Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚU2003 FRÉTTIR 7 7 ICJW i i i"8^—1 r* S*«aaSn □ ohtSSSS' Sjp£SsBgg|§» Ý ” C3 a <a st m SecaSaNaTSfS L Fjögurra fasa Ijós í sumar MIKLUBRAUTARGATNAMÓT: Svona líta þessi gatnamót út (dag,en koma til með að taka miklum breytingum verði hugmyndir um mislæg gatnamót að veruleika. Gert er ráð fyrir að nú í sumar verði sett upp fjögurra fasa um- ferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Þetta er talið eiga að geta auðveldað umferð um gatnamótin, í það minnsta til bráðabirgða, en þar eru nú eng- in beygjuljós. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar íyrir Reykja- vík og Reykjanes, segir að uppsetn- ing ljósanna verði gerð í samvinnu borgarinnar og Vegagerðarinnar. Hann segir að þó að þetta eigi að Ieysa ákveðinn vanda, þá sé svo einkennilegt að flest alvarlegu slysanna á þessum stað eigi sér stað utan mesta annatíma, ekki síst á kvöldin og á nóttunni. Hann segir að nýju ljósin eigi að vera orðin virk nú í ágúst eða í september. Þótt þetta mál sé tiltölulega ein- falt þá virðist fæðing þess hafa ver- ið ákaflega erfið. Engin beygjuljós hafa verið á þessum stað þrátt fyrir óhemju umferð og eru þessi gatna- mót búin að þvælast í kerfinu um árabil. Á fundi samgöngunefndar þann 6. maí sl. var lagt fram að nýju er- indi Stefáns A. Finnssonar, yfir- verkfræðings á verkfræðistofu RUT, frá því 20. mars, varðandi möguleg fjögurra fasa umferðarljós á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Er þetta gert í samræmi við samþykkt borgar- stjórnar eftir að mislæg gatnamót voru felld út af aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010. Á þessum fundi samgöngu- nefndar var einnig lagt fram bréf Geirs Jóns Þórissonar yfirlögreglu- þjóns, frá 25. aprfl 2003, og bréf Jónasar Snæbjörnssonar, umdæm- isstjóra Vegagerðarinnar, frá 5. maí 2003, um þessi mál. Þá kynnti Stef- án A. Finnsson, yfirverkfræðingur á verkfræðistofu RUT, breytingar á umferðarljósunum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og var samþykkt að vísa málinu til borgarráðs. Þann 13. maí var lagt fram í borg- arráði bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings, sbr. samþylckt samgöngunefndar um breytingar á umferðarljósum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Ólafur F. Magnússon óskaði þá að bókað yrði eftirfar- andi: „Ég styð framkomnar hugmyndir um viðbótarumferðarljós á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, enda talið að þau dragi úr slysatíðni á gatnamótun- um. Ég legg hins vegar áherslu á að þessi framkvæmd verði ekki til þess að seinka löngu tímabærum mis- lægum gatnamótum á þessum stað. Fjölgun mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu er brýnt ör- yggismál sem þyrfti að vera framar í forgangsröð hjá Reykjavíkurborg og rfldsvaldinu." Þótt enn sé miðað við að setja ljósin upp í sumar þá er samt ekki að sjá búið sé að fá samþykkt fyrir þeim í borgarráði. h kr@dv.is NÝTT: Þessi hugmynd um þriggja hæða gatnamót er sú sem lögð hefur verið fyrir samgöngunefnd borgarinnar. Milljarðurá ári Talið er að samfélagslegur kostn- aður umferðarslysa á Miklubraut frá Grensási niður á móts við Eski- hlíð og á Kringlumýrarbraut frá Bú- staðavegi að Sæbraut sé tæpur 1 milljarður króna árlega. Ef aðeins er litið til gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þá er hluti þeirra í þessum slysakostnaði um 120 milljónir króna. Niðurstöður þeirra athugana sem gerðar hafa verið á umferðar- flæði og umferðarslysum sýna að hægt er að minnka tafatíma og fælcka umferðarslysum á gatna- kerfinu með ýmsum aðgerðum. Flestar þessara fjárfestinga sem nú er verið að skoða eru mjög arðsam- ar. Þar snýst spumingin því um hversu mildum árangri menn vilja ná í að fækka umferðarsly6um og minnka tafatímann. Arðasamasta lausnin Ef fjárfest er fyrir 200 milljónir króna í bættri ljósastýringu á útvíkk- uðum plangatnamótum, með fimm akreinum í hverja átt, þá næst mjög góð arðsemi á það íjármagn. En þá er aðeins verið- að fækka slysum og minnka tafatíma um hluta af því sem mögulegt er að gera ef fjárfest er í mjög góðri lausn fyrir 2,7 millj- arða króna með þriggja hæða gatna- mótum, sem einnig gefur mjög góða arðsemi. Aðrar framkvæmdir utan Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar sem bera svo háa umferðar- tæknilega arðsemi eru taldar vand- fundnar. Þriggja hæða lausn er umferðartæknilega best og með henni næst mesti árangur í fækkun umferðaróhappa og minnkun á tafatíma. í gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar má stytta tafatíma um allt að 15% og fækka óhöppum um 30-50% með fjölgun akreina og fjögurra fasa ljósum. En með mislægum þriggja hæða gatnamótum má stytta tafatíma um allt að 70% og fækka umferðar- óhöppum um u.þ.b. 80%. í báðum tilfellum fæst hins vegar góð arð- semi eða yfir 20% jafnvel þó reikn- að sé mjög hóflega með þeim að- ferðum og forsendum sem al- mennt eru notaðar við arðsemisat- huganir umferðarmannvirkja. Þannig má leiða lflcum að því að þriggja hæða gatnamótin beri með sér enn hærri innri arðsemisvexti. Stytting tafatíma og fækkun um- ferðaróhappa í tveggja hæða lausn þessara gatnamóta mun að öllum líkindum liggja einhvers staðar á milli fýrrnefndra lausna. Bent er á að hafa beri í huga að tafatímar muni aukast í aðliggjandi gatna- mótum ef ekkert er að gert þar. Á þrem hæðum Jónas segir að sú lausn sem Línu- hönnun hafi lagt fram um gerð þriggja hæða gatnamóta með hring- torgi á millihæð hafi verið til skoð- unar hjá Vegagerðinni. Sú lausn sem Vegagerðin er einna hrifnust af í dag er eins konar afbrigði af því og var lögð fyrir samgöngunefnd. Þar er líka gert ráð fyrir þriggja hæða gatnamótum en með hringtorginu á yfirborði. Bæði Miklabraut og Kringlumýrarbraut eru í fríu flæði í þessari tÚlögu. Kringlumýrarbraut er neðst, þá Miklabraut og efst er hringtorg, tvo til þrjá metra yflr nú- verandi yfirborði. Samhliða þessu er reiknað með að setja mislæg gatnamót við Lista- braut þar sem Listabraut fer undir Kringlumýrarbraut. í framtíðinni þyrfti svo að taka afstöðu til út- færslu gatnamóta Kringlumýrar- brautar norðan Miklubrautar. Ef Miklabraut verðu í fríu flæði við Kringlumýrarbraut mun mynd- ast mikill tappi við Lönguhlíð sem erfitt getur reynst að eiga við þar sem eingöngu er hægt að hafa tvær akreinar í hvora átt vegna þrengsla, nema með því að loka fyrir vinstri- beygjur. Til lausnar á þessu er hér gert ráð fyrir tveimur stokkum á Miklubraut, annars vegar á milli Eskihlíðar og Reykjahlíðar og hins vegar á milli Lönguhlíðar og Stakka- hlíðar. Einnig er gert ráð fyrir að gatnamót Miklubrautar við Háaleit- isbraut og Grensásveg verði mislæg - líkt og í fyrri lausnum. Svo virðistsem slaufu- eða smára- gatnamót, líkt og við EHiðaár, séu út úr myndinni þar sem þau þykja of plássfrek. Reiknað er með heildstæðri lausn á öllum gatnamótum frá Snorra- braut í vestri og að Grensásvegi í austri samkvæmt þessari lausn líkt og í hugmyndum Línuhönnunar frá í vetur. Fleiri tillögur Til viðbótar báðum þessum til- lögum eru hugmyndir um að mis- læg gatnamót komi á Kringlumýrar- braut á nokkrum stöðum frá Bú- staðaveri að Sæbraut. Hins vegar eru hi 'myndir um að Miklabrauf verc; með nokkrum mislægum gat íamótum frá Grensásvegi að Snorrabraut. Deilur hafa staðið um gerð mis- lægra gatnamóta á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar í mörg ár. Gerð þeirra var í aðalskipu- lagi Reykjavíkur 1990-2010 en við endurskoðun skipulagsins voru þau tekin út. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti þess í stað fjögurra fasa ljósastýrð gatnamót í stað þriggja. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú virðist vinna komin á fullan skrið á ný í samgöngunefnd við skoðun mislægra gatnamóta á þessum stað. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.