Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 Þyrla sótti alvarlega veika konu Varnarviðræður í strand SJÚKRAFLUG: Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á hádegi í gær að beiðni læknis í Búðar- dal og óskaði eftir þyrlu í við- bragðsstöðu vegna konu á sjö- tugsaldri sem var talin alvar- lega veik. ÁhöfnTF-SIF var þegar kölluð út og óskað var eftir að hún væri tilbúin til flugs ef á þyrfti að halda. Læknirinn hringdi í stjórnstöð- ina og bað um að þyrlan færi af stað og var áhöfnin kölluð út til flugs. Þyrlan lenti í Kolla- firði á Barðaströnd þar sem konan var stödd og var hún flutt á Landspítala - háskóla- sjúkrahús í Fossvogi þar sem þyrlan lenti um þrjúleytið í gær. VARNARMÁL Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki sjá tilgang í að boða til nýs samn- ingafundar með Bandaríkja- mönnum um varnarmál á meðan hvorugur aðilinn Ijái máls á að breyta afstöðu sinni í málinu. Þetta kom fram í við- tali við Davíð í fréttum Sjón- varþsins í gærkvöld. Hann seg- ir ekki útilokað að fundur verði haldinn á næstunni, en því að- eins að nýr flötur finnist á mál- inu. Fram kom hjá Davíð að Bandaríkjamenn teldu sig geta tryggt varnir (slands úr meiri fjarlægð en íslensk stjórnvöld teldu ásættanlegt. Fararleyfi RANNSÓKN: Flugmennirnir tveir, sem kyrrsettir voru hér á landi eftir misheppnaða lend- ingartilraun, fengu að halda af landi brott í gær. Rannsókn á málinu stendur nú yfir og verð- ur skýrsla send flugmálayfir- völdum í Litháen. För mannanna var heitið til Bandaríkjanna en rannsókn málsins stendur þó enn yfir. Kjúklingasláturhús Reykjagarðs á Hellu: Ólga í kjölfar uppsagna þriggja lykilmanna REYKJAGARÐUR: Reynt er að hagræða í rekstri með fækkun starfsfólks. Hefur það leitt til ólgu meðal annarra starfsmanna fyrirtækinsins. DV-mynd HARI Ólga er nú meðal starfsmanna hins nýendurbyggða kjúklinga- sláturhúss Reykjagarðs á Hellu í kjölfar uppsagna þriggja lykil- manna í fyrirtækinu. Þeir eru allir með langa starfsreynslu að baki. Framkvæmdastjóri segir ástæðu uppsagnanna vera vegna erfiðleika í greininni. Munu margir af um 50 til 55 manna starfsliði hafa íhugað að hætta í kjölfarið og þegar hafa nokkr- ir þeirra skilað inn uppsögnum sín- um samkvæmt heimildum DV. I lok júlí 2002 var undirritað sam- komulag milli Búnaðarbanka íslands hf. og SS um kaupin á Reykjagarði sem var þá að ljúka við endurbygg- ingu á kjúklingasláturhúsi á Hellu. Það sláturhús hafði Reykjagarður áður lagt af og hafði félag bænda á Suðurlandi keypt húsið og hafið end- uruppbyggingu sláturhúss. Fyrir milligöngu Búnaðarbankans keypti Reykjagarður sláturhúsið á ný og var fyrirtækið síðan selt SS með fýrirvara um áreiðanleikakönnun. Með 18 ára reynslu Einn þeirra þriggja sem sagt var upp um síðustu mánaðamót var Rúnar Sigurðsson sláturhússtjóri. Hann sagðist í samtali við DV vera með 18 ára starfsreynslu að baki hjá fyrirtækinu sem gengið hefur kaup- um og sölum í gegnum tíðina. Hann segist upphaflega hafa byrjað hjá Ás- mundarstaðabræðrum á sínum tíma. „Uppsögn mín hljóðaði upp á að verið væri að fækka millistjórnend- um og að um rekstrarhagræðingu væri að ræða,“ segir Rúnar, en upp- sögnin kom honum mjög á óvart rétt eins og fleiri starfsmönnum slátur- hússins. - „Ég er m.a. búinn að ferð- ast með fyrirtækinu frá Hellu í Mos- fellsbæinn og aftur til baka á þessum tíma.“ „Fyrírtækið er búið að vera á mjög erfiðum markaði og við erum bara að reyna að lækka kostnað og reyna að standast þessar mark- aðsþrengingar." Rúnar segir félaga sína tvo hafa verið jafn undrandi á uppsögnun- um. Annar þeirra sá um allt stofna- og ungauppeldi og hefur svipaðan starfsaldur að baki og Rúnar og hinn var verkstjóri í vinnslusal með um 10 ára starfsaldur að baki. Verið að lækka kostnað Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs á Hellu, staðfesti að órói hefði komið upp í kjölfar þessara uppsagna. Matthías var áður fjármálastjóri hjá fyrirtækinu en kom inn sem fram- kvæmdastjóri um miðjan maí. „Það er ákveðin hreyfing á fólki, það er alveg rétt. Það er erfitt þegar segja verður upp góðu fólki og ekkert óeðlilegt að það komi einhveiju róti á mannskapinn. Það er kannski ekk- ert meira en við mátti búast. Það hef- ur orðið ákveðin breyting í stjórn og eigendahópi og þeir hafa ákveðið að taka reksturinn fastari tökum og gera breytingar. Fyrirtækið er búið að vera á mjög erfiðum markaði og við erum bara að reyna að lækka kostn- að og reyna að standast þessar mark- aðsþrengingar.“ - Nú virðast sumir starfsmenn ótt- ast að ætlunin sé að ráða erlenda starfsmenn á lægri launum í stað ís- lendinganna sem þama hafa unnið. Á þessi ótti rétt á sér? „Þetta er alveg ástæðulaust," segir Matthfas. „Að sjálfsögðu ganga okkar Iandar fyrir." - Sérðu fyrir þér að rekstrarum- hverfi greinarinnar fari að lagast? „Já, ég held að menn séu búnir að ná botninum. Síðustu vikur hefur þetta aðeins verið að lagast en við höfum verið að draga úr framleiðsl- unni og reyna að lágmarka birgða- söfnun hjá okkur." hkr@dv.is Játuðu að hafa skvett bensíni á húsið og kveikt í Lögreglan í Reykjavík handtók í gær fimm manns, tvær stúlkur og þrjá pilta á aldrinum 20-30 ára, í tengslum við brunann sem varð í Álfabrekku við Suð- urlandsbraut í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar var til- kynnt um eld í húsinu rétt fyrir klukkan nfu í gærmorgun en þegar lögreglan og slökkviliðið komu á vettvang var eldur laus við útidyra- hurðina og barst hann inn í for- stofu hússins. Vel gekk að ráða nið- urlögum eldsins þar sem hann var á afmörkuðu svæði í húsinu. Sjón- arvottar sáu til ferða nokkurra manna og gáfu lögreglunni bíl- númer á bíl sem þeir voru á. Lög- reglan hafði síðan uppi á bflnum tveimur tímum seinna og handtók fimmmenningana. Piltarnir þrír hafa játað að hafa skvett bensíni á tröppurnar og útidyrahurðina og borið eld að þeim og er málið að mestu leyti upplýst. Stúlkunum tveimur var hins vegar sleppt að yf- irheyrslum loknum. Maður og kona voru í húsinu þegar bensíninu var FIMM HANDTFKIN: Reykjavíkurlögreglan handtók í gær fimm manns, tvær stúlkur og þrjá pilta vegna húsbruna við Suðurlandsbraut. Eldur var borinn að húsinu. DV-mynd E.ÓI. skvett á það en þau sakaði ekki. Pilt- arnir hafa gefið óljósar skýringar á verknaðinum en að sögn lögregl- unnar er ekki enn fyllilega Ijóst hvað vakti fyrir þeim með íkveikjunni. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn sagði að málið tengdist ekki fíkniefnum eða handrukkurum eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. Hann sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um framhaldið eða hvort farið yrði fram á gæsluvarð- hald yfir þeim. Piltamir eru enn í haldi lögreglunnar. -EKÁ Framkvæmdastjóri RTV-Menntastofnunar dæmdur í héraðsdómi: Greiði þrotabúinu tæp- ar 640 þúsund krónur Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri RTV- Menntastofnunar, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur til að greiða þrotabúi RTV 639.308 krónur auk vaxta og málskostnaðar. RTV-Menntastofnun ehf. var stofn- uð af Viðskipta- og tölvuskólanum í nóvember 1999 sem eignarhaldsfélag um eignir skólans að Faxafeni 10. Jón Ámi var skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans og ráðinn framkvæmda- stjóri RTV-Menntastofnunar ehf. við stofnun hennar. Féiagið varð síðan gjaldþrota um mitt ár 2002. Krafa stefnanda er byggð á því að stefndi hafi án heimildar dregið sér fé, er nam andvirði tékka að fjárhæð 800.000 krónur sem hann hafi inn- leyst í eigin þágu í janúar 2000, en gef- ið þá skýringu að um væri að ræða hluta af greiðsiu BMW-bifreiðar sem keypt hafi verið fyrir hann. Stefndi mótmælti því að hafa dregið sér fé af sjóðum stefnanda og gerði kröfu um Jón Árni Rúnarsson. sýknu. Greiðslan hefði verið vegna verktakavinnu stefnda hjá Viðskipta- og tölvuskólanum, en hefði verið fyrir mistök skrifúð út úr tékkhefti RTV, en sömu aðilar hefðu farið með bókhald fyrir báða aðila. Þetta hefði verið leið- rétt. Til vara gerði stefndi kröfúr til skuldajöfnunar vegna reikninga sem hann hefði lagt út fyrir og vegna fyrir- varalausrar sviptingar afnota af bif- reiðinni. Niðurstöður dómsins vom þær að skuldajöfnunarkröfu stefnda var vísað frá dómi vegna vanreifunar. Þá er Jóni Áma Rúnarssyni gert að greiða RTV- Menntastofnun ehf. 639.308 krónur auk dráttarvaxta. Einnig að hann greiði málskostnað upp á 280.000 krónur. hkr@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.