Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 xo • MMI Q) Breytingar skila sér í auknum lestri DV byggir á traustum grunni og langri sögu. Saga sameinaðs blaðs tveggja síð- degisblaða, Dagblaðsins og Vísis, er nær 22 ára gömul en saga. blaðsins nær miklu lengra aftur enda var Vísir stofnaður árið 1910. DV er því elsta dagblað landsins. Blað- ið er hins vegar síungt enda verður blað sem DV að þróast og þroskast, fylgja samtíð sinni. Viðamikill þáttur í þessari stöðugu þróun var kynntur lesendum fyrir mánuði, breyt- ingar á útliti og efnistökum blaðsins. Efnis- tök voru skerpt, meiri áhersla er lögð á hið sértæka. Þess er gætt í enn ríkari mæli en áður að blaðið sé fyrir fólk og um fólk. Blað- ið er þannig lifandi fréttamiðill en varpar samhliða ljósi á bakgrunn atburða. Umfjöll- un um íþróttir skipar veglegan sess í blað- inu. Neytendamál í víðum skilningi eru hornsteinn DV. Helgarblað DV er skrautíjöður útgáfunn- ar, efnismikið og vandað á laugardögum. Helgarblaðið er sterkt í öllum aldurshóp- um. Það nýtur þess að vera lengur í lestri en önnur laugardagsblöð sem er órækur vitn- isburður um gott og fjölbreytt efni á þeim tíma er fólk hefur mestan tíma til lestrar. DV er og hefur verið í varðliði neytenda og skattgreiðenda og er talsmaður lítilmagn- ans. Um leið veitir blaðið fólki alhliða þjón- ustu og afþreyingu. DV er frjálst og óháð dagblað, þátttakandi í lífi og starfi lands- manna, vettvangur skoðanaskipta og ólíkra viðhorfa auk fjölbreyttrar menningarum- fjöllunar. Um leið er blaðið traustur auglýsingamið- ill stærri og smærri auglýsinga, m.a. sérhæft smáauglýsingablað með áratugareynslu í Þessi mikla aukning lestrar DV milli kannana sýnir að sú aukna áhersla sem blaðið hefur lagt á stöðu sína sem alhliða síðdegis- blað, beinskeytt en áreiðanlegt, hefur sannað sig. DV dregur á morgunblöðin tvö, Morgunblaðið og Fréttablaðið, en síðarnefnda blaðinu er dreift ókeypis í hús. þeirri þjónustu. Smáauglýsingar DV eru og hafa verið markaðstorg almennings, hag- stæð og auðveld leið til viðskipta. Smáaug- lýsingar DV skila skjótum árangri, hvort heldur viðskiptavinirnir vilja selja eða kaupa. Ný fjölmiðlakönnun Gallups var birt í gær. Hún sýnir svart á hvítu að breytingarnar á blaðinu ná til lesenda, hvort heldur þeir kaupa blaðið í áskrift eða lausasölu. Sam- keppni á dagblaðamarkaði hefur verið hörð undanfarin misseri. Við þeirri samkeppni ; hefur DV brugðist. Nýjar efnisáherslur og endurhannað og nútímalegra útlit sýna að blaðið er aðgengilegra, fróðlegra og 1 skemmtilegra en fyrr. Lestur DV hefur auk- ist um þriðjung milli kannana Gallups, frá könnun sem gerð var um mánaðamótin mars-apríl og könnun nú í júní. Lesturinn eykst alla útgáfudaga en mest á fimmtudög- um og föstudögum, eða um 10 prósentu- stig. Áskrift að DV jókst um 3,9 prósentustig milli kannana en á sama tíma fækkaði áskrifendum Morgunblaðsins um 3,5 pró- sentustig. Meðallestur á tölublað eykst um 7 pró- sentustig sem þýðir að hlutfallsleg lestrar- aukning mælist 31,7 prósent. Þegar litið er á tölur um hvort eitthvað hafi verið lesið í 1 blaðinu í könnunarvikunni er aukningin einnig mjög mikil. Lesturinn fer úr 44,8% í j 57,3%. Hlutfallsleg aukning er tæp 28%. Þessi mikla aukning lestrar DV milli kann- ana sýnir að sú aukna áhersla sem blaðið hefur lagt á stöðu sína sem alhliða síðdegis- blað, beinskeytt en áreiðanlegt, hefur sann- að sig. DV dregur á morgunblöðin tvö, Morgunblaðið og Fréttablaðið, en síðar- nefnda blaðinu er dreift ókeypis í hús. Fjölmiðlakönnun Gallups er starfsmönn- um DV hvatning til frekari dáða. Góð við- brögð lesenda við breyttu og bættu blaði sýna að það er á réttri leið. Þróun þess í takt við tímann heldur áfram. Virtasti fréttamiðill heims gegn spunameistara Deila breska forsætisráðuneyt- isins og BBC snýst um trúverð- ugleika, að sögn yfirmanns fréttasviðs RÚV og formanns Blaðamannafélags íslands. Deilan vekur upp spurningar um hvort fjölmiðlum sé stætt á að leyfa mönnum að bera fram þungar ásakanir úr skjóli nafnleyndar og hver beri ábyrgð reynist ásakanirnar tilhæfuíausar. Undantekning Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags íslands, segir að með því að byggja á nafnlausum heimildum leggi fjölmiðlar trú- „Ríkisstjórnin reynir að setja samasem-merki á milli nafnlausra heimildarmanna og þess að það sé ósatt sem þeir segja." verðugleika sinn að veði. „Mikil- vægasta eign hvers fréttamiðils er trúverðugleikinn og menn leyfa mönnum ekki að tjá sig nafnlaust nema því aðeins að engin önnur leið sé til að ná fréttinni," segir Ró- bert og bætir við að fréttamenn verði um leið að meta hvaða hags- muni viðkomandi heimildamaður hafi í málinu. „Almenningurverðursvo að gera það upp við sig í málum á borð við BBC-deiluna hvort hann trúir ein- um virtasta fréttamiðli heims eða spunalækni ríkisstjórnar sem hefur orðið uppvís að ritstuldi úr há- skólaritgerð til að styðja þann ásetning sinn að ráðast inn í írak.“ Hvorum vill fólktrúa? Bogi Ágústsson, yfirmaður frétta- sviðs Ríkisútvarpsins, segir að samkvæmt vinnureglum RÚV sé heimilt að byggja fréttir á einum, ónafngreindum heimildarmanni í undantekningartilvikum og aðeins að því gefnu að trúverðugleiki hans sé talinn hafinn yfir allan vafa. Um BBC-deiluna segir Bogi: „Þetta er spurning um trúverðug- leika. Annars vegar er BBC, einn virtasti fjölmiðill heims, sem gætir engra pólitískra hagsmuna og er raunar oftar sakaður um að ganga erinda Verkamannaflokksins. Hins vegar er Campbell, „spindoktor" ríkisstjórnarinnar, háll sem áll, maður sem hagræðir sannleikan- um og er meistari í að láta hlutina líta eins vel út og hægt er fyrir sig og sína,“ segir Bogi og bætir við að Campbell hafi áður verið ritstjóri Daily Mirror, sem spili ekki í sömu SNÝST UM TRÚVERÐUGLEIKA: Róbert Marshall og Bogi Ágústsson segja að með því að byggja fréttir á nafnlausum heimildarmönnum leggi þeir trúverðugleika sinn að veði; almenningur verði svo að meta hvort þeir sem andmaela slíkum fréttum séu trúverðugri en viðkomandi fjöimiðill. deild og BBC varðandi gæði og áreiðanleika. „Tilhæfulausar ásakanir" En snýst þetta um trúverðugleika BBC? Getur ekki verið að BBC hafi verið í góðri trú, en látið heimildarmanninn gabba sig? í siðareglum Alþjóðasambands blaðamanna eru talin upp nokkur brot sem séu þau alvarlegustu sem fréttamenn geti gerst sekir um. „Tilhæfulausar ásakanir" er eitt þessara brota og er lagt að jöfnu við brot á borð við mútuþægni. Það virðist mega álykta sem svo að fjöl- miðill, sem leyfir einstaklingi að varpa fram tilhæfulausum ásökun- um í skjóli nafnleyndar, hljóti sjálfur að verða að taka á sig sökina fyrir þetta alvarlega brot. Samt beitir BBC þeim rökum sér til varnar í deilunni, að það sé sjálft ekki með neinar ásakanir; það hafi ekki gert annað en að segja frá því sem heimildarmaðurinn hafði að segja. Hver ber ábyrgð? Blaðafulltrúi Blairs hefur einmitt sagt að það geti ekki verið að íjölmiðlum sé stætt á að hafa alvarlegar ásakanir á hendur stjórnvöldum eftir nafnlausum heimildarmanni án þess að geta staðfest með sjálfstæðum hætti að heimildarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Það myndi í raun þýða að fjöl- miðlar gætu sagt hvað sem er án þess að bera neina ábyrgð. Bogi Ágústsson er ekki í vafa um hver beri ábyrgð ef nafnlaus heimildarmaður reynist hafa rangt fyrir sér: „Fréttastofan, það er ekk- ert flóknara en það.“ Reynslan hér Bogi segist ekki muna til þess að sambærileg deila hafi komið upp í samskiptum fjölmiðUs og stjórn- valda hér á landi. „En margir stjórnmálamenn eiga erfitt með að skilja að fjölmiðlar á borð við BBC og RÚV eru ekki að ganga erinda andstæðinga sinna þótt þeir segi fréttir sem koma iUa við þá. Þeir segja bara eins satt og rétt frá og þeirgeta." Róbert Marshall bendir á að hér á landi hafi ríkisstjórnin neitað að tjá sig um fréttir af varnarmálum á þeirri forsendu að þær séu byggðar á nafnlausum heimildum: „Ríkis- stjórnin nýtir sér það og reynir að setja samasem-merki á milli nafn- lausra heimildarmanna og þess að það sé ósatt sem þeir segja. AI- menningur hér - rétt eins og í Bret- landi - verður að vega og meta orð blaða- og fréttamanna og póli- tíkusa sem þurfa alltaf að líta vel út og halda andliti." otafur@dv.is Gullmoli « £ £ D „Úr eldhúsinu kom óvenju- lega vondur matur. Einkum á það við um sjávarréttina, sem sagðir eru vera sérgrein Haf- meyjarinnar." Úr veitingarýni Jónasar Krist- jánssonar sem birtist IDVÍ októ- ber 1991 og lesa má I heild á vefn- umJónas.is. Snúinn andstæðingur „[Ögmundur Jónassonj er þeirrar skoðunar, að ekki eigi að gera neinar ráðstafanir til að tryggja öryggi þjóðarinnar nema unnt sé að benda á einhvern óvin, sem ógni öryggi hennar. Á tímum kalda stríðsins, þegar auðvelt var að benda á þennan óvin, var Ögmundur hins vegar þeirrar skoðunar, að úr því að óvinurinn væri svona augljós ætti ekki að gera neitt til að tryggja öryggi þjóðarinnar, af því að varnir hennar breyttu henni [ skotmark!" Björn Bjarnason á vefsinum. Alvarleg bilun „Þegar Jónas ætlaði að herða á bremsunni á veiðihjólinu kom í Ijós að það var alvarlega bilað, en hjól þetta mun vera frá fyrri hluta síðustu aldar. Missti hann því laxinn sem kvaddi með mikl- um bægslagangi niður eftir ánni, frelsinu feginn." Frétt á vefBæjarins besta um veiði i Laugardalsá i Isafjarðar- djúpi. Sá sem missti þennan „mjög stóra" laxvar Jónas Magnússon, fyrrverandi kaupmaður, 87 ára. Nóg boðið „Hvað er eiginlega með sunnudagsblað Morgunblaðs- ins? Er blaðamönnum þess fyrir- munað að taka gagnleg viðtöl við fólk? Hvers vegna er svo sjaldan spurt nokkurs sem máli skiptir? Geta blaðamennirnir svo aldrei brugðist við svörunum í staðinn fyrir að fara vélrænt yfir í næsta efni? Er þeim þannað að fara út fyrir fyrirframhugsaðar spurningar? Af hverju fer þetta fólk ekki bara að skrifa í Heima er bezt?" Upphafsorð harkalegrar gagn- rýni Vefþjóðviljans á Andriki.is á viðtal Morgunblaðsins við Þórólf Árnason borgarstjóra. Pravda? „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vann gott verk á sviði jafnréttis- mála á borgarstjóraferli sínum. Munt þú halda því starfi áfram?" Spurning blaðamanns Morg- unblaðsins til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra i nýlegu opnuviðtali. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.