Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 26
26 SKQÐUN MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í sfma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Lýðheilsustöð óþörf Haukur Hauksson skrifar: Það er með ólíkindum hvað ráðamenn hér, og á öllum tím- um, eru áfram um að opna hverja stofnunina eftir aðra á valdatíma sínum. Nú er það Lýðheilsustöðin, sem þó er þegar orðin að vandræðabarni. Fáir vita hvar hún verður stað- sett (líklega hefur hugmyndin verið sú að koma henni fyrir á landsbyggðinni - sannið til!) og svo er ráðning forstjóra orð- in að hneyksli. Skipaður for- stjóri orðinn berað heimtu- frekju, og það áður en hann kemur til starfa. Ég segi; Megi honum bara hlotnasf áfram- haldandi starf erlendis við sitt hæfi. - Ekki fleiri óþarfa stofn- anir. ísbjörn-nr.1 ? Guðný Sigurðardóttir skrifar: Ég er alæta á fjölmiðla, les t.d. alla „vefi" sem ég næ í á Netinu. Ýmsir vel skrifandi, aðrir hrein- ustu bullur og ómerkingar. Einn slíkra er tiltölulega nýkominn á vefinn hjá Visir.is, undir heitinu isbjörn-nrl. Hann fer með þeim ókvæðisorðum í garð alls þess sem vestrænt er að annað eins hefur vart sést á prenti. Honum er í nöp við Bush forseta, Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son og aðra sem hann kallar „hyski" eða „leiguþý" þessara aðila. Mér finnst ég þekkja stíl- inn en átta mig ekki alveg á hvort þarna er um að ræða gamalreyndan blaðamann, fýrr- verandi eða núverandi. Mér finnst Visir.is setja niður með þessu. Fjárfestingar ekki til fagnaðar V© LÝÐVELDISTÖKU Á ÞINGVÖLLUM 1944: Bandaríkjamenn viðurkenndu lýðveldið Island fýrstir þjóða. Guðjón Guðmundsson skrifar: Farið er að tala um skort á áhættufjármagni svokölluðu hér á landi. Þetta er haft eftir þeim sem gefa sig út sem sérfræðingar í fjár- málum og hinu nýja fjármálaum- hverfi í íslensku efnahagslífi. Þess vegna má ætla að ekki sé þetta úr lausu lofti gripið. Auðvitað er þetta ekki gott til afspurnar, en eins og al- þekkt er hér hefur slagorðið fengst af verið það að með lánum skuli land byggja. „Já, það er ekkert of björgulegt fram undan í íslenskum fjárfestingum, og ekki bæta útlitið þær fréttir sem fylgja ákvörðun Bandaríkjamanna að draga úr eða fella niður umsvifsín hér á Miðnesheiði." Spurningin er einfaldlega þessi: Hvað er til ráða? Því er til að svara, að mínu áliti, að á meðan ekki er útlit fyrir að létti til á fjármagns- mörkuðunum, þá batnar ástandið ekki. Þeir tímar eru að baki, sem einkenndu markaðinn hér, að menn fóru sínu fram með afar óraunsæjum hætti og svifust nán- ast einskis í fjárfestingum. Keyptu nánast allt sem losnaði í fyrirtækj- um. - Afar ólíklegt er þó að nokkuð af því hafí skilað sér sem arðbært fé. Hér á landi hefur ekkert skilað sér til baka í fjárfestingum nema húsnæði, jafnvel bara veggir eða annað sem líklegt er að geti orðið íbúðarhæft. Þar hefur verið á vísan að róa, og er enn, þótt nú megi lfka búast við lækkun á fasteignamark- aði eins og í öðrum greinum á fjár- festingarsviðinu. Menn eins þeir sem eru í forsvari fyrir „Bakkavör Group" hafa líka látið niður í töskur og selt umsvif sín hér á landi og einbeita sér nú að því að ná frekari fótfestu á megin- landi Evrópu. Þeir hafa yfirgefið sjávarútveginn og stefna á það sem á ensku kallast „fresh-food supp- lies“, sérpökkuð matvæli fyrir neyt- endamarkaðinn. - Og það sem ein- kennilegast er; manni sýnist að þar sé helst um að ræða matvæli sem síst tengjast sjávarafurðum. Manni dettur í hug hvort þeir sjái lengra fram í tímann en gerist og gengur hjá íslenskum athafnamönnum - að sjávarútvegur sé ekki lengur í sókn, verðmæti sjávarafla sé á hraðri niðurleið. Já, það er ekkert of björgulegt fram undan í íslenskum fjárfesting- um, og ekki bæta útlitið þær fréttir sem fylgja ákvörðun Bandaríkja- manna að draga úr eða fella niður umsvif sín hér á Miðnesheiði. Sú ákvörðun gæti meira en líklega sett efnahagslíf hér á landi svo illilega úr skorðum að við þyrftum að byrja nánast upp á nýtt, frá þeim tíma- punkti er við lýstum yfir sjálfstæði, árið 1944. Það er áreiðanlega ekki af engu að ríkisstjórninni fatast svo hrapal- lega flugið í fjölmiðlasamskiptum út af vamarmálunum sem raun ber vitni. Það er ekkert annað en kata- strófa (les: stórslys) ef svo er komið að með brottför varnarliðsins sé ís- land nánast við spítaladyrnar, ósjálfbjarga eyþjóð sem verður ekkert annað til bjargar en að segja sig til sveitar í Evrópusambandinu eða höfða með alveg nýjum hætti til samkenndar hjá einni hinna sér- hæfðu stofnana Sáms frænda. - Og er þó ekki einu sinni ömggt að í þetta sinn verði okkur kápan úr því klæðinu. Bandaríkjamenn hafa vel í lagt varðandi aðstoð til íslendinga, allt frá stofnun lýðveldisins, og voru fyrstir þjóða til að viðurkenna það strax eftir lýðveldistökuna. En okk- ur brast bæði framsýni, kjark og þor til að fylgja þeim reglum sem gilda um sköpun og siðferði sem giltu hjá öðmm ríkjum, sem stuttu síðar losnuðu undan hrammi nas- ismans í nágrannalöndunum. - Nú er bara að bíða, og vona með kross- lagða ftngur, og treysta á Guð al- máttugan. Svo er fyrir að þakka að hann hefur áður reynst okkur nokkuð ömgg vörn. Kannski sú besta þegar á allt er litið. Þjóðbúningar í Árbæjarsafni ÞRJÁR KYNSLÓÐIR: Sú minnsta er f 19. aldar upphlut, móðir hennar, næst henni, í 20. aldar upphlut og amman f 19. aldar upphlut með sjal. HANNES OG HALLDÓR: Rómantfk - pólitík? Nóbelsskáldið - góð ending Óskar Sigurðsson skrifar: Án efa má telja Hannes Hólm- stein Gissurarson með hæfustu og mikilvirkustu skrifurum sem nú em uppi hér. Hann er djarfur, en málefnalegur og einbeittur þegar hann vill koma á framfæri sínum hugðarefnum. Ég efa að margir háskólaprófessorar skrifi jafn mikið um samtímann og Hannes gerir. Nú er hann að rita bók í þremur bindum um Hctlldór Kiljan Laxness, og í þessari röð. Annar maður, Halldór Guð- mundsson (fyrmm útgáfústjóri Máls og menningar) er og sagður vera með bók um nóbelskáldið í undirbúningi, en líklega á mun lengri tíma en Hannes. Það er einmitt aðal Hannesar að hann er bíður ekki boðanna, hann ræðst að þeim og sigrar þá flesta. Fróð- legt verður að lesa báða þessa rit- höfunda fjalla um skáldið, hvorn með sínum hætti, væntanlega. Dóra Jónsdóttir skrifar: Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt og ritað um þjóðbún- ingana okkar, og í DV las ég pistil um þetta efni þar sem vitnað var í sjónvarpsfrétt um að hinn gamli þjóðbúningur kvenna minnti um of á „móður“ og „húsmóðurhlut- verkið". „Það er smáþjóðum dýrmætt að eiga fal- lega þjóðbúninga og þekkjast afþeim, hvar sem fólk mætir í þeim vekja þeir verðskuld- aða athygli. Þannig eru þjóðbúningar jafnmik- ilvægir og þjóðfánar og þjóðsöngvar." „Hinn íslenski, viðtekni þjóð- búningur kvenna hefur hins vegar verið í heiðri hafður að mestu leyti, hjá þeim konum sem á ann- að borð vilja halda honum við," sagði m.a. í nefndum pistli í DV. Sunnudaginn 15. júní var hins vegar haldið upp á 90 ára afmæli Heimilisiðnaðarfélags íslands í Árbæjarsafni í blíðskaparveðri og við mikla aðsókn. Þetta aldna félag hefur sýnt í hug og verki hverju er hægt að áorka og lagt kapp á að varðveita sem flestar gerðir af íslensku handverki. Það kemur í ljós að flest af þessu handbragði tengist þjóðbúningum og þessu til stuðn- ings skörtuðu margar konur fjöl- breyttum búningum, sem þær höfðu saumað sjálfar á ýmsum námskeiðum félagsins. - Til að auka fjölbreytnina enn meir þá voru þarna dömur á öllum aldri. Undanfarna áratugi hefur það vakið athygli hversu áhugi fólks fyrir þjóðbúningum hefur farið vaxandi, og um leið sést að fólk kann að meta uppruna þeirra og vill hafa þá sem réttasta. Það er smáþjóðum dýrmætt að eiga fallega þjóðbúninga og þekkj- ast af þeim, hvar sem fólk mætir í þeim vekja þeir verðskuidaða at- hygli. Þannig eru þjóðbúningar jafnmikilvægir og þjóðfánar og þjóðsöngvar. Með þessum skrifum sendi ég mynd sem tekin er í Árbæjarsafni. Myndin sýnir þrjár kynslóðir, sú minnsta, sem situr í vagninum, er í 19. aldar upphlut og er rétt orðin ársgömul, móðir hennar stendur næst henni í 20. aldar upphlut og amman er í 19. aldar upphlut með sjal. Það sem gerir fatnað að þjóð- búningum er það að vera notaður af þjóðinni í fjölda ára, rétt eins og við segjum þjóðsögur af því að þær eru gamlar og góðar sögur, sem hafa verið sagðar mann fram af manni í aldaraðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.