Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 DVSPORT 15 Stærsta íþróttamót landsins DVSport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889 Var sjálfur þrisvar með Elmar Dan Sigþórsson, sóknarleikmaður hjá meist- araflokki KA, er meðal starfsmanna á KA-svæðinu sem eru taka þátt í undir- búningi fyrir Essomótið. Sá tók á sínum tíma sjálfur þrisvar sinnum þátt í því. „Ég var 10 ára þegar ég tvar fyrst með en þá fékk A- liðið í 6. flokki KA að spila með. Þetta var árið 1992 en síðan þá hefur mótið stækk- að mikið,“ segir Elmar en hann á margar góðar og aðr- ar misgóðar minningar frá mótunum í denn. „Mér er minnisstætt þeg- ar við töpuðum í víta- spyrnukeppni um verð- launasæti eitt árið, það var frekar fúlt og mig minnir að einhverjir félagar mínir hafi fellt tár.“ Hann minnist þó þátttöku sinnar með brosi á vör. „Það var gaman að etja kappi við önnur lið. Einnig var svo mikið um að vera á móts- svæðinu að keppnisdagarnir voru ein stór skemmtun. Það er líka nauðsynlegt fyrir strákana að etja kappi við jafnaldra sína þannig að þeir sjái hvar þeir standa getu- lega og sjái á hvaða sviðum þeir þurfa að bæta sig. Eins er nauðsynlegt að hafa eitt- hvað til að stefna að," segir Elmar og skorar á strákanna að kíkja niður á Akureyrar- völl í kvöld en þar taka KA- menn og móti Fylki íVisa- bikarinum. akureyri@idv.is Ingvar Gíslason, fjölmiðla- fulltrúi Esso-mótsins: Þegar kemur að undirbúningi stórmóta, eins og Essomótisins, eru margir hlutir sem þurfa að smella saman. Að sögn Ingvars Gíslasonar, stjórnarmanns í knattspyrnudeild KA og fjöl- miðlafulltrúa Essomótsins, hófst undirbúningur Essomótsins strax í lok þess í fyrra. „Auðvitað er mesta vinnan vik- urnar fyrir mót og síðustu dag- ana og klukkustundirnar eru unnið dag og nótt." segir Ingvar en segir knattspyrnudeild KA afar heppna með það að hafa aðgengi að mörgum fórnfúsum félags- mönnum sem tilbúnir séu að leggja fram vinnu sína svo að gerlegt sé að halda mót af þessari stærð. Yfir 200 sjálfboðaliðar leggja fram vinnu við mótið, t.d. við dómgæslu, morgunmat og þess háttar. KRÓKA KOMIÐ FYRIR: Starfsmenn og sjálf- boðaliðar á KA-svæðinu I gær á fullu við að undirbúning Essomótsins. Króka komiðfyrir á slnum stað uppi á þaki KA. DV-mynd Ægir Essomótið hefst í dag og stendur fram á laugardag: Knattspyrnu- hátíð á Akureyri í dag hefst 17. Essomótið í knattspyrnu en það hefur ver- ið haldið árlega síðan 1987.HÍ Akureyrar munu í dag safnast saman um 1500 ungir knatt- spyrnukappará aldrinum 11 til 12 ára til að taka þátt í stærsta íþróttamóti ársins. Það er knattspymudeild KA sem heldur utan um mótið og er leikið á 8 völlum á æfingasvæði félagsins. Essomótið hefur stækkað ár frá ári og sem dæmi um það voru um 850 þáttakendur árið 1999 en nú eru þeir yfir 1400. Alls eru 134 lið skráð til keppni frá 34 félögum, sem koma frá öllum hornum landsins. Fyrsti keppnisdagurinn er í dag og hefst keppni klukkan 15.00 og er leikið fram eftir kveldi. Leikið dægranna á milli Á morgun, fimmtudag, hefst keppnin strax klukkan 8.00 um morguninn og þá er leikið fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat annað kvöld verður síðan haldin formleg setning mótsins uppi á KA-svæð- inu sem hefst með skrúðgöngu lið- anna frá gististöðum þeirra. Fylk- ingarnar munu sameinast skammt frá KA-svæðinu og koma til setn- ingarinnar í einni stórri göngu. Grill, gos og ís Á föstudeginum verður keppni haldið áfram en dagurinn endar með hátíð í miðbæ Akureyrar klukkan 20.30 þar sem ýmsir lands- þekktir skemmtikraftar troða upp og jafnframt verður frábær grill- veisla þar sem boðið verður upp á Goða-pylsur, gos og ís. Siðustu leikir Essomótsins eru síðan á laugardeginum en þá endar riðlakeppnin og eru úrslitaleikimir leiknir seinnipart dagsins. Knatt- spymuveislunni lýkur síðan þá um kvöldið með lokahófi í KA-heimil- inu með verðlaunaafhendingu. Það er eins og veðurguðimir hafi ekki fengið að vita af mótinu fyrr en nokkuð seint því að á mánudaginn leit ekki vel út fyrir með veðrið. Hins vegar vom þeir ekki lengi að kippa þessu í liðinn og nú lítur út- fyrir að hið besta knattspyrnuveður verði á Akureyri keppnisdagana. Margt annað er knattspyrna verður í boði fyrir strákana sem mæta til leiks því að nauðsynlegt er að blanda gaman og alvöru og m.a. er öllum liðunum boðið í Nýja Bíó á myndina „2 Fast 2Furious“. Útvarp Essó-mótsins Útvarpsstöðin FM Akureyri 93,9 verður formleg útvarpsstöð Essomótsins og verður stöðin með útsendingar frá mótinu alla keppn- isdaganna, með viðtölum við starfsmenn, þjálfara, þátttakendur, fararstjóra og foreldra. Allt skráð á Netinu Þess ber einnig að geta að þeir sem vilja fylgjast með mótinu en em ekki á Ákureyri geta fylgst með úrslitum leikjanna á heimasíðu KA, www.ka-sport.is. Einnig verða upp- lýsingar um leikina að finna á Akur- eyri Centmm niðri í miðbæ Akur- eyrar. akureyri@dv.is 1400 keppendur skráðir „Það em um 1400 keppendur skráðir til keppni og það þýðir að milli 4 og 5 þúsund manns koma til bæjarins í tengslum við þetta mót því að nær undantekningar- laust fylgir fjölskyldan hverjum þátttakanda," segir Ingvar en oft getur verið mikið púsluspil að raða hlutunum saman. „Þetta er eins og í kosningum, nýjar tölur berast hingað á klukkutfmafresti, en þetta hefst allt á endanum." Auk verðlaunaafhendingar fyr- ir efstu sætin í knattspyrnu hafa forráðamenn mótsins haft þann sið að velja skemmtilegustu áhangendurna, „Stuðboltanna". í fyrra hlaut stuðningshópur HK úr Kópavogi verðlaunin. Að sögn Ingvars hafa heyrst fréttir af ýms- um hópum sem hafa verið að æfa sig að undanförnu og því ljóst að keppnin verður hörð í sumar. akureyri@dv.is Ingvar Gíslason. Dagskrá Esso-mótsins Miðvikudagur 2. júlí - Forsvarsmenn liðanna koma í KA-heimilið og ganga frá mótsgjöldum og fá þá afhent armbönd sem gilda fyrir þátttakendur, fararstjóra og þjálfara með- an á mótinu stendur. - Liðin koma sér fyrir í gistiaðstöðu sinni - Leikir hefjast klukkan 15.00 á völlum 1 til 8 og enda síðustu leikir klukkan 21.20 - Kvöldmatur ffá klukkan 17.00 - 20.00. - Fararstjómarfundur verður í KA-heimilinu kiukkan 23.00 og er mælst til þess að a.m.k. einn for- svarsmaður frá hverju liði komi á fundinn. Fimmtudagur 3. júlí - Morgunverður frá kl. 7.00 - 10.00 - Fyrstu leikir hefjast kl. 8.00 og verður spilað til 19.35 - Kvöldmatur frá kl. 17.00 - 20.00 - Setning mótsins fer fram kl. 20.15 (nánar í DV á morgun). - Fararstjómarfundur í KA-heimilinu kl. 23.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.