Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003
Tveggja daga opinber heimsókn forseta
Þýskalands hófstí gær:
„GlMMf FÆV*: Forsetarnir tveir hlógu dátt að piltinum sem vildi heilsa þýska forsetanum á nýstárlegan hátt.
Rölt um borgina
í blíðviðrinu
RÖLT fVEÐURBLfÐUNNI: Það var ekki amalegt fýrir þýsku forsetadótturina Önnu-Christ-
inu Rau, og forsetafrúrnar, Christinu Rau og Dorrit Moussaieff, að rölta niður í bæ frá Hall-
grímskirkju í veðurblíðunni sem ríkti á höfuðborgarsvæðinu í gær.
messað í henni 1603. Minnismerk-
ið, sem er 6,5 metra hátt, stendur
við smábátahöfnina í Hafnarfirði
og er eftir þýska listamanninn
Hartmut Wolf.
Forsetafrúrriar Dorrit Moussaieff
og Christina Rau heimsóttu svo
Hallgrímskirkju ásamt Önnu-
Christinu Rau, dóttur Rau-hjón-
anna. Þar tók Hörður Áskelsson
organisti á móti þeim og fræddi
þær um staðinn. Að því loknu röltu
frúmar ásamt fylgdarliði um mið-
bæ Reykjavíkur og heimsóttu versl-
anir og gallerí þar sem íslensk
hönnun var skoðuð.
Eftir búðaröltið litu svo frúrnar
ásamt eiginmönnum í Þjóðmenn-
ingarhúsið, þar sem þau skoðuðu
meðal annars handritasýninguna
og kynntust starfsemi fyrirtækisins
NýOrku.
Opinber heimsókn forseta
Þýskalands, dr. Johannes Rau,
og eiginkonu hans, Christinu
Rau, til íslands hófst í gær þegar
Ólafur Ragnar Grímsson og rík-
isstjórn fslands tóku á móti
hjónunum á Bessastöðum.
Höfðu hjónin ýmislegt fyrir
stafni í blíðviðrinu það sem eft-
ir lifði dags.
Á Bessastöðum fékk dr. Rau
höfðinglegar móttökur, ekki bara
hjá helstu fyrirmönnum landsins,
GOTNESKUR BOGI: Minnismerkið um
fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á (s-
landi er úr íslensku grjóti og myndar tákn-
rænan gotneskan boga.
heldur líka hópi barna sem heilsaði
honum fyrir utan Bessastaði. Börn-
in hafa greinilega ekki farið í kúrs
hjá prótókoll-sérfræðingum utan-
ríkisráðuneytisins og vakti það
mikla kátínu viðstaddra þegar einn
pilturinn sagði „give me five“ við
forsetann þýska og rétti út lófann í
stað þess að heilsa með hefð-
bundnu handtaki.
Rau tók þessu nýja
afbrigði afdiplómat-
ískri kveðju vel og „gaf
piltinum fimm"með því
að slá á útrétta hönd
hans eftir kúnstarinnar
reglum.
Rau tók þessu nýja afbrigði af
diplómatískri kveðju vel og „gaf
piltinum fimm“ með því að slá á út-
rétta hönd hans eftir kúnstarinnar
reglum.
Minnisvarði afhjúpaður
Um miðjan dag afhjúpuðu Jo-
hannes Rau og Ólafur Ragnar svo
minnisvarða um fyrstu lúthersku
kirkjuna sem reist var á Islandi.
Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnar-
firði og talið er að hún hafi verið
byggð árið 1553 en síðast verið
FYLGST MEÐ FfNU FRÚNUM: Þessi hressu krakkar frá Tónabæ fylgdust með forsetafrún-
um fyrir utan Hallgrímskirkju og voru meira en til í að sitja fyrir hjá Ijósmyndara DV.
Um kvöldið buðu svo forseti ís-
lands og Dorrit Moussaieff til há-
tíðarkvöldverðar í Perlunni til heið-
urs gestunum.
í dag heldur svo þýski forsetinn
ásamt föruneyti í ferðalag út á land,
þar sem meðal annars verður geng-
ið um Almannagjá og snæddur há-
degisverður í sumarhúsi Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra.
Heimsókninni lýkur svo í kvöld
með móttöku sem forsetahjónin
þýsku halda í Gerðarsafni.
kja@dv.is
RÍKISSTJÓRNINNIHEILSAÐ: Johannes Rau heilsaði upp á íslensku ríkisstjórnina við kom-
una til Bessastaða.
GLÆSIVEISLA: Mikið var um dýrðir í Perlunni í gærkvöld þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti og kona hans, Dorrit Moussaieff, buðu
þýsku forsetahjónunum, Johannes og Christjnu Rau, til heiðurskvöldverðar. Fjölmenni var í veislunni.
!