Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 20
+ 20 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 DV-bingó Laufléttur og skemmtileg- ur bingóleikur er í DV í allt sumar. B-, I-, N- og G-rað- irnar hafa þegar verið spilað- ar og Ieikur á Ó-röðina er hafinn. DV-bingó er spilað í allt sumar á spjaldið sem áskrifendur hafa fengið sent. Bingótölurnar birtast á bls. 2 í DV alla útgáfudaga blaðs- ins. Samhliða því að ákveð- inn leikur er spilaður, t.d. einstök röð, er allt spjaldið spilað. Sá sem fær bingó á ailt spjaldið fær að launum vikuferð til Portúgals með Ferðaskrifstofunni Terra- Nova Sól. Vinningar fyrir staka leiki er ferðavinningur fyrir tvo með Iceland Ex- press. Það borgar sig að vera áskrifandi. Sumarverð á smáum Sérstök sumarverðskrá gildir nú fyrir smáauglýsing- ar í DV Kostar 4ra lfnu texta- auglýsing sem pöntuð er á www.smaar.is 500 kr. Sams konar auglýsing, sem keypt er með símtali eða í af- greiðslu smáauglýsinga í DV-húsinu, kostar hins veg- ar 700 kr. Myndaauglýsing kostar sfðan 950 krónur, hvort sem hún er keypt í á www.smaar.is, með símtali eða í DV-húsinu. Allir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happ- drættispotti. Dregið verður alla þriðjudaga í júlí og ágúst og munu nöfn vinningshafa birtast í DV á föstudögum. Aðalvinningurinn, sem dreg- inn verður 2. september, er flugmiði frá Iceland Express. Breytingar á útliti og efnistökum DVhafa skilað sér ístórauknum lestri a Lestur DV hef ur au Lestur á DV hefur aukist um þriðjung samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallups sem gerð var um síðustu mánaðamót og birt var í gær. Er þá miðað við fjölmiðlakönnun Gallups sem gerð var mánaðamótin mars- apríl. Lestur á DV hefur aukist um þriðjung samkvæmt nýrri fjöl- miðíakönnun Gallups sem gerð var um síðustu mánaðamót og birt var í gær. Er þá miðað við fjölmiðla- könnun Gallups sem gerð var mán- aðamótin mars-aprfl. Meðallestur á tölublað hefur stokkið úr 22,1 prósenti f 29,1 prósent eða um 7 prósentustig. Hlutfallsleg lestrar- aukning mælist því 31,7 prósent. Þegar litið er á tölur yfir „eitthvað lesið í vikunni" er DV einnig á fljúg- andi ferð þar sem lesturinn fer úr 44,8 í 57,3 prósent, eykst um 12,5 prósentustig. Hlutallsleg aukning er tæp 28 prósent. Af þessu má ráða að breytingar á útíiti og efnistökum DV síðustu vik- ur og mánuði hafa mælst einkar vel fyrir meðal lesenda. DV er í sókn. Lestur DV hefur aukist alla út- gáfudaga, mest á fimmtudögum, um 9,3 prósentustig, og föstudög- um, um 8,5 prósentustig. Lestrar- aukningin mælist 7,2 prósentustig á laugardögum, 7,1 prósentustig á þriðjudögum, 6,5 prósentustig. á mánudögum og loks 3,6 prósentu- stig á miðvikudögum. DV dregur verulega á hin dagblöð- in í lestri en aukning á meðallestri Fréttablaðsins, sem dreift er ókeypis til lesenda, mælist 6,8 prósent milli kannana en aðeins 2,1 prósent hjá Morgunblaðinu. Meðallestur Frétta- blaðsins mældist 65,9 prósent, Morgunblaðsins 53,4 prósent og DV 29,1 prósent. Þegar litið er á töluryfir „eitthvað lesið í vikunni" mældist Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis til lesenda, hins vegar með 89,8 pró- senta lestur, Morgunblaðið með 75,7 prósenta lestur og DV með 57,3 pró- senta lestur. Helgarblað DV sterkt Fjölmiðlakönnun Gallups lumar á fleiri athyglisverðum niðurstöð- um. DV er þannig meira lesið en Morgunblaðið þegar litið er til upp- Lestur DV hefur aukist alla útgáfudaga, mest á fimmtudögum, um 9,3 prósentustig. safhaðrar dekkunar á landsbyggð- inni. Uppsafnaður lestur DV á landsbyggðinni mælist 65,1 pró- sent en 64,9 prósent hjá Morgun- blaðinu. Og DV hefur einnig betur en Morgunblaðið þegar litið er á lestur laugardagsblaðanna á landsbyggð- +!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.