Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 14
74 SKOÐUN FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 — Mörk skynsemi og hófsemdar Oft hefur verið sagt um íslenskt samfélag að það sé ekki nægilega fjölskylduvænt. Ungu fólki með börn sé gert erfitt fyrir. Það verði að leggja á sig mikla vinnu til þess að eignast þak yfir höfuðið. Báðir foreldrar verði að vinna mikið og ijarvistir því miklar frá börnum. Þetta sé síðan kórónað með skattkerfi sem leiki einmitt þetta fólk illa. Þetta gerist þótt vitað sé að ekkert er samfé- laginu mikilvægara en endurnýjunin, að nýir einstaklingar fæðist, vaxi upp í öruggu umhverfi og taki við keflinu í fyllingu tím- ans. Fjárhagslegt umhverfi barnafjölskyldna hefur að þessu leyti ekki verið nægilega vin- veitt. Þar með er ekki sagt að ekki sé ágætlega staðið að ýmsu sem snýr að bömum og for- eldrum. Ný lög um fæðingarorlof, sem tóku gildi fyrir þremur árum, voru tvímælalaust framfaraspor. Þau komu til móts við þarfir foreldra og barna fýrstu mánuðina eftir fæð- ingu - mikilvægan tíma í lífi þeirra. Hin nýju lög tryggðu báðum foreldrum rétt til orlofs. Reynslan hefur sýnt að foreldrar nýta sér þennan rétt. Á því græðir grunneining sam- félagsins, fjölskyldan. Hin nýju lög gerðu samfélagið fjölskylduvænna og veitti ekki af. Þau tóku tillit til breyttra þjóðfélagsað- stæðna, almennrar þátttöku beggja kynja á vinnumarkaði og rétti beggja foreldra til þess að vera með og kynnast barni sínu óhindrað á fyrsta skeiði ævinnar. Lögin um Fæðingarorlofssjóð voru hins vegar ekki gallalaus. Nú er að koma í ljós að betur hefði mátt huga að fjármögnun sjóðs- ins, enda er gert ráð fyrir að halli á rekstri hans verði nær milljarður í ár. f árslok árið 2001 var eigið fé Fæðingarorlofssjóðs tæpir þrír milljarðar króna. í upphafi þessa árs var það um tveir og hálfur milljarður en miðað við útstreymi úr sjóðnum er gert ráð fyrir að hann verði uppurinn eftir tvö ár. Útgjöld hafa stigmagnast en tekjumar lítið hækkað. Mikilvægi sjóðsins skal enn undir- strikað en það er ekki sjálfgefið að ekki sé ákveðið þak á greiðslum úr honum. Það að greiða óhikað 80% aflaunum, óháð launaupphæð, er ekki sjálfsagt mál. Sjóðurinn er fjármagnaður með gjaldi á laun. Slíkt fyrirkomulag er þekkt. Ábyrgða- sjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóð- ur em byggðir upp með svipuðum hætti. Samkomulag var um þessa leið milli ríkis, launþega og vinnuveitenda. Þar sem fyrir liggur að innstreymi í sjóðinn er of lítið verður að bregðast við, endurskoða tekjuöflunina og hugsanlega úthlutun úr sjóðnum. Félagsmálaráðherra segir aðeins tvær leiðir færar - að auka innstreymið í sjóðinn eða minnka útstreymið, en það ger- ist aðeins með því að minnka réttindin. Að öllu verður að hyggja við þá endurskoðun. Atvinnulífið hefur að mestu fjármagnað Fæðingarorlofssjóðinn með tryggingagjaldi. Samningsatriði er hvort þangað er meira að sækja. Haft hefur verið eftir ffamkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins að nauðsyn- legt sé að fara yfir hvemig bregðast beri við stöðu sjóðsins. í þeim efnum sé ekkert úti- lokað. Þá er hugsanlegt að ríkissjóður tryggi sjóðnum tekjur og síðast en ekki síst verður að huga að úthlutunarreglum sjóðsins. Mikilvægi sjóðsins skal enn undirstrikað en það er ekki sjálfgefið að ekki sé ákveðið þak á greiðslum úr honum. Það að greiða óhikað 80% af laimum, óháð launaupphæð, er ekki sjálfsagt mál. Segja má að foreldri á mjög lágum launum hafi vart efni á að nýta sér greiðslur sjóðsins. Því mætti huga að ákveðinni lágmarksgreiðslu. Foreldri með t.d. 100 þúsund krónur á mánuði fær aðeins 80 þúsund króna mánaðargreiðslu. öfgar í hina áttina em t.d. foreldri með milljón króna mánaðarlaun. Spyrja má hvort eðli- legt sé að Fæðingarorlofssjóður greiði því foreldri 800 þúsund krónur á mánuði? Ein- hvers staðar hljóta mörk skynsemi og hóf- semdar að vera; líka í efri kantinum. Nýjar línur þarf að leggja vegna Fæðingar- orlofssjóðs svo hann geti áfram gegnt fjöl- skylduvænu hlutverki sínu. x KJALLAR) f y Sigríður Ásthildur Andersen 1 B lögfræðingur m B Verslunarráðs Islands Það var ekki lítið sem mönnum lá á vorið 2000 að láta þjóðina kokgleypa ný lög um svokallað- ar launagreiðslur í fæðingaror- lofi. Þrátt fyrir að öllum hefði mátt vera Ijóst strax frá upphafi að um var að ræða eitt stærsta útgjaldafrumvarp á íslandi fór engin umræða fram á Alþingi um afleiðingar þess að opna fyrir stjórnlausa sókn í þennan nýjasta sjóð hins opinbera. Þvert á móti var afgreiðsla frum- varps um foreldra- og fæðingaror- lof á Alþingi með eindæmum, míð- að við efnið. Það tók alþingismenn innan við viku að sannfærast um að það væri upplagt að láta launþega fjármagna sjóð sem ætti að greiða nýbökuðum foreldrum laun f sex til níu mánaða fríi. Ekki bara ein- hverja tiltekna fjárhæð, heldur 80% af launum viðkomandi, óháð því hversu himinhá þau gætu verið. Þáverandi alþingismenn töldu þetta svo frábæra og borðleggjandi hugmynd að þeir sáu ekki ástæðu til að fafast eftir áfiti þeirra sem hagsmuna hafa að gæta, t.d. laun- þega og atvinnurekenda, sem er þó venjan við afgreiðslu mála á AI- þingi. Verslunarráð íslands leyfði sér þó að veita það álit að fresta ætti afgreiðslu málsins, þar til ýmis óljós ákvæði frumvarpsins hefðu verið skýrð og öll kurl væru komin til grafar um kostnað við það. Sú ábending féll í grýttan jarð- veg, enda allt kapp á að ræða sem minnst um fjárhagshlið þessa ör- lætisgernings alþingismanna. Þá mátti hefdur ekki spilla gleði- vímunni með því að velta fyrir sér misnotkunarmöguleikum í þessu nýja kerfi. Orlof á orlof ofan Nú hefur strax komið upp fyrsti alvarlegi ágreiningurinn um túlkun fæðingarorlofslaganna. - Karl- manni fannst að sér vegið með því að fá ekki greitt úr fæðingarorlofs- „Þótt vissulega þurfi sérstakan hugsunar- hátt til að vilja hafa uppi kröfu um orlof ofan á orlofer langt því frá að sérstakt hug- myndarflug þurfi til að sjá ýmsa möguleika á að hafa sem mest út úr fæðingarorlofssjóði skattgreiðenda." sjóði sem næmi tvöföldu orlofi, fæðingarorlofi annars vegar og or- lofsrétti hins vegar. Um málið hefur nú fjallað bæði félagsmálaráðu- neyti og sérstök úrskurðarnefnd um ágreiningsmál vegna fæðingar- orlofssjóð. Ber þessum aðilum hreint ekki saman um rétt manns- ins, og trúlega er ekki von til þess að málið sé útrætt. Þótt vissulega þurfi sérstakan hugsunarhátt til að vilja hafa uppi þá kröfu sem hér er lýst er langt því frá að sérstakt hugmyndarflug þuríi til að sjá ýmsa möguleika á að hafa sem mest út úr fæðingarorlofssjóði skattgreiðenda. Annars vegar vegna þess að lögin um sjóðinn eru ekki nógu afdráttarlaus um ýmis atriði, a.m.k. ekki gagnvart þeim sem hafa einbeittan vilja til að fjár- magna sem mest af sínu lífi með greiðslum úr honum, og hins vegar vegna þesss að hugmyndin að baki þeim er þess eðlis að hún hreinlega býður upp á margs konar mögu- leika til misnotkunar. - Á það var reyndar bent á sínum tíma. Það er nú leikur að læra Einhverra hluta vegna er heima- vinnandi foreldri neðst f fæðingar- orlofspíramídanum. Heimavinn- andi foreldrar þiggja samkvæmt lögunum lægstu greiðslumar úr or- lofssjóðunum, um 200 þúsund krónur fýrir 6 mánaða samvistir með bami sínu. Ef þeir hins vegar skrá sig í viðurkennt nám hækkar greiðslan í 450 þúsund krónur. HEIMAVINNANDI FORELDRAR; Þiggja, samkvæmt lögunum, lægstu greiðslurnar úr orlofssjóðunum. Vwhl'Mi pps-' Fagnað hinum megin Tímaritið Euromoney var víst að hampa Búnaðar- bankanum á dögunum fyrir góða frammistöðu. Það er nú allt gott og blessað en hitt þótti skondnara að fögnuðurinn vegna þessar- ar upphefðar varð mestur í Landsbankanum. Af hverju? Jú, þar em nú allir fyrmm helstu forkólfar og spútnikkar Búnaðarbank- ans sem telja sig eiga meira en minna í lofinu. Njálustríð Miklar væringar munu vera á Njáluslóðum þar sem Arthúr Björgvin Bollason hefur átt í samstarfi við nokkra aðila í sveitinni um Njálusýningu. Meininga- munur varð um uppgjör vegna þessara sýninga og þótti sveitungum sem Arth- úr Björgvin hafi ekki verið sérlega nákvæmur. Haldinn var samningafundur miili aðila og stóðu menn upp sáttir að honum loknum. En friðurinn varði ekki lengi því Arthúr ákvað að stríða félögum sínum með ýms- um uppátækjum. Em menn því komnir aftur á byrjun- arreit og útlit fyrir að ein- hver stökkvi hæð sína í full- um herklæðum ef ekki nást sættir fyrir haustið. Hvað um Össur? Allt kapp virðsit lagt á að koma Ingibjörgu Sólrúnu Gísiadóttur að sem aðal- manni á þingi. Hefur ítrek- að verið horft til Guðrúnar Ögmundsdóttur í því sam- bandi og hún orðuð við Jafnréttisstofu Reykjavíkur, en nú þykir fínt að kalla op- inberar stofnanir stofur. Þá hefur heyrst orðrómur þess efnis að Guðrún verði send úr landi, alla leið til Bmssel. Ekki fylgir sögunni hvað hún ætti að gera þar. Össur fær líka sinn skerf en áhugasamir kremlólógar hafa spyrt hann við sendi- herraembættið í London, enda Össur breskmenntað- ur maður og kann að hnýta slaufu eða þaðsem Tjallinn kallar „bowtie".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.