Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 ÚTGÁFUFÉLA& Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Örn Valdimarsson AÐALRÍT5TJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRfTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, slmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jseim. EFNI BLAÐSINS Grindvíkingar óttast kynferöisbrotamann - frétt bls. 4 Horfin sprotafyrirtæki - frétt bls. 8 Afríkuför Bush lokið - erlend frétt bls.10 Þrjú ný í Djúpu lauginni - Fókus bls. 18 Lánleysi Skagamanna - DV Sport bls. 36 Fram enn á botninum - DV Sport bls. 37 Opna breska byrjað - DV-Sport bls. 39 DV Bingó Það er komið _ - \ bingó á O-röðina / tl °9 Því spilum við * * nú allt spjaldið. ' Athugið að sam- hliða einstökum röð- um hefur allt spjaldið verið spil- að þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. Níunda talan sem kemur upp á allt spjaldið er 74. Þeir sem fá bingó láti vita (síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Beðið í röð TÓNLEIKAR; Fjöldi manns safnaðist saman fyrir framan verslun Skífunnar á Laugavegi í nótt en miðasala á tónleika hljómsveitarinnar Foo Fighters, sem verða hér á landi þann 26. ágúst, hófst í klukkan tíu I morgun. Röðin náði langt niður Laugaveginn og upp hluta Klapparstígs þegar mest var í henni. Sendiráð lýsir yfir áhyggjum VARNARUÐSMAÐURINN: Bandaríska sendiráðið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að það valdi sendi- ráðinu miklum áhyggjum að ríkisstjórn íslands hafi ekki svar- að formlega beiðni Bandaríkj- anna um lögsögu í máli varnar- liðsmannins sem gefið er að sök að hafa stungið mann með hnífi í miðborg Reykjavíkur. Vísað er til varnarsamningsins frá 1951 og viðauka hans. Þá segir að rík- isstjórn Bandaríkjanna hafi sam- þykkt skilyrði íslenskra stjórn- valda um afhendingu varnar- liðsmannsins og farið eftir þeim. Þess hafi ítrekað verið óskað að íslensk stjórnvöld gæfu eftir lögsögu í málinu og uppfylltu skuldbindingar sínar skv. varnarsamningnum. Ellefu ára drengur lærir að fljúga hjá Flugsýn Hófflugvél á loft frá Reykjavíkurflugvelli í gær-Jón Oddur" sjálfur Ellefu ára drengur, Andri Már Birgisson, hóf vélina TF-TOD á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust upp úr hádegi í gær með kennara frá Flugsýn. „Þetta er langyngsti nemandinn sem ég hef nokkurn tímann heyrt um hér á landi," sagði Hafsteinn Þorsteinsson flugkennari við DV. „Haltu hendinni hér á eldsneytis- gjöflnni og togaðu í stýrið," sagði Hafsteinn við Andra Má þegar vélin var að taka á loft á flugbrautinni til vesturs. Drengurinn, sem sat á púða í flugstjórasætinu, vinstra megin, horfði einbeittur á mælana, hélt vinstri hendi á stýrinu og þeirri hægri á eldsneytisgjöfinni fyrir miðju mælaborði. Kennarinn var einnig með hönd á stýri sín megin. „Já, svo ferðu með hana upp í 500 fet og þá tekurðu hægri beygju," sagði Hafsteinn. Andri Már lyfti vél- inni upp með aðstoð kennarans - „Réttu hana aðeins við/'sagði Hafsteinn og hinn upprennandi fiugmaður náði prýðis- stjórn á vélinni uppi í 2.500 fetum. það var eins og drengurinn væri ai- vanur, í sínum öðrum flugtíma, en hann segist ætfa að verða atvinnu- flugmaður. Andri Már tók svo um- beðna beygju yfir Seltjamamesi og stefnan var tekin í austur. „Svo skaftu fara með hana upp í J.500 fet," sagði Hafsteinn. Þegar vélin nálgaðist Þingvelli tók vélin örlitlar dýfur og hallaðist fyrst til vinstri en síðan tif hægri. Blaða- maður, sem sat aftur f með Ríkeyju Pétursdótmr, móður drengsins, tók eftir því að kennarinn var ekki lengur með hönd á sínu stýri - drengurinn var einn við stjómina. „Réttu hana aðeins við," sagði Hafsteinn rólega og hinn upprennandi flugmaður náði prýðisstjóm á vélirmi uppi í 2.500 fetum. „Sérðu Þingvelii?" spurði kennarinn og drengurinn gægðist upp fyrir mælaborðið, sitj- andi á púðanum sínum. „Já, já,“ svaraðiAndri Már. BROTTFÖR UNDIRBÚIN: Eftir fimm mínútur voru Andri Már og Hafsteinn, kennarinn hans, búnir að skipta um sæti og drengurinn kominn í flugstjórasætið. Þegar vélin var komin á góða ferð úti á brautinni togaði drengurinn stýrið að sér um leið og hann hafði aðra hönd á eldsneytisgjöfinni. Hinn ellefu ára Kópavogsbúi var kominn [ flugtak með kennara og tvo farþega. DV-myndir Teitur „Þetta gengur vel," sagði Hafsteinn svo, „Nú ertu búinn að læra að fljúga beint, lárétt, að beygja og láta vélina rétta sig af með því að sleppa stýr- inu." Þegar flogið hafði verið fram hjá fjölmenninu á ylströndinni í Naut- hólsvík var lent heilu og höldnu. „Jón Oddur" hafði nú komið TF-TOD heilfi niður á jörðina undir hand- leiðslu Hafsteins. Andri Már lék nefnilega Jón Odd í leikritinu Jón Oddur og Jón Bjami í vetur og er því ekki afveg óþekkmr. Því má segja að það hafi verið Jón Oddur sjálfur sem hóf hina fjögurra sæta vél á loft í gær. Að minnsta kosti greiðir hann flug- tímana fyrir peningana sem hann vann sér í vetur með leiknum. Og markmiðið er skýrt - að verða flug- maður. „Ég held að það sé hraðinn og frelsið f háloftunum sem Andri Már heillast mest af,“ sagði móðir hans. „Ég stakk hendinni út um litla gluggann þegar við vomm á ftillri ferð," sagði drengurinn þegar hann steig út úr vélinni. „Við vomm á mildu meiri ferð en þegar maður er í UPPRENNANDIATVINNUFLUGMAÐUR: Hann lék Jón Odd í leikritinu Jón Oddur og Jón Bjarni í vetur. Launin ætlar hann nota til að greiða fyrir flugtímana sína í sumar. bíl. Höndin á mér skaust aftur," sagði Andri Már. En hvemig má það vera að aðeins ellefu ára drengur fái að læra í flug- skóla? „Við setjum engin aldurslág- mörk," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, yfirkennari hjá Flugsýn. „Það má hins vegar enginn taka sólópróf fyrr en sextán ára. Þá má Andri Már fljúga einn. Þangað til getur hann safriað sér flugtímum. Við mælum svo með að bóklegt nám sé tekið eftir það fyr- ir næsta skref, einkaflugmannspróf- ið,“ sagði Þorsteinn. ottar@dvís DV Helgarblað Magafylli og magadans Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, hefur um árabil unnið við hjálparstörf í Afríku á vegum Rauða krossins. Hún segir Helgarblaðinu frá lífi og starfi í Afríku og áhugamálum sínum, m.a magadansi. Notar ull í Ijós Hingað til hefur íslensk ull svo til eingöngu verið notuð í fatnað og teppi. Textílhönnuðurinn Bryndís Bolla hefur hins vegar séð nýjan flöt á þessu alíslenska hrá- efni og nýtir nú ullina í skemmti- lega vegglampa. Fötin hennar Marínar Möndu Iceland Fashion Week stendur nú sem hæst og einn af íslensku hönnuðunum sem taka þátt í sýningunni í ár er Marín Manda Magnúsdóttir. Marín Manda, sem er nýútskrifuð frá dönskum hönnunarskóla, segir DV frá hönnun sinni og lífinu í Kaup- mannahöfn þar sem hún býr nú með dönskum kærasta. Mótsagnakenndir málshættir Málshættir þykja mörgum mik- il speki en samanburðarrann- sóknir ieiða í ljós svo mikið mis- | ræmi milli þeirra að hægt er að tala um svart og hvítt. Hræsnar- j inn og tækifærissinninn eiga í þarna öflugan baJchjarl þvf hægt virðist vera að finna málshátt til að rökstyðja nánast hvað sem er. Helgarblaðið lítur á nokkra máls- i hætti sem ganga sinn í hvora átt- ina og skýrir með dæmum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.