Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2.JÚLÍ 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fáx: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS Forsetaheimsóknin - Innlendar fréttir bls. 4 Neyðarnúmer virkaði ekki - Innlendar fréttir bls. 8-9 Þriggja hæða gatnamót - Innlendar fréttir bls. 10-11 Essomótið hefst í dag - DV Sport bls. 15 Styrjöld Blairs og BBC -Leiðaraopna bls. 18-19 Ertu alvöru ferðalangur? -DVFÓkus bls. 21 Hart barist í bikarnum - DV sport bls. 37-38 Bíó & sjónvarp - bls. 34-35 DV Bingó Nú spiluin við / _ ^ \ O-röðina og í J W\ j önnur talan talan \ a \M j sem upp kemur ^ er 70. Þeir sent fá bingó, eru vinsamlega beðnir að láta vita í sírna 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeina. í vinning er ferð fýrir tvo með Iceland Express til London eða Kaupntannahafnar. Samhliða einstökum röðum er allt spjaldið spilað. Við spilum nefnilega bingó í allt suntar. Verðlaun fyrir allsherj- arbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Ritstörf í stað ATVINNA: „Mér finnst rétt að fara að huga að því að slaka aðeins á og ætla að hætta 65 ára," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar NLF( í Hveragerði. Hann hefur samið við stjórn Náttúrulækningafélagsins að hann láti af störfum í maí á næsta ári. Eftir það sinnir hann sérverkefnum í eitt ár. stjórnunar Árni Gunnarsson hefur stýrt starfseminni í Hveragerði sl. tólfár. Hann segirað stofnun- in hafi verið að ná stórum áföngum í gegn að undan- förnu. „Ég er blessunarlega laus við að trúa því að ég sé sjálfur ómissandi. Mest um vert þykir mér þó að þessi góða og merkilega stofnun fái blómstra um ókomin ár." Áfram verslað VIÐSKIPTI: (slandsbanki hf. seldi í gær hluta af bréfum sínum í Skeljungi. Á bankinn nú aðeins tæpan 5% eignar- hlut í félaginu en átti fyrir nær 10%. Mikil viðskipti voru með hlutabréf í Skeljungi á mánudag og var það rakið til átaka um yfirráð yfir félaginu. Haldið til haga Sérstakur minningardagur um Bassa bátasiglara verður haldinn næstkomandi laugar- dag, 5. júlí, en ekki á föstudag eins og fram kom í DV í fyrra- dag. Á Bassadaginn á Bakka- flöt verður vinum og velunn- urum boðið að fara niður jök- ulárnar tvær en allur ágóði rennur í ferðasjóð fjölskyldu hans. Tilraunir til yfirhylmingar í Verkalýðsfélagi Akraness: Hafa kostað félagið milljónir króna FARINN: Hervar Gunnarsson. sagði af sér formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness á aðalfundi i vetur. Hatrammar deilur og tilraunir fyrrverandi formanns, meiri- hluta stjórnar og lögmanns Verkalýðsfélags Akraness til að koma í veg fyrir að upplýst yrði um fjármálaóreiðu í félag- inu hafa kostað milljónir króna. Deilurnar hafa bæði farið fyrir héraðsdóm og Hæstarétt sem dæmdu formanni og stjórn í óhag, en þessir aðilar andæfa enn þrátt fyrir úttekt á fjármálum félagsins. Samkvæmt heimildum DV hafa málaferli og tilraunir til yfirhylm- ingar á óráðsíu í félaginu vart kost- að undir 4-5 milljónum króna. Vantrauststillaga, sem samþykkt var á formann og meirihluta stjórn- ar Verkalýðsfélags Akraness á fundi í fyrrakvöld, var óvenju harðorð. í upphaflegum drögum tillögunnar var einnig texti um að segja upp viðskiptasamningi við Ástráð Har- aldsson, lögmann félagsins, og fyr- irtæki hans, Lögmenn Hafnarstræti 20 ehf. Ástæðan var sú að hann hvatti til þess að Vilhjálmi Birgis- syni stjórnarmanni yrði meinaður aðgangur að bókhaldi félagsins sem geymdi upplýsingar um þá fjármálaóreiðu sem Pricewater- houseCoopers hefur nú staðfest. í lokatexta tillögunnar er næstu stjórn félagsins falið að ákveða með hvaða hætti lögfræðiaðstoð verði Vilhjálmur Birgisson, stjórn- armaðurinn í Verkalýðsfélagi Akraness, sem barist hefur harðri baráttu við að fá að skoða bókhaldsgögn félags- ins, vann stóran sigur í mál- inu með samþykkt félags- fundar í fyrrakvöld. Hann er að vonum ánægður með niðurstöðuna en segir að nú sé áríðandi að félagsmenn snúi bökum saman við klára þessi mál í eitt skipti fyrir öll og geri félagið starfshæft á ný. „Allar mínar ásakanir sem ég hef borið fram - hver og ein ein- asta - var staðfest með skýrslu PricewaterhouseCoopers. Því miður var þetta miklu verra en mig hafði órað fyrir." - Hvert er framhaldið? „Nú liggur ekki annað fyrir en að stíga þetta skref sem AJþýðu- sambandið er búið að leggja lín- urnar með að sett verði bráða- birgðalög f félaginu þar sem stillt í M ‘i.i.ÉÉ"kiI iLl,l 1 'iM í11' 3.1' I s-Í i í i i háttað í framtíðinni. Var tillagan samþykkt með 35 atkvæðum gegn 23 en 6 seðlar voru auðir. Tilraunir til yfirhylm- ingar á óráðsíu í félag- inu hafa vart kostað undir 4-5 milljónum króna. Tillagan sem samþykkt var hljóð- ar svo: „Almennur félagsfundur í Verka- lýðsfélagi Akraness, haldinn 30. júní 2003, lýsir furðu og vanþóknun á þeirri fjármálaóreiðu sem skýrsla PricewaterhouseCoopers ehf. sýnir að viðgengist hefur um árabil í Verkalýðsfélaginu af hálfu starfs- fólks þess. Skýrslan er úrtakskönn- un og sýnir því ekki endanlega nið- urstöðu, en gefur fullt tilefni til að bókhald félagsins síðastliðin ár verði yfirfarið. Fundurinn sam- þykkir að fela næstu stjóm félags- ins að fara rækilega ofan í bókhald- ið og grípa til þeirra aðgerða sem hún telur nauðsynlegar í framhald- inu. Hervar Gunnarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Elín Hanna Kjart- ansdóttir, Björn Guðmundsson, Ástríður Andrésdóttir, Þómnn Árnadóttir og Elín Bjarnadóttir mynduðu þann meirihluta stjórnar sem hefur með öllum tiltækum ráðum reynt að koma í veg fyrir að SIGURVEGARI: Vilhjálmur Birgisson. verði upp listakjöri. Síðan verði kosin heil stjórn sem taki við -8. september. Þetta er það eina sem hægt er að gera,“ sagði Vilhjálmur í samtali við DV. Hann segir að fundur um breytingu á lögum fé- lagsins til bráðabirgða verði lík- lega haldinn næstkomandi mánu- dag. Vilhjálmur sagðist ekki eiga Vilhjálmur Birgisson stjórnarmað- ur fengi aðgang að bókhaldi félags- ins frá fýrri ámm. Þetta starfsfólk hefur bæði notað til þess áhrif sín sem forsvarsmenn félagsins og einnig beitt sér íýrir því að milljón- um króna hefur verið varið úr sjóð- um félagsins í þessum eina tilgangi. Fundurinn lýsir yfir sérstöku van- von á öðm en þau bráðabirgðalög yrðu samþykkt. f framhaldinu yrði væntanlega haldin kosning og kosin algjörlega ný stjórn sem falið yrði, með ályktun fundarins f fyrradag, að fara nánar ofan í saumana á fjárreiðum félagsins. „Þá verður endanlega gert hreint í félaginu/ sagði Vilhjálmur. íífcEiitL L íifcí iíMÍ iítiiri’íi:iix i trausti á þessa fyrrverandi stjórnar- menn. Með hliðsjón af því að þarna er að hluta til um starfsmenn fé- lagsins að ræða, krefst fundurinn þess að starfsmannahald verði tek- ið til sérstakrar skoðunar af næstu stjórn og jafnframt að tryggt verði að þar til ný stjórn tekur við verði núverandi starfsmenn sviptir allri fjárhagslegri ábyrgð og ákvarðana- töku. Fundurinn átelur sérstaklega framgöngu lögmanns félagsins, Ástráðs Haraldssonar, sem með orðum sínum og athöfnum hvatti til þess að Vilhjálmi Birgissyni stjórnarmanni væri meinaður að- gangur að bókhaldi félagsins og reyndi nú síðast að fá skýrslu PricewaterhouseCoopers dregna til baka. Fundurinn samþykkir að fela næstu stjórn að ákveða með hvaða hætti lögfræðiaðstoð verði háttað fýrir félagið í framtíðinni." Fundurinn átelur sér- staklega framgöngu lögmanns félagsins, Ástráðs Haraldssonar. Á fundinum í fýrrakvöld var kynnt tillaga um breytingar á lög- um VLFA til bráðabirgða sem ætlað er að bera klæði á vopnin. Mun sú tillaga verða tekin fyrir á næsta fé- lagsfundi, en ranglega var greint frá því í DV í gær að hún hefði þegar verið samþykkt. Ef þessi tillaga verður samþykkt er gert ráð fyrir að kosning formanns og nýrrar stjórn- ar fari fram með allsherjaratkvæða- greiðslu svo fljótt sem auðið er. Gert er ráð fýrir að um póstkosn- ingu verði að ræða. hkr@dv.is. Allar mínar ásakanir voru staðfestar segir Vilhjálmur Birgisson eftir langvarandi baráttu við stjórn VLFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.