Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FÚSTUDAGUR 18.JÚÚ2003 norðan Bikarmót fyrir HESTAMENNSKA: Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal um helgina. Þar etja kappi norðlenskir eðalreið- menn; húnvetnskir, skagfirskir, eyfirskir og þingeyskir. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í helstu greinum hesta- íþrótta. (unglingaflokki er keppt í tölti og fjórgangi og í fullorð- insflokki er keppt í tölti, fjór- gangi, fimmgangi, gæðinga- skeiði og 100 m skeiði með fljót- andi starti. Keppni í fjórgangi hefst í fyrramálið en klukkan 13 mun Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra setja mótið form- lega. Að því loknu verður keppni í fimmgangi, tölti og 100 m skeiði. Annað kvöld er öllum boðið til grillveislu í Hringsholti. HESTAMAÐUft Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra með stóð- hestinn Dag frá Strandarhöfða. Baugur tryggir VHDSKIPTI: Baugur hefur tryggt sér 41,2 prósent hlutafjár í leik- fangafyrirtækinu Hamleys í Bret- landi en keppinautur Baugs,Tim Waterstone, dró sig til baka í gær. Stjórn Hamleys hefurtil- kynnt hluthöfum að yfirtökutil- boði Baugs verði tekið.Tilboð Baugs er upp á 59 milljónir punda eða sem samsvarar um 7,3 milljörðum króna. Haft var sér Hamleys eftir Waterstone í breskum fjöl- miðlum í gær að það væri ekki lengur hagkvæmt að bjóða bet- ur en Baugur en síðasta tilboð Baugs hljóðaði upp á 254 pens á hlut. Upphafleg tilboðs Baugs hljóðaði upp á 205 pens á hlut. Tilboðið nú er hins vegar tvöfalt hærra en gengið var áður en kapphlaupið um Hamleys hóftt og er hefur ekki verið hærra í 5 ár. Afskriftir á eignum Landsbankans miklar: Kaupverð bankans mun lækka Meiri afskriftir verða af eignum Landsbankans en gert var ráð fyrir þegar 45,8% hans voru seld Samson-hópnum í fyrra. Það mun væntanlega leiða til þess að kaupverð bankans verði lægra en áætlað hafði ver- ið. Ekki er enn ljóst hversu mikið kaupverðið muni lækka en í samn- ingum íslenska ríkisins og Samson er gert ráð fyrir því að lokaverð bankans geti breyst verði afskriftir meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir þegar samið var um kaupin. Samið var uni að munurinn á áætluðu kaupverði Samson-hópsins og raunverulegu kaupverði gæti orðið allt að 700 milljónum króna vegna þessa. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, staðfesti þetta í yfirlýsingu í gær. Kaupverðið mun því væntanlega verða endurskoðað þegar samið verður um loka- greiðslu Samson fyrir bankann, en það verður gert í desember. Upp- SAMSON-HÓPURINN: Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og BjörgólfurThor Björgólfsson. Íl-fa 9 ’ 'Wt- 9 \ ' ' fS‘E HH t í'- jf f'i, tfi ’ m H Á haflega hafði verið gert ráð fyrir því að Samson borgaði 12,3 milljarða króna fyrir hlutinn í bankanum. Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins mun ekki liggja fýrir Kaupverðið mun því væntanlega verða end- urskoðað þegar samið verður um lokagreiðslu Samson fyrir bankann. fyrr en í ágúst og því er ekki hægt að segja með fullri vissu nú hversu miklu mun muna á áætluðum og raunverulegum afskriftum. Jafn- framt þarf að hafa í huga að þriðji fjórðungur ársins mun einnig skipta máli þegar kemur að ákvörð- un lokagreiðslunnar. Ákvæðið um aðlögun kaupverðs Landsbankans var sett inn í kaup- samninginn vegna þess að óvissa í áætlunum íslenska ríkisins á af- skriftum eigna Landsbankans var umtalsverð. kja@dv.is SELTJARNARNtS: Rannsóknir sýna að lítil jarðskjálftahætta er á Nesinu. Bæjarstjórínn á Nesinu um „jarðskjálftaparadísina": Seítjarnarnesið stöðugt og traust Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segir ánægjulegt að mat vísinda- manna skuli vera að hvergi sé jarðskjálftahætta minni en þar. „Hingað til höfum við talað fyrir því að Nesið sé traust og stöðugt samfélag og þá hefur verið vimað til ágætrar fjárhagsstöðu bæjarins. Nú virðist hins vegar ljóst að þessi orð eiga við í fleiri en einum skilningi," segir Jónmundur. Fjarlægur möguleiki Eins og DV greindi frá í gær hafa þrír prófessorar í verkfræði við Há- skóla íslands með nákvæmum hætti greint hver jarðskjálftahætta á höf- uðborgarsvæðinu sé. Er hún reikn- uð út frá hugsanlegri yfirborðshröð- un jarðar og hröðunarlínum. Ljóst er að hætta væri mest á Heiðmerk- ursvæðinu en eftir því sem norðar og vestar dregur fer hættan dvín- andi - og er nánast engin orðin þeg- ar kemur út á Seltjamarnes. Jómundur Guðmarsson segir að mat sem þetta á jarðskjálftahættu á Nesinu hafi ekki áður verið unnið svo hann þekki til. „Sú hætta af völdum náttúm- hamfara sem menn hafa helst séð fyrir sér er jarðskjálfti eða hlaup úr Snæfellsjökli sem færi í sjó ffam. Þannig gæti myndast flóðbylgja sem síðan bærist yfir Faxaflóa og brotn- aði við strönd á Seltjarnamesi. Þetta er þó fjarlægur möguleiki." Metum Júlíus mikils Júlfus Sólnes bjó fyrr á ámm á Sel- tjarnarnesi og er því bæjarbúum að góðu kunnur. „Við metum hann mikils, bæði sem vísindamann en ekki síður sem einstakling," segir Jónmundur bæjarstjóri. Spurður um hvort ekki sé líklegt að þetta mat verkfræðiprófessoranna þriggja sé til þess fallið að hækka fasteigna- verð segir hann það ekki ótrúlegt. Minnir hins vegar á að óvíða á höf- uðborgarsvæðinu sé verð fasteigna hærra og komi þar fjölmargar ástæður til. sigbogi@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.