Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Side 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 BUSH f ÚGANDA: Bandaríkjaforseti gerði stuttan stans (Úganda í Afríkuför sinni. Þar tók Museveni forseti á móti honum og stúlkur stigu dans á Entebbe-flugvelli. (Úganda lofaði Bush framlögum til að berjast gegn eyðni í landinu. Hins vegar var lítið rætt um ætbálkastríðin sem geisa í norðanverðu landinu þar sem hræðileg voðaverk eru unnin. það markmið stjórnarinnar í Was- ington að vera óháð oh'ukaupum frá Mið-Austurlöndum hafa beint at- hyglinni að Afríku. Farið er að senda herlið til álfunnar og loforðin um hernaðaríhlutun í Líberíu af mann- úðarástæðum, eins og það heitir, er liður í því að ná fótfestu og áhrifum í álfunni. Sérstaklega er athyglinni beint að ríkjum Vestur-Airíku og Gíneuflóa sem er að verða álíka mik- ilvægur og Persaflói, efríahagslega og hemaðarlega. Liður í þeirri stefríu að efla tengsl- in við Afríkuríki er að taka upp nána samvinnu við stjómvöld og koma á stöðugleika hvað varðar stjórnmál og efnahag og ekki sfst hemaðarsam- vinnu. Það kann að verða þrautin þyngri en til mikils er að vinna. James Jones, sem er æðsti hers- höfðingi Bandaríkjahers í Evrópu og Afríka heyrir einnig undir hann, sagði nýlega í blaðaviðtali að BNA væri að semja um notkun flugvalla um gjörvalla Afríku, nokkurra stórra herflugvalla og annarra srnærri og mun setulið verða til taks í mörgum herstöðvum. Einnig er verið að semja um flotahafnir og staðsem- ingu bandarískra landgönguliða. Herstöðvamar verða ekki einvörð- ungu í Norður-Afíku, svo sem í Alsír, þar sem íslamskir bókstafstrúar- menn em stöðug ógn við stjómina. Að sögn hershöfðingjans verða einnig herstöðvar í ríkjum sunnan Sahara og hann spáir að flotinn verði efldur mjög á Gíneuflóa, þar sem miklar olíulindir em undir sjávar- botni, eins og í löndunum sem eiga strönd að flóanum. Jones hershöfðingi bætti við að í framtíðinni mundu flotadeildir sem fylgja flugvélamóðurskipum um Miðjarðarhaf vera að minnsa kosti hálft árið meðfram vesturströndum Afríku. Sagt er að um tímabundna dvöl bandarísks heriiðs verði að ræða en þegar einu sinni verður búið að byggja upp fullkomnar herstöðvar er líklegast að hersetan verði til fram- búðar. í því sambandi má minna á bandarísku herstöðina í Djibouti við mynni Rauðahafs þar sem 1.500 landgönguliðar og sérþjálfaðar sveit- ir em að staðaldri og fer stöðugt fjölgandi. Herstöðin er aðaltekjulind landsmanna. Frá Djibouti er auðvelt að gera árásir á Súdan, Sómalíu og Yemen, en þau ríki em yfirleitt ekki vinveitt Bandaríkjunum og grunur leikur á að þar eigi hryðjuverkamenn hæli. Öflugt herstöðvanet Um herstöðvar í Vestur-Afríku og flotaaðstöðu á Gíneuflóa gildir öðm máli. Þar em olíuhagsmunir f veði. Frá Vestur-Afríku em nú fluttar 1,5 milljónir tunna á dag til Bandaríkj- anna og fer sá kaupskapur sfvaxandi. En magnið er svipað nú og það sem framleitt er í Sádí-Arabíu fyrir Bandaríkjamarkað. Þarlend fyrirtæki hafa fjárfest fyrir 10 milljarða dollara í olíulindum í og við Vestur-Afríku og aukast þær fjárfestingar í sífellu og er reiknað með að þær verði um 10 milljarðar dollara á ári áður en langt um líður. Einn talsmanna CIA, David Gor- don að nafni, varaði nýlega við mikl- um fjárfestingum í olíuauði Afríku. Svo lengi sem stjómmálaástandið skánar ekki í álfunni og stöðugleika verði komið á er þar allra veðra von og fjárfestingar geta farið fyrir títíð. En nærvera bandarísks herliðs og ffamlög til að bæta efnahaginn í álf- unni geta minnkað áhættuna vem- lega. Sérstök nefríd, sem í vom olíufor- stjórar og ráðgjafar úr Pentagon, skil- aði þinginu skýrslu í fyrra þar sem mælt var með nánari hemaðarsam- vinnu við otíuauðug ríki. Sérstök áhersla var lögð á að styrkja sam- bandið við Gíneuflóaríkin enda myndi það þjóna öryggishagsmun- um BNA. En stöðugt otíuflæði er ein höfuðundirstaða efnahagslífs iðn- rlkjanna. Mælt með flotahöfn í skýrslunni var mælt með að í Afr- íku yrði komið á „sameinaðri yfir- stjóm" svipaðri þeirri sem verið hef- ur í Mið-Austurlöndum. Til að tryggja siglingaleiðir otíuskipanna var mælt með öflugri flotahöfn á eyj- unni Sao Tome sem er í miðjum Gíneuflóa. Þar er 140 þúsund manna sjálfstætt ríki. Um það bil sem þetta greinarkorn er sett á blað var gerð uppreisn í ríldnu meðan forsetinn var að heimsækja otíuríkið Nígeríu og stjómin rekin frá völdum. Um ffamhaldið er varlegast að spá engu að svo stöddu. Ljóst er að fleira býr undir en velviljinn einn og aðrir hagsmunir ráða líka gjörðum og áætlunum Bandaríkja- stjórnar. Hins vegar er ljóst að í fyrra heim- sótti háttsettur hershöfðingi í yfir- stjóm Bandaríkjahers í Evrópu, eyj- una Sao Tome og stjómin þar til- kynnti að samningar hefðu tekist um að byggja þar öfluga flotahöfn. Utan- ríkisráðuneytið í Washington vildi ekki staðfesta fréttina en lét leka að samið hefði verið við stjóm eyja- skeggja um að bandaríski flotinn byðist til að veita flotavemd og sjá um landhelgisgæsluna. En hvar sem hin mikla flotahöfrí verður byggð er fullvíst að hún verð- ur að veruleika og hluti af her- stöðvaneti BNA í Alfíku sem á að tryggja stöðuga olíuvinnslu og vemda flumingsleiðir. Liðsflumingar til Líberíu em skref í þá átt að banda- ríslcur her tald að sér að bæla niður borgarastríð í Afríku. En hvort íhlutunin stafar af mann- réttindaást eða olíuhagsmunum geta Afríkumenn velt fýrir sér og þá gert samanburð á þeirri leið sem þeir em að leggja út í og nútímasögu ríkjanna við hinn flóann. (Heimildir m.a. sóttarí The Guardian og The New York Times) f OLÍURfKINU MIKLA: Obsanjo, forseti Nígeríu, tók Bush forseta með kostum og kynjum. Nígería er mesta olíuvinnsluland Afriku. Þar sat Bush fundi með embættismönnum og for- stjórum þar sem rætt var um að taka upp nánari efnahagssamskipti á milli ríkjanna. Þrjár af fimm björgunarþyrlum sem verið hafa á Keflavíkurflug- velli eru komnar til Afríku þar sem herstjórnin álítur að meiri þörf sé fyrir þær en hér. Þá er fyrirhugað að þær fáu orrustu- þotur sem eru hér á landi hverfi til annarra herstöðva.Tilfæring- arnar stafa af gjörbreyttum áherslum í utanríkisstefnu BNA þar sem heraflinn undirstrikar styrk risaveldisins. Afríkuför Bush forseta, sem er ný- lokið, er söguleg fyrir margra hluta sakir. Sitjandi forseti BNA hefur aldrei áður heimsótt Afríkulönd. f ferð sinni kom forsetinn við í nokkrum ríkjum sunnan Sahara. Þar lék hann hlutverk friðarhöfðinga og lofaði rausnarlegum framlögum til baráttunnar gegn eyðni sem leikur íbúa þessa heimshluta grátt. Hann kvaðst hafa fullan hug á að stuðla að bættum efnahag Afríkuríkja og síðast en ekki síst að koma á friði í nokkrum af ófriðarríkjunum sem sum hver hafa beðið opinberlega um hernað- araðstoð til að bæla niður uppreisn- ir, gagnuppreisnir, ættbálkastríð og trúarbragðaeijur og alls kyns stjórn- leysi sem hrjáir íbúa Aftíku ekki síður en sjúkdómar og sár fátækt alls þorra fólks. Farið er að senda herlið til álfunnar og loforðin um hernaðaríhlutun í Líberíu af mannúðar- ástæðum, eins og það heitir, er liður í því að ná fótfestu og áhrifum í álfunni. Forsetinn kom hvarvetna fram sem boðberi mannkærleika og hag- sældar og lýðræðishugsjónin var honum ofarlega í huga þegar hann lofaði aðstoð til að tryggja Afríkubú- um betri og farsælli framtíð. Sam- tímis eru flokksbræður hans í þing- inu famir að höggva í framlög til vel- ferðarmála og þróunarhjálpar vegna óskaplegs fjárlagahalla og íyrirhug- aðra skattalækkana. Engin ástæða er til að vanmeta þá aðstoð sem Bandaríkin veita Afríku- ríkjum eða hjartnæmar ræður sem forseti þeirra flutti ráðamönnum þar í álfu. En hitt er ljóst að fleira býr undir en velviljinn einn og aðrir hagsmunir ráða líka gjörðum og áætlunum Bandaríkjastjómar. Verið er að koma upp og undirbúa banda- rískar herstöðvar í mörgum Afríku- ríkjum og farið að lofa einstökum löndum, eins og Líberíu, hemaðar- aðstoð til að friða landið. Það sem hangir á spýtunni er víð- tæk barátta gegn hryðjuverkamönn- um og svo er það olían. Fótfestan Heimsstríðið gegn al-Qaeda og Lýðræðisást og olíuhagsmunir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.