Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 DVSPORT 39
ttara, 2-1, á Kaplakrikavelli
velli. Sá kraftur og leikgleði sem er í
þeim á Laugardalsvellinum er
„Við erum komnir
áfram og það er það
sem skiptir máli."
greinilega pakkað niður eftir
heimaleiki því þróttlausir eru þeir
með eindæmum á útivelli. Erlingur
Guðmundsson var ljósið í myrkr-
inu að þessu sinni en hann stóð sig
vel í bakvarðastöðunni og miðverð-
irnir skiluðu sínu eins og oft áður.
Páll Einarsson var ágætur á miðj-
unni en Halldór Hilmisson fann sig
engan veginn og við því mega
Þróttarar greinilega ekki.
Lékum ágætlega
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-
inga, lék eins og sá sem valdið hef-
ur í gær og hann var að vonum kát-
ur þegar DV-Sport náði tali af hon-
um eftir leik.
„Þetta var allt í lagi. Við erum
komnir áfram og það er það sem
skiptir máli. Við lékum ágætlega á
köflum en hefðum vel getað tapað
þessum leik líka. Þróttararnir eru
með gott lið, spila góðan fótbolta
og þeir eiga virðingu skilið fyrir
það. Við vorum samt heilt yfir betri
og við áttum sigurinn skilið. Það
eru engir draumamótherjar í næstu
umferð heldur bara gamla tuggann
að maður vill helst fá heimaleik,"
sagði fyrirliðinn ánægður að lok-
um.
Maðurleiksins: Heimir Guöjóns-
SOn, FH henry@dv.is
Bikardrama á,
Hásteinsvelli
þegar úrindavík vann
ÍBVí vítaspyrnukeppni
Vítaspyrnukeppnin:
0-0 Ólafur Örn Bjarnason yfir
1 -0 Tom Betts mark
1- 1 Gestur Gylfason mark
2- 1 Hjalti Jóhannesson mark
2-2 Óðinn Árnason mark
2-2 Tryggvi Bjarnason stöng
2- 3 Eyþór Atli Einarsson mark
3- 3 Gunnar H. Þorvaldsson mark
3- 4 Eysteinn Hauksson mark
4- 4 Bjarnólfur Lárusson mark
4-5 Alfreð Jóhannsson mark
4-5 Bjarni Geir Viðarsson varið
Það var ekki áferðarfalleg
knattspyrna sem boðið var upp
á í Eyjum í gærkvöld þegar ÍBV
og Grindavík mættust því að
bæði lið fóru varlega í sakirnar
og færin létu á sér standa. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan
0-0 og því varð að grípa til
framlengingar. Hvorugu liði
tókst að skora þar en Grindvík-
ingar höfðu betur í vítaspyrnu-
keppninni, skoruðu úr fimm af
sex spyrnum en Ólafur Gott-
skálksson varði síðustu spyrnu
Eyjamanna.
Færin í fyrri hálfleik mátti telja á
fingrum annarrar handar en besta
færið fékk Tryggvi Bjarnason fyrir
Eyjamenn þegar hann virtist fá frí-
an skalla á markteig en Tryggvi
hitti boltann illa og skallaði alla leið
í innkast. Síðari hálfleikur var svip-
aður og sá fyrri, liðin tóku enga
áhættu og fyrir vikið voru færin fá.
Gestur Gylfason átti skot af löngu
færi með hægri fæti þegar tólf mín-
útur voru til leiksloka. Það fór
KR í 16-LIÐA ÚRSLITUM
í kvöld eigast við KR og U-23 lið fA
í 16-liða úrslitumVISA-bikarkeppn-
innar í Frostaskjólinu. Síðustu þrjú
ár hafa KR-ingar hins vegar tapað
sínum leikjum í 16-liða úrslitum
bikarkeppninnar- alltaf á heima-
velli sínum vestur í bæ.
Leikir KR f 16-liða úrslitum:
2000: KR-Keflavík 1-2
2001: KR-Fylkir 0-1
2002: KR-Fram 0-1
KA OG FYLKIRENNÁNÝ
Norðan heiða mætast KA og Fylkir
í bikarkeppninni, fjórða árið í röð.
Fylkir hefur ávallt borið sigur úr
býtum en þó hafa liðin alltaf mæst
í Reykjavík (undanúrslitin í fyrra
fóru fram á Laugardalsvellinum.)
Leikir KA og Fylkis i bikarnum:
2000: Fylkir-KA (16-liða úrsl.) 2-0
2001: Fylkir-KA (úrslit) 2-2 (5-4)
2002: KA-Fylkir (undanúrsl.) 2-3
naumlega fram hjá og því varð að
framlengja.
Bæði Iið fengu ágætis færi á að
skora, fyrst var það Óli Stefán Fló-
ventsson sem fékk boltann í víta-
teig Eyjamanna en slakt skot hans
fór fram hjá. Gunnar Heiðar Þor-
valdsson slapp svo í gegnum vörn
Grindvíkinga en Ólafur Gottskálks-
son bjargaði með glæsilegu út-
hlaupi. Hvorugu liði tókst að skora
og því varð að grípa til vítaspymu-
keppni. Þar skoruðu bæði lið úr
fjórum af fyrstu fimm spyrnunum
og í þeirri sjöttu skoraði Alfreð Elías
Jóhannsson fyrir Grindvíkinga.
Ólafúr Gottskálksson var svo hetja
Grindvíkinga þegar hann varði
ágæta spyrnu Bjarna Geirs Viðars-
sonar og kom þar með sínu lið-
i í átta liða úrslit keppninnar. »
Ekta bikarleikur
Ólafur sagði eftir leikinn að það
hefði verið erfitt að mæta ÍBV í Eyj-
um. „Þetta var mjög jafn leikur, frá
fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu.
Bæði lið fengu nokkur færi en þetta
var bara ekta bikarleikur og liðin
tóku ekki mikla sénsa."
En varstu búinn að ákveða að
fara í hægra hornið í síðustu spyrn-
unni?
„Já, ég var búinn að fara tvisvar ^
eða þrisvar í rétt horn en þetta voru
góðar spyrnur hjá Eyjamönnum.
Síðasta spyrnan hefði líka verið
ágæt ef ég hefði ekki farið í rétt
horn.“
Maður leiksins: Ólafur Gott-
skálksson, Grindavík jgi
FIMMTUGASTA VÍTAKEPPNIN
Vítakeppnin sem réð úrslitum í
bikarleik (BV og Grindavíkur í 16 liða
úrslitum Visa-bikars karla í gær var
söguleg því þetta var í 50. sinn í sögu
úrslitakeppni bikarkeppninnar hér á
landi að úrslit leiks réðust í
bikarkeppni. Eyjamenn máttu þar
sætta sig við þetta út úr bikarnum í
fimmta sinn í vítakeppni.
Vftakeppnin hefur verið lausn við að
útkljá bikarleiki allt frá árinu 1984 en
henni vareinnig beitt árin 1967 og
1968. Vftakeppnin hefur oftast komið
fyrir í 16 liða úrslitum eða 20 sinnum
en 16 sinnum hefur vítakeppni ráðið
úrslitum í 8 liða úrslitum. Þrír
bikarúrslitaleikir hafa endað í
vítakeppni en lengi vel var annar
leikuref liðin skildu þarjöfn.
Flestar vitakeppnir á einu tímabili
voru árið 1994 þegar fimm leikir fóru
alla leið í vítakeppni. Grindvikingar,
sem þá voru í B-deild, settu þar met
með því að vinna þrjár vítakeppnir á
sama timabili en Haukur Bragason,
markvörður liðsins, varði fimm víti í
þessum þremur vítakeppnum. ■>*
Daníel afgreiddi Þórsara
með tveim góðum mörkum þegar Víkingur vann sannfærandi sigur á Akureyri
0-1 Daníel Hjaltason 56.
0-2 Daníel Hjaltason 61.
Þór og Víkingur mættust í ann-
að skipti á stuttum tíma á Akur-
eyrarvelli í gærkvöld en í fyrri
leiknum gerðu liðin jafntefli, 1-1.
Leikurinn fór frekar rólega af stað
og voru Þórsarar ívið betri og áttu
þeir fyrstu skotin að marki en
voru þau með öllu hættulaus. Það
var hins vegar ekki fyrr en á 34.
mínútu að fyrsta alvörufærið leit
dagsins ljós þegar Jóhann Þór-
hallsson fékk sendingu inn í teig
Víkinga, tók hana á bringuna og
síðan viðstöðulaust skot. Ög-
mundur Rúnarsson varði boltann
í innanverða stöngina og rúllaði
boltinn eftir línunni þangað til
varnarmaður Víkinga sparkaði
honum í burtu. Eftir það gerðist
ekkert það sem eftir var hálf-
leiksins. Seinni hálfleikur bauð
upp á meiri skemmtun og á 56.
mínútu tók Atli Rúnarsson stutta
markspymu út úr teignum þar
sem Hörður Rúnarsson tók við
honum en þar lenti hann í baráttu
við sóknarmann Víkinga og end-
arði boltinn við fætur Daníels
Hjaltasonar sem rak boltann inn í
teig Þórs og skoraði örugglega
fram hjá Atla í markinu.
Á 61. mín. vann Kári Árnason
boltann á miðjunni og sendir frá-
bæra sendingu inn fyrir vörn Þórs
þar sem Daníel Hjaltason kom á
harðahlaupum og skoraði aftur
örugglega. Eftir þetta sóttu Vík-
ingar hart að marki Þórs, fengu
færi á að bæta við mörkum, þeim
tókst það ekki en fóru með sigur
af hólmi.
Fyrri hálfleikur var ágætur á að
horfa og spiluðu bæði lið ágætis
knattspyrnu en í seinni hálfleik
voru Víkingar miklu betri og var
barátta þeirra meiri um boltann
og þeir voru hreyfanlegir á meðan
Þórsarar voru andlausir og bar-
áttulitlir. Þótt leikurinn væri
prúðmannlega leikinn sáust oft
ljótar sólatæklingar sem ættu ekki
að sjást á vellinum.
Maður leiksins: Daníel Hjalta-
son, Vúdngi ee
30 félög hafa lent í vítakeppni,
Keflavíkingar oftast, eða tíu sinnum.
Fimm af þessum 30 félögum hafa
ekki tapað í vítakeppni, Skagamenn
eru þar fremstir á biaði en þeir hafa
unnið allar fimm vítakeppnirnar sem
þeir hafa lent í.
ÁRANGURFÉLAGA
Fjöldi vítakeppna/lið unnið-tapað
10 Keflavík 4-6
8 Þór, Akureyri 5-3
7 Valur 6-1
7 Grindavík 4-3
7 (BV 2-5
6 KA 3-3
6 Fram . - 2-4
5 (A 5-0
5 Breiðablik ,. 2-3
4 Víðir 3-1
4 KR 3-1
4 Selfoss 1-3
Aöeins þau félög sem hafa tekið þátt í 4 vítakeppnum komastá þennan
llsta ooj.sport@dv.is