Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 22
22 FÓKUS MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 - ^fó k u s Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Netföng:fokus@fokus.is, hdm@fokus.is,sigrun@fokus.is Sími: 550 5894 ■ 550 5897 www.fokus.is Hve M oru hvar? Skemmtanaglaðir íslendingar flykkt- ust út á lífið um helgina enda nóg um að vera í baenum. Á Nasa voru margir góð- kunnir einstaklingar. Þar voru meðal ann- arra Jakob Frimann Magnússon og Birna Rún Gfsladóttir cn skötuhjúin voru að fagna útskrift Birnu. Þar voru einnig Simmi í70 mínútum ásamt Jóafélaga sín- um en saman ætla þeir að kynna tilvon- andi fslenskar poppstjörnur til leiks á Stöð 2 f haust. Frið- rik sjúkra- þjálfari var á staðnum f heitum dansi og einnig knattspyrnuþjálfarinn Logi Ótafsson. Þeim Ásdfsi Rán, Einari Bárð- ar og Þorsteini Airwaves-kalli sást einnig bregða fyrir. Bergtjót Arnalds barnabókahöfundur sást taka nokkur dansspor ígóðra vina hópi og Addi Thor- valdsen og Hjalti verkfræðingur skemmtu sér vel. Fegurðardrottningin Manúela Ósk Harðardóttir, MaggiStef., markaðsstjóri Flugleiða, Addi Fannar og Yesmine, Elmar framkvæmdastjóri 66' norður og Björn Zoéga skemmtu sér konunglega ásamt golfurunum f lceland Open sem voru með dúndrandi partíá staðnum á laugardaginn. Á Hverfis- barnum var einnig margt um manninn. Smiður fs- lands , Frikki Weis, var á staðnum og einnig gítarleikarinn Gummi Jóns, DJ Gummi Gonzales, Þórdfs sfma- stelpa, leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur, Hallur Helgason og sjónvarps- maður síðasta árs, Sveppi úr 70 mínútum. Knattspyrnu kappinn Eiður Smári lét sig ekki vanta cn hann stóð fyr ir óvissufer.ð sem endaði á Hverfisbarn um þar sem fótboltastrákarnir skemmtu sér fram eftir morgni. Á Sóloni var mikið fjör. Þangað lögðu mcðal ann- arra leið sfna stormsenter- inn Hálfdán Gfslason úr Val og þjálfari hans, Þorlékur Árnason. Hvergi var stuðið þó jafn mikið og norðan heiða, nánar tiltekið á Kaffí Kar- ólínu þar sem naglbíturinn og sjónvarps- maðurinn Vilhelm Anton Jónsson lék á harmonikku með miklum tilþrifum. Meðal áheyrenda var útvarpskonan Lfsa Páls- dóttir sem skemmti sér konunglega. sendu okkur upplýsingar í fokusg. fokus•ís StendurþU fyri.r 0 einhveriu 1 Orville, lengst til hægri, ásamt MC Blessed og félögum sínum. MC Blessed kom frá London til þess að spila á Kaffi List. Fókusmynd E.ÓI. Jamaíkubúinn Orville Pennant er íslendingum að góðu kunnur en hann hefur kennt þeim afródans í Kramhúsinu um árabil. Á morg- un og hinn daginn ætlar hann að kynna Frónbúum sína eigin menningu, matargerð og tónlist á Kaffi List á Laugavegi. Þar verður haldin karabísk veisla í víðasta skilningi þess orðs og þá dugir ekki minna en að fá plötusnúð frá Jamaíku og rappara frá London í heimsókn. Jomaiskt rapp, reggae og bongótrommusldttur „Fjölmargir íslendingar hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur Jamaíku og elska bæði matinn og tónlistina," segir Orville, spurður um ástæður þess að ákveðið var að halda slíkt kvöld. „Fyrir um þremur árum voru alltaf reggaekvöld á Píanóbarnum á fimmtudögum. Það var fullt út úr dyrum í hvert ein- asta sinn. Eg er mjög ánægður að hafa fengið þetta tækifæri núna til þess að færa þessa tvo gjörólíku menningarheima nær hvor öðrum. „Keeping people together". Ef vel tekst til gæti verið gaman að reyna að gera þetta að árlegum viðburði.“ Jerk chicken Orville hlær, spurður hvemig matargeið Jamaíkubúa sé. „Mat- urinn er vel kryddaður og við notum mikið af bæði grænmeti og framandi ávöxtum. Þótt við, notum sama kjöt og Islendingar, til að mynda nautakjöt og kjúklinga, er maturinn gjörólíkur því við mat- reiðum hráefhið á okk- ar máta,“ segir Orville og nefnir að sumir réttimir hafi skemmtileg nöfh. „Einn rétturinn heitir til dæmis Jerk chicken og Ackee-saltfiskur er einn af þjóðarréttum Jamaíku- búa.“ Bob Marley er kóngurinn Boðið verður upp á matinn í hádeginu bæði fimmtudag og föstudag en hápunkturinn er klukkan 19 á föstudagskvöld. Þá verður Bob Marley hlaðborð. „Þetta er það sem mig langar að gera til að minnast kóngsins, my tribute to the king,“ segir Orville og brosir. „Marley var rastamaður og borðáði mat eins og þann sem verður á boðstólum. Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um Jamaíku án þess að minnast á Bob Marley.“ Orville segir íslendinga fá tækifæri til þess að skyggnast inn í heim Jamaíkubúa. „Þeir fá að sjá hvemig við skemmtum okkur. Við ætlum að reyna að draga fólk sem lengst frá borðum sínum og stólum, fá það til að hreyfa sig aðeins.“ Jamaíkubúar feður rappsins Orville tekur hlutverk sitt greinilega alvarlega því að hann hefur fengið plötusnúð alla leið frá Jamaíku og rappara frá London til að koma í heimsókn. „DJ Chris kemur frá Jamaíku í tilefni þessa. Hann er góð- vinur minn og hefur komið tvisvar til Islands áður, þó aldrei til að spila. Sá sem kemur frá London, MC Blessed, er hálfur íslendingur og hálfur Keníubúi. Hann bjó hér áður en flutti til London og hefur þar gefið út nokkrar smá- skífur. MC Blessed rappar á jamaískan máta sem er ólíkur ameríska rappinu sem íslendingar þekkja. Það má í raun segja að ameríska rappið sé bam þess jamaíska. Það er faðir rappsins sem við þekkjum f dag og í raun mun þróaðra tónlistarlega séð, að minnsta kosti að mínu mati. I byrj- un sjötta og sjöunda áratugarins fluttust Jamaíkuþú- ar til Bandaríkjanna og byrjuðu að rappa. Þegar þeir urðu smátt og smátt hluti af hinu nýja samfélagi byrj- aði rappið að þróast í Bandaríkjunum. Jamaískt rapp nefnist Ragga, til aðgreiningar frá hinu.“ Reggae-reggae Þótt flestir Islendingar tengi reggae strax við Bob Marley segir Orville að því fari fjarri að allt reggae sé eins og Bob Marley reggae. „Reggae er mjög fjöh breytt tónlist. Það er til hip hop reggae, djass reggae, reggae-reggae og svo framvegis. Eg vil bara hvetja alla til þess að koma til okkar, reima á sig dansskóna og hreyfa sig en þess má kannski geta að aðgangur er ókeypis. Það má svo ekki gleyma því að við erum með keppni í Rubadub sem er jamaískur stelpudans. Sig- urvegarinn fær flösku af ekta jamaísku, vel „spicy“ rommi.“ m I fl -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.