Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAOUR 2. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 13 Fangelsi fyrir fjárdrátt DÓMSMAb 46 ára maður hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir fjárdrátt en hann var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæp- ar þrjár milljónir í starfi sem sölumaður hjá skipasölu. Var honum gefið að sök að hafa dregið sér fé sem viðskiptavinur hafði greitt fyrir bát en samkvæmt sam- komulagi greiddi hann inn á einkareikn- ing hans. Maðurinn játaði brotið en tók fram að það hefði ekki verið ætlun hans að draga sér þetta fé heldur hefði dregist að hann gengi frá sölunni á bátnum. Þá hefðu einnig dregist greiðslur sem hann átti von á vegna sölu á öðrum bátum. Maðurinn hefur tvisvar áður hlotið dóm en dómarinn leit til þess að hann hefði leitað sé aðstoðar við áfengisvanda sín- um og spilafíkn og leitast við að greiða til baka hluta þess fjár sem hann dró sér. Auk fangelsis var honum gert að greiða skipasölunni eina og hálfa milljón. FAST ÞEIR SÓTTU SJÓINN: Það er ekki nóg að svamla í sjónum, heldur þarf líka að æfa áratökin að hætti forfeðranna sem reru til fiskjar í fyrndinni. Nema hér sé upprennandi björgunarsveitarmaður á ferð að koma að bjarga þessum tveimur sem svamla í „björgunarhringnum". . : r - x- f- *«f:r»:r-,;.r8i SPURNINGAR FRÁ LESENDUM Lesandi hefur áhyggjur Wm ' af því að hann geti ekki p' f ^ f ;J hætt að reykja vegna í \ '%jtjK Þess flestir vinir hans 4 lní reykja og því verði erfitt ‘"1-_____kÆu að standast þrýstinginn Guðbjörg Pétursdóttir, fpg þgjm. hjúkrunarfræðingur. Ef þú notar þessa afsökun til að halda áfram að reykja skaltu muna að þú ert að gera þetta fyrir sjálfan þig ekki fyrir vini þína. Þú segist njóta þess að reykja með vinunum. Þá langar mig til að spyrja þig: Eru reykingarnar það eina sem tengir ykkur saman? Hvernig væri að eiga það sameigin- legt að reykja ekki?! Af hverju ekki að vera brautryðjandi og skapa nýja tengingu við hópinn: reykleysið! Notaðu vini þína til að hjálpa þér. Biddu þá um að reykja ekki í kringum þig og biddu ættingja og vini um að skilja ekki eftir sígarettur úti um allt. Þá verður Vinir þinir munu fylgjast vandlega með þér næstu vikurnar og það eru 75% líkur á að þeir fylgi fordæmi þínu og hætti, ef þér tekst það!. meira tillit tekið til þín, vertu ekki að þrjóskast við til að byrja með og þykjast geta staðist hverja raun. Forðastu aðstæður sem geta leitt til þess að þú fáir þér sígarettu. Ég ráðlegg þér að nota nikótínlyf til að þurfa ekki að berjast á móti líkamlegu fráhvarfs- einkennunum um leið og þú þarft að standast andlega álagið. Vinir þinir munu fylgjast vandlega með þér næstu vikurnar og það eru 75% líkur á að þeir fylgi fordæmi þínu og hætti, ef þér tekst það! Gangi þér vel! e e Skráðu þig á www.dv.is FYRIR 15. JÚLÍ Mk | m m m m Nicotinell lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, i tyggja fi _ lgleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. mmmaam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.