Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 14
14 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 LANDSMÓT LEIÐTOGA. SKOLiNN Fjölskyldan á Eldfell - ævintýri í Eyjum - segirAuróra 6. Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúiíVestmannaeyjum Eldfell í Vestmannaeyjum var mest sótta fjallið í verkefninu Fjölskyldan á fjallið síðastliðið sumar. Á þriðja þúsund manns gengu á Eldfell og skráðu nöfn sín í gestabók UMFÍ. Verkefnin Fjölskyldan á fjallið og Göngum um ísland hófíist með formlegum hætti um síðustu helgi og á mánudag fór Auróra G. Frið- riksdóttir, ferðamálafulltrúi í Vest- mannaeyjum, í gönguferð upp á Eldfell og kom fyrir póstkassanum með gestabók á toppnum. Goslokahátíð í Eyjum „Það var ofsalega gaman að heyra hvað það var gengið mikið á Eldfell síðastliðið sumar, en það kom okkur svo sem ekkert á óvart, við erum vel meðvituð um þann fjölda ferðamanna sem koma hing- að til Eyja,“ segir Auróra. Gosloka- hátíð verður haldin í Vestmanna- eyjum 3. til 6. júlf til að minnast þess að þrjátíu ár eru liðin frá lok- um gossins. „Það er mjög fjölbreytt og viðamikil dagskrá og örugglega munu margir Eyjamenn og gestir koma til með að ganga á Eldfell til að minnast þessara miklu náttúm- hamfara sem á endanum, þrátt fyr- ir allt, fóm vel.“ Göngu- og útivistarparadís Vestmannaeyjar em sannarlega paradís fyrir göngu- og útivistar- fólk. Um Eyjarnar liggja margar skemmtilegar gönguleiðir og fjöllin Eldfell, Helgafell, Heimaklettur og Blátindur em allt ömgg fjöll að ganga á. Að sögn Auróru em Eyjamenn al- mennt duglegir að ganga. „Ekki síst um fjöllin, enda hefur það oft verið sagt um íþróttafólkið frá Eyjum að það sé með sérlega sterkbyggða fætur og það má kannski þakka trimmi hér um fjöllin. Aðallega em þetta þó ferðamenn með bakpoka og göngustaf sem þramma um eyj- una.“ En eins og allir vita er stór- fengleg náttúrá og mikið fuglalíf sérkenni Vestmannaeyja og lund- inn tákn Vestmannaeyja. Mót eftir mót Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefúr löngum verið öflugt og Eyja- menn skipað sér sess meðal fremstu íþróttamanna landsins, ekki síst í knattspyrnu. Þá er orðin hefð í Vestmannaeyjum fyrir árleg- um barna- og unglingamótum og á hverju sumri streyma þúsundir keppenda og gesta á mót eins og Shellmótið, Pæjumótið og í golfæv- intýri. „Það má segja að ferðaþjónustan hér í Eyjum byggist að verulegu leyti upp á íþróttum, útivist og ým- iss konar afjtreyingu, enda höfum við upp á margt að bjóða; frábæra íþróttaaðstöðu, stórbrotna náttúm og útivistarsvæði, alla almenna þjónustu og margvfslega afþrey- ingu.“ „Það má segja að ferðaþjónustan hér í Eyjum byggist að veru- legu leyti upp á íþrótt- um, útivist og ýmiss konar afþreyingu, enda höfum við upp á margt að bjóða. Að sögn Auróru hófst dagskrá sumarsins í Eyjum í maí með golf- móti og sjóstangaveiðimóú en síð- an hefur verið þétt dagskrá og stór- SHELLMÓTK) í EYJUM: Hressir krakkar, sem voru á Shellmótinu í Eyjum, notuðu tækifærið meðan þau biðu eftir Herjólfi og reyndu sig við sprangið sem er þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. GOLF í EYJUM: Þessir hressu krakkar taka þátt í golfævintýrinu í Eyjum. Golfvöllur- inn í Eyjum hefur sjaldan verið betri og nú styttist í (slandsmótið í golfi sem haldið verður í Eyjum í lok júlí. GESTABÓK Á ELDFELLI: Auróra G. Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi ÍVestmannaeyjum, með gestabók á toppi Eldfells með Vestmannaeyjabæ í baksýn. Eldfell er eitt affjöll- unum í verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið, og eiga allir sem skrá sig í gestabækurnar, sem settar eru á 22 fjöll um land allt, möguleika á vinningi þegar bækurnar verða teknar niður í haust. mót eða viðburður um nánast hverja helgi og engu líkara en Eyja- menn fái aldrei nóg. „Okkur finnst mjög skemmtilegt hvað það eru margir sem vilja sækja okkur heim og það hefúr líka skapast reynsla hjá íþróttafélögum og ferðaþjón- ustunni til að taka á móti stórum hópum. Það em allir landsmenn velkomnir til Eyja til að njóta alls þess sem við höfum upp á bjóða." Shellmótinu í Eyjum er nýlokið en um tólf hundruð peyjar tóku þátt í því og í vikunni hefst golfæv- intýri á vegúm golfklúbbsins að ógleymdri Goslokahátíðinni sem hefst 3. júlí. „Það er mjög gaman að segja frá því að golfvöllurinn Eyjum var út- nefndur einn af tvö hundruð bestu og fallegustu golfvöllum í Evrópu, enda er umhverfi hans alveg magn- að. Völlurinn er í frábæru standi enda verður íslandsmótið í golfi haldið hér seinni partinn í júlí." Að lokum segir Auróra að þjóðhátíð sé auðvitað á sínum stað og lunda- pysjuvertíðin að henni lokinni. VELKOMIN Á GOSLOKAHÁTÍÐ 4.-5. JÚLÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.