Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 32
32 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 2.JÚLI2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Netfang: aettir@dv.is
Sími: 550 5826
Stórafmæli
90 ára
Ragnheiður Biöndal,
Miðleiti 5, Reykjavík.
Fólk í fréttum
Guðjón Magnússon
nýráðinn forstjóri Lýöheilsustöðvar
Guðjón Magnússon, fyrrv. skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
og fyrrv. formaður RKÍ, hefur verið
ráðinn forstjóri Lýðheilsustöðvar
sem tók til starfa í gær. Hann mun
taka við starfinu þann 1.10. nk.
Starfsferill
Guðjón er fæddur í Reykjavík 4.8.
1944 og ólst þar upp en dvaldi á
Stokkseyri á sumrin til tólf ára ald-
urs. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1964, embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ 1971 og prófí í samfé-
lagslækningum frá háskólanum í
Edinborg f Skotlandi 1975. Guðjón
stundaði sérnám við rannsóknar-
deild skoska heilbrigðisráðuneyt-
inu í Edinborg 1975, á Hudd-
ingesjúkrahúsinu í Stokkhólmi
1975-80 og lauk doktorsprófi í við
Karolinska Institutet í Stokkhólmi
1980. Hann varð sérfræðingur í fé-
lagslækningum í Svíþjóð 1979 og
viðurkenndur sérfræðingur í fé-
lagslækningum og embættisiækn-
ingum hérlendis ári síðar.
Guðjón var aðstoðarlæknir á
barnadeild Landspítalans 1972, að-
stoðarborgarlæknir 1972-73, skóla-
yflrlæknir 1973, héraðslæknir á
Hofsósi og Sauðárkróki 1973-75,
aðstoðarlæknir og aðstoðaryfir-
læknir á Uttans sjukhus í Stokk-
hólmi, lungnadeild, 1975-76, að-
stoðarlæknir með námi í félags-
lækningum við Socialmedicinska
institutet, Huddinge sjukhus í
Stokkhólmi 1976-77, á geðdeild þar
1977-78 og við Socialmedicinska
institutet 1978-80, aðstoðarland-
láeknir 1980-84 og 1985-90, settur
landlæknir 1984-85, skrifstofustjóri
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
isins og staðgengill ráðuneytis-
stjóra frá 1990-96, lektor og sfðan
dósent við í félagslækningum við
HÍ 1982-92, kennari í samfélags-
lækningum við Norræna heilbrigð-
isháskólann í Gautaborg 1981, pró-
fessor þar 1991-92 og rektor skól-
ans frá 1996.
Guðjón, sem spilaði handbolta
og fótbolta með Fram á yngri árum,
lék körfuknattleik með ÍS og dæmdi
fjölmarga landsleiki í íþróttinni,
bæði heima og erlendis. Hann var
formaður Félags læknanema 1969
og varaformaður Stúdentaráðs HÍ
1969-70, ritari Læknafélags Islands
1971-75, ritstjóri Læknablaðsins
1981- 85 og Nordisk Medicin
1983-86 og hefur verið í ritstjórn
Scandinavinan Journal of Social
Medicine frá 1982. Guðjón var í
stjórn Hollustuverndar ríkisins
1982- 85, í kjaradeilunefnd
1982-85, forseti Norræna félags-
lækningasambandsins 1983-85,
formaður Samtaka lækna gegn
kjarnorkuvá 1983-85 og varafor-
maður Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins 1981-85, sat í stjórn Rauða
kross íslands frá 1982, var varafor-
maður 1983-85 og formaður frá
1986-96, varaforseti Alþjóðasam-
bands Rauða krossins og Rauða
hálfmánans í Genf í Sviss 1989-93
og hefur gegnt íjölda annarra trún-
aðarstarfa fyrir Rauða kross-hreyf-
inguna.
Guðjón var formaður norrænnar
nefndar um heilbrigðistölfræði
1985-89, í samvinnunefnd sjúkra-
húsa í Reykjavík og á Akureyri
1985- 91, í stjórn Geislavarna ríkis-
ins 1985-97, í nefnd til að gera til-
lögur um lækkun lyfjakostnaðar
1986- 89, formaður landsnefndar
um alnæmisvarnir frá 1988-94,
fulltrúi Evrópu í stjórn alnæmis-
átaks Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar 1988-90, í samstarfsráði
sjúkrahúsa í Reykjavík frá 1990, í
samninganefnd Tryggingastofnun-
ar ríkisins frá 1990 og í fulltrúaráði
Sólheima í Grímsnesi, hefur verið
félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur
frá 1986, hefur skrifað á annað
hundrað greina í innlend og erlend
tímarit um læknisfræðileg efni og
niðurstöður rannsókna.
Guðjón varð heiðursfélagi í
Finnska læknavísindafélaginu
1986, hlaut riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1989, heiðurs-
merki mexíkóska Rauða krossins
1990, gullskjöld sænska Rauða
krossins 1990, heiðursmerki
danska Rauða krossins 1990 og
heiðursmerki pólska Rauða kross-
ins 1991, heiðurmerki finnska
Rauða krossins 1997, og æðsta
heiðursmerki Rauða kross íslands
1997.
Fjölskylda
Guðjón kvæntist 2.7. 1966 Sig-
rúnu Gísladóttur, f. 26.9. 1944,
B.Ed. frá KHÍ, fyrrv. skólastjóra
Flataskóla og bæjarfulltrúa í Garða-
bæ. Foreldrar hennar: Gísli Ólafs-
son, f. 8.1. 1917, fyrrv. fulltrúi, og
Bjarnheiður Gissurardóttir, f. 29.11.
1913, fyrrv. klæðskeri.
Synir Guðjóns og Sigrúnar eru
Arnar Þór, f. 21.8. 1970, læknir í
Reykjavfk; Halldór Fannar, f. 22.4.
1972, eðlisfræðingur í San Franc-
isco; Heiðar Már, f. 22.4. 1972, B.S.
hagfræðingur í Reykjavík.
Hálfsystkini Guðjóns, sam-
mæðra: Guðmundur Kristján
Hjartarson, f. 23.3. 1948, verslunar-
maður; Einar Vilberg Hjartarson, f.
26.4. 1950, tónlistarmaður; Guð-
finna Helga Hjartardóttir, f. 23.7.
1958, skrifstofumaður; Ingibjörg
Halldóra Hjartardóttir, f. 29.3.
1963, húsmóðir.
Guðjón á þrjú systkini, samfeðra.
Foreldrar Guðjóns: Magnús
Jónsson, f. 30.6. 1924 á Stokkseyri,
d. 24.7.1968, vörubílstjóri á StokJcs-
eyri, og Alma Einarsdóttir, f. 30.12.
1928 í Reykjavík.
Stjúpfaðir Guðjóns: Hjörtur Guð-
mundsson, f. 21.6.1924, rafvirki.
Ætt
Magnús var sonur Jóns, kaup-
manns og útgerðarmanns á Stokks-
eyri Magnússonar, b. á Brú í Flóa
og kaupmanns Gunnarssonar, b. á
Hæringsstöðum Ingimundarsonar,
pr. á Ólafsvöllum Gunnarssonar.
Móðir Jóns kaupmanns var Ástríð-
ur Eiríksdóttir, b. á Brú Eiríkssonar,
b. í Arakoti á Skeiðum Guðmunds-
sonar. Móðir Ástríðar var Anna
Bjarnadóttir, b. í Björnskoti
Lafranzsonar. Móðir Önnu var
Margrét Eyjólfsdóttir, b. í
Björnskoti Árnasonar, b. í
Björnskoti Sigvaldasonar, b. á
Löngumýri á Skeiðum Jónssonar.
Móðir Árna var Margrét Bergsdótt-
ir, ættföður Bergsættar Sturlaugs-
sonar.
Móðir Magnúsar var Halldóra
Ólöf Sigurðardóttir, b. á Vegamót-
um á Seltjamarnesi Guðmunds-
sonar.
Alma er dóttir Einars, bryta á
Akranesi og síðar verslunarstjóra í
Reykjavík, frá Flankastöðum í Gull-
bringusýslu Magnússonar, og
Helgu Guðjónsdóttur.
Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir
athafnakona í Reykjavík
Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir at-
hafnakona, Arahólum 6, Reykjavík,
er áttatíu og fímm ára í dag.
Starfsferill
Guðfmna fæddist í Stóra-
Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og
ólst þar upp. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskóla Árnýjar Filippus-
dóttur sem þá gekk undir heitinu
Grautarskóli.
Auk heimilis- og uppeldisstarfa
stundaði Guðfinna lengst af ráðs-
konustörf. Þá stundaði hún versl-
unarstörf við verslun eiginmanns
síns sem starfrækti biðskýlið við
Bústaðaveg í Reykjavík 1961-80.
Fjölskylda
Eiginmaður Guðfinnu var Guð-
mundur Ingvar Ágústsson, f. 13.3.
1917, d. 1978, kaupmaður í Reykja-
vík. Hann var sonur Ágústs Friðriks
Guðmundssonar, skósmiðs í
Reykjavík, og k.h., Maiendínu Guð-
laugar Kristjánsdóttur húsmóður
sem bæði em látin.
Börn Guðfinnu og Guðmundar
em Maja Þuríður Guðmundsdóttir,
f. 1.5. 1941, húsmóðir í Reykjavík,
en eigimaður hennar er Hafliði Örn
Björnsson flugmaður og eiga þau
þrjú börn; Sigrún Hrefna Guð-
mundsdóttir, f. 29.4. 1947, búsett í
Reykjavík og á hún þrjár dætur;
Ólöf Hafdís Guðmundsdóttir, f.
17.10. 1949, húsmóðir í Reykjavík
en maður hennar er Sigurjón Guð-
mundsson; Kristján Arnfjörð Guð-
mundsson, f. 30.10. 1951, strætis-
vagnastjóri hjá Hagvögnum og á
hann sex börn; Ingibjörg Linda
Guðmundsdóttir, f. 1.4. 1956,
starfsmaður hjá Flugleiðum, búsett
í Reykjavík og á hún þrjú börn.
Systkini Guðflnnu: Guðmundur
Ólafsson, f. 6.10. 1914, nú látinn,
verkstjóri hjá fslenskum aðalverk-
tökum, var kvæntur Guðrúnu Eyj-
ólfsdóttur sem nú er látin, börn
þeirra em tvö; Guðrún Ingibjörg, f.
13.2. 1916, nú látin, var búsett í
Reykjavík, var gift Jóni Benedikts-
syni og átti með honum tvö börn
en þau slitu samvistir og hún átti
eitt barn fyrir hjónaband; Ellert, f.
4.4. 1917, d. 1984, leigubílstjóri en
kona hans var Ingibjörg Júlíusdótt-
ir og börn þeirra eru tvö; Guð-
mundur Viggó, f. 20.11. 1920, nú
látinn, leigubílstjóri, var kvæntur
Fjólu Jóhannesdóttur og eiga þau
þrjú börn; Pétur, f. 26.2. 1922, nú
látinn, var starfsmaður íslenskra
aðalverktaka, búsettur á Stóra-
Knarrarnesi; Hrefna, f. 16.4. 1923,
húsmóðir og fótsnyrtidama, gift
Ólafl Björnssyni; Margrét, f. 11.11.
1924, ráðskona í Reykjavík, gift Eð-
varð Sveinssyni sem nú er látinn,
börn þeirra em þrjú; Ólafur, f. 6.6.
1926, d. 22.6. 1940; Guðbergur, f.
7.8. 1927, leigubílstjóri í Keflavík,
kvæntur Esther Jósepsdóttur og
eiga þau fjóra syni; Bjarney, f.
17.12. 1928, hárgreiðsludama í
Reykjavík, gift Guðmundi Jasonar-
syni og eiga þau sex börn; Áslaug
Hulda, f. 7.7. 1930, húsmóðir í
Keflavík, gift Hermanni Helgasyni
og eiga þau sjö böm; Eyjólfur, f.
13.4.1932, vömbflstjóri í Reykjavík,
kvæntur Ágústu Högnadóttir og
eiga þau tvö börn; Klara, f. 9.10.
1933, nú látin, starfsstúlka í mötu-
neyti íslenskra aðalverktaka, var
gift Ástvaldi Ragnari Bjarnasyni
verkstjóra sem einnig er látinn og
eignuðust þau flmm börn.
Foreldrar Guðfinnu vom Ólafur
Pétursson, f. 28.6. 1884, d. 11.10.
1964, bóndi og fiskverkmaður, og
Þuríður Guðmundsdóttir, f. 17.4.
1891, d. 25.2. 1975, búsett á Stóra-
Knarrarnesi frá árinu 1913 til ævi-
loka.
Haldið verður upp á daginn á
Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysu-
strönd, miðvikudaginn 2.7.
85 ára
Guörún Elíasdóttir,
Strandgötu 9a, Stokkseyri.
Margrét Ólafsdóttir Hjartar,
Asparfelli 8, Reykjavík.
80 ára
Svelnn Guömundsson,
Heiöargeröi 51, Reykjavík.
75 ára
Margrét H. Sigurðardóttir,
Hörgshiíö 8, Reykjavík.
70 ára
Esther Árnadóttir,
Holtageröi 52, Kópavogi.
Guöný Halldórsdóttir,
Kirkjuvegi 17, Ólafsfirði.
Ingibjórg Ólafsdóttir,
Hátúni, Dalvik.
Pétur Sölvi Þorleifsson,
Gullengi 17, Reykjavík.
Sigríöur Siguröardóttir,
Gnoðarvogi 18, Reykjavík,
60 ára
—^jzr-— Ragnar Michelsen
f flk blómskreytingarmað-
Jk| ur, Krummahólum 6,
Reykjavík. Hann er
wL. sonur Paul V. Michel-
^ , ÆU sen og Sigriöar
Rakelsdóttur, lands-
þekktra frumbyggja í Hveragerði.
Hann verður meðal blómanna á af-
mælisdaginn.
Guðjón Jóhannsson,
Túngötu 30, Siglufirði.
Gylfi Gunnarsson,
Breiövangi 69, Hafnarfirði.
Kristinn Hólm Þorleifsson,
Víðilundi 12d, Akureyri.
Ólafía Helga Stígsdóttir,
Kothúsavegi 10, Garöi.
Sigríöur Ásgrímsdóttir,
Aöallandi 15, Reykjavík.
50 ára
Aöalheiöur Steingrímsdóttir,
Oddeyrargötu 34, Akureyri.
Arnlín Þuríöur Óladóttir,
Bakka, Hólmavík.
Álfheiöur Siguröardóttir,
Ljósheimum 6, Reykjavík.
Bjarni Snæbjörnsson,
Fagrabergi 14, Hafnarfiröi.
Guöný Þórunn Magnúsdóttir,
Hellisgötu 15, Hafnarfirði.
Jón Einarsson,
Löngubrekku 39, Kópavogi.
Jón Guðmundsson,
Drangshlíð 1, Hvolsvelli.
Jón Svavar Þóröarson,
Ölkeldu 3, Snæfellsbæ.
Kjartan Jóhann Magnússon,
Skipholti 51, Reykjavík.
Ólafur Snorrason,
Grýtubakka 30, Reykjavík.
Páll Konráö Konráösson,
Hverfisgötu 32b, Reykjavík.
Unnur Rós Jóhannesdóttir,
Smyrlahrauni 6, Hafnarfirði.
40 ára
Alda Ásgeirsdóttir,
Blómvangi 14, Hafnarfirði.
Arnór Hafstaö,
Laugarásvegi 42, Reykjavík.
Bára Traustadóttir,
Hvammstangabraut 15,
Hvammstanga.
Dagbjört Gísladóttir,
Ólafsvegi 28, Ólafsfiröi.
Friörik Helgi Vigfússon,
Starengi 4, Selfossi.
Gunnhildur Einarsdóttir,
Núpastðu 7, Akureyri.
Ingunn Slgurbjörnsdóttir,
Norðurgötu 31, Akureyri.
ísleifur Karl Guðmundsson,
Stapasíðu llh, Akureyri.
Jenný Inga Eiðsdóttlr,
Raftahliö 35, Sauöárkróki.
Krlstinn Ólafur Kristinsson,
Fálkagötu 11, Reykjavík.
Kristín Þóra Sigurðardóttlr,
Gauksási 49, Hafnarfiröi.
Nanna Árnadóttir,
Brekkugötu 23, Ólafsfiröi.
Reynilo Loreto,
Hraunbæ 40, Reykjavík.