Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 22
22 DVHBJGAmiAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Konur Umsjón: Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is Allt er Fjallafreyjum fært ...kíkt í snyrtibudduna Helga Dögg Björgvinsdóttir er blaðamaður hjá Fróða og skrifar mestan- part í tímaritið Hús og híbýli. Hún segist alla jafna mála sig lítið og förðunin hafa farið minnkandi frá tíu ára aldri. Þá sló Helga Dögg nefnilega í gegn þegar hún mætti stríðsmáluð á skólaskemmtun í Fossvogsskóla. Hannað fyrir mig „Augnskuggabox frá Christ- ian Dior. Ég féll alveg fyrir litasamsetningunni í þessu boxi en það keypti ég í frí- höfninni. Litimir em bara eins og hannaðir fyrir mig og síðan ég eignaðist þessa augnskugga þá hafa allir aðr- ir skuggar í snyrtibuddunni fallið í gleymskunnar dá.“ Snilldaruppfinning „38° maskari ffá Kanebo. Ég hef átt nokkra svona en þetta er ein mesta snilld- amppfmnining sem ég hef komist í tæri við. Áður fyrr var ég ein af þeim sem var alltaf með lekandi maskara niður á kinnar en þessi fer ekki fet fyrr en maður vill að hann fari." Gloss frá vinkonu „Gloss frá Helenu Rubenstein. Sólrún vinkona mín gaf mér þetta gloss í afmæl- isgjöf í apríl en þetta er tvenns konar gloss í einum og sama stauknum, ann- ars vegar bleikt og hins vegar glært. Mjög hentugt fyrir hvers konar tæki- færi.“ Létt og frískleg „Elle White ilmvatn frá Emporio Armani. Eina snyrtivaran sem ég nota á hverjum degi nánast án undantekn- inga. Lyktin er létt og frískleg og mér finnst hún agalega góð. Reyndar er hún mjög dauf og margir sem umgangast mighalda að ég noti ekki ilmvatn. Eflaust myndu margir segja mér að sleppa þá bara ilmvatninu en mér líður bara einhvern veginn betur að skvetta smá á mig á morgnana og svo vil ég síður anga eins og gangandi snyrtivöruverslun." Góður púðurfarfi „UV Total finish púður frá Kanebo. Rosalega góður púðurfarði sem dugir al- veg einn og sér ef maður þarf bara aðeins að hressa upp á útlitið. Húð- liturinn verður jafn og áferðin falleg. í rauninni allt sem þarf.“ Fjallafreyjur er hópur hressra kvenna sem ganga reglulega sér til heilsubót- ar og skemmtunar. Sigríður Skúladóttir, íþróttakennari og nuddfræðingur, segir að félagið hafi verið stofnað í framhaldi af því að hún hafi verið að kenna konum leikfimi. „Hópurinn hefur ver- ið nokkuð samheldinn í gegnum tfðina og við fórum oft í göngur á vorin. Smám saman „í lok ágúst er farið í helgar- ferð og við erum líka farnar að bjóða mökum með." urðu göngurnar lengri og við skipulögðum þær lengra fram í tímann." Sigríður segir að göngufélagið Fjallafreyjur hafi verið formlega stofnað 6. maí 1995 en að í raun sé félagið eldra. „Stofnfélagar voru rétt um fjörutíu en vel á annað hundrað konur hafa tekið þátt í starfseminni frá upphafi.“ Alltaf á laugardögum Að sögn Sigríðar var fljótlega sett á laggirn- ar nefnd sem sá um skipulagningu ferða. „Við settumst niður að vori og skiplögðum prógramm fyrir allt sumarið. Við göngum til dæmis alltaf á laugardögum, bæði lengri og styttri göngur, en yfirleitt eru þetta ekki nema dagsgöngur. Til að byrja með fórum við mest í stuttar göngur á Reykjavíkursvæðinu og á fjöllin í kring eins og Keili, Esjuna, Helgafell, Vífilsfell og Hengil. Við höfum einnig gengið gamlar þjóðleiðir eins og Síldarmannagötur úr Hvalfirði, Selvogsgötu og í dag ætlum við að ganga Svínaskarðsleið milli Móskarðs- Við göngum til dæmis alltafá laugardögum, bæði lengri og styttri göngur, en yfirleitt eru þetta ekki nema dagsgöngur. hnjúka og Skálafells og yfir í Hvalfjörð." Sigríður segir að í seinni tíð séu Fjallafreyj- ur farnar að víkka sjóndeildarhringinn og bjóða upp á lengri ferðir. „f lok ágúst er farið f helgarferð og við erum líka farnar að bjóða mökum með.“ Þétt dagskrá Sigríður segir að auk dagsgangnanna skipuleggi Fjallafreyjur eins til eins og hálfs tíma gönguferðir á mánudögum og miðviku- dögum í Heiðmörk eða við Hvaleyrarvatn. „Þessar göngur koma í staðinn fyrir leikfim- ina þar sem við tökum okkur frí frá henni á sumrin, auk þess förum við í menningarferð- ir með gönguívafi og á söfn.“ Dagskrá Fjallafreyja fyrir sumarið er þétt því þær æda í ferð inn í Þjórsárdal, ganga upp að Háafossi, f ferð um Höskuldarvelli og Djúpavatn á Reykjanesi, upp á Heiðina há, í Búrfellsgjá og á Hengilinn, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Sigríðar er félagið opið öllum kon- um og þær sem hafa áhuga á að slást í hópinn geta haft samband við hana í síma 695-3873. „Mottóið okkar er göngum til gleði og góðrar heilsu." -kip@dv.is GÖNGUGARPUR: Sigríður Skúladóttir, (þróttakennari og nuddari, segir að kjarni Fjallafreyja sé samheldinn hópur kvenna sem ganga reglulega sér til skemmtunar og heilsubótar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.