hafði skrifað fyrir les- endur hér um árið, mátti lesa að undir hellum yrði að vera 80-100 sentímetra lag af frostfríu efni. Ég sá að enn yrði að taka skófluna traustu taki og að ófáar kaloríur mundu brenna, baðvigtinni og konu minni til mikillar gleði. Og fyrst minnst er á elskulega eiginkonuna þarf ekki að koma neinum á óvart að hún hvatti mig ákaft í þessum látum öll- um. Fyrr en varði var orðin til heljar- innar hola, beðin státuðu af nær- ingarríkri mold með hlussu ána- möðkum og í holuna var komið stórgrýtíð ásamt sandi af bestu sort. Augnaráðið sem garðyrkju- fræðingurinn fékk á morgnana þessa daga var ekki sérlega vin- gjamlegt því ég hafði haldið því fram að hér á suðvesturhominu væm aldrei almennileg frost og því óþarfi að grafa svo djúpt. En ég þorði ekki að taka sénsinn og eiga á hættu að skemmta skrattanum fram á næsta ár. Gervineglur og hringir Þar sem ég vaknaði á þriðjudags- morgninum og horfði hróðugur yfir þennan vígvöll framkvæmdanna sem garðurinn er, svolítið stífur í bakinu reyndar en hress að öðm leyti, heyrði ég samtal kvennanna á heimilinu. „Hvað ertu að gera með alla þessa hringa á hendinni? Og sett- irðu gervineglur á þig í gærkvöld? Ertu búin að taka til gúmmívett- linga og fannstu stígvélin þín?“ Hafandi séð föðurinn hamast í garðinum, flæktan í flókinn verk- efnavef, bullsveittan og skítugan upp fyrir haus sann færðist hún um að vistin i unglingavinn- unni væri ekki svo slæm eftir allt saman. Dóttirin, bráðum 14 ára, var að byrja sinn fyrsta dag í unglinga- vinnunni. Hún lét sér fátt um spurningar móður sinnar finnast en féllst þó á, eftir nokkurt þref, að skilja hringana eftir heima. Hætta væri á að þeir týndust í einhverju beðinu. Hún hafði nefnilega heyrt af forláta demantshring sem átti að hafa týnst í garðinum okkar á stríðs- ámnum, þegar hermenn slógust út af konu, og allir eigendur hússins síðan höfðu vonast til að finna í garðstússi. En gervineglurnar mátti ekki snerta. Og henni fannst argasti hálfvitaháttur að mæta f stígvélum og með gúmmívettlinga í þessa vinnu. Hún yrði hvort eð er ekki lengur en til hádegis. Ég gat ekki annað en brosað yfir þessu öllu saman, minnugur þess að hafa séð unglingsgrey hangandi í beðunum í Laugardainum, rótandi áhugalaus í moldinni eða hangandi á kústskaftinu úti á miðju skólaplani. Hef stundum undrast hvernig þau koma nokkmm hlut í verk. Sópað og sópað En sér nú hver sjálfan sig, hugsaði ég og lét hugann reika rúm 30 ár aft- ur í tímann. Hafði við annan mann fengið það verkefni að sópa planið við Langholtsskóla, beggja vegna skólans. Með strákúst einan að vopni. Við byrjuðum brattir en eftir fjögur þúsund og eitthvað kúst og tvo daga fóm að renna á okkur tvær grímur. Þar sem við byrjuðum að sópa fyrir tveimur dögum var ástandið orðið eins og á planinu fram undan. Við færðum þetta í tal við verkstjórann í von um að kom- ast í önnur verkefni. Þetta var rosk- inn maður og sæmilega sanngjarn- an en honum varð ekki bifað f þessu máli. Afram skyldum við sópa og klára planið - beggja vegna skólans. Þar sem við nálguðumst langþráð lokatakmarkið, þrjátíu þúsundasta og síðasta sópið, kom áfallið. Ekki eitt, heldur tvö. Það hvessti hressi- lega og á augabragði fuku þrjátíu þúsund sóp út í veður og vind. Og ekki bætti úr skák þegar skurðgrafa mætti á svæðið og hóf að grafa upp planið norðan megin. Vonleysi okk- ar var algert. Verkstjórinn, sæmi- lega sanngjam maður eins og áður sagði, sá aumur á okkur og sendi okkur á leikvöll í nágrenninu. Vor- um við þar það sem eftir lifði sum- ars, máluðum, slógum gras og dunduðum við eitt og annað. Og komumst fljótt í fæði hjá eldabusk- unum. Það vom dýrðardagar. Laun erfiðisins Sá á eftir unglingnum út úr dyr- unum og hugsaði með mér hvort hún fengi að sópa planið við gamla skólann sinn. Síðar sama dag kom í ljós að hún hafði verið að hreinsa beð á skólalóðinni og lét sæmilega af sér. Hafði komist að raun um að vinnuvettíingar vom nauðsynlegir og stígvél líka ef rigndi. Skynsemin virtist blessunarlega hafa tekið völdin. Hins vegar varð henni tíð- rætt um tilganginn með þessu öllu saman og spunnust um það nokkr- ar umræður. Árangurinn af svona beðavinnu getur verið lengi að koma í ljós og er síður en svo aug- ljós í augum unglinganna. Sagði ég sem svo að ef hún ætti erfitt með að sjá tilganginn með þessu puði öllu saman og leiddist í unglingavinn- unni ættí hún bara að koma í garð- inn með gamla manninum. Þar uppskæri maður svo sannarlega laun erfiðisins. Nú væri svo komið í framkvæmdunum að hellumar yrðu brátt lagðar í beina og breiða röð. Væri þess skammt að bíða að maður gæti látið fara vel um sig í hægindi á stéttinni miðri, sötrandi svalandi drykki. Hún féllst á að þetta væri ekki svo galin hugmynd. En þegar karlinn missti út úr sér að áður en slakað yrði á í hægindinu góða þyrfti reyndar að færa eitt tré, dreifa moidinni sem flutt var í beðin og laga tvennar steintröppur mnnu á hana tvær grímur. GUti einu þó að ég segði að þetta yrði fljótgert - eins og annað á þessum bæ. Hafandi séð föðurinn hamast í garðinum, flækt- an í flókinn verkefnavef, bullsveitt- an og skítugan upp fyrir haus sann- færðist hún um að vistin í unglinga- vinnunni væri ekki svo slæm eftir allt saman, jafnvel þótt hún þyrfti að sópa planið með strákúst einan að vopni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.