Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 21
20 FRÉTTIR MIÐVIKUDACUR 2.JÚLÍ2003
+
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 2 7
DV-bingó
Laufléttur og skemmtileg-
ur bingóleikur er í DV í allt
sumar. B-, I-, N- og G-rað-
irnar hafa þegar verið spilað-
ar og leikur á Ó-röðina er
hafinn. DV-bingó er spilað í
allt sumar á spjaldið sem
áskrifendur hafa fengið sent.
Bingótölurnar birtast á bls. 2
í DV alla útgáfudaga blaðs-
ins. Samhliða því að ákveð-
inn leikur er spilaður, t.d.
einstök röð, er allt spjaldið
spilað. Sá sem fær bingó á
allt spjaldið fær að launum
vikuferð til Portúgals með
Ferðaskrifstofunni Terra-
Nova Sól. Vinningar fyrir
staka leiki er ferðavinningur
fyrir tvo með Iceland Ex-
press. Það borgar sig að vera
áskrifandi.
Sumarverð á smáum
Sérstök sumarverðskrá
gildir nú fyrir smáauglýsing-
ar í DV. Kostar 4ra línu texta-
auglýsing sem pöntuð er á
www.smaar.is 500 kr. Sams
konar auglýsing, sem keypt
er með símtali eða í af-
greiðslu smáauglýsinga í
DV-húsinu, kostar hins veg-
ar 700 kr. Myndaauglýsing
kostar síðan 950 krónur,
hvort sem hún er keypt í á
www.smaar.is, með símtali
eða í DV-húsinu. Allir sem
kaupa smáauglýsingu á
www.smaar.is lenda í happ-
drættispotti. Dregið verður
alla þriðjudaga í júlí og ágúst
og munu nöfn vinningshafa
birtast í DV á föstudögum.
Aðalvinningurinn, sem dreg-
inn verður 2. september, er
flugmiði frá Iceland Express.
Reyklausir til útlanda
DV-vefurinn
Lesendur DV hafa sýnt
átaki blaðsins og Nicotinell,
Notum ffíið til að hætta að
reykja, mikinn áhuga. Guð-
björg Pétursdóttir hjúkrunar-
fræðingur hefur verið með
pistla í blaðinu og á dv.is þar
sem fólki eru gefin góð ráð til
þess að hætta að reykja. DV
ákvað að verðlauna nokkra
heppna þátttakendur með
því að bjóða þeim I utan-
landsferð í haust. Leist fólk-
inu hjá Terra Nova-Sól svo
vel á uppátækið að það ákvað
að gefa heppnum lesanda
blaðsins, sem stendur sig vel í
átakinu, ferð til Kaupmanna-
hafnar eða London í verð-
laun. Hægt er að skrá sig í
átakið á vefslóð DV á
www.dv.is fram til 15. júlí.
DV-vefurinn er hýstur á
www.dv.is. Vefúrinn hefur
verið að þróast og taka
breytingum á mánuðum og
eru ýmsar nýjunar
væntanlegar á næstunni.
Smáauglýsingavefur DV var
opnaður í desember síðast-
liðnum og fær sífellt fleiri
heimsóknir. Þennan vef má
nálgast á slóðinni www.dv.is
en einnig á slóðinni
www.smaauglysingar.is. Á
smáauglýsingavefnum eru
auglýsingar birtar í viku eftir
að jáær birtast í DV. Aug-
lýsendur geta einnig notað
vefinn til að panta smáaug-
lýsingar og óskað eftir svör-
um með tölvupósti kjósi þeir
það. Á DV-vefnum má
einnig sjá ágrip af helstu tíð-
indum líðandi stundar, inn-
lendar og erlendar fréttir,
íþróttir, viðskiptafréttir,
menningarefni og margt
fleira. Senda má fréttaskot til
blaðsins á DV-vefnum. Þar
má einnig finna form fyrir
ættfræðiupplýsingar sem
nota má vegna afmælis-
greina.
Lestur DV hefur aukist um
Lestur á DV hefur aukist um
þriðjung samkvæmt nýrri fjöl-
miðlakönnun Gallups sem gerð
var um síðustu mánaðamót og
birt var í gær. Er þá miðað við
fjölmiðlakönnun Gallups sem
gerð var mánaðamótin mars-
apríl.
Lestur á DV hefur aukist um
þriðjung samkvæmt nýrri íjöl-
miðlakönnun Gallups sem gerð var
um síðustu mánaðamót og birt var
í gær. Er þá miðað við fjölmiðla-
könnun Gallups sem gerð var mán-
aðamótin mars-apríl. Meðallestur
á tölublað hefur stokkið úr 22,1
prósenti í 29,1 prósent eða um 7
prósentustig. Hlutfallsleg lestrar-
aukning mælist því 31,7 prósent.
Þegar litið er á tölur yfir „eitthvað
lesið í vikunni11 er DV einnig á fljúg-
andi ferð þar sem lesturinn fer úr
44,8 í 57,3 prósent, eykst um 12,5
prósentustig. Hlutallsleg aukning
er tæp 28 prósent.
Af þessu má ráða að breytingar á
útliti og efnistökum DV síðustu vik-
ur og mánuði hafa mælst einkar vel
fyrir meðal lesenda. DV er í sókn.
Lestur DV hefur aukist alla út-
gáfudaga, mest á fimmtudögum,
um 9,3 prósentustig, og föstudög-
um, um 8,5 prósentustig. Lestrar-
aukningin mælist 7,2 prósentustig
á laugardögum, 7,1 prósentustig á
þriðjudögum, 6,5 prósentustig. á
mánudögum og loks 3,6 prósentu-
stig á miðvikudögum.
DV dregur verulega á hin dagblöð-
in í lestri en aukning á meðallestri
Fréttablaðsins, sem dreift er ókeypis
til lesenda, mælist 6,8 prósent milli
kannana en aðeins 2,1 prósent hjá
Morgunblaðinu. Meðallestur Frétta-
blaðsins mældist 65,9 prósent,
Morgunblaðsins 53,4 prósent og DV
29,1 prósent. Þegar litið er á töluryfir
„eitthvað lesið í vikunni" mældist
Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis til
lesenda, hins vegar með 89,8 pró-
senta lestur, Morgunblaðið með 75,7
prósenta lestur og DV með 57,3 pró-
senta lestur.
Helgarblað DV sterkt
Fjölmiðlakönnun Gallups lumar
á fleiri athyglisverðum niðurstöð-
um. DV er þannig meira lesið en
Morgunblaðið þegar litið er til upp-
Lestur DV hefur aukist
alla útgáfudaga, mest
á fimmtudögum, um
9,3 prósentustig.
safnaðrar dekkunar á landsbyggð-
inni. Uppsafnaður lestur DV á
landsbyggðinni mælist 65,1 pró-
sent en 64,9 prósent hjá Morgun-
blaðinu.
Og DV hefur einnig betur en
Morgunblaðið þegar litið er á lestur
laugardagsblaðanna á landsbyggð-
inni þar sem 43,7 prósent lands-
byggðarfólks lásu Helgarblað DV
en 42,5 prósent laugardagsblað
Morgunblaðsins.
I einstökum aldurshópum fellur
lestur á Fréttablaðinu á laugardög-
um um allt að 10 prósentustig og
lestur á laugardagsblaði Morgun-
blaðsins sömuleiðis. Hins vegar
eykst lestur á Helgarblaði DV um
allt að 17 prósentustig I einstaka
aldurshópum. Greinilegt er að les-
endur kunna vel að meta Helgar-
blað DV en lestur blaðsins eykst í
flestöllum aldurshópum.
Ekki er marktækur munur á lestri
föstudagsblaða DV og Morgun-
blaðsins meðal 20-29 ára kvenna.
Fleiri DV-áskrifendur
Áskrifendum að DV fjölgar á
sama tíma og áskrifendum Morg-
unblaðsins fækkar. Áskrifendum
DV á höfuðborgarsvæðinu hefur
fjölgað um tæplega 3 prósentustig
milli kannana en áskrifendum
Morgunblaðsins hefur hins vegar
fækkað um 5,7 prósentustig. í
heildina fjölgar áskrifendum DV
um 3,9 prósentustig milli kannana
Leseuidur taka
breyttu útliti vel
Breytingar á útliti og efnistökum
DV hafa mælst vel fyrir meðal les-
enda en þær miða að því að gera
fréttir og annað efni blaðsins eins
aðgengilegt fyrir lesendur og kostur
er. Fréttir eru settar fram með mun
meira áberandi hætti en áður.
Samspil leturs og mynda gerir les-
endum kleift að fá innsýn í helstu
fréttamál blaðsins á svipstundu og
stök mál fá meira pláss en áður. Þar
eru íþróttir, eitt vinsælasta efnið
meðal lesenda DV, ekki undan-
skildar en þær fá veglegan sess á
Allar þessar nýjungar
miða að því að auka og
bæta þjónustu við les-
endurDV.
baksíðunni. Þessa framsetningu
þekkja lesendur erlendra síðdegis-
blaða mætavel. Allar þessar nýj-
ungar miða að því að auka og bæta
þjónustu við lesendur DV. Þrátt fyr-
ir nýjar áherslur í framsetningu
frétta og annars efnis í DV er hvergi
slegið af í vinnubrögðum. Hags-
munir hins almenna lesanda eru
teknir fram fýrir hvers kyns sér-
hagsmuni. DV er öflugt neytenda-
blað sem varðar leið lesenda að
hagkvæmustu lausnum í hvers
slags viðfangsefnum, jafnt hvers-
dagslegum sem óvenjulegum. DV
er beinskeytt fréttablað en gætir
um leið sanngirni í skrifum sínum.
Um leið er þess gætt að þjónusta
lesendur eftir mætti og sjá þeim
fyrir afþreyingu f dagsins önn.
FLEIRILESA DV OFTAR
(IAUGARDAGAR)
16,6%
Fréttabi. Mfal. DV
en áskrifendum Morgunblaðsins
fækkar um 3,5 prósentustig.
Eyða meiri tíma í lestur DV
Mæling á þeim tíma sem fólk
eyðir í lestur dagblaða var ekki
framkvæmd í þessari ijölmiðla-
könnun Gallups en ef litið er til
tímamælingar úr síðustu fjölmiðla-
könnun kemur í ljós að lesendur
eyða meiri tíma í lestur Helgarblaðs
DV en önnur laugardagsblöð.
Þannig sögðust 19,5 prósent hafa
lesið DV í 30-59 mínútur, 16,8 pró-
sent Morgunblaðið og einungis
10,8 prósent Fréttablaðið. Þá sögð-
ust 8,4 prósent eyða meira en
klukkustund í lestur DV, 4,9 pró-
sent Morgunblaðsins og aðeins 2,7
prósent í lestur Fréttablaðisins.
Þessar tölur eru studdar af mæl-
ingu sem gerð var í nýjustu lestrar-
könnun Gallups en mælt var
hversu oft lesendur höfðu lesið eða
flett laugardagsblöðunum. Þar
hafði DV einnig talsverða yfirburði
en 16,6 prósent höfðu lesið Helgar-
blað DV oftar en þrisvar, 8,5 pró-
sent Fréttablaðið og aðeins 3,3 pró-
sent Morgunblaðið.
Ljóst er af ofanrituðu að DV er í
sókn alla útgáfudaga blaðsins. Nýtt
útlit og ný efnistök hafa hitt í mark
meðal lesenda.
Fjölmiðlakönnun IMG Gallup
var framkvæmd vikuna 30. maí til
5. júní síðastliðinn. Úrtakið var 800
manns á aldrinum 12-80 ára. End-
anlegt úrtak var 507 manns og
nettó-svarhlutfall því 62 prósent.
Sendar voru út dagbækur til þátt-
takenda og þeim fylgt eftir með 1-3
símhringingum yfir könnunar-
tímabilið.
hlh@dv.is
+