Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 53
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 TILVERA 57 1 Höfuðstafir Margrét Bóasdóttir söngkona Margrét Bóasdóttir söngkona er einsöngvari með hátíðakór Kóra- stefnunnar við Mývatn á morgun. Starfsferill Margrét fæddist á Húsavík 28.11. 1952 og ólst upp í Mývatnssveit. Hún gekk í barnaskólann á Skútu- stöðum og Héraðsskólann að Laug- um í Reykjadal, lauk landsprófi 1968. Næstu fjögur árin var Margrét við nám í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan almennu kennaraprófi 1972. Hún var í Tónlistarskólanum í Kópavogi 1970-75, við nám í ein- söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur, lokapróf 1975, Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972-75, tónmennta- kennarapróf 1975, nám við Tónlist- arháskólann í Heidelberg-Mann- heim í Þýskalandi hjá prófessor Heinz Hoppe og prófessor Edith Já- ger-Piesch 1977-81 og tók það ár lokapróf í einsöng, einsöngs- kennslu og raddþjálfun kóra. Margrét fór í framhaldsnám í ljóðasöng við Tónlistarháskólann í Stuttgart hjá prófessor Konrad- Richter, lokapróf 1983, og hefur verið í einkakennslu í söng hjá pró- fessor Eriku Schmidt-Valentin síð- an 1982. Frá 1975-77 var Margrét kennari við Grunnskólann á Raufarhöfn og skólastjóri Tónlistarskólans þar frá 1976-77. Árið 1984-85 var hún kennari við Berufsfachschule fúr Musik í Krumbach í Bæjaralandi og kennari við Tónlistarskólann á ísa- firði 1985-86. Margrét kenndi við Hafralækjar- skóla í Aðaldal 1986-87, við Tón- listarskólann á Akureyri 1986-92, var yfirkennari 1990-91 og hefur starfað hjá embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar við raddþjálfun kirkjukóra frá árinu 1991. Margrét stjórnaði Barnakór Raufarhafnar og Kirkjukór Raufarhafnar 1975-77, Sunnukórnum á fsafirði 1985-86, Kirkjukór ísafjarðarkirkju 1985-86, Barnakór Mývatnssveitar 1987-88 og Kvennakómum Lissý 1988-92. Margrét kom á fót Sumartónleik- um á Norðurlandi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni 1986. Enn fremur hafði Margrét umsjón með Byggðasafninu á Grenjaðarstað frá 1986 til 92. Margrét hefur haldið einsöngs- tónleika og sungið með kamm- ermúsíkhópum, hljómsveitum og kómm á Islandi, í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Frakklandi, Póllandi og á Ítalíu. Fjölskylda Margrét giftist 12.6. 1971 Krist- jáni Val Ingólfssyni, f. 28.10. 1947, presti og rektor Skálholtsskóla. Hann er sonur Ingólfs Benedikts- sonar, málarameistara á Grenivík, og Hólmfríðar Björnsdóttur hús- móður. Synir Margrétar og Kristjáns em Bóas, f. 16.2. 1982, og Benedikt, f. 23.9.1987. Systkini Margrétar: HinrikÁrni, f. 23.6.1954; Gunnar, f. 8.2.1956; Sól- veig Anna, f. 19.4. 1958; Ólöf Val- gerður, f. 28.3. 1960; Sigfús Harald- ur, f. 28.3. 1960; Bóas Börkur, f. 20.8. 1962; Ragnheiður, f. 30.12. 1964, og Birgitta, f. 3.3. 1973. Foreldrar Margrétar: Bóas Gunn- arsson, f. 15.12.1932 og Kristín Sig- fúsdóttir, f. 6.12. 1933. Þau búa að Stuðlum í Reykjahlíð, Mývatns- sveit. Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur 82 Guðmundur Illugason, íyrmm lögregluþjónn og hreppstjóri á Sel- tjarnarnesi (f. 1899), var þekktur hagyrðingur. Meðal þess sem eftir hann liggur em ljómandi skemmtilegar bændarímur. Venjan er í bændarímum að ein vísa er ort um hvern bónda í sveitinni. Þar kem- ur fram nafn hans, hvar hann býr og helst er minnst á eitthvað sem einkennir hann eða bæinn sem hann býr á. Ríma Guðmundar er gérð á hefðbundinn hátt: Kaldárbakka er kóngur Jón kaupskaps ýmsu vanursýsli, hugsar vel um heimafrón, hygginn eins og Saura-Gísli. Á Brúarhrauni Hallbjörn er hetja í mannlífs ölduróti; aldrei hlífir sjálfum sér svalt þó stundum blási móti. Júlíus, sem burði ber bú sittforðar öllu grandi. í Hítarnesi hefir sér höllu gjört á bjargi - úr sandi. Stóra-Hrauni Árni er á öldungur í prestavali horuðum gemsum gefa má guðspjöllin í dropatali. Fram við heiðafjöllin blá fellum með og hamrastöllum Þorsteinn Krossi unir á sem Eyvindur á Hveravöllum. ÍSkjálg er Georg, skynsamur, skemmtilegur, sinnisglaður. Þykir bóndi þolgóður, ' þrifnaðar- og hirðumaður. Vísur þessar em allar undir sama bragarhætti eins og venja var innan hverrar rímu. Hátturinn heitir nýhenda og einkennist af því að síðlínur em lengri en frumlínur, sem er óvenjulegt. Og svo að öðm. Mér hafa borist upplýsingar um vísur sem ég birti án höfunda í síðasta þætti. Vísan „Illt er að halla á ólánsmanrí1 er eft- ir Gísla Jón Gíslason sem lengst af bjó í Hjaltastaðahvammi í Blöndu- hlíð. Og vísan „Ráðskonan mín reis nú upp“ (sem reyndar á vfst að vera „Ráðskonan þar rís nú upp“) er eftir séra Björn Halldórsson í Laufási. Ég þakka kærlega skjót viðbrögð lesenda. Enn hefur mér borist gömul lífsreynsluvísa sem heimildarmaður vissi ekki höfund að: Datt ég ofan í djúpa lind dauðinn var þar sýndur mér. Lét mig sú hin leiða kind liggja á millum brjósta sér. Við endum á snjallri hringhendu eftir Rósberg G. Snædal: Seint ég greiði lán mér léð, leik á breiðum tröðum. Vel er leið mín vörðuð með víxileyðublöðum. * r v dv.is 550 5000 Skaftahlíð 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.