Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 B¥HBJ&MtBLAB 37
I
Jr
Kylie kynþokka-
fyllst enn á ný
Kylie Minogue: Ástralska söngkonan hugljúfa er kná,þótt smá sé og sexí.
Ástralska söngdúfan Kylie
Minogue hefur eina ferðina enn
verið kjörin kynþokkafyllst allra
kvenna. Og lái hver sem vill þeim
sem greiddu um það atkvæði. Valið
I var í raun ekkert og kvölin þar með
j ekkiheldur.
Reyndar varð Kylie í fyrsta sæti í
kosningu um kynþokkafyllsta tón-
listarmanninn, þar sem bæði kon-
ur og karlar voru tilnefnd, sem tón-
listarsjónvarpsstöðin VHl stóð fyr-
ir.
Kylie skaut ekki ómerkari tónlist-
armönnum og -konum en Britney
Spears, Robbie Williams, Jennifer
Lopez og Enrique Iglesias aftur fyr-
ir sig. Alls voru eitt hundrað manns
á listanum.
Emma Bunton, fyrrum kryddpía,
lenti í áttunda sæti en varð engu að
síður efst aflra breskra söngkvenna.
„Ég er virkilega upp með mér yfir
að hafa verið valin kynþokkafyllsta
kona Bretlands af áhorfendum
VHl. Ég er ánægð með að ávalar
línur skuli aftur eiga upp á pall-
borðið," sagði Emma, eða krydd-
j krakkinn, eins og hún var alltaf
kölluð, í viðtali við Sky sjónvarps-
I stöðina.
Hvort breska flugfélagið British
Airways hefur haft eitthvert veður
af könnuninni og úrslitum hennar
skal ósagt látið. En hitt er þó víst að
þar á bæ eru menn þefnæmir með
afbrigðum. Kylie Minogue hefur
nefnilega verið ráðin til að lokka
Tjallann í ferðalög með flugfélag-
inu sínu.
Já, bikiníklædd á Kylie að hafa í
frammi freistandi slagorð fyrir frí-
þyrsta Breta sem þrá sól.
ÁfeuÉjbur
Hr«ÍÖur fugla
Utanhússkiæbnlngar
Garbhús og gró&urhús
11 III #
Fæst á næsta blaðsölustað
Áskriftarsími 586 8005 • www.rit.ls