Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 Nýr samningur hjá Duncan Kvennalandsliðið í 17. sæti KÖRFUKNATTLEIKUR: Fram- herjinn frábæri Tim Duncan verður áfram í herbúðum nú- verandi NBA-meistara, San ^Antonio Spurs, næstu sjö árin en hann skrifaði undirsamn- ing þess efnis í gær. Duncan, sem hefði verið með lausan samning eftir næsta tímabil,fær 122 milljónirdoll- ara fyrir þessi sjö ár eða tæp- lega 1,4 milljarða íslenskra króna í árslaun. Duncan var valinn leikmaður ársins í NBA-deildinni á síðasta ári auk þess sem hann var val- inn besti leikmaður úrslita- keppninnar í vor þar sem San Antonio Spurs lagði New Jers- ey Nets í úrslitaeinvígi um NBA-titilinn, 4-2. KNATTSPYRNA: tslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 17. sæti á styrkleikalista Al- þjóða knattspyrnusambands- ins sem var birtur í gær. (slenska liðið fer upp um eitt sæti síðan listinn var birtur síðast en tíu Evrópuþjóðir eru fyrir ofan íslenska liðið. Frakkar eru efstir af mótherjum (slands í undankeppni EM, í níunda sæti, Rússar eru í ellefta sæti, Ungverjar, sem ísland vann, 4-1, á Laugardalsvellinum 14.júní, eru í 26. sæti og Pólverjar eru í 31. sæti. Island mætir Rússum næst í undankeppni EM í Rússlandi 9. ágúst næstkomandi og síðan Frökkum ytra 8. september. 17. sæti: (slenska kvennalandslið- ið í knattspyrnu er á góðu róli. Valsstúlkur lögðu Stjörnuna, 1-4, í undanúrslitum Visa-bikarsins 0-1 Dóra María Lárusdóttir (31.) 0-2 (ris Andrésdóttir (40.) 0-3 Nína Ósk Kristinsdóttir (51.) 1 -3 Auður Skúladóttir, víti (53.) 1-4 Dóra María Lárusdóttir (90.) Valur tryggði sér sæti í úrslitum i VISA-bikars kvenna þegar liðið sigraði Stjörnustúlkur, 1-4, á Stjörnuvellinum í gærkvöld. Sigur Valsstúlkna vár aldrei í hættu og allt frá fyrstu mínútu mátti sjá í hvert stefndi. Þær áttu hvert markskotið á fætur öðru án þess að Stjarnan gott sem kæmist yfir miðju. Það var þó ekki fyrr en á 31. mín. sem Valsstúlkur fundu marknetið. Sending Dóru Maríu Lárusdóttur fór þá fram hjá Nínu y Ósk Kristinsdóttur, sóknarmanni „Það eina sem við hugsuðum um var að koma okkur á Laugardalsvöllinn. Vals, og einnig Maríu Björgu Ágústsdóttur, markverði Stjöm- unnar. Valsstúlkur bættu síðan við öðru marki fyrir leikhlé og var það einnig slysaiegt, skot írisar Andrés- dóttur fór þá í Auði Skúladóttur, varnarmann Stjörnunnar, og það- an fram hjá Maríu. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok íyrri hálfleiks þegar brotið var á Hörpu Þorsteins- * dóttur þegar hún var að sleppa inn fyrir aftasta varnarmann Vals. Brottrekstur hefði verið viðeigandi en leikmaðurinn fékk aðeins að líta gula spjaldið. Stjörnustúlkur komu mun ákveðnari til síðari hálfleiks en það voru gestirnir sem vom fyrri til að skora þegar Nína Ósk kláraði vel fyrirgjöf Rakelar Logadóttur. Stjörnustúlkur fengu dæmda víta- spyrnu aðeins tveimur mínútum síðar þegar boltinn fór í hönd eins varnarmanna Vals. Auður Skúla- dóttir skoraði örugglega og gaf lið- inu vonargiætu, en það var ekki nóg því munurinn var orðinn of mikill. Valsstúlkur bættu síðan við marki á lokamínútu leiksins, Dóra María innsiglaði góðan sigur Vals- stúlkna á Stjömustúlkum, sem hvort tveggja virtust skorta viljann og trúna til að leggja Hlíðarendalið- ið. Hjá Stjörnunni átti María ágætan leik í markinu og einnig barðist Harpa Þorsteinsdóttir vel í framlín- unni. Auður Skúladóttir lék einnig ágætlega í vörninni. Hjá Val átti Dóra María mjög góðan leik og einnig áttu þær Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir ffn tilþrif, lfkt og flestallir leikmenn liðsins, sem sýndi oft og tíðum mjög góðan samleik en datt aftur á móti aðeins niður á plani f síðari hálfleik. Fínn sigur „Þetta var fínn sigur en ég var samt ekki nógu sátt við leik okkar í síðari hálfleik en það var greinilega þreyta og spennufall hjá leik- mönnum eftir mánudagsleikinn gegn KR og þessi leikur bar þess merki," sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það eina sem við hugsuðum um var að koma okkur á Laugardalsvöllinn og það er það sem við stefndum á, við vomm þar í fyrra og vildum vera þar aftur,“ sagði Helena að lokum við DV-Sport. Best á velllnum: Dóra María Lárusdóttir, Val þaþ Þrjú dýrmæt stig Jón Gunnar Gunnarsson skoraði bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á Njarðvík 0-1 Jón Gunnar Gunnarsson (28.) 1-1 Eyþór GuOnason (79.) 1-2 Jón Gunnar Gunnarsson (88.) Haukar nældu sér í þrjú dýr- mæt stig t baráttunni í 1. deild karla í gærkvöld er þeir sigr- uðu Njarðvíkinga, 1-2, í Njarð- vík. Gestirnir byrjuðu leikinn mun , betur og höfðu góð tök allt frá fyrstu mínútu og nokkmm sinn- um björguðu Njarðvíkingamir á síðustu stundu áður en Jón Gunn- ar Gunnarsson stakk sér inn fyrir vöm Njarðvíkinga og afgreiddi knöttinn laglega. Njarðvíkingar S vom svo stálheppnir að fá ekki á sig fleiri mörk á næstu mínútum 4 en Goran Lukic átti gott skot í stöng og strax í næstu sókn átti Magnús Ólafsson skot í þverslá. Á 36. mínútu dró til tíðinda þegar Davíð Logi Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot. Stuttu áður hafði hann lent í sam- stuði við leikmann Njarðvíkur og eflaust hefur dómari leiksins met- ið þetta sem klárt hefnibrot. Eftir þessa uppákomu dró held- ur úr Haukum en Njarðvíkingar vom samt aldrei líklegir í hálf- leiknum. Síðari hálfleikur fór heldur rólega af stað og Haukarn- ir virtust hafa allt í hendi sér lengi vel framan af síðari hálfleik. Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, jók sóknarþunga síns lið stundar- fjórðungi fyrir leik sem bar árang- ur skömmu sfðar þegar Eyþór Guðnason skoraði glæsilegt mark. Ef eitthvað var hefði maður haldið að heimamenn myndu f fram- haldinu ýta enn frekar á sóknar- leikinn og reyna að innbyrða stig- „Við vorum einfaldlega ekki nógu hungraðir." in þrjú en svo var aldeilis ekki. Haukamir vom mun sterkari á lokakaflanum og það var Jón Gunnar, besti leikmaður þeirra, sem komst upp vinstri kantinn skömmu fyrir leikslok og náði að innsigla sigurinn. Markaskorari Hauka var glaður er blaðamaður DV-Sport hitti hann eftir leik. „Við sýndum mik- inn karakter hér í kvöld. Missum mann út af eftir um hálftíma leik en komum bara virkilega sterkir inn í síðari hálfleikinn. Njarðvik- ingamir áttu í raun aðeins eitt al- vöm færi, sem þeir skomðu úr, en að öðm leyti ógnuðu þeir ekki,“ sagði Jón Gunnar. Guðni Erlendsson, miðjumaður Njarðvíkinga, var lítt hrifinn af niðurstöðu leiksins. „Já, við vor- um einfaldlega ekki nógu hungr- aðir í kvöld. Það hefði f raun verið sorglegt að gera jafntefli en það er hryllingur að tapa þessum leik. Við þurfúm að fá hjörtun til að slá í takt því annars gengur þetta ekki.“ Maður leiksins: Jón Gunnar Gunnarsson, llaukum. eáj KNATTSPYRNA — 1.DEILD KARLA BKeflavík 9 7 1 1 25-10 22 Víkinqur 10 5 4 1 14-7 19 Þór, Ak. 9 4 3 2 20-15 15 Haukar 10 4 2 4 15-15 14 HK 9 3 2 4 11-12 11 Njarðvík 10 3 2 5 16-18 11 AftureldinglO 3 2 5 13-17 11 Stjarnan 9 2 4 3 11-13 10 Breiðablik 9 3 1 5 7-10 10 Leift./Dalv. 9 2 1 6 9-20 7 Markahæstir: Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak. 11 Magnús Þorsteinsson, Keflavík 7 Þórarinn Krístjánsson, Keflavik 6 Eyþór Guðnason, Njarðvík 5 Stefán örn Arnarson, Vfkingi 5 Zeid Yasin, Leiftri/Dalvik 5 Daníel Hjaltason, Vikingi 4 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 4 Henning E. Jónasson, Aftureldingu 4 Valdimar Kristófersson, Stjömunni 4 Zoran Panic, HK 4 Þorvaldur Guðmundsson, Afture. 3 Högni R. Þórðarson, Njarðvík 3 Jón Gunnar Gunnarsson, Haukum 3 Kristján Ómar Björnsson, Haukum 3 Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Stjörn. 3 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki 3 Óskar Örn Hauksson, Njarðvík 3 Sverrir Þór Sverrisson, Njarðvik 3 Næstu leikir: Þór-Breiðablik fös. 18. júli kl. 20 Stjarnan-Keflavik fös. 18. júli kl. 20 HK-Leiftur/Dalvfk lau. 19. júll kl. 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.