Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Side 29
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 29 um þetta efni haustið 2002 kom Ari Fleischer, blaðafulltrúi hans, fram og áréttaði yfirlýsingarnar efnislega og sagði: „Það er staðreynd að Irakar eiga vopn.“ Donald Rumsfeld tók í sama streng og áréttaði tilvist gereyðing- arvopna í írak og bætti um betur þegar hann sagðist vita nákvæm- lega hvar þau væru, nefnilega á svæðinu kringum Bagdad og Tikrít, fæðingarbæ Saddams. Þau fundust ekki Forseti Bandarfkjanna myndi aldrei gefa yfirlýsingar af þessu tagi nema að baki honum stæði leyniþjónustan með óyggjandi upplýsingar. Ella fælist í slíkum yf- irlýsingum mikil pólitfsk áhætta. Áður en stríði var formlega lýst yfir gegn frak voru sérstakar sveitir ; sendar inn í landið til að leita að umræddum vopnum. Þau fundust ekki. Meðan Operation Freedom stóð yfir, eins og stríðið í Irak var nefnt, leituðu sérstakar sveitir stöðugt að slíkum vopnum sem myndu sanna staðhæfingar yfirvalda. Þau fund- ust ekki. Eftir að stríðinu lauk hefur lát- laus leit staðið yfir í Irak að um- ræddum vopnum gereyðingar, eit- urs eða sýklahernaðar. Þau finnast ekki. Samtals hefur verið leitað sérstaklega á um 300 stöðum í írak þar sem grunur lék á að slík vopn væru geymd eða framleidd. Leitin hefur engan árangur borið. Yfirvöld í Pentagon hafa sagt að leitin beinist nú einkum að fólki sem gæti hugsanlega vísað á meint vopn og minna væri leitað að felu- stað slíkra vopna. John Bolton, sem er háttsettur embættismaður í stjórn Bush, hefur sagt að sannan- ir um tilvist vopnanna muni finn- ast og boðað að sérstök sveit skip- uð 1400 tæknimönnum og sér- fræðingum hvaðanæva úr heimin- um verði sett á laggirnar til þess að aðstoða herinn við leitina. Time Magazine hafði í síðustu viku eftir háttsettum herforingja að búið væri að leita á öllum líkleg- um stöðum frá Kúveit til Bagdad og vopnin væru einfaldlega ekki til. Newsweek hefur bent á að þessi munur á yfirlýsingum annars vegar og hins vegar sönnunar- gögnum sé talsvert alvarlegur. „Séu Bandaríkin farin að aðhyll- ast stefnu sem býður upp á að landið verði fyrra til að ráðast á lönd sem ógna þvf eru lykilatriði að upplýsingar leyniþjónustunnar séu réttar. Hvemig getur landið ráðist gegn einstökum hryðju- verkamönnum vopnuðum kjarn- orkuvopnum ef enginn getur fundið þá?" sagði nýlega í blaðinu. Verra en Watergate Donald Rumsfeld hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að rann- saka sérstaklega gæði og áreiðan- leika upplýsinga leyniþjónustunn- ar áður en ráðist var inn í frak. Maureen Dowd, dálkahöfundur New York Times, hefur líkt því við að O.J. Simpson væri beðinn að Ifinna morðingja konu sinnar. Paul Krugman, sem skrifar dálka um stjórnmál í New York Times, hefur sagt að löngu sé tímabært að stjórnvöld leggi fram sannanir sem styðji fyrri yfirlýsingar þeirra. „Hafi yfirlýsingar þeirra verið rangar er stríðsreksturinn í heild sinni versta hneykslið í saman- lagðri bandarískri stjórnmálasögu. Verra er Watergate og verra en Íran-Kontra hneykslið." John Dean, sem áður er vitnað til, segir að verði það niðurstaðan að yfirlýsingar Bush um vopnaeign íraka hafi verið rangar, hvort sem það var af ásetningi eða ekki, sé leyniþjónustan annaðhvort einskis virði eða menn fari vísvit- andi rangt með upplýsingar henn- ar í pólitískum tilgangi. Hvort sem er telur hann að Georg Bush verði að segja af sér hafi hann skrökvað að þjóð sinni. Byggtá: Salon.com Newsweek Time Magazine PACE ÞAK ER BETRA ÞAK ! ÞENSLA 0G SAMDRATTUR VEGNA HITABREYTINGA HAFA YFIRLEYTT í FÖR MEÐ SÉR FLÖGNUN, TÆRINGU 0G SPRUNGUMYNDUN. SLÍKT GETUR VALDIÐ ÞAKLEKA 0G STYTT VERULEGA ENDINGU ÞAKKLÆÐNINGAR. HIÐ MIKLA TEYGJUÞOL PACE ÞAKEFNANNA GERIR AÐ ÞAU STANDAST ÁLAGIÐ OG ÞAKIÐ ÞITT HELDUR ÁFRAM AÐ VERA FALLEGT OG ÞÉTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.