Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 23 Næsta helgi er önnur mesta ferðahelgi íslendinga á eftir verslunarmannahelginni. Menn eru þó mis- jafnlega duglegir að ferðast og misjafnlega vel að sér um lögmál náttúrunnar og ýmislegt sem við- kemur útilegum og útivist. Taktu þetta próf til þess að komast að því hvort þú sért alvöru ferðalangur eða ekki. Býr í þér lítill Indiana Jones eða ertu betur geymdur heima hjá þér? Ertu alvöru ferSalangur? I ! Alvöru ferðalangur villist helst ekki. í þau fáu skipti sem það gerist er hann að sjálfsögðu með áttavita og veit að nálin bendir alltaf í átt að ... a) norðurpólnum. b) Suðurskautslandinu. c) Norðurlandi. Á jökulsöndum eins og Skeiðarársandi geta menn þurft að troða brautir sem halda þá uppi farartaekjum en víki menn út af brautinni eiga þeir á hættu að bíllinn sökkvi. Sumir segja að asnar sökkvi fljótt í kviksyndi en múldýr ekki. Skýringin á því er sú að viðbrögð múldýranna eru réttari, þau ... a) troða nokkurs konar marvaða. b) halda ró sinni. c) reyna hvað þau geta til að komast upp úr. Lengri gönguferðir krefjast mikillar og góðrar skipu- lagningar. Bakpokinn má ekki vera of þungur og ætti að miða við að hann sé ekki meira en hámark ... a) 5 kg hjá konum og 7 kg hjá körlum. b) 15 kg hjá konum og 20 kg hjá körlum. c) 10 kg alveg sama hvort kynið um er að ræða. Hvað er svokallaður „camel“? Þó er hvorki átt við dýr- ið né sígarettumar. a) Vatnsbrúsi sem þenst út þegar vatni er hellt í hann. b) Sérstakur bakpoki sem skipt er í tvö hólf. Líkist baki kameldýrs þegar vel er að gáð. c) Poki undir vatn með slöngu sem liggur framan við munninn. Notaður f gönguferðum. Hvemig er best að raða í bakpokann sinn? a) Þungir hlutir eiga að fara ofarlega í bakpokann og næst bakinu. Þannig leggst þunginn best á bakið og togar síður í axlaböndin. b) Það þyngsta á að fara neðst. Annars er hætta á að manni reynist erfitt að halda jaíhvægi. c) Það skiptir ekki öllu máli. Er óhætt að drekka úr ám og lækjum á Islandi? a) Já. Island er ekki þekkt fyrir að vera hreinasta land í heimi fyrir ekki neitt. b) Nei, aldrei. í flestum ám og lækjum á íslandi er að finna eitthvað af saurgerlum og salmonellu. c) Nei, ekki alltaf. Ár og lækir á Islandi eru ekki undir neinu eftirliti og rannsóknir hafa sýnt að þetta vatn getur verið mengað þannig að gæði þess standist ekki neysluvatns- kröfur. Ef þér er kalt á göngu verður þér enn kaldara þegar þú stoppar og ofkæling er eitthvað sem þú vilt helst vera laus við. Talað er um að klæðnaður sé hæfilegur ef þú þarft að... a) vera með kraftgalla meðferðis til að klæða þig í þegar þú stoppar, en verður samt ekki of heitt. h) klæða þig í eina flík þegar þú stoppar og úr henni aft- ur þegar þú ferð af stað. c) drekka einn bjór eða kakó með koníaki út í til að verða ekki kalt þegar þú stoppar. Ef tveir áttavitar eru of nærri hvor öðrum er hætta á að þeir skekkist vegna ... a) innbyrðis segulmögnunar. b) aðdráttarafls jarðar sem tvöfaldast þegar áttavitamir eru komnir nálægt hvor öðrum. c) Áttavitar skekkjast ekki þótt þeir séu nálægt öðrum áttavita. I broddum geitunga er eitur sem veldur miklum sárs- auka og ertingu. Hversu margar stungur þarf til að það sé lífshættulegt fyrir fullorðinn einstakling sem ekki hefur verið stunginn áður? a) Aðeins eina. b) Um 100 stungur. c) 10 stungur. Hvert er frostmark sterks áfengis? a) -10 til -15°C b) -5°C c) -16 til -27°C Rett svör (Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar) B ‘8 a -þ q 'L qc 3-01 0-9 q t q-6 B •£ E 'l 0-2 stig: Ferðalangur hvað? Þú mátt þakka þínum sæla fyrir það að íslendingar eru ekki mikið ferða- fólk, þ.e.a.s. ef frá eru taldar utan- landsferðir, sumarbústaðaferðir og úti- hátíðir inni í byggð. Þar ert þú á rétt- um stað. Þú veist örugglega ekki einu sinni hvað ferðalangur þýðir. Vertu heima hjá þér. 3-5 stig: Heimakæra týpan Þú ert ekkert sérstaklega mikill ferðalangur og alveg greinilega ekki alvöru ferðalangur. Það er nokkuð aug- ljóst að þú hefur ekki gert mikið af þvf að ferðast innanlands. Bíltúr til Akur- eyrar telst ekki með. Þér ætti þó að vera óhætt á útihátíðum og á öðrum slíkum samkomum svo lengi sem þú þarft ekki að vera mikið einn. , 6-8 stig: UtilegumaSurinn mikli Utilegur eru þínar ær og kýr. Þér ætti lfka að vera óhætt þar sem þú ert nokkuð vel að þér f útilegu- og úti- vistarffæðum. Þú ættir að skella þér eitthvað út í óbyggðir um helgina svo þessi kunnátta nýtist þér sem best. Ekki samt fara of langt. 9-10 stig: 100% ferSalangur Þú ert sko alvöru ferðalangur og veist greinilega flest sem hægt er að vita. Passaðu þig bara á að þreyta ekki aðra með þessari svakalegu þekkingu, það er ekkert leiðinlegra en fólk sem kann ekki að halda óþtjótandi kunn- áttu sinni út af fyrir sig. Ertu búinn að sækja um í Survivor?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.