Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 SKOÐUN 19 Fordæmalaus átök í Bretlandi um ásakanir nafnlauss heimildarmanns: I i » l Styrjöld Blairs og HALLAR UNDAN FÆTI: Iraksmálið hefur reynst Tony Blair erfitt. Fyrrverandi ráðherrar saka hann um að beita blekkingum og BBC hefur sömu ásakanir eftir ónafngreindum heimildum í leyniþjónustunni. Trúverðugleiki hans virðist ekki naegur til að fleyta honum í gegnum þessar þrengingar og fylgið minnkar jafnt og þétt í skoðanakönnunum. á/Htk FRÉTTAUÓS . * Ólafur Teitur Guðnason t |, olafur@dv.is „Það er ótrúlegt að menn skuli geta gert um það fréttir - byggðar á einni ónafngreindri og óstaðfestri heimild - að for- sætisráðherrann, ríkisstjórnin, leyniþjónustan og ég sjálfur höfum sammælst um að Ijúga að þinginu til að sannfæra það um að senda breskar hersveitir í stríð. Ég mun ekki linna látum fyrr en BBC viðurkennir að þetta er lygi." Þannig brást Aiastair Campbell, nánasti ráðgjafi, almannatengsla- fulltrúi og talsmaður Tonys Blairs forsætisráðherra Breta, við spurn- ingum þingnefndar í síðusm viku en nefndin er önnur af tveimur sem nú rannsakar ásakanir um að stjórnvöld hafi ýkt hættuna af Saddam Hussein með því að hag- ræða upplýsingum frá leyniþjón- ustunni. „Ríkisstjórnin mun ekki láta málið niður falla fyrr en afsökunarbeiðni hefur borist frá BBC." Campbell lýsti þarna í raun yfir stríði gegn breska ríkisútvarpinu BBC fyrir hönd forsætisráðuneytis- ins. Stjórnmálaskýrendur í Bret- landi segja að upp sé komin algjör- lega einstök staða í samskiptum stjórnvalda og þessa virta fjölmið- ils. Harkan eigi sér engin fordæmi. Og þeir telja víst að svo mikið hafi nú verið lagt undir í þessari viður- eign að sá sem tapi henni gangi stórskaddaður af velli. Niðurstaða þingnefndarinnar er væntanleg á mánudaginn kemur. Skýrslan „poppuð upp" Upphafsmaðurinn að öllu sam- an er Andrew Gilligan, fréttamaður BBC. Gilligan gerði frétt um það á BBC Radio-4 fyrir um það bil mán- uði að háttsettur, ónafngreindur heimildamaður innan leyniþjón- ustunnar fullyrti að þar á bæ gætti mikillar óánægju með að stjórn- völd hefðu misnotað upplýsingar þaðan til að réttlæta hernaðaríhlut- un í írak. Heimildamaðurinn til- greindi sérstaklega að afar viða- mikilli skýrslu um ógnina af Saddam Hussein, sem birt var í september, hefði verið breytt á síð- ustu stundu, að ósk forsætisráðu- neytisins, þvert á vilja leyniþjón- ustunnar. Bætt hefði verið í skýrsl- una þeirri staðhæfingu að írakar gætu hafið efna- og sýklavopnaárás með 45 mínútna fyrirvara. Sú staðhæfing vó einmitt mjög þungt í ræðu Tonys Blairs þegar hann mælti með því í þinginu að Bretar tækju þátt í hernaðinum í frak. Frétt BBC um að sjálf leyni- þjónustan hefði ekki talið þetta áreiðanlegar upplýsingar var því meiri háttar áfall fyrir trúverðug- leika Blairs í fraksmálinu. Gilligan sagðist í fréttinni hafa spurt heim- ildamanninn hvernig það hefði komið til að skýrslunni var breytt og svarið var: „Campbell. Hann sagði að það þyrfti að „poppa skýrsluna upp“.“ Svar eða moldviðri? Þetta eru alvarlegar ásakanir. Við þær bætist að tveir fyrrverandi ráð- herrar í ríkisstjórn Blairs, Robin Cook og Clare Short, hafa sagt að Blair hafi hagrætt staðreyndum í fraksmálinu og verið búinn að ákveða að senda hersveitir af stað miklu fýrr en hann segir sjálfur. Loks hefur verið viðurkennt að hluti af annarri skýrslu forsætis- ráðuneytisins um írak, sem birt var í febrúar, hafi verið endursögn á margra ára gamalli ritgerð sem finna má á Netinu en ekki nýjustu upplýsingar frá leyniþjónustunni, eins og látið var í veðri vaka. Það var því mikið í húfi þegar nánasti ráðgjafi Blairs ákvað að standa fyrir máli sínu - og forsætis- ráðherrans - fyrir þingnefndinni. Og Alastair Campbell sló heldur betur frá sér, einkum þegar kom að frétt BBC. Stjórnmálaskýrendur hrósa fimlegri frammistöðu hans en gagnrýna hann um leið fyrir efn- istökin; hann hafi í raun aðeins þyrlað upp moldviðri. Það hafi ver- ið dæmigerð brella hjá hinum snjalla Campbell að búa til nýja og æsilega deilu við BBC, sem var aug- ljóst að fjölmiðlar myndu sýna miklu meiri áhuga, til þess að beina athyglinni frá sjálfu íraksmálinu þar sem stjórnvöld eru í nauðvörn,- Kröfur Campbells um afsökunar- beiðni, ásakanir hans um lygar og lítt dulbúnar hótanir í garð BBC hafi þjónað þessum eina tilgangi. Á móti má hins vegar spyrja hvort alvarlegar ásakanir á borð við þær sem fram komu í fréttum BBC hljóti ekki að kalla á kröftugt svar. BBC eða heimildamaðurinn? Fyrstu viðbrögð BBC við ásökun- um Campbells voru þau að stofn- unin þyrfti ekki leiðsögn í upplýs- ingaöflun frá aðilum sem notuðu gamlar ritgerðir af Netinu í leyni- skýrslur! HÓTAR BBC: Campbell, nánasti ráðgjafi Blairs, segir að stjórnvöld linni ekki látum fyrr en BBC biðjist afsökunar á „lygum" sínum. Campbell skrifaði í kjölfarið Ric- hard Sambrook, yfirmanni frétta- deildar BBC, langt bréf þar sem hann bað m.a. um svör við því hvort BBC stæði við ásakanir sfnar um að forsætisráðuneytið hefði lát- ið bæta „45 mínútunum“ inn í skýrsluna. Stjórnmálaskýrendur telja víst að svo mikið hafi nú verið lagt undir í þessari viðureign að sá sem tapi henni gangi stórskaddaður af velli. Meginröksemdin í enn lengra svari Sambrooks var athyglisverð: Hann sagði að BBC hefði hvorki sakað forsætisráðuneytið um eitt né neitt. BBC hefði ekki fullyrt að forsætisráðuneytið hefði breytt téðri skýrslu heldur hefði nafnlausi heimildamaðurinn fullyrt það. BBC hefði aðeins haft eftir fullyrðingar heimildamannsins. Stofnunin stæði því fullkomlega við fréttina. Einn heimildamaður Campbell spurði einnig hvort BBC hefði byggt staðhæfinguna um „45 mínúturnar" á einum heim- ildamanni eða fleiri og hvort Sam- brook væri ekki kunnugt um starfs- reglur BBC í þeim efnum en þar segir að fréttamenn skuli forðast að reiða sig á eina heimild. Sambrook svaraði því til að vissulega stæði að- eins einn heimildamaður á bak við staðhæfinguna en að í ljósi þess að efasemdir um meðferð stjórnvalda á gögnum leyniþjónustunnar hefðu komið fram víðar - og þess að febrúarskýrslan var byggð á rit- gerð af Netinu - hefði verið talið réttlætanlegt í þessu tilviki að byggja á einum nafnlausum heim- ildamanni, enda hefði hann ávallt reynst áreiðanlegur. Sambrook bætti því lika við að fyrir lægi að sjálf fullyrðingin um að írakar gætu hafið árás með 45 mín- útna fyrirvara, sem Tony Blair not- aði til að rökstyðja stríðsaðgerðir, væri aðeins byggð á einum heim- ildamanni í Irak! - Reyndar virkar þetta tiltekna rökræðubragð í báð- ar áttir, því allt eins er hægt að gagnrýna BBC fyrir að slá því upp að Blair hafi beitt fyrir sip upplýs- ingum um hernaðarmátt Iraka sem aðeins styddust við einn heimilda- mann, með frétt sem er aðeins byggð á einni heimild. Hefndir og hótanir Það var því enginn afsökunar- tónn í bréfi yfirmanns fréttadeildar BBC. I niðurlagi þess segist hann meira að segja draga þá ályktun að Campbell láti í máli þessu stjórnast af hefndarhug gagnvart frétta- manninum Gilligan vegna fyrri samskipta þeirra! „Þeir hafa ekki vott af sönnunargögnum til að renna stoðum undir þá lygi, sem margoft hefur verið send út á vegum BBC, að við höfum vilj- andiýkt og misnotað upplýsingar frá leyni- þjónustunni." Ekki stóð á svari frá Campbell, sem sagði svör BBC staðfesta enn og aftur að stofnunin hefði birt frétt sem stórskaðaði ríkisstjórnina án þess að hafa hugmynd um hvort hún væri sannleikanum samkvæm. „Það staðfestir þá staðhæfingu okkar að þeir hafa ekki vott af sönn- unargögnum til að renna stoðum undir þá lygi, sem margoft hefur verið send út á vegum BBC, að við höfum viljandi ýkt og misnotað upplýsingar frá leyniþjónustunni og þannig afvegaleitt þingið og þjóðina," sagði Campbell og bætti við að vart væri hægt að trúa því að BBC teldi að það gæti gert fréttir um hvaðeina sem heimildamenn þess fullyrtu. „Það þýðir að BBC getur útvarpað hverju sem er án þess að bera ábyrgð á neinu." Loks skoraði hann á Sambrook að hafa í huga að ríkisstjórnin myndi ekki láta málið niður falla fyrr en afsökunarbeiðni hefði borist frá BBC. Treystið mér Stjórnmálaskýrendur telja að með því að efna til þessa stríðs við BBC hafi Alastair Campbell tekist að beina athyglinni frá sjálfum efn- isatriðum ásakananna á hendur Tony Blair. Um leið er hins vegar orðin til styrjöld sem hvorugur vill fyrir nokkurn mun tapa. Og rannsókn utanríkismála- nefndar þingsins heldur áfram, hvað sem þessu stríði líður. Niður- stöðu er að vænta á mánudaginn kemur. Önnur þingnefnd, sem hef- ur ótakmarkaðan aðgang að gögn- um leyniþjónustunnar, rannsakar málið fyrir luktum dyrum en for- sætisráðuneytið ræður að hve miklu leyti niðurstöður hennar verða gerðar opinberar. Það er alls óvíst hvort þessar pólitísku nefndir komast að niður- stöðu sem almennt verði litið á sem trúverðugan dóm, hvort sem litið er til deilunnar við BBC sérstaklega eða íraksmálið í heild. En dómur almennings skiptir mestu máli. Ráðgjafi Blairs lagði allt undir og stillti málinu upp sem spurningu um það hvort væri líklegra: að for- sætisráðuneytið hefði beitt blekk- ingum til að réttlæta stríð eða að BBC skáldaði upp slíkar ásakanir gegn betri vitund. Þar með sendi hann Tohy Blair í trúverðugleika- keppni við breska ríkisútvarpið. Skoðanakannanir benda til þess að Blair sé að verða undir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.