Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18.JÚLI2003 SKOtHtN 15 Sigurförin Grímur Sjálfsagt hefur það nú gerst ein- hvern tíma áður að íslending- um sé boðið á erlendar ráð- stefnur en ekki getur það verið algengt. Að minnsta kosti létu fjölmiðlar hér eins og meiri háttar straum- hvörf hefðu orðið í vikunni og sjálf- ur Tony Blair beðið sjálfa Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur að koma nú þegar til Lundúna til fundar við sig, Clinton og Alastair Campbell. Markverðari öðrum ferðum Þótt ferð Ingibjargar á fundinn með Blair hafi kannski verið lítið skref fyrir mikinn stjórnmálamann var hún slíkt stærðarstökk fyrir jaftiaðarmannahreyfingu heimsins að meira að segja hinn rótgróni og staðfasti íslenski stjómmálaflokk- ur, Samfylkingin, sendi stöðugar tilkynningar og frásagnir af gangi mála til allra íslenskra fjölmiðla sem vitaskuld bmgðu skjótt við, eins og jafttan þegar faxtæki Sam- fylkingarinnar byrja að mala. Þótti sigurför Ingibjargar aug- sýnilega mun markverðari en þær ferðir sem aðrir leiðtogar ísiensku stjómarandstöðuflokkanna fara vafalaust reglulega. Enginn þarf að minnsta kosti að efast um að þeir Steingrímur J. Sigfússon og Ög- mundur Jónasson heimsæki ríkis- stjóm Norður-Kóreu reglulega til skrafs og ráðagerða, og er mikils að vænta af samstarfi þessara frjáls- lyndu afla. Staðreyndin er sú, hvernig sem ákveðnir, og ekki síður óákveðn- ir, fréttamenn láta, að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son erlngibjörg Sólrún Gísladóttir Sjálfstæðis- flokksins. Og öfugt. Ekki er eins borðliggjandi hvert formaður Frjálslynda flokksins leggur leið sína en líklegast er að hann geti náð samstöðu með karl- inum í Tunglinu, það er að segja að því tilskildu að hvor um sig slái lítil- lega af ýtmstu kröfúm. - Jæja, nóg um það. Gisladottir, I.S. Undanfama viku hafa íslenskir íjölmiðlar látið eins og þeir haldi að forsætisráðherra Bretlands hafi ákveðið að taka sér ffí frá vopnaleit og leyniskjalagerð til að funda með tveimur alþjóðlegum stórstjörnum. Önnur hafi verið Clinton, W.J., fyrr- um forseti Bandaríkja Norður-Am- eríku. Hin, og ekki ómerkari, hafi verið Gisladottir, I.S., varaþingmað- ur Reykjavíkurkjördæmis norður. Engum fjölmiðlamanni virðist detta í hug að allt og sumt sé að spuna- verksmiðja breska Verkamanna- flokksins hafi áttað sig á að Tony Blair yrði nauðsynlega að komast í alþjóðlegar fréttir fyrir eitthvað ann- að en að vera ekki búinn að finna vopnin hans Saddams. Þess vegna hafi verið ákveðið að skjóta á ráð- stefnu, fá Clinton til að tala út á gamlan vinskap, og biðja svo vinstrimiðjuflokkana í Evrópu að manna salinn með sendinefndum. í flestum löndum væriþetta auð- skilið, en ekki á íslandi. A íslandi er því einfaldlega slegið upp að Tony Blair hafi kvatt Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur til fundar við sig. En BÆÐI BORGARFULLTRÚAR OG VARAÞINGMENN: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sjálfstæðisflokksins. Og öfugt. hugmyndin um að Blair hafi boðið Ingibjörgu persónulega er auk þess fráleit af annarri ástæðu. Hver er Ingibjörg Sólrún? Það er að segja: Af hverju í ósköp- unum ættu erlendir þjóðarleiðtog- ar að boða borgarfulltrúa og vara- þingmann í Reykjavík á sinn fund? Ef það hefði til dæmis verið hægri- maðurinn Chirac, en ekki vinstri- maðurinn Blair, sem boðaði til fundarins - heldur einhver að hann hefði boðað George W. Bush og Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson til Versala? Staðreyndin er sú, hvernig sem ákveðnir, og ekki síður óákveðnir, fréttamenn láta, að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sjálfstæðisflokksins. Og öfugt. Þau eru bæði borgarfúlltrúar og varaþingmenn, og hvorugt þeirra hefúr umboð eigin flokksmanna til að gegna forystuhlutverki á lands- vísu. Munurinn á þeim er sá að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson fer í próf- kjör öðru hverju. r andvana fæddur Þannig má hagnast ágædega og það þótt skrásetningargjald Há- skóla íslands sé 32 þúsund krónur. Fyrir sjómenn Þeir sem sækja sjóinn geta aukið töluvert við tekjur sínar með því að fara í fæðingarorlof. Þeir eru fæstir á sjó allt árið og ættu að eiga auð- velt með að haga töku fæðingaror- lofs með þeim hætti að þeir taki það á þeim tíma sem þeir hvort eð er væru í landi á lægri launum. Fram að þeim tíma stunda þeir fulla vinnu og kannski veiðist sér- lega vel. Hagnaðurinn fer augljós- lega eftir tekjunum. Kostnaður skattgreiðenda er í samræmi við það. Jeppinn seldur Sjálfstæðir atvinnurekendur eru í sérlega góðri aðstöðu dl að há- marka árangur sinn í viðskiptum við fæðingarorlofssjóð. Taka má sem dæmi eiganda fyrirtækis sem hefur 500 þúsund krónur í laun. Fyrir sex mánaða fæðingarorlof fær hann 2,4 milljónir. Fyrirtækið á hins vegar 5 milljóna króna jeppa sem má selja dl að leysa út verð- mæti í fyrirtækinu og hækka laun eigandans upp í eina milljón. Þá hækka bætur hans upp í 4,8 millj- ónir. Raunhæfir möguleikar Nú gætu einhverjir spurt hvort ekki megi misnota allt í hinu félags- lega kerfi og hvort nokkur ástæða sé dl að amast við þvf sérstaklega, að hægt sé að misnota fæðingaror- lofssjóð. Vissulega er nokkuð til í því að bótakerfi sé alltaf hætta búin hvað þetta snertir. Því miður virðist vera að koma í Ijós nú að ráðherrann er ekki bara ungur heldur líka barnalegur, sem er sjálfsagt oft kostur, en alls ekki alltaf. Það væri hins vegar ósanngjarnt að halda því fram að bætur vegna fæðingarorlofs séu jafnmikilvægar og t.d. bætur vegna örorku og að áhættan á misnotkun þeirra vegi upp á mótí þeirri nauðsyn að greiða bæturnar. - Þá er augljóst að mun beinna liggur við að misnota greiðslur úr fæðingarorlofssjóði heldur en aðrar félagslegar bætur. Fjárhagsstaða sjóösins Nú hafa menn loks viðurkennt það sem áður hafði verið spáð, að fæðingarorlofssjóður verður fljót- lega uppurinn. í aðdraganda laga- setningarinnar hélt fjármálaráðu- neyti því blákalt ffarn að kostnaður vegna greiðslna úr sjóðnum yrði um 3,6 milljarðar á ári. Þegar svo nú er komið í ljós að kostnaðurinn fer ekki undir 5 millj- örðum, eins og ýmsir höfðu reynd- ar reiknað út, er ljóst að einhverra breytinga er þörf. Annaðhvort þarf að hækka tryggingargjaldið enn frekar en gert hefur verið, skatt sem launþegar á endanum bera, eða skrúfa fyrir einhverja þá leka sem eru á fæðingarorlofssjóði. Barnalegur ráðherra Það var mikið gert úr því að end- urnýjun hafi orðið á þingmannaliði eftir síðustu kosningar með yngri þingmönnum. Merkilegra þótti jafnvel að nýr félagsmálaráðherra kom úr röðum yngri manna í sín- um flokki. Því miður virðist vera að koma í ljós nú að ráðherrann er ekki bara ungur heldur líka barna- legur, sem er sjálfsagt oft kostur, en alls ekki alltaf. Ráðherrann kaus, eftir að viðvör- unarbjöllur orlofssjóðs hringdu, að láta strax uppi þá skoðun sína að einu mögulegu aðgerðimar væm að auka skattbyrði launþega og tryggja nægilegt fé til sjóðsins. í barnaskap sínum heldur hann að það séu einhver takmörk á því hversu hratt geti streymt úr opin- bemm sjóðum. í einlægum barna- skap sínum telur hann að hægt sé að fullnægja þörfum þeirra sem telja sig eiga rétt á orlofsorlofi. Það liggur fyrir þingmönnum í haust að koma eiidtverju skikki á þetta nýjasta framlag bótakerfisins. Skýra þarf ákvæði laga um fæð- ingaorlof, setja þarf þak á greiðslur úr sjóðnum og afnema bundna skiptingu orlofsins milli foreldra og jafna þar með rétt barnanna til samvista við foreldra sína. Áfram, stelpur .Hlutfall kvenna sem útskrif- ast úr háskólanámi hefur heldur aldrei verið meira og sú stað- reynd hefur minnkað muninn enn frekar og mun vafalaust valda enn meiri breytingum á samsetningu vinnuaflsins á næstu árum. Ég vil því minna kvenréttindabaráttumenn sam- tíðarinnar að minnast sigranna með stolti, banka þrisvar með hægri hönd I brjóstkassann og halda áfram að vinna saman að jafnrétti karla og kvennal' María Sigrún Hilmarsdóttir á Tíkin.is Ávísanakerfi .Þróunin innan skólakerfisins hefur verið á þá vegu að greina nánar hvaða kostnaður felst (því fyrir hið opinbera að kenna ein- um nemanda í einn vetur. Skref- iö yfir í ávísanakerfi, þar sem hver nemandi eða foreldrar hans fá til dæmis ávísun á grunnskóla- menntun eða framhaldsskóla- menntun í einn vetur, er orðið stutt og þarf ekki að leiða til neinna byltinga, hvorki fyrir skól- ana sjálfa né nemenduma. Ég sé 1 sjálfu sér engin sérstök vand- kvæði á því að stíga skref í þessa átt á næstu árum." Birgir Ármannsson í viðtali á Frelsi.is Birgir Ármannsson. Maðkað mjöl .Flugleiðir virðast telja að þeir geti komið fram við farþega sína eins og þeim sýnist í krafti einok- unarstöðu sinnar á flugmarkaðn- um. Það er kannski ætlun Flug- leiða að þeirra verði minnst í sög- unni á sama hátt og dönsku ein- okunarkaupmannanna sem seldu íslendingum maðkað mjöl." Bylgja Björnsdóttir í Opnu bréfi til Flugleiða sem birt var í Morgunblaðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.